Laugardagur, 23. mars 2024
Hóflingur
Eins og allir vita hefur það farið í taugarnar á mér um nokkurt skeið, að ekki sé til Íslenskun á enska heitinu "donkey" og hef ég stundum laumast til að slangra sem donký eða donkýjar, til bráðabirgða - en að nota heitið "asni" hvarflar ekki að mér.
Asnar eru nottla ekki til á Íslandi svo það er vel skiljanlegt að við höfum ekki þurft að þýða hitt heiti þessa heillandi og skemmtilega dýrs. Augljóst er t.d. að enska heitið "Ass" hefur ekkert með greind að gera, heldur hitt að þessi dýr eru snögg að skvetta upp rassinum og skella afturhófunum í hvern þann sem þeim sýnist, snöggt og fyrirvaralaust.
Þeir sem kynnst hafa þessum skepnum vita vafalaust að þetta eru bestu varðliðar - frekar en varðhundar - í sveitum þar sem hætta er á úlfum og jafnvel smærri bjarndýrum. Asnar eru viðfangsillir þegar þeir beita hófum sínum með rassaköstum og einnig hinir verstu bitvargar þegar þeim hitnar í hamsi - og til eru myndskeið af þeim að hálf murka lífið úr t.d. fjallaljónum og gaupum auk úlfa, í varnarstarfi.
Loks eru öskrin í þeim - þegar vel liggur á þeim - nógu hressileg til að vekja alla sveitina.
Þannig séð er íslenskunin "Asni" ekki rétt, en látum kjurt liggja. Hitt er annað, að málvitundarlega má giska á að enska heitið "Donkey" sé bein tilvitunin í "donk" hljóðið sem kemur þegar þessi skemmtilegu dýr láta afturhófana slengjast á því sem hressa þarf uppá eða flæma frá.
Eins og ljóst má vera er ég hrifinn af þessum dýrum og hef verulega gaman af að gægjast á stutt myndskeið með þeim bæði á FB og YT, og rétt í þessu var ég einmitt að horfa á eitt slíkt, þegar orðið Hóflingur kom í hugann.
Mun nota Hóflingur héðan í frá, fyrir Donkey. Nema eikkur komi með annað betra.
- https://fb.watch/qZS1TSA4Uc/ - smámyndskeiðið (Reels)
- Hóflingar á YT ...
Svo nottla þegar við verðum flúin til Amúr fljótasvæðisins í Síberíu, og búin að fá jörðina hjá Pútín, munu hóflingar verja púturnar og geiturnar gegn úlfum, tígrum og bjössum ...
Athugasemdir
Mér lízt vel á þetta nýyrði. Þú ert mildari í nafngiftum en bæði Englendingar og Íslendingar. Ég skoðaði orðsifjarnar á bakvið þetta og fann að orðið dun, er talið orðið sem myndaði donkey (nema fræðingarnir hafi rangt fyrir sér).
Ég skrifaði pistil um það í vetur. Donkey er talið myndað úr orðinu dun. Dun þýðir dökkur, leiðinlegur, mykjukenndur, grábrúnn. Donkey þýddi bjáni eða asni, bakhluti upphaflega, samkvæmt orðsifjum sem finnast á netinu. Þannig að þitt orð er miklu jákvæðara í garð dýrsins. Vel gert.
Ingólfur Sigurðsson, 23.3.2024 kl. 03:36
Svipað þá og sifjar enska orðsins "dung" ...
Takk fyrir innlitið og góðu orðin, Ingólfur. Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 23.3.2024 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.