Miðvikudagur, 17. maí 2023
Tjónaskrá NATÓ um allan heim væntanleg
Í fullri alvöru, þá fjölgar þeim hratt, dag frá degi, um öll vesturlönd, sem fyrirlíta stjórnendur okkar sem uppnefna sig leiðtoga. Í hverju landinu af öðru fjölgar fólki meðal almennings sem bæði sér í gegnum firringu (Alienation) Elítunnar og ættarvelda þeirra, og samlímingu hóp-sálar þess kommúnisma (eða Marxisma) sem þessir stórfurðulegu tvífætlingar ástunda.
Lýgræði og Lýgveldi þessarar mafíu eru ekki orð gripin úr sérvisku eða fúllyndi.
Eins og fyrirsögnin segir, er tjónaskýrslan um eyðileggingar NATÓ ríkjanna, innan Evrópu og utan, undanfarna tvo áratugi æði löng. Þeim sem ætla sér að réttlæta rányrkju sína á Rússum, vita greinilega ekki hvernig mannkynssagan vindur sig áfram eða hvernig Rússneska elítan hugsar.
Þetta síðasta er áminning um frábærar skilgreiningar Ottó von Bismarck og Oswald Spengler og Georg Hegel um rússneska hugsun og rússneskt minni. Áminningar sem Sagan hefur þráfaldlega staðfest.
Rússar hafa ekki gleymt hvernig Vesturlönd fóru með þá þann áratug sem Yeltsín stjórnaði Rússlandi fyrir hönd Washington, og sú umræða er mjög vakandi þar eystra. Dæmið um þrjúhundruð milljarðana sem stolið var af Rússum í fyrra, auk tuga annarra, verður gert upp, ef ég þekki Rússa rétt.
Hvert þjóðríkið á fætur öðru, utan NATÓ girðingarinnar hefur verið að færa sig yfir línuna, frá Washington Dollaranum yfir til Shanghai fjármagns og BRICS samninga, auk annarra lausna, sem fjölþátta (Multipolar) heimsskipulagið boðar sem mótvægi við Washington ráðdeild.
Fólk um allan heim, og meðal vestrænna borgara, fyrirlítur siðleysi og hroka Stjórnenda okkar, lyga-skrum þeirra, rányrkju á eigin fólki og morðhyggju.
Samtímis er frjálst fall heimsdollarans (Petro dollar) að breytast í berghrun. Óþarft er að áminna hugsandi fólk að heimsgjaldmiðill+stál+eldsneyti=heimsveldi, og að velmegun okkar hér vestra byggist á gegnsæi og ábyrgri ríkissmiðju og heiðarlegum vísindum. Þetta er allt horfið hér hjá okkur.
Loks vil ég minna á sprenginguna í Khmelnitsky fyrir fáeinum dögum þegar Rússneskt flugskeyti eyðilagði stórt vopnasafn sem NATÓ hafði sent Úkraínu. Khmelnitsky er í vesturhluta Úkró, skammt frá Póllandi, Ungverjalandi, Slóvakíu og Rúmeníu og Moldóvu - eða Vesturlöndum.
Rússar hafa margítrekað varað Bandaríkin og Bretland við því að senda kjarnorkuskotfæri til Úkró. Þessi vopn - Depleted Uranium Shells - hafa ollið gríðarlegu tjóni hvarvegna sem NATÓ hefur notað þau, á heilsu borgara og hermanna m.a. Írak og Serbíu, Króatíu, Bosníu og víðar.
Rykið sem kemur frá þessum vopnum er útilokað að hreinsa upp og það sest í jarðveg og grunnvatn og veldur heilsutjóni og skaða í áratugi.
Kvöldkyrrð ...
- https://russianmarket.substack.com/p/gamma-radiation-spikes-in-ukraine
- https://www.bitchute.com/video/LcMxOA6cOXU/ {Alex Christoforou 15. maí 2023}
Fjöldi greina eru að koma fram sem benda til þess að geislavirkt ryk hafi dreifst út um héraðið á undanförnum dögum; ryk sem auðveldlega berst með vindum til fyrrgreindra landa; sem mörg hver eru mótfallin stríðsgleði okkar ástkæru Stjórnenda sem af ásettu ráði vinna með fólki sem komið hefur í veg fyrir sex skrásettar tilraunir Rússa til að koma á friði í Úkró.
Þessa dagana er geislavirka rykinu - sem t.d. sest í akrana í vestur Úkró og kemst í hveitið sem brauðið okkar verður bakað úr á komandi misserum - líkt við ástandið í Chernobyl sællar minningar.
Engin umræða um þetta hjá okkar ástkæru Stjórnendum, sem þessa dagana klappa hver öðrum á hvert bak, brosandi eins og ódýrar súperhórur*, yfir stríðsæsingum sínum og fórnfýsi á fallbyssufóðri meðal óbreyttra borgara og skeytingarlausir um efnahag sinna eigin landa.
Ég minni þig á spádóma frá sumrinu 2021:
Sprautir þú börnin, vekur þú bölvætt sem ekki verður samið við og ekki mun hætta fyrr en allar þær blóðlínur sem ábyrgð bera, meðal elítu og almennings, hafa iðrast eða goldið fyrir.
Forsjón og Lögmæti, eru rétt eins og Urður Verðandi Skuld og Cailleach {sem gætir grámunnar milli lifenda og dauðra, og hvort [ó]vættir komist þar yfir}: eru allt vitundir, og englar forðast að koma þeim úr jafnvægi. Þér væri betra að sýna þeim virðingu.
Byggingin - sem heitir vestræn vísindi, velsæld og meðalhóf - var ekki byggð á þeim gildum sem núverandi ástríkir Stjórnendur fara eftir. Þau gildi sem nú ráða för, eru þau sem tekið hafa niður heimsveldi fortíðar og heilu menningarheimana.
Í dag Stjórnar þú tómri byggingu, innfallinnar (Imploded) siðmenningar, og hún mun ekki standast vinda smánaðrar forsjónar (Shamed Providence) og slagviðri reiðs lögmætis (Irritated Lawfulness).
ÍsQuislíngar ákváðu einróma árið 2020 að vera aftaníossar umfangsmesta glæps allra tíma, þeir eru enn á sömu hraðbraut, með okkur hin í farángrinum. Þegar stríðið í Úkró hófst fyrir rúmu ári, var þriðja tækifærið til að hætta við.
Hefurðu heyrt um hugtakið vitjunartími? Hann hófst í þetta sinnið í árslok 2012.
Allt hefur verið vandlega útskýrt.
Nú verður þú að keyra alla leið.
Eða flýja.
Hvert?
Bæn, Iðrun, Vitnisburður, Fyrirgefning. Þú opnar samræðu við Skaparann sjálfan, hann vísar þér leið og fræðir þig. Þú hættir að trúa á hugmyndina um hann og hefur samræðu við hann.**
Hvað heldurðu að vitund sé? Heldurðu ennþá að Efnið (Physical) komi á undan Dulefninu (Metaphysical)?
Á frumspekilegu (Metaphysical) nótunum:
Í Biblíunni eru skráð þrjú áberandi tilfelli af að borgir (og ríki) ræktuðu siðrof (Anomie) og þær afleiðingar sem það hefur. Siðrof er tvenns konar. Annars vegar þegar ólögmæt lög eru samþykkt og þeim framfylgt. Hins vegar þegar hin almenna vitund (Collective Consciousness) er svo samdauna viðhorfum spillingar að fólk temur sér spillingu í orðum og gjörningum svo sjálfkrafa að samviskan er hætt að vara við, sakir daufleika (sinnuleysis).
- http://hreinberg.is/?p=3121
- https://www.mbl.is/greinasafn/leit/?qs=ef+si%C3%B0rof+hj%C3%BApar+varanlegt+%C3%A1stand&sort_by_date=1&date_from=&date_to=
- https://www.cambridge.org/core/journals/church-history/article/abs/conscience-in-late-scholasticism-and-the-young-luther/08F760528A7D33AA50FBCB7A6A7499B1
Fyrsta tilfellið eru borgirnar Sódóma og Gómorra. Þar voru bæði lög og almenn vitund fallin í siðrof. Í því tilfelli bendir Ritningin á að fólk sem enn hefur kvika (Dynamic) samvisku, á að flýja slíkt Ástand (State), í sumum tilfellum bókstaflega en ætla má að flótti hefjist fyrst í vitund og greind (Intelligence), þar sem hinn réttlætisþyrsti yfirgefur í huga sínum og raunsæi* þann þvætting sem menning og siðmenning borgar hans ástundar.
Í þessu tilfelli voru það fyrrgreindar fimm nornir (að mínu mati) sem Skaparinn beitti - auk einhvers sjötta sem enn er óskilið - til að afgreiða og hreinsa burt siðrofið. Óþarft er að minna á að siðrof - rétt eins og landráð - er glæpur.
Næsta tilfelli er ódæðið í Gíbeu; þar sem kynkvísl Benjamíníta hafði einnig lögfest ólög - sem framfylgt var af fádæma hörku - og ljóst er af frásögunni að hin almenna vitund, ásamt stjórnvaldi borga þeirra, hafði gerst samdauna siðrofi. Í þetta sinnið fóru réttlætisþyrstir af hinum ættkvíslunum og mótmæltu ítrekað við Gíbeu - og kröfðust að siðrofið yrði lagað - en Benjamínítar svöruðu þessum mótmælum með hernaði og hópmorðum. Loks beittu mótmælendur lyklum Bænar, Iðrunar, Vitnisburðar og Fyrirgefningar til að leita ráða Skaparans, sem vitraði þeim leiðir til úrbóta.
Það fór þannig að Benjamínítum var því sem næst gjöreytt og var þeim ekki vært meðal siðaðra þjóða eftir það. Sagan segir að þeir fáu sem lifðu eyðinguna af - væntanlega sá hluti almennra Benjamíníta sem þráðu og þyrsti eftir réttlæti og höfðu því flúið innfallna siðmenningu sína - rændu eða beiddu sér konur af hinum kynkvíslunum til að endurbyggja þjóð sína.
Þá er frægt dæmið þegar einn frægasti og merkasti af spámönnum Guðs vitnaði gegn skurðgoðaprestum (Baalistum*) meðal Hebreskra musterispresta og eins gegn stjórnvaldi Jesebelar og Ahabs, en þann vitnisburð hef ég oftlega minnt á í færslum og tengt við goðsögnina (Myth) Cerberus (hinn þríhöfða villti hundur) sem reif hrokafulla drottninguna í tætlur eftir að hennar eigin ríkisráðsmenn snéru við henni baki, í hneykslan.
Loks minni ég á tilmæli spámannsins Jósúa Maríusonar (Jesú); þegar þú sérð viðurstyggð eyðileggingar standa á helgum reit, flýðu þá borgina sem skjótast. En ég túlka hugtakið viðurstyggð eyðileggingar sem eyðilagða og niðurrifna siðmenningu, eða siðrof. Allir spámenn Eingyðistrúarinnar - Biblían, Avesturnar, Kóraninn - eru þessu sammála.
Þeir sem iðka samræðu við Skapara sinn, sem láta hann leiðbeina greind sinni, aga vitund sína og móta dyggð (Virtue) sína; flýja frekar en að bíða eftir að Elítan sjái að sér eða eitthvað reddist.
Réttlætisþyrst [rauntrúað*] fólk vill iðka göfug og réttlát lög - í ráðvendni (Integrity, Honesty). Slíkt fólk hafnar byltingum og umróti, en iðkar þess í stað ábyrga og ferska orðræðu. Slíkt fólk treystir á Skapara sinn til að varðveita ástand menningar sinnar og þjóðríkja/borgríkja, og leitast við eða ástundar heilbrigðar hugsanir (jákvæðar sem neikvæðar) og uppbyggilega samræðu við náunga sinn, til að geta lifað í heilbrigðri og kvikri menningu, sem aftur smíðar ábyrgðarfulla og virðingarverða siðmenningu.
Að ég minni ítrekað á ...
- FLÝIÐ - LIFIÐ,.
- Bæn, Iðrun, Vitnisburður, Fyrirgefning
... er byggt á elstu og áreiðanlegustu heimspeki og verkfræði mannshugans. Þetta er ekki sérviska eða fúll á móti, heldur borið fram af þunga. Við erum að upplifa stærsta vitnisburð Guðs fyrir mannfólki síðan á dögum Nóa Lamekssonar.
Hverjir munu fylgja rangvísindum Samaels, og hverjir munu fylgja frumspeki Skaparans.
Þetta er einfaldleikinn, og hann hrópar framan í þig síðan í maí 2018 og mars 2020.
Guðsblessun.
* Hugtakið súperhórur var útskýrt í færslunni á undan þessari. Bið hórur afsökunar á orðhenglinum.
* Nafnið Baal var Canaínískt orð sem merkir Drottinn. Satanískir biblíuþýðendur hafa skipt út YHWH nafni Guðs í ritningunum og sett Drottinn í staðinn, og komist upp með það, til að villa þér sýn. Baal prestur, er sá sem þjónar í orði kveðnu einhverri af greinum eingyðistrúarinnar og eftir yfirborði þeirra helgisiða en í verknaði sínum ástundar að efla hag Samaels (tilbiðja Satan).
* Hugtakið rauntrúað er notað til að vera óháð trúarramma - religious framework - þ.e. ég veit ekki hvort ramminn sjálfur skipti máli þegar Guð hlustar á huga fólks og bænir, auk þess sem ég veit með vissu að margir trúleysingjar (Agnostic) og jafnvel Guðleysingjar (Atheists) iðka göfgi, raunsæi og virðingu.
* Raunsæi (Reason) fjölæringa er ekki hið sama og röksæi (Logic) einæringa efnishyggjunnar en hinir síðarnefndu leggja raunsæi og röksæi að jöfnu.
** Að trúa um eða trúa á - rétt eins og varðandi órökrétt raunsæi og rökrétt óraunsæi - þá er efnishyggja ekki hið sama og Veruleiki.
Ótrúlegt sinnuleysi hefur strokað út menningarhug okkar ...
Tónlist dagsins kemur úr smiðju Cream, tríós sem Eric Clapton var meðlimur í á sínum tíma. Ég mæli með Cream Reunion á Túbunni.
Skýrist í dag hverjir skrifa undir tjónaskrána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.