Ein pólitísk rangspurning

Að meirihluti Alþingis geti myndað stjórn, eyðileggur tvískiptingu valdsins og gerir Lýðveldið að kommúnistaríki. Það er lögbrot, samkvæmt stjórnarskrá.

Já, tvískipting, því stjórnarskráin skilgreinir ekki dómsvald, heldur gefur Alþingi vald til að skilgreina það. Því hefur aldrei verið sjálfstætt og hlutbundið - eða marktækt - dómsvald á Lýðveldistímanum.

Svo hvaða máli skiptir hver af kommúnistaflokkunum átta mynda stjórn? Hvar er umræðan um hversu margir stjórnmálamenn birtust skyndilega á vettvangi stjórnmálanna á okkar tímum, og voru skyndilega orðnir formenn, varaformenn og ráðherrar, án þess að eiga neina pólitíska fortíð? Hversu margir slíkir eru í ríkisstjórninni núna?

Hversu margar áhrifamiklar stöður í stjórnkerfinu, hefur verið ráðið í síðan haustið 2017, án þess að þær séu auglýstar.

Já ég get gert slíkan lista, en þetta er bara spennulosun. Almenningur og Antivistar eru siðblindir og elítur beggja siðlausar. Allsherjar flótti úr kommúnistaríkinu er hið eina sem er vert að ræða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband