Siðrof í algleymingi

Ég hef í sjálfu sér nóg ritað um fasteignaskatta {tengd frétt}- sem eru landráð - og á undanförnum dögum um algjört vitsmunalegt og siðfræðilegt tómarúm löggjafa og framkvæmdavalds "lýgveldisins" og þá ekki síst í tengslum við þá náttúruvá sem nú steðjar að suð-vestur hluta Reykjaness.

Hvar eru tugir milljarða í loftskatta, eða álíka upphæðir í innflutning á fólki án fæðingar- og sakavottorðs eða án nothæfrar menntunar eða starfsþjálfunar er nýtist þjóðríkinu og menningu okkar. Nei, við þurfum að herða frekar sultaról innfæddra, til að sparsla í götin á byggingunni sem a) hefur tútnað út um 20 prósent á fimm árum, b) meðan einkaframtak hins raunverulega atvinnulífs þjóðarinnar hefur dregist saman (eða verið lokað) á sama tíma.

Eða að síðan félagshyggjan yfirtók ríkið vorið 2009, er almenningi og sérstaklega ungu fólki nær ókleift að eignast eigið húsnæði og viðhalda því. Og við erum ekki byrjuð að ræða algjört hrun siðmenningar ykkar lýðveldisfólks* á síðustu þrem árum.

Lög samin á laugardegi og samþykkt umræðulaust með 57 atkvæðum á mánudegi. Minnir á Nasistalögin í febrúar 2021. Áhugavert að engin umræða er um neitt af þessu, enda engin siðmenning.

Margir hafa rætt undanfarna viku - með allskyns gagnrýni á starfsemi eða - úrræði Almannavarna í tengslum við aðsteðjandi vá hjá Grindavík. Hef engu við að bæta, en hef bent á viss atriði sjálfur, sem hafa meir að gera með viðhorf og siðferði en aðgerða atriði.

Ég tók þó eftir, þegar fyrsti almanna varna fundurinn var haldinn, hversu hikandi bæði valdstjórnar- og fjölmiðla fulltrúar voru, og fumkenndir, og hversu áberandi firringin (Alienation) var. Held að þetta hafi þegar komið fram. Hef þó ekki nefnt það sem mér kom í hugann við áhorf þeirrar beinu útsendingar, eða Úlfur Úlfur.

Því Stjórnvaldið hefur þegar hrópað úlfur úlfur, á síðustu þrem árum - en þá vegna skáldaðrar vár sem sannanlega var lýgi og sannanlega var notuð til að vinna þjóðinni stórfelldan skaða af einbeittum brotavilja - EN núna er á ferðinni alvöru úlfur, og Elítan gripin með brækurnar á hælunum, og hún veit það. Lýðveldið hefur haft þrjú ár af eldgosum til að undirbúa sig vegna umfangsmeiri náttúruvár, en eyddi þess í stað tíma sínum í eiturefnahernað, senda fjármuni til erlendra stríðsherra eða í loftskatta og embætta-innviði vinstri-spillingar.

Þá verð ég að minnast á nokkuð sem ég hafði oft orð á sumarið 2021 og 2022, hversu gott merki það væri um hið almenna siðrof* að fólk liti á eldgos sem tilefni í labbitúr upp að gosstöðvum, að fólk bæri ekki lengur virðingu fyrir náttúruöflunum, firringin væri algjör.

Allavega, þegar ég sá hversu hratt fréttin um tengt laga-siðferðis-brot féll í skuggann og færðist af áberandi stöðum á því sem næst ósýnilega staði, vildi ég hengja þessa spennulosunar færslu við gjörninginn.

 

Siðmenning Þjóðveldis hélt, í hinni svonefndu farsótt.

* Siðrof er tvennskonar - auk þess að siðrof er spilling hóps eða þjóðar - annars vegar siðrof lagasiðgæðis og hins vegar firring hins almenna manns þannig að hann hefur ekki lengur næmi á hvað sé spilling eða ekki, og því sér hann ekki hið opinbera siðrof (Anomie). Siðrof er ætíð undanfari innfallinnar siðmenningar, sem aftur er undanfari glundroða og hruns.

 


mbl.is Frumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband