Þriðjudagur, 21. febrúar 2023
Djöfullegt fjall eða heilagt
Heimur sem veit allt en skilur ekkert, setur verðmiða á hvaðeina, án nokkurs verðmætamats; eitrar fyrir heilbrigðum og flækir hið einfalda. Þú flýrð slíkan heim, því hann verður ekki lagaður, svo þú verðir ekki fyrir sópnum og klórtuskunni
Ef þú reynir að verja slíkan heim og laga stærstu rangindin, verður þú undir og kafnar.
Jafnvel þó þú flýir, geturðu ekki smíðað nýjan heim, því ala þarf upp nýja kynslóð til þess.
Núverandi kynslóð er ófær um að sjá þessi sannindi, sem þó hafa verið reynd margsinnis í "mannkyns" sögunni, og eru augljós. Því er það næsta kynslóð sem mun rekast á hina óþægilegu staðreynd og mun neyðast til að flýja, hugsunarlaust, og sú kynslóð fæðir af sér kynslóðina sem [hugsanlega] getur byggt "betri" heim.
Það tekur ávallt þrjár kynslóðir að endurbyggja hrunda siðmenningu, kynslóðina sem skilur vandann, kynslóðina sem flýr vandann og greinir hvað hrundi og hefði mátt laga, og kynslóðina sem greinir hvernig ný og betri verður smíðuð úr greiningunni.
Þetta sáu Móse, Jósúa Maríuson og Múhameð, skýrt, og marg-útskýrðu. En fylgjendur þeirra skilja ekki. Þess vegna skiptir litlu, hversu oft siðmenning hrynur og er endurbyggð, því hún spillist alltaf, og þá af sömu einföldu ástæðum.
Þetta skildi Karl Marx, þegar hann kenndi verðandi fylgjendum sínum og sálfræðilegum afkvæmum, að útrýma frumspeki og fjölæri eins og hægt væri, áður en Valdið yrði snarað, fangað og því síðan rangsnúið.
Núna er merkilegasti tími þekktrar 5783ja ára sögu; því við vitum allt en skiljum ekkert, og siðrof okkar, ásamt rangindum og ofbeldi, nær til allra samtímis, og er miðstýrt.
Það er rétt að þú getur ekki flúið til neins staðar, en meðan þú sérð ekki að flótti er nauðsynlegur, eða hvers vegna þarf að ræða það, geturðu aldrei fundið fólkið sem flýr, fólkið sem fæðir af sér kynslóðina sem byggir nýjan heim.
Þess vegna þarf að útrýma mannkyninu algjörlega - að mínu mati - því það er óhæft, og skapa nýtt, en varðveita þessa sögu stórkostlegra mistaka. Nema spádómar Eingyðis ritninganna, eru mér ósammála; þeir segja að örlítill hópur muni geta séð þetta, og sá hópur verði merktur af englum.
Það er áhugavert, því það bendir til þess að sá hópur hafi eitthvað til að bera sem sé verðmætara, sé því leyft að skapa sjálft sig, en ella.
Þess vegna eru núverandi tímar með þeim mest spennandi sem upphugsa má. Að núverandi mannkyn er sjálfdæmt, það er gefið. Að eina leiðin til næstu 6000 ára sé fersk en lærð hugsun, já, en hvernig?
Spurningin er ekki hvort þú getir fengið aftur 2019, því það er enginn munur á ástandi heimsmenningar 2019 og 2023, þetta er sami siðspillti og forherti hópurinn, og eitrunarfjallið er svo stórt að ekki er hægt að hreinsa það eða laga covid-klettinn eða úkróskriðuna.
Sótthreinsa verður allt fjallið, eða hreinlega eyða því.
Það sem er spennandi, er vika 52, en við erum rétt núna að ljúka viku 1. Sá sem sér árið, sér að fyrsta vikan fer í undirbúning fyrir eitthvað sem er stórfenglegt (Amazing) en ekki stórkostlegt (Fantastic).
Í ástandi (State) ársins í ár, þar sem fjórir fimmtu mann-kyns hefur ýmist framið eða átt hlutdeild í stærsta glæp gegn mann-kyni sem upphugsaður hefur verið og eru allir önnum kafnir við ýmist að afneita glæpnum eða láta eins og hann sé óframinn, og fimmti hlutinn sem neitaði þáttöku er í óðaönn að rífast um frumeindastök (Atomization) og viðleitni til að vekja hina hlutana fjóra, eins og áttavillt mús á músarhjóli, er engin samræða, ekki nein.
Það skiptir engu máli hvort þú ert í sósíalista maríneringu meginstraumsins eða jaðarstraumsins. Það síðasta sem afkvæmi Sósíalista engilsins sér, er sín eigin félagshyggja. Nái hann að sjá það, fallast honum hendur, því hann sér ekki leiðina út, og hann streitist við, af öllum kröftum sínum að laga félagshyggju hinna, af fullkominni félagshyggju.
Það er eins með hin tvö eiturhornin sem bróðir Daníel og bróðir Jóhannes sáu; valdhyggjuna og efnishyggjuna. Þessi þrjú horn, sem sameinast í eitt sem síðan yrðir formælingar, drepur og eyðir menningu og loks siðmenningu bæði mann-fólks og mann-kyns.
Horn þessi þrjú, vaxa þar sem samviska einstaklings hefur breyst í spillingarvitund sem síðan er réttlætt og útskýrð ýmist af honum sjálfum eða með upptöku á blórum (Proxies) sem eru lánuð frá öðrum. Loks þegar spilling hópsins vex og ágerist, verður hún lögfest; siðrof (Anomie) gerist, þar sem spilling er lögfest, eða gerð að siðmenningu.
Í slíkum heimi eru heiðarlegt sannleikans fólk uppnefnt öfgafólk (Extremist), rangindafólk, samsæriskennarar, guðlastarar, eða ofstækisfólk (Fanatics), af hinum spilltu og sjálfsheilögu.
Rangindafólkið, sem strokað hefur út vit einstaklinga, fyrir kröfu félagslegs útjöfnuðar, byggir heim þar sem valdið hefur ávallt rétt fyrir sér, og efnislegar byggingar og verkfræði hefur hvorki fortíð né framtíð því enginn sér hugann sem byggði.
Þessi heimur eyðir sjálfum sér, og þú verður að flýja hann, þú verður að ræða það, svo þeir sem eru byrjaðir að sjá þetta, viti af þér og ræði hið sama. Þannig býrðu til samfélag lifandi menningar. Það fjölgar þessa dagana, fólki sem skilur að flótti er nauðsyn, en þau byrja á að spyrja hvert, því þau eru maríneruð í efnishyggju; um leið og þú ræðir opinberlega um nauðsyn flóttans, og útskýrir hvers vegna hann er nauðsynlegur, gerist flóttinn.
Þú yfirgefur maríneringu félagshyggjunnar. Þú yfirgefur hugarlandið.
En þegar þú segir frá, er það ekki til að vekja neinn eða tæla, heldur til vitnisburðar. Svo fólk viti af þér, og geti valið, hvort það vilji vera áfram í Píramídagarði Abu Rawash, steinahrúgunnar sem sprakk framan í fésið á Faraó, eða taka sénsinn á að Guð kljúfi sálarástand hugmyndahafsins, fyrir trúarhugrekki þitt, svo þú getir komist til fjallsins helga, þar sem hver hugmynd er hrein og ásetningur göfugur.
Þannig yfirgefur þú maríneringu yfirborðsmennsku efnishyggjunnar sem hvorki sér fortíð né framtíð. Loks hafnarðu rangindum (rangsnúnu-réttlæti) valdhyggjunnar og tekur þér vald yfir eigin vitund og skilningi. Umfram allt, beitirðu ósigrandi vopnum Bænar, Iðrunar, Fyrirgefningar og Vitnisburðar, vopnunum sem varða þér veginn heim, til Skapara lífsins; hinn óorsakaði sem innblés því sem Er, að verða og staðfærast.
Þetta síðara hljómar e.t.v. stirt á Íslensku því svona er ekki rætt á okkar ástkæru ylhýru, enskan hljómar svona; ... that guards the path towards the originator of all life, the uncaused, who inspired what Is, all that is caused, to become and [then] manifest.
Sumt er mér tamara á ensku, en ég reyni að læra Íslensku.
Þeir sem lesið hafa heilagan Tómas Aquinas, kannast hér við eitthvað, en mér er til efs að einn færasti hugvísindamaður allra tíma sé kenndur í félagshyggjuskólum Íslenskrar efnishyggju.
Hvers vegna heldurðu að Skaparinn hafi tryggt, að þessir hlutir eru vandlega útskýrðir á okkar tímum? Hvers vegna sýnir hann þér að hægt er að þræða nál með reipi?
Góðar stundir
Úr einu í annað.
Manstu í fyrra, þegar ég vann smá heimavinnu hér á blogginu, að finna Íslenskun fyrir orðið Grooming, og lenti því sem kynþvætti? Þá var kynþvottur Marxista í leik- og grunnskólum ekki orðinn áberandi hérlendis (en mjög svo erlendis) en það er að breytast jafnt og þétt. Fyrir aðeins viku, var það birt gagnrýnislaust í ríkisfjölmiðli Íslenskrar Ríkissmiðju, að börn væru látin leira kynfæri, því það væri svo félagslega hollt fyrir þau.
Upp á síðkastið hafa margir í jaðar-umræðum á Vefnum bent á að Jakobíninn sem stjórnar landinu - þrátt fyrir aðeins 6 prósent stuðning kjósenda - er framleggjandi (Contributor) til gerðarforma (Agenda) Heims-Efnahags Ráðsins í Davos. En þeir gera það ekki á Íslensku, heldur þannig; Jakobsdóttir er Agenda Contributor til World Economic Forum í Davos. Sumir streitast við að Íslenska heitið á HER, en snúa heims yfirleitt á Alheims (Universe).
Ég hef um nokkurt skeið bent á að merking tungunnar sé rokin, í þeirri merkingu að eldfim efni á borð við Bensín og aðra vökva sem kveikja má í, eru rokgjörn efni. Þau gufa upp, séu þau óbyrgð - eða meðhöndluð af óvirðingu. Á ensku eru þau Volatile eða eldfim. Að snara beint, er ekki snörun.
Sumum kann að þykja útskýringa þarft, að tungan er rokgjarnt tól eldfimrar frumspeki. Hefurðu heyrt um hugtakið Logos? Veistu hvað það merkir? Veistu hversu djúp pæling er þar á bak við? Þarftu að fletta því upp, eða rýndirðu það sjálfur?
Bækur hafa verið ritaðar um minna. Þú veist að ég á lénið logostal.com? {Orðatal}
Hér koma fram hugtök sem ég hef unnið sjálfur, með því að fletta upp í orðabókum og prófa mig áfram. Það eru fleiri sem gera þetta, og næsta eða þarnæsta kynslóð mun nota sumt af því sem við komum fram með, en það skiptir ekki máli. Við erum ekki að keppast um hver kemst í orðabókina - það eru ekki nafn+einkaréttartákn við hugtakalista orðabóka.
Árin sem ég var virkur gerandi í þróun skjalavalds, dómsvalds, og ríkissmiðju Endurreists Þjóðveldis, og mótaði frumspekilega orðræðu þess (í Arkívinu) gerði ég mér smámsaman grein fyrir að hugtökin Statesman og Statecraft, eru ekki notuð á Íslandi. Svo ég vann í því að tileinka mér Ríkisráðsmaður og Ríkissmiðja í mínum eigin textum og málfari.
Reyndar er hugtakið ríkisráð til í Stjórnarskrá Lýðveldis, en fáir hafa sett sig inn í þá frumspeki og nýtt sér. Ljóst er að ríkisráðsmaður, í huga þeirra er snöruðu stjórnarskránni sem Danir tileinkuðu Íslendingum 1874 yfir í stjórnarskrá Íslenska konungsríkisins 1920 og þeirri yfir í stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins 1944, sáu þetta hugtak örlítið á annan veg en við gerum hér, en þannig er það bara.
Ég lærði margt af frábæru starfi Íslenskrar málnefndar - sem vann að samningu Tölvuorðasafns - áður en hún var étin af gargantúunni Árnastofnun sem eyðir því sem hún er vörðuð til að vernda. Þegar ég kenndi Java forritun hér um árið, komst ég að því að væru Íslensk heiti notuð, sem mótuð væru af ábyrgð þó stirð væru, og merking þeirra útskýrð, náðu nemendur betri tökum á Hlutbundinni forritun í Java forritunarmálinu.
Sumir hafa e.t.v. tekið eftir að ég nota jöfnum höndum orðin kóðun og kótun, er fyrra orðið komið úr málvenjum okkar, hið síðara úr Tölvuorðasafni. Mér eru bæði orðin jafn töm, en hef ekki enn tekið skrefið yfir girðinguna. Þú munt t.d. aldrei sjá í texta eftir mig, notkun á gagnsæi þar sem gegnsæi á við, nema það henti efnistökum. Fyrir sum orð, þarf maður að nýta sér maríneringu, eða súrsun, sem hvorutveggja tekur tíma.
Tími og þolinmæði; gildi sem lærast í ritningunum, einnig við áskorun dimma dalsins. Oft okkar beittustu vopn.
Orðið sem notað er, kann að vera stirt, en það er eingöngu vegna þess að það er óæft. Við notum mörg stirðyrði sem eru okkur þjál. Orð er einskis virði án merkingar og merking er engin án innihalds. Hugtak er kraftlægt (kvikt)(Dynamic) því það hjúpar (Encapsulates) lifandi merkingu.
Hérlendis er ekki lengur töluð Íslenska, heldur merkingarlaust hrognamál. þar sem meirihluti hljómorðanna kemur úr Íslenskum orðabókum, af vana en ekki ásetningi. Íslensk tunga er dáin, menningin dó fyrst. Menning er ekki hópur af manngreyjum (Humanoids) heldur safn allra útskýrðra hugmynda mannshugans - Homo Sapiens Sapiens. Þeir sem trúa að þeir séu komnir af mannöpum, vita ekki hver akademíska skilgreiningin á þeim sjálfum, heitir.
Augljóst hlýtur að vera, að ritskoðun menningar samræðu er morðvopn.
Nýlega vann ég frumvinnu við að tæla fram hugtakið lýðsæld (Populism), ekki því ég þurfi að setja það á lista. Ég vildi geta rætt lýðsæld án þess að slangra því. Var í raun hissa á að það hafi ekki verið gert fyrir áratugum! Nóg er slangrið notað.
Við vitum hvað lýðskrum (Demagoguery) og lýðskrumari (Demagogue) eru, en ekki hvað Lýðmálgur Populist er. Er þó byrjaður að glósa; Populist - Lýðmælari, ...(tala, mæla, ræða (speak)): Lýðræpari (mæla:ræpa), Lýðoddur (spear(spearhead)), lýðmælgi/lýðmálgur/lýðmælandi. Einhver lending mun koma hjá flugdrekanum sem ég nota til að veiða merkingar úr frumveröld (Metauniverse of the metaphysical).
Hef dálítið vaðið á súðum með svona hluti eftir að ég las skjalið á vef Stjórnarráðs Íslenska Lýðveldisins, sem staðfestir að Ríkissmiðja Piparkökudrengsins er samin í Davos; að ríkisstjórnin sjálf hefur ekki íslenskað heitið á HER. Sú sama og ætlar sér nú að skilgreina hvað sé leyfilegt og óleyfilegt Hatur, en hefur engan skilning á hvað hatur er.
Lenti í skemmtilegu munnhöggi á FB í gær, í þessu samhengi. Einhver Antivisti á Netinu, las stjórnarskrá Þjóðveldis. Eins og fleiri sem álpast hafa þar inn, þá þarf að breyta þessari grein, og hinni greininni, svo hægt sé að laga allt sem er að akkúrat núna, þá er kannski hægt að nota þennan reiðhjólaklúbb.
Menning okkar er dáin.
Þú flýrð hugarheim hennar.
Þú ræðir það.
Sýnir þannig englum Guðs hvort þú sért með honum eða á móti honum.
Það er ekki lengur til grátt svæði. Ekki síðan í maí 2018, staðfest í mars 2020.
Bæn. Iðrun, Vitnisburður. Fyrirgefning.
Viðbót, 11:22 - ég rann út á tíma, átti erindi.
Mér finnst mjög fyndið, ræðandi um rofin er rjúkandi túnga, að Elítan uppnefnir Bandaríska Lýðveldisflokkinn og Alþýðuflokkinn, stundum Republikana og Demókrata, og stundum Republican og Democrat, eftir hvaða háskólamenntaður blaðamaður ritar, en aldrei Íslenskum heitum sínum. Þeir hafa þó fyrir því að nota heitin Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn fyrir Bresku flokkana Labour party og Conservative party.
Þegar ég minni á þetta, sem fyrr segir, er það sjálfum mér til skemmtunar.
Eins og Buckminster Fuller benti á; hvað hreyfir við nálinni? Því svona mætti halda áfram endalaust. Tökum annan snúning, sem fljótt á litið er úr annarri átt, en þó ekki.
Vesturlönd hafa á undanförnum þrem áratugum - í boði félagslegs kynjöfnuðar - hleypt konum og kynvillingum inn í heri sína. Er það mér að meinalausu.
Rússar höfðu kvendeildir í föðurlands stríðinu mikla, 1941 til 1945, sem voru mjög harðskeyttar, sérstaklega voru kvenkyns leyniskyttur afar duglegar að koma óvinahermönnum fyrir kattarnef. Óttómanska heimsveldið rak um tíma herdeild sem var eingöngu mönnuð kynvillingum, og Austurrískir og Rússneskir og Persneskir hermenn óttuðust mjög þessa herdeild.
Hvort fólk geti þjálfað hermennsku af djörfung, dug, og göfgi, hefur ekkert með að gera hvernig kynfæri þeirra eru eða kyn-sjálfs-auðkenni. Allir dást að stelpunum okkar í fótbolta, til að mynda, og sjálfur hef ég mikla ánægju af að fylgjast með Cross-Fit kvenna.
Á persónulegu nótunum. Fyrir mörgum árum deitaði ég frábæra konu sem æfði Cross-Fit, og mér fannst það bara skemmtileg áskorun á karlmennskuna að deita konu sem var sterkari en ég, og er ég enginn hálfdrættingur. Ljúfar minningar, en kannski eitthvað sem ekki kemur öðrum neitt við.
Árin 1947 til 1980 var Ísraelska varnarliðið (IDF) best þjálfaði, vopnaði, og skeinuhættasti hersafnaður jarðarinnar. Síðan 1980, hefur þessi her ekki getað neitt nema sprengt Gaza í tætlur, eða skotið á unglinga fyrir grjótkast. Þessi her hefur verið rækilega kynblandaður, og sama má segja um alla Nató heri sem eru kynblandaðir; þeir geta ekki rassgat, frekar en bóndinn úr Þingeyjarsýslunni sem álpaðist óvart inn á hommabar í London.
Geta konur ekki gegnt hermennsku? Jú, og það með ágætum. Geta hommar ekki neitt í stríði? Margir færustu herforingjar sögunnar voru þrælöfugir. Þetta snýst ekki um yfirborðsmennsku efnishyggjunnar.
Hvar eru kynblönduðu fótboltaliðin, handboltaliðin, körfuboltaliðin, eða blakliðin?
Reyndu að fá þjálfara í boltaíþróttum til að spila vináttuleiki karla og kvennaliða úr sínum eigin íþróttafélögum. Já, reyndu að útskýra fyrir honum hvað hann græðir á því, og þegar þú gefst upp á að koma vitinu fyrir hann, spurðu hann hver sé munurinn á kynblönduðu boltaliði og kynblönduðum her.
Fáðu þér svo sígó og glottu.
Hvað myndi íþróttafélag græða á að láta sín eigin karla- og kvennalið spila vináttuleiki?
Rökstuddu báðar hliðar, eins og þáttakandi í mælsku- og málfunda íþrótt.
Ég geri þetta stundum þegar ég kynnist þjálfurum og fólki sem æfir reglulega, sjálfum mér til skemmtunar. Svo segi ég þeim söguna af fimmta kafla GO RIN NO SHO, eftir þekktasta og virtasta Íþróttamann Asíu, allra tíma. Vitandi að nútímafólk, sem veit alla hluti, skilur ekki baun í neinu, né kærir sig um.
Fimmti kaflinn er um hvernig þú notar Ekkert, til að ómkvoða (Resonate) Allt, og sigra í hvaða baráttu sem er, fyrirhafnarlaust.
Þess vegna vita Spámennirnir, að þeir fá ekki inngöngu í fyrirheitna landið.
Þess vegna get ég ekki rökrætt skjalavald Þjóveldis, hvorki með né móti.
Viðbót 15:34
Trans er stytting á Transition; orð sem merkir breyting úr einu í annað eða umskipti. Ég nota oft á ensku orðið Transverted í stað Subverted (subvert: grafa undan, kollvörpun, niðurrif, eyðilegging (undirróður),), en Transversion merkir þvervegur, þversnið, þ.e. liggur þversum. Geri ég mér ljóst, að bæði á ensku og íslensku vantar hugtak fyrir þetta alltsaman. Allavega; Transfólk, er ekki Íslenska. Breyttfólk, eða breytifólk, er Íslenska, og merkir hið sama og Transhuman.
Sem fyrr segir; fólkið sem krefst þess að vera endurskilgreint, vinnur ekki eigin heimavinnu fyrir sínar eigin skilgreiningar.
Dáin menning, eikkur?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.