Fimmtudagur, 22. desember 2022
Einungis sósíalistar og marxistar nota Grýlu sem vönd
Fólk sem ekki sér lengra nefi sínu ber nær því aldrei virðingu fyrir því sem yfirborðsmennska efnishyggjunnar fær ekki mælt. Geta heyrt án þess að hlusta og séð án þess að horfa, er okkur meðfætt, en það er hægt að stroka það út.
Síðustu hálfa aðra öldina hefur borið á því að óþægum börnum sé hótað með Grýlu og Jólakettinum, og því haldið fram að svo hafi það verið í gegnum aldirnar.
Staðreyndin er sú að fólk sem er fært um að sjá lengra nefi sínu og rýna undir yfirborðið, heyrir tóna fjallanna og tekur mark á þegar veröldin staðfærir (Manifest) visku sína, veit að Grýla er góð tröllskessa og að Jólakötturinn er vænsta skinn.
Gaumgæfnir átta sig á því að Leppalúði á hund, jólahundinn stóra, sem fylgir honum á öllum hans ferðum. Þeim kemur ekki á óvart þegar Letihaugur jólasveinn staðfærði tilvist sína veturinn 2008 og upplýsti í kjölfarið að Grýla og Leppalúði búa ekki í Eyjafjöllum.
Meira er um þetta að segja, stór hluti þess hefur verið tekinn upp í myndskeiði (með lágmarks reykingum) svo fullorðin börn sem hafa trénað trú sína á börn Grýlu geta tengst aftur við visku tröllanna sem enn hlusta á tóna fjallanna, en Letihaugur ásamt systur sinni Stúfi og bræðrum þeirra þrettán hafa tryggt að við fáum jól á hverjum vetri, hvað svo sem gengur á með áróðri og heilaþvætti efnishyggju og skammsýnum sósíalisma.
Það er fátt sem nærir betur en að sitja í ljósaskiptunum í hellinum hjá Grýlu, klappa jólakisa sem malar glaðlega og þæfir í rúmteppið, meðan honum er klórað blíðlega, og hlusta á prjónana hennar Grýlu. Stöku sinnum kemur frá henni staka eða smásaga frá því þegar tröllabörnin hennar voru lítil, og oft lifnar sögustúfurinn löngu síðar þegar viskan sem dulin var undir annarri lagskiptingu passar við aðstæður.
Stundum þarf Jólasveinninn að hvísla í golunni, þar sem fullorðin börn sem enn vita að hann er þarna þó þau kunni ekki að viðurkenna það opinberlega, og fær hann í lið með sér að gefa í skóinn, oft misskilst þessi samvinna.
Ekki vanmeta viskuna sem í sköpunarverkið er ofin. Hún er dýpri en þig grunar.
Þó nú séu verstu tímar þekktrar mannkynssögu runnir upp og öll okkar þekking og öll okkar vísindi orðin einskis virði, eru Letihaugur og bræður hans enn að færa okkur jólin og munu gera meðan við nennum að hlusta eftir þeim.
Klukkutíma löng upptaka sem fer betur ofan í söguna af Letihaug jólasvein, á máli allra aldurshópa:
Beinn tengill í myndskeið:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.