Af Júðskum húmor [meðallöng færsla]

Það er margt sem leynist í bæði Tórunni og Tanökunni sem opnast ekki við fyrsta lestur. Fyrst skulum við þó útskýra þessi tvö heiti. Ef þú lest Nýja testamentið (Nýja vitnismburðinn) sérðu reglulega koma fyrir setningin Lögmálið og spámennirnir, þetta eru Tóran og Tanakan, sem á Jiddísku eru Torah og Tanakh, eða Lögbækur Móse annars vegar og síðan hinar bækurnar.

 

 

Hvort Sálmar Davíðs, Orðskviðir Salómóns og fornsagan af raunum Jobs, teljist frekar til Tórunnar eða Tanökunnar; við erum ekki komin svo langt að geta skorið úr um.

Reynsla flestra af bókinni sem í daglegu tali nefnist Biblían, hvort sem fólk tekur mark á henni eða ekki, er í fyrsta lagi að hún er leiðinleg, í öðru lagi að Trúarkerfin nota hana til að stjórna fólki. Þetta er þó ekki tilgangur ritninganna*, heldur felst í þessu mótsögn.

Þriðja sem fólk áttar sig á varðandi ritningarnar, er að Biblían er ekki ein bók heldur margar. Gamla testamentið er safn bóka og Nýja testamentið er safn bóka, og þaðan kemur heitið. Bíblía merkir bókstaflega; bókasafn.

Náttúra ritninganna er sú að við daglegan eða reglubundinn lestur opnast þær á mismunandi vegu. Eitt dæmi gæti verið Króníkubækurnar og Konungabækurnar, sem báðar snúast um leiðinlega upptalningu á konungum fyrst eins konungsríkis og síðan tveggja konungsríkja. Flestir lesa þær annars hugar, helst ekki oftar en tvisvar, til þess eins að geta sagt við sjálfa sig að þeir hafi lesið  þær.

Sjálfur setti ég mér það markmið í fyrra eða hitteðfyrra, hafandi lesið þessar fjórar undirbækur (Sub scripture) öðru hvoru á undanförnum þrem áratugum, að lesa þær almennilega; að komast að því hvað þær væru að segja mér. Að ég rita hér fyrir framan að þær séu leiðinlegar, það er "fyrir 2021" en ekki 2022 og síðar. Að ég hafði ekki þroska til að meta þær fyrr en 2022, er mitt vandamál, en að þær séu hafsjór af skilningi, með mismunandi flötum, það væri nær lagi.

Þetta er má segja hið fjórða - í minni reynslu - sem fólk kynnist sem tileinkar sér tilmæli Ritninganna, að lesa þær reglulega og lifa með þeim, að bækurnar lifna við.

Engir tveir geta lesið frumspekilegt rit og skilið á sama hátt, og svo furðulegt sem það er, geta sömu undirbækur þeirra borið lesandanum mjög mismunandi innsæi eftir því sem þroski eða vitundarástand hans getur numið úr textanum hverju sinni. Ekki ólíkt því sem Saúl frá Tarsus (Páll postuli) benti á; ritningin er lifandi orð og hún er eins og tvíeggjað verkfæri (sverð) sem getur framið uppskurð á sálarástandi og vitund þess sem hana tileinkar sér. {lausl. umorðað}

Ég hef í mörg ár fjallað um menningu og Eingyðistrú, fyrst og fremst í hljóðritunum og myndskeiðum, sem ég nefni Arkívið (The Archive), sem finna má tengla í á vefnum not.is. Arkívið er þannig samsett að reglulega safna ég saman nýjustu upptökum, annaðhvort á Ensku eða Íslensku, og hnýti (Concatenate) saman í lengri skrá, sem getur verið frá fimm til níu klukkutíma löng. Þessi skrá er þá sett inn á archive.org eða hvern þann vef sem gegnir sambærilegu hlutverki. Þannig eru allar upptökur mínar aftur til 2011 geymdar, og eru opnar til niðurhals, með opnu notendaleyfi "Creative Commons."

Eitt af því sem einkennir Arkívið, er að reglulega hef ég fjallað um hlutdeild Júðisma (Gyðingdóms) í sögu Eingyðistrúar, og dreg fram hversu margt þessi trúarbrögð hafa lagt til sögunnar sem er að mínu mati með þróuðustu heimspeki þekktrar sögu. Fullyrðing mín að líklega sé ég sá Íslendinga sem þekki þessi trúarbrögð best, er ekki úr lausu lofti gripin, og satt að segja gæti ég kinnroðalaust sagt; meðal óumskorinna (Gentiles, Goyim).

Sá sem reglulega les spennulosunar færslur mínar hér á blog.is, tekur fljótt eftir að ég miða ártal okkar við ártal Hebrea. Fyrir mér er ekki árið 2023, eins og í hugum flestra, heldur 2023 AD (Anno Domini) samkvæmt Gregorísku tímatöflunni (Chronology), sem er 5784 AM (Anno Mundi) samkvæmt nýliðnum áramótum Hebresku tímatöflunnar.

Þegar t.d. frímúrar ákváðu veturinn 2019/2020 að nota allt mann-kynið til launhelgafórna, benti ég á að liðin voru 3332 ár frá útgöngu spámannsins Móse af Egyptalandi (2448 AM, 1312 BC) og að þetta væri hugsanlegur undirbúningar að allsherjar blóðfórn ári síðar þegar 3333 ár væru liðin, enda talan 33 með þeim helgustu í launhelgum frímúra.

Þetta rættist.

Glöggir rannsakendur taka eftir að hér kemur misskráning fram. Exodusið var 2447 (1313), Guðdómlegi sáttmálinn við fjallið helga var 2448 (1312). Lesandinn fyrirgefur, en ritningarnar kenna einnig húmor. {Ekki má gleyma Abu Rawash atvikinu, sem er að mínu mati einn stærsti viðburður (og guðdómlegi vitnisburður) allra tíma, og kemur hér sterkt við sögu.}

Ég hef stundum gert grín að í Arkívinu, að ég var eitt sinn vitni að því að biblíunemandi (sem sjálfur er mikill húmoristi) spurði kristinn öldung að því hvort einhver dæmi væru um það í Biblíunni að Guð hefði húmor. Öldungurinn svaraði að hann skyldi athuga það nánar. Þrem dögum síðar hitti hann nemanda sinn og tjáði honum að eftir umfangsmiklar rannsóknir á biblíusögum og rannsóknarefni, fyndi hann því miður engin dæmi um að Biblían sýndi að Guð hefði húmor.

Að þessu hlógum við frændurnir. Ekki veit ég hvað frændinn hugsaði, en fáeinum árum síðar gerðist hann Búddisti og iðkaði þá trú í einhver ár. Sjálfur hugfesti ég mér að einhvern daginn myndi ég geta sýnt að Biblían hafi skráð guðdómlega kímni.

Ýmis dæmi eru til, og er ég þess fullviss að einhverjir hafa gefið út bækur um þetta þó við vitum ekki af þeim, enda leyfa Marxísk kerfi, hvort heldur guðlaus eða trúarleg, enga kímni.

Þegar Adam hafði sindgað og geta hans til að dæma allan heiminn fæddist og viðleitnin til að fela eigin dóma (eða innra ástand) fyrir sjálfum sér, kom Guðdómleg samviska við kaunin á honum og spurði hann, gerðirðu það sem ég varaði þig við? Adam svaraði að bragði, það var hún sem lét mig gera það, það var því ekki ég. Auk þess þá varst það þú sem gafst mér hana.

Engin Elíta hefur nokkru sinni lært af þessari óborganlegu fyndni, né heldur þau almennu költ sem fylgja henni.

Tökum dýpri snúning, sem er e.t.v. ekki drepfyndinn, en þó spaugilegur.

Allir vita af sögunni af Kain og Abel.

Sá fyrri fann upp akuryrkju og þar með borgarmenningu - eða siðmenningu og kerfisbundna valda-fýsn. Sá síðari vildi vera í friði fyrir reglugerðaröpum og flakka um fjöll og hæðir með geiturnar sínar og hugleiða guðdómleg gildi. Siðmenningargaurinn drap hinn guðhrædda, fór því næst og byggði fyrsta konungsríkið í Níneveh. Blóð hinna guðhræddu hefur ákallað ættir hans allar götur síðar, og hinir guðhræddu sem iðka náttúrulegar og upphafnar (Ethereal, Transcendental) hugleiðingar, verða endalaust fyrir barðinu á þessu stjórnvaldspakki.

Ekkert spaugilegt við þetta sosum, en hver skráði söguna? Það var þriðji bróðirinn, Seth; sá sem atti þeim saman. Snillingur, Seth, að ýta báðum bræðrum sínum svo snyrtilega til hliðar og varpa skuldinni á allt annað en sig sjálfan. Auðvelt er að sjá hvaða samsæris tal hann nýtti sér til að æsa upp afbrýði Kain annars vegar og að slá ryki í augu Abels hins vegar.

Algjör snilld, drepfyndið.

Og viti menn, ef þú skilur bibbuna, þá veistu að samsæri eru engin dulspeki, heldur alvöru.

Þessi einfaldi húmor hefur, eftir því sem ég best veit, farið framhjá öllum biblíuspekingum allra tíma.

Tökum hinn fræga Gídeon, og frægðarför hans með sínum 300 útvöldu.

Allir vita að kerúbi Guðs kom til hans, og að Gídeon lét reyna á engilinn, að hann væri ekki fallinn engill að lodda sig út í Kristíanisma, Júðisma, Húmanisma, Marxisma eða aðra rangsnúna kerfisdýrkun. Þá er augljóst hvernig engillinn tryggði að þegar 300 Gídeons gengu milli bols og höfuðs á 200 þúsund Marxistum Midíansmanna að þeir unnu sigurinn því óvinirnir riðluðust, að þeir glötuðu raunsæi og sturluðust í rangsnúnum rökum efnishyggjunnar, að Midíansmenn unnu að mestu hver á öðrum og að menn Gídeons þurftu því sem næst ekkert að hafa fyrir sigrinum.

Allir vita ennfremur að þetta gerðist eftir að fólk Guðs hafði snúið frá valdhyggju sinni og kerfisgræðgi og hafið að ákalla Guð, í bænum sínum, eftir mannvirðingum og réttlæti. Ekkert fyndið við þetta, en sagan er mikilvæg, ekki síst fyrir að þegar Gídeon snéri til baka úr frægðarför sinni - með fullar hendur af stríðsgróða og meira til - var hann hundskammaður af öldungum borganna fyrir að hafa ekki tekið þá með.

Svo hann bað þá fyrirgefningar og gaf þeim sömu hlutdeild í stríðsgróðanum og þeir hefðu annars fengið, ef þeir hefðu tekið þátt, og allir voru þá sáttir.

Mér finnst það fyndið.

Tökum ellefta boðorð Guðdómlega sáttmálans, sem bannar þér að leggja meitil á nokkurn þann stein sem notaður er við helgisiði og athafnir. Sem greinilega leggur bann við öllum launhelgum og einnig sálarverkfræði, eða því tólfta sem áminnir leiðtoga safnaðarins, hvort heldur þeir eru prestar eða "vísindamenn" að gæta sín á eigin smán.

Minnum á að besta stikan til viðmiðunar við lestur sáttmálans er; hverju er sleppt eða talið óþarft? Það fyrsta sem hrópar framan í þig eru elíta, innviðir, hugmyndakerfi og skattheimta.

Salómon þriðji konungur Salómonsríkisins - en fyrsti og annar voru Saúl og Davíð - byggði musteri mikið. Musterið sjálft braut í raun bæði þessi boðorð sem allar götur síðan hafa verið falin á bak við setninguna "boðorðin tíu." Sá titill felur fleira, því fólki er sagt að Móse hafi tekið við steintöflum tíu boðorða ætluð öllum mönnum, en svo er ekki. Steintöflurnar voru sáttmáli um Guðdómlegt ríki, þar sem Skaparinn er sjálfur elítan og sér sjálfur um að varðveita réttlæti, mannvirðingar, og varnir ríkisins.

Boðorðin eru því ákvæði þessarar stjórnarskrár sem þú annaðhvort viðgengst eða hafnar. Tæplega þarf að útskýra hvaða augum þú sérð hin veraldlegu ríki satanista, hafir þú yfirgefið píramída þeirra og haldið hér út á mörkina.

Þetta síðasta er einmitt lykillinn að skilningi Gídeons sögunnar. Rétt eins og að Móse var ekki sendur til að frelsa fólk aþþíbara, heldur sem svar við bænum þess til Guðs um frelsun til virðingar (Dignity, reisnar) og réttlætis.

Þegar Salómon byggði musteri sitt, kemur fleira við sögu. Til að mynda var aðal stjórnarsetur hans í borginni Megiddó, þar myndaðist elíta sem iðkaði launhelgar og frímúrun og var Sjalli sjálfur annar æðstu meistara frímúraköltsins á þeim tíma. Það að fyrsta kona hans var Egypsk prinsessa og að hann tók sér þúsund konur (og hjákonur) og að þrjúhundruð þeirra voru allskonar heiðingjar; þetta allt saman þverbraut allar hefðir og tilmæli sem Guðdómlega ríkið frá Móse fram að Saúl hafði nýtt sér og miðað við.

Tökum til gamans fram í dagsljósið að Davíð faðir hans hafði viljað byggja þessa viðurstyggð launhelga, rangsnúnings og babýlónskrar flónsku (sem Elíja, Jeremías og Jesú allir vitnuðu gegn), en verið bannað það. Svo hvað gerði Davíð þá? Hann safnaði saman öllu sem til þurfti fyrir bygginguna og lét liggja eftir sinn dag tilmæli til Sjalla um hvernig það skuli byggt, hvar staðsett, og úr hvaða efnivið.

Salómon mikli fór eftir tilmælum föður síns - hafandi þá þegar drepið einn eða fleiri af bræðrum sínum (sem var nánast íþrótt meðal sona Davíðs) og viti menn; þeir steinar sem nota þurfti til byggingar voru allir steinhöggnir í öðrum dal, svo ekki myndi heyrast hljóð í meitlunum á byggingarstað.

Að sjá ekki húmor í þessu, er drepfyndið í sjálfu sér.

Eitt af því sem fer framhjá mörgum eru einnig viðameiri sögur. Höfum í huga að Salómonsríkið var stofnað að kröfu elítunnar sem myndast hafði 430 árin á undan.

Það er að bæði Salómonsríkið og Postularíkið eru rangsnúin ríki, til varnaðar en ekki eftirbreytni. Að benda á þetta síðarnefnda getur nánast fengið kristið fólk til að berja mann til óbóta, en þeir sjá ekki dýptina í hversu mikið af frumspeki ritningum eru víti til varnaðar en ekki til eftirbreytni varðandi félagshyggju, efnishyggju og valdhyggju.

Til að mynda eru allir Messíanistar (hvort heldur Kristnir Jesúsistar, Júðar sem bíða eftir Masiach, eða Íslamar sem bíða eftir guðdómlegum Khalifa) að bíða þess að Guð sendi þeim nýjan Davíð! Hafa þeir ekkert rannsakað um söguna varðandi það ógeðslega ríki sem Salómonsríkið var, eða hver dómurinn var yfir því, eða þeim tveim ríkjum sem komu eftir þess dag?

Messíanistar allra þessara þriggja trúarbragða eru bókstaflega að bíða eftir nýju siðrofi!

Talandi um hugtakið Messías! Veistu hver merking hugtaksins er? Ég hef aldrei hitt mann (karl eða konu) sem getur svarað þeirri spurningu. Oft hef ég séð fólk t.d. nota meiðyrðið messíasarkomplex yfir fólk sem er illa veikt af gúrúkomplex. Fyrir utan að þú átt ekki að viðhafa meiðyrði, þá væri lágmark að kunna örlitla merkingarfræði, eþaggi?

Því ef þú veist ekki merkingarfræði þinnar eigin heimsyndar, þá verður hún að snörunni um ökkla þína, rétt eins og Guð sagði við Kain, sindin liggur við fætur þér eins og naðra og hefur hug á þér* og það er þitt að traðka á henni, eða eins og Grikkir sögðu, jafnvel fræknasta hetja hefur Akkilesarhæl.

Hversu margir vel menntaðra nútímamanna vita að veruleikinn sem þeir telja vera upplýstan og útskýrðan, er hugmyndaknöttur (Ideal sphere) sem er hjúpaður af ljósengli Húmanismans, að húmanismi er alvöru trúarbrögð - tilbeiðsla mannlegrar rökhugsunar sem hið æðsta gildi.

Fólk sem lifir í heimsmynd, og veit ekki hvað hún heitir eða hvernig hún er afmörkuð, sem dyggðamerkir sjálft sig til hægri og vinstri, ofsækir alla þá sem hafna rangsnúningi þess á náttúrunni og raunsæjum fræðum ("vísindum") og rukkar sexfalt til áttfalt þess sem siðmenning síðustu 5784 ára hefur talið ásættanlegt (Tíund)!

Svo vitnað sé í Sölva Helgason, þegar hann lýsti samtíma sínum; ég er gull og gersemi.

Menning heimsþorpsins hefur enga siðmenningu lengur, hún dó fyrir tveim árum þegar frímúrar sendu 3333 fokkjú framan í göfugustu siðfræði allra tíma. Það heitir stríðið á megiddó völlum (Harmageddon), á milli hins ómeitlaða og hins meitlaða, milli þeirra sem ákalla Skapara sinn um frelsun (Deliverance) til mannvirðinga (reisnar) og réttlætis annars vegar og meitlaðra mann-dýra og djöfla-eflandi kerfa þeirra hins vegar.

Enginn messías kemur og reddar þér úr svona klípu, að hafa ekki húmor fyrir sjálfum þér.

Ef þú kafar djúpt í ábendingar þeirra Rabbína sem fara í fararbroddi 80 prósent allra júða í heiminum, í vitnisburði sínum gegn djöfullegum Zíonismanum, gætirðu áttað þig á að rabbínar þessir eru ekki að reyna að vekja fólk, heldur að bera fram vitnisburð.

Þeir eru að streitast við, undanfarnar tvær kynslóðir (frá 1948) eða þrjár (frá 1898) að segja við Guð, við viljum þig, en ekki sameinuðu þjóðir (babýlonsturna) Breskra og Bandarískra launhelga. Allir láta þeir fylgja í viðtölum sínum, að þeir vita (trúarvissa*) að þetta er aðeins tímabil. Í vitnisburði sínum, leitast þeir við að finna iðrunina, hvað það er í eigin siðfræði og venjum sem fór úrskeiðis, eftir að hafa frómlega fengið að vera í friði í Öryggis Gettóum sínum í allt að 24 aldir, að nú er reynt að yfirtaka og rangsnúa öllu sem þeir standa fyrir?

Hvaða Bænir, hvaða Iðrun, hvaða Vitnisburður, hvaða Fyrirgefning, er það sem hér losar steininn úr stíflu hins djöfullega uppistöðulóns og kemur af stað allsherjar hreinsun?

Eins og Rabbi Yaakov Shapiro segir í einu viðtali, það eina sem við viljum er að vera látnir í friði í gettóunum, að rannsaka biblíurnar okkar.

Menning heimsins breyttist í myndastyttu 2019 - um þetta var vitnað og hafði verið varað við - siðmenning heimsins breyttist í (innfallna) viðurstyggð á næstu tveim árum. Í dag er engin lifandi menning á Jörðinni, og engin siðmenning, aðeins viðurstyggð.

Hvernig losnar þú úr þeirri klípu?

Þú setur í fjórhjóladrif - bæn, iðrun, fyrirgefning, vitnisburður; og kemur þér á grúfu í mölinni.

Það er ekkert annað í boði, raunhæft.

 

* Í mínum huga er Biblían aðeins hluti ritninganna, en ég les einnig Kóraninn og Avesturnar. Þ.e. ritningar allra fjögurra (eða fjögurra stærstu) eingyðistrúarbragðanna.

* Við höfum oft rætt að hugtök geti verið vitundir, sérsaklega varðandi vitundarvætti sem við höfum upptalið öðru hvoru og fundið nöfn sumra, og jú, Bibban staðfestir þennan skilning. Sindin getur haft nöðruvitund*.

* Hér er gott að þekkja muninn á nöðrum og snákum.

* Hvernig reyndi á trú þína og innsæi undanfarin þrjú ár? Á hvað setur þú traust þitt? Hvað hefur bibban ráðlagt í þeim efnum í mörg þúsund ár, og hversu oft hefur sú siðfræði sannað sig? Hvers vegna er hið djöfullega og innfallna sífellt að ýta henni út af salat-borðinu, eða þegar það heppnast ekki, að rangsnúa skilningi hennar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Biblían frá Genesis til Síðari Kroníkubókar myndar ákveðna sögulega heild og lýsir sögu þjóðar frá opinberun ættföðurins til falls þjóðarinnar vegna fráfalls og siðrofs.

Ég er þessa dagana að lesa Síðari Kroníkubók. Hiskía er að hverfa til fornra hátta og koma skikki á þjóðlífið en það dugði ekki til. Kannski var hann bara antivisti.

Helgi Viðar Hilmarsson, 13.11.2023 kl. 14:30

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

:) no komment :) ég er enn að læra ;)

Guðjón E. Hreinberg, 13.11.2023 kl. 14:39

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég líka.

Helgi Viðar Hilmarsson, 13.11.2023 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband