Af Jiddískum húmor

Þessi færsla er viðbót við færsluna á undan, sem er meir um biblíulega og menningarlega hæðni. En í Jiddíska menningarknettinum eru ýmsar sögur sagðar, sumar eru húmor og aðrar innsæisfræðsla.

Byrjum á innsæinu, og komum því frá.

Á dögum Rússneska keisaradæmisins voru Júðar - rétt eins og víða í Evrópu gegnum aldirnar - notaðir til blóra með ýmsu móti þegar Valdstjórnir þurftu að beina athyglinni á eitthvað annað en sjálfar sig. Nú eru það Samsæraútskýrendur, en bráðlega verða það Hægriöfgar, en Júðar voru vinsælt skálkaskjól, ekki síst fyrir að þeir hafna því að svara með ofbeldi og bjóða frekar hina kinnina eins og Jesú.

Nokkuð sem Kristnir hafa enn ekki lært, enda þurfa þeir aðeins að bíða eftir Messíasinum sem keypti sindir þeirra með því að þeir fórnuðu honum, eða þannig. Nú veistu að Zíonistar eru afkvæmi platkristinna frímúra og eru ekki júðar.

Allavega, eitt sinn komu gyðingahjón að greiðasölu, en þau voru á ferð úr einni borg í aðra, frá gettóinu hennar í gettó sem hann var ættaður úr. En í Júðisma flytur karlinn, hennar vegna, þegar þau giftast, því konur hafa ávallt stýrt menningunni - ef Femínistar skyldu hafa gleymt að segja þér.

Í greiðasölunni var lítill flokkur Kósakka sem sáu um löggæslu í héraðinu. Þegar líður á nóttina vaknar gamli gyðingurinn og fer niður á jarðhæðina til að fá sér ölglas, í þeirri von að hann geti þá sofnað. En nokkuð var farið að heyrast í kósökkunum þar sem þeir sulluðu í sig ölinu, hverri krús á fætur annarri.

Þegar sá gamli kom niður, hófu þeir að gera gys að honum og hrekkja á ýmsa vegu, enda mátti sko atast í þesskonar körlum, lét hann allt eftir þeim, og jafnvel dansaði og saung fyrir þá þegar þeir kröfðust þess. Tókst honum að gera þetta hávaðalítið, svo skarkalinn sem hafði vakið hann var lægri fyrir vikið.

Þegar hann síðar um nóttina skreið uppí rúm á herbergi sínu, bylti falleg kona hans sér örlítið og umlaði í svefnrofunum; geturðu ekki sofið. Hvíslaði hann þá að henni þægileg blíðuorð, svo hún svaf svefni hina réttlátu. Skömmu síðar sofnaði hann, vitandi að hann hafði forðað henni frá verri örlögum en að dansa eins og kjáni.

En að kímninni.

Í Vínarborg á tímum Austurrísk-Úngverska keisaraveldisins, sat oft eldri gyðingur rétt hjá dómhúsinu og betlaði. Hann var fátækur maður, sem enga átti fjölskylduna, og vegna fötlunar gat hann ekki unnið fyrir sér, svo hann neyddist til að betla.

Við hlið hans sat iðulega fallegur og ljóshærður ungur maður, sem einnig virtist vera fatlaður, svo hann þurfti einnig að betla sér til framfærslu. Gekk unga manninum vel, og þakkaði ævinlega fyrir sér með þekktum og vinsælum málsháttum. Stundum snupraði heldra fólkið í borginni, gamla og ljóta gyðinginn, að hann mætti t.d. klæða sig betur.

Sá gamli fékk yfirleitt mjög lítið í skálina en sá ungi helling. Eitt sinn þegar þeir gengu í burtu, segir Yaakov við Dovid, hvers vegna færð þú svo lítið pabbi minn en ég mikið? Sá gamli svaraði að bragði; vegna þess að Goyim skilja ekki vandaða markaðssetningu.

Sá þriðji er tvöfaldur í roðinu, en honum var fleygt nýlega á hringborðs myndskeiði þar sem alvitrir Antivistar og "greinendur" voru að ræða um ástandið í Jórdaníu sem nú er uppnefnd Fílistea (Philistine, Palestine) svo almenn bergmálsdýr sjái ekki gegnum verkfræði meitlara.

Maður nokkur spurði þá vitringana hvort þeir vildu heyra Jiddískan brandara? Já sögðu þeir allir, alvarlegir á svip, en þetta er sönn saga, vikugömul. Svo þeir fengu brandarann.

Á litlum veitingastað í ónefndri borg, var aðeins setið við tvö borð rétt fyrir lokun. Gengur þjónustustúlkan með reikninginn á bæði borð, og segir við fyrra borðið; er allt í lagi hér? Allir voru ánægðir með mat og greiðasemi, svo hún gengur að hinu borðinu þar sem sat lítill hópur júða. Segir hún við þá; er í lagi með eitthvað hér?

Það fyndnasta við brandarann, er að vitringarnir skildu hann ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband