Einokunarisminn - útópía valdaþorsta og raungusnúnings

Sósíalistar og Kommúnistar og Marxistar elska að ræða um Kapítalisma og frjálsa samkeppni sem "óvin" menningarinnar. Allir vita að Marxisminn er vel fjármagnaður, en ekki af Kapítalistum, heldur Einokunaristum. Viti menn; Frjáls samkeppni og opnar samræður eru menningin!

 

 

Aldrei tala þeir um Einokunarismann (Monopolism), sem eru Alþjóðafyrirtækin og Ríkiskerfin. Nei, það er bannað að ræða um gálgana. Hugtakið Einokunarismi hefur ekki verið til sem hugtak síðan 1919 þegar Sósíalismi yfirtók heiminn og hóf heimsstyrjaldir og allsherjar þjóðarmorð útumallt.

Ritskoðun og félagshyggja drepur menningu. Þöggun og jaðarsetning er hluti ritskoðunar, að djöflamerkja (Demonize), brennimerkja og beita persónulegum aðdróttunum eru félagsleg jarðýta sem breytir öllu í flatneskju.

Að rangsnúa tungumálinu, gefa hlutum rangheiti, og smámsaman afmá réttnefni og merkingarfræði, er heilaþvottur og að lokum vitundarskrúbbun.

Ræðum annað, en á sömu nótum; Hver hefur meir og minna stjórnað menntamálum landsins síðan 2009, fyrst sem menntamálaráðherra og síðan yfirmaður Ríkisstjórnarinnar? Er kynþvottur og menningar-umsnúningur (Cultural revolution, Subversion) í gangi í skólum?

Veturinn 2017-2018 hóf ég reglulega að ræða um Marxisma (og Sósíalisma), í Arkívinu. Í mínum huga var þetta eðlilegt framhald af greiningum árin á undan. Þá var þetta fyrirbæri aldrei rætt á Íslandi og mjög lítið á vesturlöndum. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef heyrt spurninguna "hvað er það?" Sama varðandi Sósíalisma og Kommúnisma, fólk þekkir ekki hugtökin.

Ein af ástæðum þess hversu mikið ég drep á þessum málum, er einmitt sú að blaut ullarhúfan er komin ofaní augu okkar allra en við sjáum það ekki. Í dag er Marxismi ræddur víða erlendis og örfáir byrjaðir á því hérlendis.

Dropinn ... ekki minn ... heldur lifandi orð ... þú fangelsar ekki hugmynd sem er rétt orðuð, hún er eins og sindin*, hefur á þér huga og grípur þig þegar dímoninn lítur af þér sem snöggvast.

Sjálfur sá ég ekki fyrr en 2019 að Marxismi og Kommúnismi er ekki hið sama, og fram til 2020 hélt ég að Sósíalismi (95%) væri ekki hið sama og Kommúnismi (100%). Ég tek ekki þátt í að uppnefna Marxisma sem Glóbalisma, því ég tek ekki þátt í að fela hluti með raungunarræðu.

Stundum er erfitt að vera með þeim sárafáu sem nota leiðinleg og löng orð sem enginn kannast við meðan tískan og antivisminn notar eitthvað annað. Til að mynda sjá þeir ekki að Djúpríkið er Frímúrahugtak til að afvopna þig, en Feitríkið setur þú fyrirhafnarlítið í megrun.

Svo vitnað sé í Gramsci og Trotsky, sem því sem næst enginn veit hverjir voru, en stjórna þó heiminum í dag, úr gröfinni: "Við yfirtökum grasrótina, í skrefum, við yfirtökum stofnanir og fjölmiðla í gegnum háskólakerfið, og við yfirtökum og einokum bókmenntir og tónlist. Síðan rústum við menningunni."
 
Hefurðu fylgst með umræðum um Forsetafrasann? Ef marka má fjölmiðla eru bara fjórir frambjóðendur, og viti menn; allt saman Davos Marxistar. Ég hef testað fólk í samræðum hér í þorpinu, það er tæplega að þau viti af hinum nöfnunum. Enginn sem ég hef rætt við hefur sett sig inn í fortíð og [ódæðis]verk frambjóðenda!
 
Þessu verður ekki reddað. Menningin er dáin, siðmenningin innfallin. Hvergi sérðu neina samræðu um að fólkið sem nú er í framboði, og þeir sem á bak við þau standa, drápu Íslenskt efnahagslíf og einkaframtak, og breyttu í múmíu, og nú er eitt kerfi, eitt sovét*, einn ríkisrekstur.
 
Hvað eru margir Íslendingar sem vita hversu margar ríkisstofnanir stjórna lífi þeirra í dag? Skiptir engu máli, þau hafa ónýta rafbíla, heiladauða snjallskjái, og eru Teneheimsborgarar!
 
Þú getur ennþá flúið, en það verður ekki lengi þannig.
 
 
* Sovétinu er einmitt stjórnað með þéttriðnu neti af stofnunum, nefndum og "ráðum" sem enginn kemst inn í nema félagslega þroskaður. Það er einmitt orðið - Rússneska orðið Soviet merkir ráð eða nefnd.
 
* Þegar Íslenskir raungusnúendur hófu að rita synd í stað sindar, vissu þeir að þeir myndu slökkva á meðvitund þinni um nauðsyn iðrunar og yfirbótar. Raungusnúningur orða, tungu og merkingar, er lævís dímon.
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband