Sunnudagur, 17. mars 2024
Ef maður fer eða ver
Mér hefur alltaf þótt Ísland - landið eða eyjan - frekar spennandi. Ég hef aldrei skilið áróður héðan og þaðan úr heiminum að hitt og þetta land, eða heimsálfa, sé land tækifæranna, því hér hafa tækifærin því sem næst stokkið á þig úr hverri þúfu og blaktað á hverju strái.
Þá er það hér, svo sem Thor Vilhjálmsson benti á, sem sérstakur ljómi kemur af mosa og melum eftir birtu og blæ.
Þetta er dáið.
Ísland er orðin teknókratísk sjálfumglöð (Complacent) klessa sem flýtur eins og viljalaus daunillur fretur úr rottum sem skjótast í felur við hvern þann sólargeisla sem brýst fram undan ímynduðu skýjafari.
Þannig er upplifunin, og því vill maður fara, en hvert? Það eru pollar* hér og þar í heimsmenningunni þar sem siðmenning er enn ræktuð og menning sýpur hveljur og berst við að halda sér á lífi, undan stormviðri heims-marxisma og annarrar djöfulmennsku - eða heimsku - sem minnir meir á keppni en viðundur.
Sem fyrr segir; þetta er spennulosun. Það er bannað að taka mark á spennulosun.
Hvað er neikvætt sífur nema ákall um hjálp?
Getur landið mitt lifnað við á ný?
Mun ég aftur sjá ævintýrin í hólum og melum, sjá mosann leika við ljósið? Finna samræður við mishugsandi fólk, eða mun myndastyttugarðurinn halda áfram að njörva alla okkar vitund þar til ekkert verður eftir annað en mylsna á litlum hnetti, á okkar horni alheimsins; sjá, hér var eitt sinn bjartasta vonin.
Allavega, þá gerði ég þriggja tíma myndskeið í gær á Íslensku - Langt spjall um ekkert. Mátti til með að deila.
Taktu þó eftir því, á meðan við rýnum út í sortann; að eldgosin á Reykjanesskaga eru vættagjörð. Alvöru eldgos á skaganum hefðu rústað kerfunum okkar, í stað þess að kitla þau smávegis.
* Á ensku væri sagt there are pockets, gott dæmi um muninn á þýðingu og snörun. --hinthint
Athugasemdir
Þú ert ljóðrænn í dag Guðjón, -þegar þú skautar yfir litbrigði landsins.
Það er sagt að það næsta sem Einar Ben hafi komist því að yrkja níð hafi verið ljóðið Fróðárhirðin. Í því má finna m.a. orðatiltækið náhirðin og fleygar hendingar á við -Að verma sitt hræ við annarra eld, og eigna sér bráð, sem af hinum var felld.
Fróðárhirðin kom upp í hug við þessa Íslandslýsingu.
Magnús Sigurðsson, 17.3.2024 kl. 17:33
"Samkvæmt stjórnarskrá Þjóðveldis er Hvítbláinn sem kenndur er við Einar Benediktsson skáld, þjóðfáni þess og gilda um notkun hans lög sem samþykkt voru í ágúst 2015. Eru það fyrstu lög Þjóðveldis sem kosin eru og sett, samkvæmt stjórnarskrá." --nyttland.is
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 17.3.2024 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.