Rokin og rofin er rjómalöguð túnga

Allir sem þeyta rjóma, hafa lent í því að eyðileggja rjóma með vélþeytingu og lært að stilla á hægasta, og stöðva reglulega og smakka með [skítugum] fingri til að fylgjast með hvert þeygingin er komin, og velja í samræmi við smekk hvar réttu þeytustigi er náð.

Þú þeytir rjóma rangt eða rétt, vel eða illa, en aldrei vitlaust eða viturlega.

Einu sinni ætlaði ég að þeyta rjóma og hafa með mandarínum, en enginn þeytari var til á heimilinu, svo ég setti rjómann í glas og lokaði því með vita-wrap, og hristi glasið meðan ég horfði á kvöldfréttir.

Skyndilega heyrðist klump klump í glasinu, og ég var kominn með fínasta smjör, svo ég ristaði mér brauð og smakkaði smjörið; vantaði smá salt.


mbl.is Við höfum verið að þeyta rjóma kolvitlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband