Þið munið hann Ástþór

Fyrir fáeinum dögum var Ástþór Magnússon með pistil sem hann fékk birtan á Vísir.is [sjá hér]. Læt ég honum um að færa rök fyrir eigin máli, en ég held að hann hafi náð fleiri eyrum en mínum þá áratugi sem hann hefur reynt að vera áhrifahvati friðelskandi [og skapandi] hugsunar á Íslandi.

Ég var um skeið sammála Ástþóri um tvennt; hann vildi að við gætum kosið beint um lög í hraðbönkum og að hér yrði aðsetur fyrir Sameinuðu Þjóðirnar eða einhverjar af systurstofnunum.

Þessu báðu hef ég snúist frá, og hef rætt í myndskeiðum. Látum kjurt liggja að sinni.

Í erindi sínu minnist hann á opið bréf sem samtökin Friður 2000 sendu Úkró-Zlenský og ákvað ég að skima bréfið, stuttlega:

Sjá hér:

Það sem helst greip athygli mína var heimildalistinn neðst. Þar var getið ritgerðar, eða skýrslu, sem gefin er út af Háskóla Kostaríka (Costa Rica) og ég niðurhalaði, því ég hef áhuga á því sem þar kemur fram.

Sjá hér:

Stundum velti ég fyrir mér hvort Elítan hafi falsað niðurstöður allra þeirra forsetakosninga sem Ástþór hefur tekið þátt í. Það kæmi mér ekki á óvart. Hitt er staðreynd, að ef einhver ætti að fara með fjármál Íslenska Lýðveldisins, þá er það Ástþór.

Höfum eftifarandi í huga sem snöggvast: Það er auðveldara að hefja stríð en að hætta því, og stríð drepur fólk en sjaldan þá sem etja því áfram.

Vil ég bæta við, að þau þjóðríki og konungsríki sem viðhaldið hafa sjálfstæði og hlutleysi í alþjóðamálum og styrjöldum, eru ávallt þau ríki sem tapa fæstum borgurum, verða fyrir minnstum eyðileggingum, og græða mest.

Sá sem heldur öðru fram, er fíbbl.

Þegar þú lest blogg færslur og blaðagreinar og opinbert efni á Íslandi, sérstaklega síðustu misserin, sem rökfæra að hér eigi að vera her og/eða við Íslendingar að vera í stríðsglæpabandalagi á borð við Ható; þá skaltu viðurkenna hið augljósa.

Allt sem vellur upp úr þessu liði, er eins og þau horfi of mikið á Hollývúdd myndir og spili þess á milli skotleiki í tölvum.

Spennulosun lokið.

 

Mig langar að koma á framfæri fínu viðtali við ofr. Douglas Macgregor frá því í gær. Þetta er gott efni, og glöggir munu taka eftir því sem hann segir um Thermobaric vopn. Það er lítið fjallað um slíkt, en ég minni þig á t.d. fyrir þrem árum þegar höfnin í Líbanon var sprengd í tætlur, svo og fáein þekkt tilfelli af notkun slíkra vopna í Sýrlandi (sem marga grunar að sé af hálfu IDF):

 

 

 

 

Loks um eitthvað mikilvægt.

Hundurinn dreif mig út í morgun, í langa gönguferð. Hún er á fjórtánda ári og síðan hinir hundarnir fóru smámsaman yfir öldungafljótið mikla, og hún varð eini hundurinn; hefur hún tekið af mér öll völd og stjórnar heimilinu.

Meðan ég ritaði langa bloggfærslu í morgun, pirraður út í sjálfan mig að smávegis færsla sem átti að vera stutt sunnudagsháð, varð langur og flókinn hrokapistill, gerðist hún óró. Eins og vitur hundur, veit hún að besta ráðið við óþreyju, er að fara í langan göngutúr og þefa vandlega af hverfinu, og þó það hafi þegar verið gert um morguninn, er bara gaman að gera það aftur.

Svo hundurinn var frekar óþreyjufullur að koma fyrir mig vitinu, að gera eitthvað hressandi. Svo ég samdi um málamiðlun. Við skruppum í bíltúr og í leiðinni var keypt eitthvað gómsætt handa okkur báðum að éta þegar við komum heim.

Nú erum við bæði búin að borða, ég búinn að spennulosunarblogga pínkupons í viðbót, hún kúrir við ofninn neðan við aðalgluggann. En um leið og ég sný hausum eða halla undir flatt, opnast rifa á hundsglyrnunum. Hún er ekki búin að gleyma að við þurfum að fara í hressandi gönguferð.

Gaman af svona viljastyrks togstreitu. Hún veit að hún vinnur. Ég veit það líka, en mig langar í kaffi og sígó áður en við gerum eitthvað af viti.

 

 

Til gamans, nokkuð sem Steve Bannon fékk mig til að hugsa um, óvitandi.

Ertu lýðræðissinni eða lýðveldissinni?

Viltu "Democracy or Constitutional Republic?"

Er einhver hérlendis að ræða slíka hluti?

Kannski er bara Lýgræði fínt, hefðarinnar vegna.

 

Kom í fréttum á Íslandi fyrir fáeinum dögum, þegar Úkrózlenský lýsti því yfir að næst yrði að senda Bandaríska hermenn á vígstöðvarnar og Bandaríkin neituðu því ekki?

Elítan hér á landi var fljót að skella upp í fyrirsögnum að nokkrir Hatóbjálfar höfðu öskrað á Lavrov, að sið vandaðra Diplómata. En sögðu ekki frá því að Modi, forsætisráðherra Indverja krafðist þess af utanríkisráðhera Bandaríkjanna á sömu ráðstefnu að hann settist niður með Lavrov (og Sullivan neyddist til þess óviljugur). Ekki var heldur blásið upp að Kínverska utanríkisráðuneytið birti friðarmiðlunartillögur fyrir Úkróstríðið sem Vesturveldin höfnuðu því sem næst ólesnum.

Nú eru sumsé upp komin sjö tilfelli af sáttaumleitunum af hálfu Rússa, og hver sá sem heldur því fram í dag að Rússar hafi átt fyrsta skotið í þessum átökum, ætti að fara sjálfur á vígstöðvarnar.

FLÝIÐ vesturveldin Núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband