Færsluflokkur: Bloggar

Hóflingur

Eins og allir vita hefur það farið í taugarnar á mér um nokkurt skeið, að ekki sé til Íslenskun á enska heitinu "donkey" og hef ég stundum laumast til að slangra sem donký eða donkýjar, til bráðabirgða - en að nota heitið "asni" hvarflar ekki að mér.

Asnar eru nottla ekki til á Íslandi svo það er vel skiljanlegt að við höfum ekki þurft að þýða hitt heiti þessa heillandi og skemmtilega dýrs. Augljóst er t.d. að enska heitið "Ass" hefur ekkert með greind að gera, heldur hitt að þessi dýr eru snögg að skvetta upp rassinum og skella afturhófunum í hvern þann sem þeim sýnist, snöggt og fyrirvaralaust.

Þeir sem kynnst hafa þessum skepnum vita vafalaust að þetta eru bestu varðliðar - frekar en varðhundar - í sveitum þar sem hætta er á úlfum og jafnvel smærri bjarndýrum. Asnar eru viðfangsillir þegar þeir beita hófum sínum  með rassaköstum og einnig hinir verstu bitvargar þegar þeim hitnar í hamsi - og til eru myndskeið af þeim að hálf murka lífið úr t.d. fjallaljónum og gaupum auk úlfa, í varnarstarfi.

Loks eru öskrin í þeim - þegar vel liggur á þeim - nógu hressileg til að vekja alla sveitina.

Þannig séð er íslenskunin "Asni" ekki rétt, en látum kjurt liggja. Hitt er annað, að málvitundarlega má giska á að enska heitið "Donkey" sé bein tilvitunin í "donk" hljóðið sem kemur þegar þessi skemmtilegu dýr láta afturhófana slengjast á því sem hressa þarf uppá eða flæma frá.

Eins og ljóst má vera er ég hrifinn af þessum dýrum og hef verulega gaman af að gægjast á stutt myndskeið með þeim bæði á FB og YT, og rétt í þessu var ég einmitt að horfa á eitt slíkt, þegar orðið Hóflingur kom í hugann.

Mun nota Hóflingur héðan í frá, fyrir Donkey. Nema eikkur komi með annað betra.

Svo nottla þegar við verðum flúin til Amúr fljótasvæðisins í Síberíu, og búin að fá jörðina hjá Pútín, munu hóflingar verja púturnar og geiturnar gegn úlfum, tígrum og bjössum ...

 


Hvað gerist ef - eða þegar - kjarnorkustríð gerist

Öll kjarnorkuveldi samtímans hafa undanfarin tvö ár hótað gjöreyðingarstríði með kjarnorkusprengjum. Fyrir utan efnavopnið sem sprautað var í skrokk fólks fyrir tveim árum, þarf ekki frekari sannanir; við erum í Helvíti. Almenningur er siðblindur og Elíta heimsins eru siðlausir djöflar í mannsham.

 

 

Hvað um það; hvað gerist ef fyrsta sprengjan er tendruð? Óþarft er að ræða hvernig stíflan brestur í kjölfarið.

Þetta er mjög einföld spurning og svarið er álíka einfalt. Allt að níutíu prósent mannfjölda heimsins deyr innan áratugs frá fyrstu sprengju og þar af munu í hæsta falli tvö prósent hafa getu til að fjölga sér.

Hægt væri að ræða betur hvernig þessar kaffibaunir eru taldar, en það má bíða betra færis.

Þetta merkir að um það bil hálft prósent mannfjöldans bæði lifir af og getur fjölgað sér. Ennfremur að öll okkar tækni- og menningarþekking mun að mestu gleymast, og næstu tvær til þrjár kynslóðir þurfa að reiða sig á sömu tækniþekkingu og fólk nýtti sér fram á miðja sautjándu öld, til að lifa af og endurfjölga bæði mann-kyni og mann-fólki.

Samtímis þessu mun annað hálft prósent hýrast í hellum á völdum stöðum t.d. í Himalaya, Úral og Ósark svæðum heimsins, borða dósamat og rúnka sér yfir uppsöfnuðum spennumyndum, þá hálfu til heila öld sem líða mun þar til geislamengun minnkar nægilega til að þau komist - eða þori - út úr hellunum.

Fukushima og Chernobyl tilraunirnar hafa þegar sýnt fram á að fjórir til sex áratugir munu duga til.

Hitt er annað, og það er sú sturlun að voga sér að sprengja þá fyrstu. Sú sturlun merkir að einhverjir óraunverulega tengdir - eða firrtir - einstaklingar eða hópur einstaklinga, ákveður að hefja kjarnorkustríð sem hluta átakatækni (Strategy) og hefur sannfært sig um að beita megi slíkum vopnum með markvissum valsbrögðum (Tactics) sér til ávinnings í stríði.

Slík firring er áhugaverð, því eins og al-Assad forseti benti á fyrir fáeinum árum - og síðan sannaði með markvissum hætti - þú sigrar stríð með fólki. Því hver á að hernema sprengdu svæðin og hvernig?

Í slíku stríði er öruggt að sá Rússneski mun bíða skarpari hlut, og ástæðan er einföld. Rauði herinn á tímum Sovétríkjanna þróaði slíka átakatækni og byggði upp þjálfun og búnað (á dreifðum og niðurgröfnum geymslum) sem nýtast mun við slíkar aðstæður.

Þetta höfum við áður rætt í Arkívinu. Sumsé, Rauði herinn eyddi hátt í tveim áratugum, einn herja í heiminum, til að þróa tæknina sem nýtist til að sigra í gjöreyðingarstríði.

Einföldun:

Ef til kjarnorkustríðs kemur, sem nú er því sem næst öruggt, mun því ljúka þannig að þeir sem lifa af munu ræða sín á milli á Slavnesku máli og nota Kýrillískt letur til að endurvekja menninguna, og þeir munu handsama þá sem skríða út úr hellabyrgjum sínum þegar þar að kemur, og síðan skrifa allt aðra útgáfu af mannkynssögunni en við getum í dag ímyndað okkur.

Á persónulegu nótunum.

Við höfum ítrekað bent á, undanfarinn áratug, að Elítan hefur þráð síðan í ágúst 1945, að fara alla leið með þetta, en hefur hingað til haldið aftur af sér.

Það leynist margt í Arkívinu sem hefur staðist tímans tönn, og mun gera næstu tvær aldirnar, í það minnsta.

 


Innrætt [sjálfs] hatur eða [hugmyndafræðileg] andúð

Gyðingahatur Nasista var búið til með áróðri, rétt eins og hatur vesturlandafólks á Rússum eða á fjölskyldum eða á menningarlegum gildum. Andúð er ekki hatur.

Kristnir höfðu andúð á Gyðingum í tvöþúsund ár, því það auðveldaði vissa aðgreiningu, en það var ekki hatur og ekki notað til ofbeldis.

Nútímafólk er hins vegar alið á hatri og í sálarduldum (Complexes) sem hægt er að breyta í aðgerða-hatur hvenær sem er, og sama sálfræði er notuð til að smala fólki í gasklefana (sprauturnar).

Þetta er ekki hægt að ræða í "hinum upplýsta" heimi, án þess að vera ritskoðaður eða hreinlega ofsóttur af haturs-innrættu fólki.

Þetta sama fólk sér t.d. ekki hvernig Zíonistar nýta sér þessa innrætingu til að flækja fyrir fólki. Zíonistar eru þjóðernis-sósíalistar (fasistar og marxistar), sem ítrekað reyna að útrýma júðisma með því að breyta trúarbrögðum í þjóðflokk og yfirtaka stjórn yfir þeim.

Raunsætt fólk sem ekki hatar sjálft sig, myndi auðveldlega sjá í gegnum slíka flækju.

Tökum snúning á kristnum-zíonistum, sem hafa trúað þeirri innrætingu anglikanskra hugveitna (frá nítjándu öld) að messíasinn sinn komi aftur þegar gyðingar fái aftur þjóðríki. Gyðingar hafa aldrei haft þjóðríki! Þetta hefur aldrei verið hluti af túlkun kristinfræðinnar.

Hebrear höfðu konungsríki í þrjár kynslóðir, því var síðan skipt í tvennt vegna spillingu þriðja konungs þess, fyrir guðdómlega ráðdeild (Dispensation). Bæði þessi ríki voru síðan lögð niður, eftir að spámenn höfðu ítrekað varað við vaxandi spillingu og siðrofi þeirra beggja.

Því var ekki spáð að annað þeirra eða bæði myndu koma aftur eða rísa á ný.

Gyðingdómur, eða Júðismi, eru trúarbrögð sem stofnuð voru af Kaldeskum, Persneskum (og örfáum Hebreskum leifum) í Babýlonska heimsveldinu, og síðar fjármagnað af Persneska heimsveldinu. Að þeir nota Hebreskar sögur, sem hluta ritninga sinna rétt eins og Kristnir gera og Múslímar, merkir ekki að þeir séu Hebrear eða arftakar þeirra.

Einföldun; kristnir-zíonistar, hata sinn eigin Messías, eða Jesú. Auk þess þekkja þeir ekki sína eigin hugmyndafræði, sem útskýrir mjög vandlega (Biblían) að söfnuður kristinna hafi komið í staðinn fyrir söfnuð-rabbínista (Júðisma). Þannig séð, ef messíasar-ríki kæmi aftur, þá yrði það kristið ríki* en ekki júðskt.

Fólk sem predikar trú með offorsi, en les ekki eigin ritningar, er einmitt kjánalegt hatursfólk sem hægt er að beita [fyrir sig] af sama offorsi og Biden, Netanyahu eða Hitler græða á.

Að hafa andúð á einhverju, merkir ekki að þú hatir það, en ef þú hatar sjálfan þig og getur ekki viðurkennt það, muntu ekki sjá merkingu þessa, og þú munt aldrei hafa vald yfir eigin vilja né sálarlífi, heldur vera auðsveipur þjónn - eða tilbiðjandi - þess áróður sem hefur alið þig upp.

Eins og allir vita er sá sem þetta ritar, mikill aðdáandi Júðisma; hann er á þeirri skoðun að heimspeki þeirra sé önnur sú merkilegasta í sögu jarðar síðustu 5784 ár, enda náskyld öguðustu og svölustu heimspeki allra tíma, Eingyðistrúarinnar.

Eitt dæmi um hvernig sjálfshatur fólks er tælt með áróðri og innprentun, er algeng múslíma andúð kristinna og húmanískra sem teymd er út í blint hatur. Kristnir sem rannsaka eigin ritningar, myndu vita að Múslímar elska Jesú og álíta hann Messías, að kristnum söfnuðum hefur aldrei staðið hætta af stjórnvöldum eða öðrum hreyfingum í Íslamska heiminum, og að Júðar t.d. Sephardim, vildu frekar hafa öryggis-gettó sín í Íslömskum ríkjum en Kristnum, því Múslímar álíta Gyðingdóm (Júðisma) vera systurtrú sinnar eigin, og taka hátíðlega tilmæli Kóransins að virða Kristna og Júða sem bræður og systur.

Áróður elítunnar vill ekki að þú hugleiðir hluti af þessum toga.

Mæli með tveim præmer vídjóum fyrir fólk sem skilur hvað hér er rætt, um þjóðfélags-sálfræði meinfýsins (Wicked) valdstjórnarfólks, og ábending um fræði Marie-Louise von Franz sem var færasti og næstvitrasti Jung útskýrandi liðinnar aldar.

 

E.s.

Ef Húmnista* ríki samtímans er komið með löggjöf fyrir rétt eða rangt hatur, rétta eða ranga upplýsinga óreiðu (og um leið hefur eitt vald yfir uppeldi og innrætingu barna og unglinga) þá býrðu ekki við mennskt ríki, heldur djöfullegt trúarríki, og þetta er Ástand (State) heimsins síðan 1908, og ef miðaldir voru slæmar, þá er samtíminn gegnheill af illsku.

Velkomin til Helvítis.

 

* Frá 1100 til 1300 AD trúðu milljónir Evrópumanna því að krossferðirnar væru tákn þess að hið kristna messíasar ríki væri að rísa og notuðu tækifærið og fluttu búferlum til Miðausturlanda, þetta eru stærstu og umfangsmestu þjóðflutningar allra tíma, eða fram til 2010 þegar fasísk-marxískir þjóðaverkfræðingar hófu að fjármagna mannsal hælisleitenda inn í Evrópu og Norður-Ameríku, fyrir meinfýsna sundrungu og valdayfirtöku (eða menningar-aftöku).

* Öll þjóðríki eftir 1908 móta heimsmynd sína eftir Húmanískri veraldarsýn, þó sum þeirra þykist vera marxísk, sum fasísk, sum lýðræðisleg, sum trúarleg, þá eru þau öll undir sama fallna ljósenglinum, að eigin ósk.


Af siðrofi

Íslands Quislíngar, þ.e. leppstjórn Bandaríkjanna á Íslandi síðan 1941, raupar reglulega um brot Rússa á alþjóðalögum, en tilgreinir ekki hvert brotið er þ.e. hvaða greinar í alþjóðalögum Rússar hafi brotið.

Sama stjórn tekur þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum sem brjóta alþjóðalög. Einnig þverbrýtur hún hlutleysis ákvæði Íslenskra laga. En lög elítunnar skipta engu máli þegar elítan ákveður annað.

Þegar elítan gerir slíkt hiklaust og almenningur tekur ekki eftir því, er menning þín í siðrofi (Anomie) og algjör glundroði framundan.

Hér bætist við: Þegar elítan setur sig ofar lögum, lítur hún sjálfa sig guðdómlega, án gríns, og þeir sem ekki sniðganga slíkan glæp, eignast hlutdeild. Þegar fólk gerir sjálft sig æðra Guði, hefur það afleiðingar.

 


Project 2097 (en)

When ww3 is over, every "human being" on the planet will be gulaged in a 15 minute city, injected with bioweapons, chipped with micro tags and completely brainwashed and censored.
Nothing has slowed down this genocidal evil project; in fact, people seem to want this.

BUT, the Elítes know that this will drive people more insane than people already are, and that's were people like space-force and elon-musk comes in, and wag-the-dog studios.

People will be made to believe that "human beings" are colonizing the moon and mars, and will be fed constant soap/news and docuseries on how the colonization and technology is winding on.

This is project 2097.

 

When you do your homework, properly, you discover that all wars of all times, have only to do with one thing and one thing only; slaughter of the public and enrichment of fewer than five mega funds of the same eleven families. Everything else is a fraud, and the idea of taking sides in a war, is fantastic suicidal illusion.

There is no exception to this. The same with ALL elections.

The only solution, is a total cognitive boycott.

 

Íslensk eftirskrift:

Öll þjóðríki 1913, 1919, 1938 og 1950, höfðu sams konar stjórnkerfi, sams konar menntun, sams konar iðnað, sams konar spillingu. ÖLL STRÍÐ ERU MORÐ ELÍTUNNAR Á ALMENNINGI, og kosníngar hennar eru leiksýning fyrir kjána.
 
Gerði myndskeið á Íslensku í gær sem er framhald á myndskeiðinu "langt spjall um ekkert" frá 16. þessa mánaðar. Sjá hér:
 

Ef maður fer eða ver

Mér hefur alltaf þótt Ísland - landið eða eyjan - frekar spennandi. Ég hef aldrei skilið áróður héðan og þaðan úr heiminum að hitt og þetta land, eða heimsálfa, sé land tækifæranna, því hér hafa tækifærin því sem næst stokkið á þig úr hverri þúfu og blaktað á hverju strái.

 

 

Þá er það hér, svo sem Thor Vilhjálmsson benti á, sem sérstakur ljómi kemur af mosa og melum eftir birtu og blæ.

Þetta er dáið.

Ísland er orðin teknókratísk sjálfumglöð (Complacent) klessa sem flýtur eins og viljalaus daunillur fretur úr rottum sem skjótast í felur við hvern þann sólargeisla sem brýst fram undan ímynduðu skýjafari.

Þannig er upplifunin, og því vill maður fara, en hvert? Það eru pollar* hér og þar í heimsmenningunni þar sem siðmenning er enn ræktuð og menning sýpur hveljur og berst við að halda sér á lífi, undan stormviðri heims-marxisma og annarrar djöfulmennsku - eða heimsku - sem minnir meir á keppni en viðundur.

Sem fyrr segir; þetta er spennulosun. Það er bannað að taka mark á spennulosun.

Hvað er neikvætt sífur nema ákall um hjálp?

Getur landið mitt lifnað við á ný?

Mun ég aftur sjá ævintýrin í hólum og melum, sjá mosann leika við ljósið? Finna samræður við mishugsandi fólk, eða mun myndastyttugarðurinn halda áfram að njörva alla okkar vitund þar til ekkert verður eftir annað en mylsna á litlum hnetti, á okkar horni alheimsins; sjá, hér var eitt sinn bjartasta vonin.

Allavega, þá gerði ég þriggja tíma myndskeið í gær á Íslensku - Langt spjall um ekkert. Mátti til með að deila.

Taktu þó eftir því, á meðan við rýnum út í sortann; að eldgosin á Reykjanesskaga eru vættagjörð. Alvöru eldgos á skaganum hefðu rústað kerfunum okkar, í stað þess að kitla þau smávegis.

 

 

* Á ensku væri sagt there are pockets, gott dæmi um muninn á þýðingu og snörun. --hinthint


Tónafótbolti verður að Alþjóðastjórnmálum

Jafningjaþrýstingur, Áróður, Markaðssetning, og yfirborðskennt hjal, hefur smámsaman sannfært "þjóðina" (hvað svo sem það er), um að Eurovision hafi eitthvað með tónlist að gera, þó hver sá sem fylgst hefur með misspennandi fótboltaleikjum átti sig á muninum á Tónlistarhátið annars vegar og Tónafótbolta hins vegar.

Smám saman hefur þeim fjölgað hérlendis sem sjá hið augljósa, sem þó er enn hulið ótrúlega mörgum: Þetta er Dímon sem drap Íslenska tónlist. Hérlendis hefur ekkert tónlistarlíf dafnað í meir en tvo áratugi, og allir vita þetta, en eiga erfitt - sakir þjóðværs þrýstings - að benda á það.

Það er ekkert að því að taka þátt í Samevrópskri sjónvarps-tónlistarhátíð, en vittu hvað það er. Eitt er að hafa sjálfsvirðingu, annað er að líma yfir smekkleysi með glimmer og glingri.

Eins og allir vita, kemur um það bil helmingur lesenda hér á Spennulosunarbloggið, útaf mússíkkinni sem ég fjala (Embed*) í sumar færslur. Upphaflega var þetta sport hjá mér til að- létta tóninn í skoðunum sem ég vissi að flestum þætti of langt út fyrir. Smámsaman vatt það upp á sig, enda fengið á það endurgjöf*. Stundum tekst að finna rétta lagið fyrir færsluna, stundum ekki, en það fer jafn mikill tími í að finna lögin í færslurnar, eins og að skrifa þær.

... og nei, þú mátt ekki kommmenta um þetta síðasta.

 

Manstu eftir kvikmyndinni Så som i Himmelen?

 

 

Sem minnir á annað fallegt, úr annarri átt.

 

... og lokalagið úr myndinni:

 

 

* Embed er að fella inn í en það er óþjált svo við fjölum fjöl með fjölum, eins og í panel klæðningu og gólffjölum. Minn verður einn daginn dubbaður heiðursdoktor í Íslensku, við erlendan háskóla ...

* Stundum rita ég Tónlistarfótbolti, sem er nottla rangyrði, því engin tónlist felur sig í Tóna[fót]bolta.

* Elítan [upp]nefnir Feedback sem endurgjöf, látum það standa.


mbl.is Fleiri á móti þátttöku Íslands í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskunám fyrir útlærða

Setningin "Allt umfram tíund er rán" merkir "meira en tíu prósent skattur, er þjófnaður."

Úr einu í annað, en þó innan sama skilningsknattar (Cognitive sphere);

Rómarveldi byggðist á snjöllustu lagasmiðju allra tíma, svo og réttarkerfi; mann-kynið hefur engin ný lög þurft, síðan 450 AD, þess vegna eru nokkur hundruð ný árlega, sönnun þess að samsærakenningar eru ódýrar borgar-mýtur (Urban myth) til að dreifa athyglinni.

Antivistar og samsæraskýrendur munu aldrei útskýra hvernig stýrða andstaðan verður til ... úbbs.

Lagaspeki (Legal Philosophy) vest-rómverskrar ríkissmiðju hélt velli frá 700 BC til 1551 AD og sú aust-rómverska til 1917, í ofur-einföldun, ekki ríkissmiðjurnar, heldur lagasmiðjurnar.

Samanburðirinn sýnir vel hvers kyns lygalög við - heimurinn - höfum verið njörvuð* af í báða skó, og blóði breytt í duft, síðan 1908.

Hér mætti kafa dýpra í slagsmálin á milli Faraó, Hammúrabí og Móse, á milli 1700 BC og 1177 BC, en ærum ekki óstöðuga.

 

 

 

* Njörvaður merkir bundinn með fjötrum* sem gerðir eru með töfrum dverga.

* Fjötur er eins konar band sem notast í stað hlekkja*.

* Hlekkir eru ýmist keðjur, eða einingarnar í keðjum, eftir atvikum (samhengi).

 

 

Bæti við (18:57) - í framangreindu samhengi - enskri færslu sem ég setti á FB, Vk, X, Gab og Gettr í gær:

"

In the middle ages, the Catholics believed many of the things that Marxists believe today, for example censorship, excommunication and branding as heretics. They also believed in transhumanism, but it was named transubstantiation. They also practiced Dialectics, the same thing that Marx and Platon did. Everything about the "church" is Communism.
 
Dielectic of Materialism, Authoritarianism and Socialism, the bane of Civilization, the murder of Culture.

"


Hvað gerist með öll þessi stríð

Í árslok 2021 voru Vesturlönd að klára framkvæmd stærsta glæps mann-kynssögunnar, líklega annan eða þriðja stærsta glæp allra tíma. Hinir tveir eru hjúpaðir dulúðugum blæ fortíðar, enda langt um liðið frá þeim báðum.

 

 

Mótmæla aldan sem hófst í Evrópu og Bandaríkjunum vorið 2020, er stærsta mótmæla alda þekktra tíma, gegn valda-elítum heimsins - eða Elítunni. Firring (Alienation) Elítu hvað snertir frásögu-heimsmynd sína og veruleika almennings, afhjúpaðist þetta ár sem óbrúanleg gjá.

Í ársbyrjun 2022, dreifðist athygli okkar allra; stríð hófst í Evrópu, á milli Nató annars vegar og Rússneska sambandsríkisins hins vegar, og var leppríki Nató, Úkraína, notað sem vígvöllur.

Ég var nýlega spurður af vönduðum manni sem athugar þær fréttir sem hann kemst yfir á milli skylduverka í atvinnu- og fjölskyldulífi, og skimar öðru hvoru það helsta í jaðarfréttum. Hvað finnst þér um upptöku þýsku hershöfðingjanna? Áður höfðum við rætt Nordstream. Svarið við báðum atriðum, er flókið, því sagan hefst í aðalatriðum 2014, stórum dráttum 2008, en í smáttsöxuðum sneiðum 1991.

Annar kunningi minn er ungur maður, nýlagður af stað upp framabrautina með háskólapróf í vasanum og unnustu við stýrið. Hann trúði þeim "vísindum" sem honum hafa verið innprentuð, fór í þrjár sprautur og uppskar sprautuefnaskaða - sem sumir rangnefna bólefnaskaða - og síðan hafa augu hans verið opin.

Hann er þó alls ekki með í hópi Antivista og við flissum saman að "vaknaðu" öskrum þeirra.

Fjöldi fólks sem ég kannast við úr mínu eigin nágrenni, trúði því sama og hann, uppskar hið sama og hann, og skiptir um umræðuefni ef sprauturnar eða covid-vitleysan ber á góma. Hver og einn hugsar líklega sitt, en þegar fólk hefur verið loddað út í vitleysu - sem áður hét að vera Fíflaður - vill það ekki ræða vitleysuna, og bíður frekar átekta.

Hvernig reddast þetta?

Peningarnir sem Washington og leppríki Washington í Bandaríkjunum og Evrópu (Nató og Esb) hafa dælt í Úkraínu, eru svo stór upphæð að mælist í milljörðum dollara og þingið vestra neitar að hleypa endurskoðurum að henni. Sum þeirra vopna sem áttu að enda í Úkraínu hafa endað í öðrum heimshlutum. Viðurkennt hefur verið í Washington (hér eftir Voðtún), að 9 af hverjum 10 dollurum fara annað, einn og einn tuldrar að þeir fari í iðnvélina vestra.

Sama ástand var uppi í Bretlandi og Bandaríkjunum og Sovétríkjunum í sex ár frá 1936 til 1941. Sömu aðilar og eiga vestræna iðnaðarvél - sem er 90 prósent hergagnaiðnaður - eru þeir sömu og fjármögnuðu og iðnvæddu alla stríðsaðila árin 1914 til 1918 og aftur 1939 til 1945.

Heimsstyrjaldirnar tvær, voru sannanlega aðgerð framin af sama aðilanum, þar sem sveimhugar og trúgjarnir meðal almennings létu fífla sig út í tvær stærstu heljarslóðar slátranir þekktrar mann-kyns sögu.

Að samskonar slátrun hófst snemma árs 2021 og stendur yfir enn, og fer harðnandi, er augljóst þeim sem hafa augun opin, en þrefa má um baunirnar á taflborðinu (samanber taflborðið Go).

Eitt sem fer oft framhjá fólki í þessu samhengi er útkoma stríðs og kerfin sem heyja þau.

Enginn munur er á stjórnvaldskerfum Hitlers, Stalíns, félaga Maó, Churchill, Roosevelt og afgangsins af þjóðríkum Ríkjabandalagsins 1919 og Sameinuðu Þjóðanna 1945. Enginn munur er á vísindum þeirra, heimsmynd þeirra, menntakerfum þeirra, fjármagnskerfum þeirra, iðnvélum þeirra, eða hugmyndum almennings þeirra eða elítu.

Um ekkert var barist, í öllum stríðum frá 1908, en mörgum slátrað að óþörfu.

Síðan 1945, þegar tvær kjarnorkusprengjur voru sprengdar, og síðan 1950 þegar ljóst var að ný tækniþekking tölvutækninnar myndi rífa sjálfsákvörðunarvald fólks í tætlur, hefur svonefnd siðmenning heimsins staðið á bjargbrún sjálfstortímingar, og nú virðist Elítan ákveðin í að ýta okkur öllum fram af þeirri brún, hverju sem tautar og raular, og almenningur situr á meðan með tærnar dinglandi framaf, stjarfdáleidd af eigin duldum (Complexes) að svæpa snjallsíma sína og enduróma innprentun og áróður, sem skipt hafa út huga hans fyrir ímyndir sem ekkert hafa með veruleikann að gera.

Margir átta sig á að snjallborgirnar eru að koma, og það hratt, að þær verða sýndar-fangelsi stærsta lygavefs allra tíma. Þær eru að koma alls staðar, jafnt í öllum þeim ríkjum og ríkjabandalögum sem nú þykjast berjast. Ef stríðin eru séð frá því sjónarsviði að þau drepa athygli okkar á dreif, þá skiljast þau betur.

Rétt eins og kjánaskapur okkar Íslendinga í nýliðnu rifrildi um Söngvakeppnina sem drap Íslenska tónlist á sama tíma og Íslensk menning dó. Ef þú tekur þátt í rifrildinu, staðfestirðu dímoninn.

What you Resist, Persists.

Eitt af því sem andinn óttast sem Elítunni stjórnar, er Mjölnir, orðagaldur sem getur í einu vetvangi mölvað þéttan efnishjálminn eða svart sólarskýið sem Baphomet og Medúsa fyrir hönd Samaels nota til að villa öllum sýn, og snýr aftur í hönd þess sem gólaði hann út úr fjallinu helga og óvart fleygði honum með gnýstandi eldglæringum í gildnandi þykknið.

Mjölnir velur sjálfur hver getur höndlað hann, vitandi að sá vill ekkert með hann hafa að gera. Þetta er ekki kennanlegt í neinum launhelgum né dulfræðum. Þetta hefur sína eigin náttúru, og vilja.

Menn voru skapaðir til að lifa í veröld sem ekki er hægt að drepa né kæfa. Jörðin stækkar fyrir fjölgandi mannkyn, svosem augljóst var þegar Guð gaf Adam og Evu þau tilmæli að reyna að uppfylla jörðina, og ekki að gera hana sér undirgefna með valdi og raungum heldur kjarki og sýn.

Rannsóknir hafa sýnt á undanförnum áratug að byggilegt land hefur aukist að flatarmáli á þessari öld, en ekki minnkað, og engar mælingar staðfesta áróður Elítunnar um loftlagsbreytingar, hvað þá af mannavöldum.

Íslendingar eru þessa dagana að upplifa hvað gerist þegar flekarnir dragast hver frá öðrum og athugulir vita að þessar jarðhræringar eru innan við 1 prósent af því sem gerist á öllum plötuskeytum um alla jörð, árið um kring, öldina út og öldina inn.

Talandi um koltvísýring!

99,99 prósent alls koltvísýrings í lofthjúpnum kemur frá slíkum hræringum.

 

 

Svo hvað gerist með stríðin?

Ekkert sem skiptir mann-fólk máli, því mann-fólk bíður Guðdómlegrar lausnar frá þjáningu lyga og raungusnúnings. En slátrun stríðsins skiptir mann-kyn miklu máli, en mikill vandi er þessa dagana að spekúlera í hvað er að gerast.

Sem fyrr segir, er ekkert að marka stöðuna núna, tveim árum inn í heimsátökin. Mundu að átökin eru í gangi víðar en í Úkraínu og á Gaza. Taiwan er í járnum, svo og Venezúela, Azerbaidjan og fleiri svæði. Smá átök eru að gerast víða, og tvær fylkingar berast á banaspjótum.

Vorið 1918 höfðu möndulveldin svo til sigrað í fyrri heimsstyrjöld, en það breyttist á sex mánuðum, aðallega vegna stjórnmála ástands þeirra sjálfra (og flugumennsku útsendara). Vorið og sumarið 1943 var sama staða varðandi öxulveldin, sem töpuðu fyrst og fremst vegna skorts á eldsneyti.

Að Bandaríkin og Rússland og Kína hafa fimm til sjöfaldað framleiðslugetu sína á undanförnum tveim árum, er mælanleg staðreynd, þó ekki sé gefið upp með framleiðslu Bandaríkjanna. Það var lykilatriði í áróðursvélum Bandamanna, fyrstu og annarri heimsstyrjöld, að hinn almenni maður tryði að hann væri kominn út í horn og við það að tapa, þannig tókst að fá fólk til að spýta í lófana og sporna við hælum og gefa í.

Þetta hefur ítarlega verið rætt í Arkívinu á undanförnum áratug.

Svo spurningin um hvað er að gerast í Úkraínu og á Gaza og hvað næst, hefur ekkert að gera með veruleikann, nema hvað slátrun á almennum borgurum varðar, því þetta er leiksvið djöfullegra vélabragða. Greining á leikfléttunni er þó afar spennandi og áhugaverð, en spurningin hver byrjaði eða hver er góði karlinn, er spurning fyrir Kjánaprik, Gáfnaljós og Leirmenni.

Staðan er einföld.

Nató mun aldrei samþykkja að svæðin fimm sem kosið hafa um samruna við Rússland, verði Rússnesk.

Rússland mun aldrei láta þessi svæði af hendi, og mun aldrei sætta sig við erlendan her á Úkraínsku svæði.

Bæði Nató og Rússland vita, að annarhvor aðilinn verður jafnaður við jörðu á næstu fimm til tíu árum, eða báðir aðilar verða háðir nýju kalda-stríðs ástandi - með tilheyrandi flækjum - næstu fimm áratugina.

Kína ætlar sér að gera Kyrrahafið að sínu eigin innhafi, rétt eins og Bandaríkin ákváðu 1853 og heppnaðist 1945. Bandaríkin munu ekki afhenda þeim Kyrrahafið með góðu.

Brasilía ætlar sér að verða eitt heimsveldanna, og Venesúela ætlar sér að klára Bólivar 2.0 sem Hugo Chavez sá fyrir þ.e. að Venezuela, Guyana, Súrínam, Kólumbía, Ecuador og Panama, verði Nýja Granada eða Bandaríki Siður Ameríku (sem útsjónarsemi Bandarískra kæfði í fæðingu snemma á nítjándu öldinni (Monroe).

Zíonistar munu ekki slá af, fyrr en þeir hafa lagt Jórdaníu, Vestur Sýrland, Líbanon og Sínaí undir sig með einum eða öðrum hætti, og í leiðinni útrýmt Fílistum, Samverjum og öðrum Amalekítum, og Koptar, Tyrkir og Persar munu ekki slá af fyrr en Zionistum hefur verið sparkað úr þeirra heimshluta.

Þetta er staðan; raunsæi er horfið, menningin er dáin, siðmenning okkar allra innfallin.

Kjarnorkustríð er því sem næst öruggt.

Leiðin út er leyndardómur, Bænar, Iðrunar, Vitnisburðar og Fyrirgefningar. Mundu að efnið er mesta blekking alls*, að Efnishyggja, Valdhyggja og Félagshyggja er eitur sem drepur huga, raunsæi og sál. Sá sem ánetjast hefur gorgónunni miklu, Medúsu, sér og heyrir og skynjar aðeins það sem hún leyfir honum að sjá, heyra og skynja, og mjölnissverðið er eitt fært um að skera hausinn af henni, en til þess þarf sérstakan spegil ...

Já, þetta snýst um þig, og nákvæmlega ekkert annað.

Messíasinn ert þú sjálfur, ættleiddur af Guði, með þitt eigið sjálfsvald í náttúru skapaðri handa þér, en ekki einhverjir töfrar fyrir millilið á vegum Samaels og útsendara hans.

 

* Rannsakaðu hverni efnishyggja Boeing verksmiðjanna - og tilheryandi verkfræði - hefur snúist í andstöðu sína, og þá veistu hvernig sverð breytist í plóg á svipstundu.


Samsæriskenning dagsins - 20240313

Viltu alvöru samsæriskenningu? Fyrir fimm árum sáu stærstu lífeyrissjóðir Vesturlanda fram á gjaldþrot innan sjö ára; þá kom fram hugmynd sem gæti frestað því um tólf ár. Þú getur reiknað út hvernig.
 
 
 
 
Til er þó nokkuð [magn af erlendu] efni sem útskýrir kenninguna í þrot, svo hún er svo til óumdeilanleg. En af pólitískum og menningarlegum ástæðum, getum við hvorki staðfest né hafnað hvort við tökum hana trúanlega.
 
Úr einu í annað, fyrir þá sem upplifa fráhvarfseinkenni vegna skorts á hressilegri spennulosun af og til.
 
Því miður er lítið um spennulosunarblogg þessa dagana - og þá aðeins í snörpum skvettum - sökum þrálátrar vöðvabólgu sem kom upp á Bolludaginn - líklega vegna glassúrsins á bollunum - og því er frekar sársaukafullt að vélrita.
 
Keypti í vikunni Samheitabók á Nytjamarkaðnum, sem gefin er út af sjóð sem Þórbergur kom á fót undir verndarhatti HÍ. Þótti það ágætar sárabætur, en eins og margir vita leynist hér og þar í spennulosun orð og orðtök sem Elítan hefur ekki vottað, né heldur Árnastofnunar-Dímoninn. En eins og allir vita var og er Bréf til Láru, besta spennulosun sem komið hefur út á Íslensku, hingað til.
 
Reikna því með að gera Íslenskt myndskeið á næstunni - til að spennulosa almennilega - en gaf út fyrir fáeinum dögum enska spennulosun, sjá hér (4t15m):

Að endingu bið ég Ríkisstjórnina og Elítuna alla, afsökunar á rangskoðunum og óreiðuviðhorfum sem kunna að koma upp í spennulosun; það er allt saman vel meint og ætlað sem hreinsun. Bannað er að taka mark á spennulosun.

Ó, og eitt enn; minn er kominn með vegabréf! Það styttist í flóttann.

Þannig vildi til að ég hafði frétt af að Íslenska Útópian hvetti fólk til að sækja um vegabréf á "island.is" svo við gerðum það, en svo illa vildi til að greiðslukerfið virkaði ekki. Daginn eftir skrapp ég í bankann, sem lagaði ástæðuna fyrir villunni, og næst á skrifstofu Sýslumanns þar sem starfsfólk tók vel í heimsókn mína - sumir brosmildir. Notaði ég tækifærið til að spyrja hvar tilteknar persónuupplýsingar væru rótar-skráðar í kerfinu. Var sendur á milli afgreiðsluborða með spurninguna, enginn vissi svarið. Í hvert sinn sem hinn opinberi [misglaðbeitti] opinberi starfsmaður játaði fákunnáttu sína, skaut ég inn "veit enginn hver af 180 stofnunum kerfisins sér um þetta" og var ævinlega svarað þurrlega "nei." Þegar ég síðar um daginn sagði tveim kunningjum hér í þorpinu frá þessu, hlógu þeir af kátínu. Sjálfur hafði ég verið svo smitaður af útópísku andrúmsloftinu að ég sá ekki háðið fyrr en í vönduðum félagsskap. Í dag veit ég hvar þessar rótarupplýsingar um lífeinstakling eru skráðar í kerfinu; en það er dýr þekking og ekki uppgefin þvingunarlaust.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband