Hnípin er duglaus þjóð, án sýnar

Þegar þú býrð í menningu, að ekki sé talað um kynþátt (Ethnicity) sem þú getur treyst, jafnvel virt, geturðu hvað sem er. Byggt upp fyrirtæki, yrkt landið, alið fjölskyldu, skapað nýtt og viðhaldið gömlu, og ræktað samfélag.

Þetta er allt dáið. Baklandið er horfið. Þú tilheyrir engu, ekki einu sinni þínu eigin útsprautaða skinni.

 

 

Þeir sem ekki eru flúnir, eða tilbúnir, hafa slökkt.

Fólk finnur þetta, enda vinna flestir með hangandi hendi, og þeir sem nenna að vinna eru hættir að vanda sig. Fólk lifir frá útborgun til útborgunar, og nær sjaldan að jafna yfirdráttinn eða kredit kortið; eina upplyftingin eru tvær vikur á sumrin í tjaldvagni, eða tvær vikur öðru hvoru í heimsborginni Tene.

Þeir sem eiga afgang, eru í golfklúbb eða með áskrift að fótboltarás.

Enda eru þetta einu umræðuefnin, golfið, Tene, og íþróttir. Fólk er hnípið og það er hrætt.

Ég hef ekki tölu á öllum þeim sem sagt hafa við mig, símleiðis eða í eigin persónu, ég les það sem þú skrifar en ég Læka það ekki vegna þeirra sem gætu séð. Hugsa ég þá, en segi sjaldan, ef þú þorir ekki þeirri áhættu að aðrir í umhverfi þínu sjái að þér finnst gaman að lesa öfgar annarra, hvar ertu þá?

Skítt með mig, ég þarf ekki Lækin þín og hef meiri áhuga á velþóknun Skaparans en þinni; en ég kann á hitamæli. Menningin okkar er dáin, siðmenning okkar er orðin ofvaxið innantómt víravirki og illa byggðar risabyggingar (innfallin siðmenning), dómstólar okkar eru djók, og mesta lækna og tæknimenning allra tíma sprautar allt mannkynið með óþekktu eitri og kyndir undir Kjarnorkuflaugunum!

Á næstu misserum hverfur Debet kortið þitt, og í staðinn kemur rafrænn gjaldmiðill, sem nota má til að fylgjast með hvort þú mátt kaupa meiri sykur þessa vikuna, og örmerki í lófanum sem þú notar til að auðkenna þig, eða athuga hvort þú sért búinn með flugferðakvótann þetta árið.

Þú þarft ekki að vera samsæraútskýrandi eða antivisti eða hugrakkur stjórnarandstæðingur, eða í einum eða neinum klúbbi til að sjá lygarnar sem í dag eru nefnd menning, eða heimsmenning. Þú sérð jafn vel og ég, að þetta er dáið, og þú ert jafn ráðalaus og ég yfir stöðunni.

Hvar sem ég kem, við hvern sem ég ræði, er þetta niðurstaðan.

Eitt sinn kom út ritröð um Síðari heimsstyrjöldina, einn kafli hennar - eftir ósigur Niðurlanda vorið 1940 - hafði fyrirsögnina "hnípin þjóð í vanda." Þessi fyrirsögn er mér ofarlega í huga, svo til daglega, undanfarinn áratug.

Forsetafarsinn sem nú er í uppsiglingu, er gott tákn um þetta ástand. Sérstaklega tómarúmið sem ríkir um hlutverk forseta, og dáðir liðinna, fyrrum og núverandi. Duglaus leiðsagnarlaus skríll, hræddur við eigin skugga, og ofgnótt raupsamra foringja.

Úr einu í annað, en þó ekki fjarlægt.

Hlusta stundum á Stanislav "Stas" Krapivnik. Fæddur austantjalds, alinn upp í Bandaríkjunum og var offisér í Bandaríska hernum í rúman áratug. Hann býr núna í Moskvu, og er einn af þeim þúsundum sem fluttu með fjölskyldum sínum til vesturlanda eftir fall Sovétríkjanna en flutti aftur heim þegar vesturlönd tóku upp sovéskan marxisma. Annar áhugaverður í þessum hópi er Dmitri Orlov, sem getið hefur sér gott orð fyrir greiningar á menningarástandinu.

Í gær var Stas í viðtali hjá hinum góðkunna Regis Tremblay, Bandaríkjamanni sem á efri árum flúði vestrænan Marxisma og býr nú í kristnu Rússlandi. Stas getur verið dálítið orðljótur og fullyrðingaglaður, en hvers vegna? Hann er að segja okkur hvernig Rússar samtímans hugsa, og hvernig þeir sjá hræsni og raungusnúning okkar vesturlandafólks. Hann þekkir báða heimana, ítarlega.

Í téðu viðtali bendir hann á að Rússar í dag séu allir sem einn að baki Pútín, að ástæðan fyrir hversu hægt gangi í Úkraínu átökunum sé sú einfalda staðreynd að þetta séu Rússar að berjast við Rússa og þeir hugsi allir þannig að þeir fleygi sér frekar fyrir skriðdrekann til að taka hann út en að gægjast fyrir horn og lauma einu og einu skoti.
 
Hann bendir á að fyrir tveim áratugum þegar hann var Bandarískur offisér var þegar orðið stórt vandamál að manna Nató herinn vegna offitu og aumingjaskapar okkar fólks. Umfram allt, að nú sé komið upp alvöru stríðsástand milli Nató og Rússa og það verði barist þar til yfir líkur - þannig hugsi þeir í dag - og eins við ræðum oft hér að sturlaðir foringjaleiðtogar vesturlanda slá ekkert af - en að þetta endi aðeins á einn veg, eða: "Fyrir aftan okkur eru konurnar okkar og börnin."
 
Þér er öruggara fyrir aftan Rússneskan her, en framan. Og ef þú áttar þig á hvert ástand Vesturlanda er, og hvert það stefnir, þá selurðu allt, kemur undan því sem þú getur, ásamt sjálfum þér og börnunum þínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir þessar upplýsingar Guðjón, -og vitnisburðinn. -Guðs blessun.

Magnús Sigurðsson, 25.3.2024 kl. 16:57

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, Magnús, og Lækið ;)

Guðjón E. Hreinberg, 25.3.2024 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband