Hvernig hliðvarslan virkar

Mikið hefur rætt verið um Guðmundar og Geirfinns málið síðustu áratugina. Óþarft er að bera í bakkafullan lækinn, flestir hafa séð heimildamyndina, eða lesið stuttar dagblaðagreinar eða lengri tímaritsgreinar, eða jafnvel bók eða svo.

Nóg um rætt, svo mjög mikið rætt og svo mörg sjónarmið komið fram, að bæði aðalatriðin týndust.

Fyrra aðal atriðið: Til að sanna að einhver hafi dáið þarf að finna af honum líkið, til að sanna að hann hafi verið myrtur þarf líkið að gefa það til kynna. Þetta heitir Habeas Corpus.

Síðara aðal atriðið: Til að gera dóm ómerkan, þarftu ekki að hjóla í dóminn, heldur þarftu að taka skjölin og skýrslurnar sem dómurinn er byggður á, og ákæra þá sem gerðu þau fyrir skjalafals, og sanna það; fyrir öðrum dómi. Þegar einn eða fleiri dómar hafa gert sönnunarskjölin og skýrslurnar ómerkar, er aðal dómurinn sjálffallinn.

Þegar fjórmenningarnir fengu sýknu, hafði þessi orðræða verið rækilega framsett á jaðarmiðlum sem þú hvorki fylgist með né skilur, en meitlararnir sem stýra Elítunni vita vel af.

Nú skilur þú hliðvörslu; þá aldagömlu aðferð að halda þjóðum í sjálfheldu, Gáfnaljósum í hnappheldu, og áhrifahvötum földum á bak við áhrifavalda. Þetta er ekkert flókið, en ef þú skilur þetta ekki, þá er það samsæriskenning (sem er fínt orð fyrir trúvillu og nornaseiða).

Almenn hegningarlög tilgreina 16 ára fangelsun dómara sem rangdæma: Glæpur á borð við dómsbrot hefur engar fyrningar. Ekki frekar en lög 144/2018.

Á Íslandi er aldrei rætt um embættis- og/eða dómsglöp (Malfeasance), en það er ekki vegna skorts á tilefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband