Fimmtudagur, 18. ágúst 2022
Besta menntun í heimi [en ekki hér]
Allir vita að "við" höfum besta menntakerfi í heimi, eða það er allavega tónninn. Í mörg ár hef ég verið bergmálið í tómarúminu; Það er engin umræða á landinu um hvað menntun sé, og meðan það ástand varir, höfum við ekkert menntakerfi. Aðeins innprentunarkerfi.
Sé það raunveruleikinn, hefurðu enga þjóð, enga hugsun, enga menningu, aðeins fénað.
Í morgun spurði ég: Hvað kostar dagurinn fyrir barnið þitt í "skólakerfinu?" Meðan þú veist það ekki og meðan ég er eini Íslendingurinn sem spyr að því, veistu ekki hvað menntun er.
Þú fengir fimmfalt betri menntun fyrir barnið þitt, ef þú fengir upphæðina beint í vasann til ráðstöfunar í menntun handa barninu þínu.
Spurningin frá í morgun:
Sem minnir mig á annað; Leikskólar eru glæpur gegn fjölskyldu og þar með eyðilegging á menningu. Kannastu við hvernig þú hafnar þessari hugsun, umhugsunarlaust?
Tengt efni, frá Bannon og Kari Lake
- https://www.declinetosignarizona.com/#facts
- https://rumble.com/v1gde8t-christine-accurso-explains-game-changing-victory-in-the-school-choice-battl.html
- https://rumble.com/v1gggqp-az-governor-candidate-kari-lake-teacher-unions-dont-care-about-the-students.html
Skemmtilegra efni, um Summerhill og A.S. Neill
"If freedom can save the far-gone problem child, what could freedom do for all the so-called normal children perverted by authority?"
- https://www.youtube.com/watch?v=4-C2i9Iq9vY
- https://www.youtube.com/watch?v=SJP0GTEtj9M
- https://www.youtube.com/watch?v=N9ugDGB9B7w
Átti skemmtilegar samræður nýlega, þar sem viðmælandi sagði mér undan og ofan af hvernig menntakerfið gerði hitt og þetta rangt og hvernig mætti bæta það, einbeitti ég mér að því að hlusta á hvert orð og koma sem minnstu að frá sjálfum mér. Í lokin spurði ég hann, hver er grunn fallasían í þessu öllu hjá þér? Málefnið var rætt frekar, og í lokin endurtók ég spurninguna.
Í öllum tillögum hans var grunntónninn sá að sósíalistaríkið og sérfræðingar þess áttu að sjá um kennslu barnanna, og kennslufræði Húmanismans væru eini sannleikurinn. Eftir að ég benti honum á þetta, gagnrýnislaust, spurði ég hann hvort hann þekkti upprunalegu merkingu hugtaksins að kenna.
Honum líkaði ekki merkingin, eftir að hann spurði hver hún væri.
Loks eitthvað vitrænt á vegum John Taylor Gatto:
- https://www.youtube.com/watch?v=8_5h0aO8ZaE
- https://www.youtube.com/watch?v=WpycMRTBrfY
- https://www.youtube.com/watch?v=28uPtl5sWVI
- https://www.lewrockwell.com/author/john-taylor-gatto/
Að lokum:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.