Af norninni Gullveigu - (eingöngu ætlað Fjölæringum og Aldingjum)

Ég hef í fáein sinn minnt á keltneska vættinn Cailleach - forna norn sem gætir grámunnar á milli lifenda og dauðra, sem ein ákvarðar hverjir komast þar yfir eða hvernig. Fyrst þegar ég sá minnst á hana, og ákvað að afla mér upplýsinga, var það vegna þess að ég þekki grámuna og reglur hennar; sem ég hef bæði fjallað um í myndskeiðasafninu (Arkívinu (not.is)) og einnig í bókinni Bréf frá sjálfsmorðingja.

Þegar ég minnist á hana er það ekki síst til að athuga hvort eitthvað komi frá öðrum dulspekingum (Mystic) og dulfræðingum (Mystical[ist]), varðandi hvort heiti hennar og tilvera sé þekkt í forneskju okkar eigin þjóðarsálar. Auðvelt er að athuga þetta, t.d. voru þeir er ortu Völuspá sem settu Urð, Verðandi, Skuld - systurvætti hennar - í bundið mál.

Að varpa fram hlutum, og bíða hvort aðrir viti það sem upp á vantar, er skemmtileg íþrótt í menningarsamræðu. Þannig var t.d. að ég hafði lengi velt fyrir mér gátunni um Hrafnaflóka, og kvöld eitt hringdi í mig aldingi (Sage) sem hafði sögu að segja eftir föður sínum, um Hrafnafólkið, og um hvernig sú þekking leitaði vitund hans uppi.

Sjálfur hef ég oft minnt á hrafninn Rúninn, sem er þriðji hrafn Óðins - auk Huginn og Muninn - og fengið áhugaverð viðbrögð um það frá dulspöku fólki, og það sem er áhugaverðast; þegar þú fattar gátuna um Rúninn, fattarðu fleira en þú setur í orð.

Í morgun ákvað ég að hætta að bíða - svo ég fór beint í Völuspá. Viti menn; hún heitir Gullveig. Fyrst ég þurfti að leysa gátuna sjálfur; hvað heitir Forsjónar vætturinn (Providence), fimmta nornin? Ræðum þá sjöttu, Lögmætisvættinn, síðar.

 

 

 

 

 

Skemmtiþættir sem BBC gerði um Merlín og Artúr sem unga menn, gerðu Gullveigu góð skil og sérstaklega var sýnt vel hvað getur gerst ef launhelgar t.d. Drúida og Frímúra - eða sinnuleysi menningar sem er deyjandi - setur hana úr jafnvægi: Að hún getur breytt fyrirkomulagi grámunnar* á þann veg að ýmsir óvættir geta auðveldlega komist í okkar tilverurými (Realm) og gert óskunda sjálfir eða með bólfestu í og jafnvel yfirtöku á fólki sem ekki gætir að sínum andlegu gildum og ögun (Discipline).

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ögun-ar aðferðir í öllum trúarkerfum komi hér við sögu. Sinni maður þriggja laga frumspekiskilningi - ekki aðeins vitsmunalegum heldur á öllum fimm vitundarsviðum sínum (Líkams, Andlega, Greind (Intelligence), Tilfinninga og Óvitundar (Unconscious)), styrki maður það sem Saúl frá Tarsus (Páll postuli) nefndi hertygi, vopn og verjur, trúarinnar; sjálfum sér til bæði verndar og sóknar.

Í apríl 2018 var birt sú vitrun, að landvættir lýstu þjóðina í útlegð (frá vernd sinni). Ég hélt þá að eingöngu væri átt við Ísland og þá sem hér búa, en vorið 2020 skildi ég að þetta átti við alla landvætti allra þjóða.

[Ég hef séð vitringa orða sem svo að nú hljóti útlegðinni að fara að ljúka, eða sé lokið, en slíkar athugasemdir eru Efnishyggja og huglæg óskhyggja. Vættir tala sínu máli, birta það er þeim hugnast, í umsjá Fjallkonuvættarins sem sjálf fer sínar eigin leiðir og ræðir við þá er henni hentar (samanber drauminn sem atti Endurreistu Þjóðveldi af stað, og hvernig sú orðræða var varðveitt). Nýleg sýn segir berum orðum; vættir eru reiðir.

Veit ekki hvað það merkir, forðast huglæga óskhyggju eða þykjast vita hið óbirta.]

Hér er mikilvægt að skilja, að efnið kemur á eftir dulefninu - physical or corporeal comes after the metaphysical and spiritual: Efnishyggjan (sem er yfirborðsmennska) er blind og heyrnarlaus þegar kemur að því sem Er.

Ábending: Fyrir andaveru er andaheimurinn áþreifanlegur og stöðugur en okkar þokukenndur og sé grámunnar gætt; ósnertanlegur og ósýnilegur.

Eingyðistrúin telur að sjö tilvistarrými séu fyrir hendi, heiðinn siður (Óðinismi og/eða Wodanismi) telur rýmin vera níu. Sjálfur sá ég þessi níu rými þegar ég var á tíunda ári og hafði á þeim tíma engar forsendur til þess. Að hvert rými hefur þrjú stig eða tilvistarástand, er í mínum huga án vafa - óliðnir og framliðnir t.d. í okkar mannanna rými auk þriðja rýmis sem ég enn veit ekki hvað er, að ég sé að það er merkir ekki að ég sjái hvað það er.

Allavega, ... enginn vafi er á að landvættir um alla veröld, virða nornirnar sex og taka þátt í að varðveita jafnvægið (Harmony) sem við öll þurfum á að halda. Samtími okkar er týndur í þreföldum þræði Efnishyggju, Valdhyggju og Félagshyggju, og fólk hvort heldur mann-verur eða mann-eskjur hafa týnt sögu sinni. Því vita tvífætlingar samtímans ekki hverjir þeir eru, hvaðan þeir koma, hvar þeir eru, eða hvert þeir stefna.

Hví ættu vættir sem eru englunum ((og föllnu englunum) og Nephilim öndunum) eldri, að gæta þín ef þú afneitar sjálfum þér?

Sjáðu hvað gerðist 22 mánuðum eftir að vættir hættu að gæta samræmis (Harmony) okkar. Hafir þú virt fyrirsögn færslunnar, ertu annaðhvort Fjölæringi (Perennialist) eða Aldingi (Sage), þá sérðu þetta vel. Hinir eru þannig frumstilltir af Gorgonunni miklu, Medúsu, að þeir sjá aðeins annan helming þess sem er ritað, svo fremi að það stemmi við innprentaða helminginn; RNA hugans, tvö RNA gera eitt DNA.

Þú manst að DNA er útdregin firring Marxískrar dulspeki, til að fela fyrir þér að genavísindi eru (svosem Dr. John Ioannidis hefur sannað) 98,8 prósent dulspeki sem hefur ekkert að gera með raunverulega litninga (Chromosomes), svo grimmt kveður að launhelgum Marxista (en Marx sjálfur viðurkenndi að hann iðkaði djöflamessur) að fólk veit ekki lengur muninn á DNA og Litningum.

Að vitrunin um merkingu, vægi og umfang Guðdómlega sáttmálann var vitrað mánuði eftir vitrun útlegðardómsins, veit ég ekki hvort sé í samfellingu (Synchronicity). Kannski. Kannski ekki.

Góðar stundir

 

 

Á persónulegu nótunum:

Þú ert enn hikandi að taka mark á og skijla, viðvaranir okkar síðustu tvö árin, að merking tungumálsins sé brengluð. Þjóðfélagsverkfræðingar postulanna ellefu, sem stjórnað hafa öllum launhelgaklúbbum síðustu aldirnar; taka mark á slíku.

Þeir hafa einnig gaman af að taka undir, á þann veg að einungis örfáir fatti það.

 

* Gráman er ekki það sem Grikkir nefndu ána Styx - mismunandi myndform og útskýringar eru á þessu fyrirbæri, sem sumir sjá og aðrir ekki, styx er meira eins og einskismannsland á milli tveggja tilverurýma (Realms). Hún virkar að sumu leiti þannig að þegar þú ert framliðinn en þorir ekki yfir eða villist, þá getur þú eigrað um hérnamegin en þú sérð allt í gráma og þú sérð ekki venjulegt fólk, utan suma þeirra sem eru ófreskir, að þú ýmist sérð þá berum augum eða eins og þokukenndar verur er bregður fyrir. Gullveig (Cailleach) hefur vætti á sínum snærum sem oft birtast í hettukuflum og bera sjaldan andlit sín og sumir halda að séu englar - ég veit ekki hverrar náttúru þeir eru. Yfirleitt vinna tveir slíkir grámuvættir (bráðabr. heiti) saman og hafa oft þrjá framliðna (sem eru langt komnir) sér til aðstoðar, eða fimm saman í teymum; og hafa það hlutverk að aðstoða nýlátið fólk að ferðast yfir. Yfirleitt er það þannig að annar þeirra er handanvið og hinn kemur yfir, eins og þeir opni gátt sem þeir einir geta gert (eða er úthlutað vald til) og hafa liðna mannvætti með í för eftir atvikum, til að taka í hönd hins framliðna og aðstoða yfir. Í langflestum þeirra tilfella þegar framliðinn fer ekki yfir - innan sólarhrings frá útför eða minningarahöfn lokinni - er vegna misskilnings (t.d. vegna slyss), skelfingar, eða óhefts söknuðar - ástæður geta verið margar. Í sumum slíkra tilfella hafa mannvættir viðeigandi teymis upp á ófreskum sem getur aðstoðað t.d. með því að ræða beint við hinn framliðna eða með því að nota fyrirbænir og annað innsæi háð stund og stað, til að róa hinn framliðna og aðstoða hann við að taka við þeirri aðstoð sem er veitt. Í yfirgnæfandi fjölda tilfella, eru framliðnir aðstoðaðir svo greiðlega að þegar þeir loks átta sig hinumegin eða vakna upp eins og margir hafa lýst, að þeir muna ekki eftir þessu atviki.

Það er mjög mikilvægt, þegar fólk deyr skyndilega eða er saknað sárt, að beita bænum sínum þannig að þó maður syrgi eða eigi eftir að gera upp, að maður auðveldi hinum framliðnu að losa tengslin og fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þokukenndur ertu Guðjón, -í grámósku dagsins, en mér sýnist þú samt vera staddur á ódáinsakri.

Mér er ekki um mansöng greitt,

minnstan tel ég það greiða,

því mér þykir öllum eytt

af því gamni leiða.

file:///C:/Users/shm/Downloads/448-Article%20Text-821-1-10-20210727.pdf

Ljóðlínurnar eru úr Skíðarímu.

Takk fyrir uppljómun dagsins.

Magnús Sigurðsson, 24.5.2023 kl. 17:45

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ef þú gengur upp hálsinn ofan við Seltún í Krísuvík, kemurðu í lítinn dal með tjörn. Þar eru tveir vættir dáinn og ódáinn. Þess virði að ganga þar um og þannig vita af þeim af eigin reynslu. Það sést greinilega á dalverpinu hver er hvorumegin. Eins og margir vita er Krísuvík (eða Krýsuvík) (stórsvæðið) eins og málverk reginna, eins og allar dulsögur "vors siðar" lifna þar við.

Guðjón E. Hreinberg, 24.5.2023 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband