Sunnudagur, 5. febrúar 2023
Stofnanir og nefndir eru spjótin sem bana menningu
Á nú endanlega að leggja niður Íslenska túngu? Frá því Árnastofnun var sett á laggirnar hefur tungan dalað nægilega. Frekar að leggja svona kommúnistastofnanir niður og fá aftur lifandi menningu.
Nefndin er költ sem særir niður það sem hún sinnir og stofnun er dímon sem skottast á því sama og nærist á því þar til það tærist upp.
Alltaf er það á sömu bókina; költið veldur ekki kuklinu sem það fiktar við.
Já ég veit, ég er hættur að blogga.
Þessi lá bara vel við lagi.
Hvað á hús íslenskunnar að heita? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri mjög leitt ef þú hættir að blogga. Hér eru margir góðir og skarpir, en spámenn eru sjaldgæfari en heiðarlegir stjórnmálamenn jafnvel.
Ég hef sagt við sjálfan mig að ég sé hættur í tónlist í 10 ár eða meira. Síðan ef ég er beðinn um að koma fram læt ég oft undan. Maður er hættur þangað til maður byrjar aftur. Jói stýrimaður, hann er líka mjög góður og mér finnst leitt ef hann hættir eða tekur sér frí, eða Magnús.
Ég held að það væri sigur andmennanna ef þessi litla andstaða sem þeir fá leggur sig niður.
Góður pistill að vanda.
Ingólfur Sigurðsson, 5.2.2023 kl. 18:36
Takk fyrir þetta Ingólfur. Jú, hver veit, ég hef nokkrum sinnum eyðilagt vídjórásirnar mínar og FB aðganginn minn, og skellt hurðum. Hver veit.
Guðjón E. Hreinberg, 5.2.2023 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.