Um mikilvægi þess að fyrirgefa heimsmorðingjunum

Ég sé bæði hérlendis og erlendis mikið spurt þessa dagana, eigum við að fyrirgefa? Flestum okkar hryllir við tilhugsunina. Hvernig er hægt að fyrirgefa svo viðurstyggilegan glæp sem djöfulmennin og leirmennin eru nú að láta ganga yfir heimsbyggðina?

Stundum, þegar ég hugleiði atriði eða fólk sem mér hryllir við að fyrirgefa, bið ég Skapara minn að fyrirgefa fyrir mína hönd, þar til ég get það sjálfur.

Mundu að bænin er samræða við Skapara þinn, og öllum bænum er svarað, með einhverjum hætti.

Einnig að vitnisburður er frásaga til þín sjálfs og til Skapara þíns og stundum til annars fólks (og stundum til djöfulmenna) um hvað er satt og rétt, en vitnisburður krefst alltaf hugrekkis, sérstaklega sé vitnað um skugga eigin sálar.

Að fyrirgefning byggist á skilningi þess að þú þarft að geta fyrirgefið sjálfum þér þess sem þú fyrirverð þig fyrir, og gætir þurft stærri en ræflarnir.

Að iðrun, það að geta horfst í augu við svartnætti og skuggaverur eigin sálarlífs, af hugrekki og einlægni - að ekki sé rætt um næsta skref, yfirbótina - er styrkur.

Eingyðistrúin er ekki sósíalismi, heldur þú og skapari þinn. Skaparinn þarf ekki að sjá kirkjur, söfnuði, þjóðríki, til að vita hverjir eru hans. Þú þarft ekki að vekja aðra með sósíalískri afskiptasemi og valdaþrá í bókstafstrú efnishyggjunnar, þú þarft aðeins Bæn, Fyrirgefningu, Vitnisburð og Iðrun.

Ritningarnar eru þó ágætis viðbót, en það kemur engum öðrum en þér og Skaparanum við, hvernig þú skilur þær.

Þú nærð ekki að frelsa þig úr heljar-faðmi Baphómet og dávaldi Medúsu, nema þú fyrirgefir þeim og treystir Guði til að opna farveg réttlætis. Þú nærð ekki að öðrum kosti að feta krókótta og þrönga einstígið til nálaraugans.

Einfalt.

Sá guðdómlegi vitnisburður sem hófst í maí 2018, honum er ekki lokið, og ég minni í þessu sambandi á innsæi tíunda kafla Jesaja, ekki síst ef þú vilt skilja ellefta og tólfta sem eru aðrir af tveim merkilegustu spádómum allra tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband