Hvað gerist ef - eða þegar - kjarnorkustríð gerist

Öll kjarnorkuveldi samtímans hafa undanfarin tvö ár hótað gjöreyðingarstríði með kjarnorkusprengjum. Fyrir utan efnavopnið sem sprautað var í skrokk fólks fyrir tveim árum, þarf ekki frekari sannanir; við erum í Helvíti. Almenningur er siðblindur og Elíta heimsins eru siðlausir djöflar í mannsham.

 

 

Hvað um það; hvað gerist ef fyrsta sprengjan er tendruð? Óþarft er að ræða hvernig stíflan brestur í kjölfarið.

Þetta er mjög einföld spurning og svarið er álíka einfalt. Allt að níutíu prósent mannfjölda heimsins deyr innan áratugs frá fyrstu sprengju og þar af munu í hæsta falli tvö prósent hafa getu til að fjölga sér.

Hægt væri að ræða betur hvernig þessar kaffibaunir eru taldar, en það má bíða betra færis.

Þetta merkir að um það bil hálft prósent mannfjöldans bæði lifir af og getur fjölgað sér. Ennfremur að öll okkar tækni- og menningarþekking mun að mestu gleymast, og næstu tvær til þrjár kynslóðir þurfa að reiða sig á sömu tækniþekkingu og fólk nýtti sér fram á miðja sautjándu öld, til að lifa af og endurfjölga bæði mann-kyni og mann-fólki.

Samtímis þessu mun annað hálft prósent hýrast í hellum á völdum stöðum t.d. í Himalaya, Úral og Ósark svæðum heimsins, borða dósamat og rúnka sér yfir uppsöfnuðum spennumyndum, þá hálfu til heila öld sem líða mun þar til geislamengun minnkar nægilega til að þau komist - eða þori - út úr hellunum.

Fukushima og Chernobyl tilraunirnar hafa þegar sýnt fram á að fjórir til sex áratugir munu duga til.

Hitt er annað, og það er sú sturlun að voga sér að sprengja þá fyrstu. Sú sturlun merkir að einhverjir óraunverulega tengdir - eða firrtir - einstaklingar eða hópur einstaklinga, ákveður að hefja kjarnorkustríð sem hluta átakatækni (Strategy) og hefur sannfært sig um að beita megi slíkum vopnum með markvissum valsbrögðum (Tactics) sér til ávinnings í stríði.

Slík firring er áhugaverð, því eins og al-Assad forseti benti á fyrir fáeinum árum - og síðan sannaði með markvissum hætti - þú sigrar stríð með fólki. Því hver á að hernema sprengdu svæðin og hvernig?

Í slíku stríði er öruggt að sá Rússneski mun bíða skarpari hlut, og ástæðan er einföld. Rauði herinn á tímum Sovétríkjanna þróaði slíka átakatækni og byggði upp þjálfun og búnað (á dreifðum og niðurgröfnum geymslum) sem nýtast mun við slíkar aðstæður.

Þetta höfum við áður rætt í Arkívinu. Sumsé, Rauði herinn eyddi hátt í tveim áratugum, einn herja í heiminum, til að þróa tæknina sem nýtist til að sigra í gjöreyðingarstríði.

Einföldun:

Ef til kjarnorkustríðs kemur, sem nú er því sem næst öruggt, mun því ljúka þannig að þeir sem lifa af munu ræða sín á milli á Slavnesku máli og nota Kýrillískt letur til að endurvekja menninguna, og þeir munu handsama þá sem skríða út úr hellabyrgjum sínum þegar þar að kemur, og síðan skrifa allt aðra útgáfu af mannkynssögunni en við getum í dag ímyndað okkur.

Á persónulegu nótunum.

Við höfum ítrekað bent á, undanfarinn áratug, að Elítan hefur þráð síðan í ágúst 1945, að fara alla leið með þetta, en hefur hingað til haldið aftur af sér.

Það leynist margt í Arkívinu sem hefur staðist tímans tönn, og mun gera næstu tvær aldirnar, í það minnsta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband