Hinsegin gegn kynþvætti

Þú heyrir aldrei af "hinsegin gegn kynþvætti" (Gays against groomers) í kommúnistamiðlum Davos mafíunnar, en þeir eru til hérlendis, t.d. Samtökin 22. Þetta fólk er m.a. ofsótt af stóru félagsmiðlunum og netfjármagnsmiðlunum erlendis. Séð hef ég að þau eru vaxandi rödd hérlendis, en sniðgengin af Elítunni.

Sósíalistar, Kommúnistar og Marxistar rangsnúa öllu sem þeir snerta.

 

 

Eitt af því sem er áhugavert varðandi hinsegin umræðurnar, eru trúmálin. Eins og allir vita eru setningar í bæði Bibbunni og Kóraninum sem fordæma kynvillu og sósíalistar nota það t.d. sem tylliástæðu m.a. til að rökstyðja að hinsegin fólk sé og hafi verið ofsótt af trúuðu fólki.

Þetta er rangsnúningur sem auðvelt er að sýna fram á. Því staðreyndin er sú að hinseginfólk hefur alltaf verið umborið í samfélögum menningarinnar, frá alda öðli. Allir vita t.d. að Guðrún frá Lundi notaði tvær hinsegin manneskjur í Dalalíf, sem hluta af persónumenginu, en þú þurftir að skilja hvernig hlutirnir voru orðaðir á tímum Guðrúnar til að sjá það.

Farir þú í gegnum sögu trúaðra samfélaga muntu komast að raun um að flest hinsegin fólk gat fundið sér farveg innan þessara samfélaga og var umborið, í mismunandi myndum, og rýnir þú samtíma okkar muntu komast að því að svo er enn.

Tveir þekktustu hinsegin kverúlantar íhaldsmanna, eru Bretarnir David Starkey og Douglas Murray, þú munt hvergi rekast á að þeir séu á nokkurn hátt atyrtir eða ofsóttir fyrir að vera þeir sem þeir eru, þvert á móti muntu finna þúsundir fólks sem les efni þeirra eða hlustar á viðtöl og upptökur með þeim. Ef eitthvað er muntu finna hjá þeim heilmikla gagnrýni á sósíalískan "vókisma" (Woke).

Ef eitthvað er, sértu heiðarlegur rannsakandi, muntu finna heilmikið efni frá liðnum öldum þar sem hinsegin fólk efldi veg trúarinnar með skrifum sínum og hugleiðingum. Þegar ég byrjaði hráa myndskeiða bloggið mitt, var þetta eitt af því fyrsta sem ég snerti á; hvað eiga Bibban og Kóraninn við, í gagnrýni sinni á kynvillu, og snéri því við.

Í fyrsta lagi þurfum við að skilja hvernig fólk klæddi sig á þeim tímum sem setningar þessar voru ritaðar. Í öðru lagi, hvers kyns suðupottur myndast í samfélögum á borð við sánukúlturinn í Barcelona eða hverfin í San Francisco, eða þegar gleðigöngur hinseginfólks breytast í klámdýrkun. Í þriðja lagi, hvað sagði spámaðurinn annars vegar og hvernig var hann niðurritaður af hræsnurum og valdhyggjufrekjum hins vegar?

Þegar þessi þrjú atriði eru dregin fram, sést glöggt að Bibban og Kóraninn vara við vókisma og sósíalískum rangsnúningi sem ærir óstöðuga til að halda að þeir séu það sem þeir eru ekki en ber virðingu fyrir þeim sem af hógværð (Modesty) og í virðingu eru þeir sem þeir eru.

Ritningarnar eru frumspekirit, ekki fyrir postula og valdafrekjur til að stjórna söfnuðum, heldur bréf frá Guði - gegnum spámennina - til að leiðbeina þér. Eingyðistrúin er einstaklingstrú og hún er mjög persónuleg, því hún hvetur þig til vensla (Relations) við Skapara alheimsins, og að skoða hluti í lagskiptingum; að skilja að áþreifanlegur efnisheimurinn er aðeins ellefu prósent veruleikans og að á undan eðlisfræðinni (Physics) kemur frumspekin (Metaphysics).

Umfram allt kenna rit þessi, að dæma ekki, því Guð einn er hæfur til að dæma. Fyrsti spámaður Eingyðistrúarinnar, Eva, lagði ríka áherslu á þetta og fyrsti heimspekingur okkar, Adam, staðfesti það. Þau áttuðu sig á því fyrir 5783 árum að tilgangslaust væri að niðurrita visku sína, eða meitla í stein, svo þau sömdu um það sögu.

Sagan er einhver sú dýpsta sem þú heyrir eða lest í dag. Hún var frá upphaf sögð þannig að hver sem væri gæti lært hana svo til orðrétt. Ennfremur tryggðu sögumenn að þau djöflamerktu (Demonized) sjálf sig í sögunni, öfugt við Elítuna sem sífellt réttlætir sjálfa sig á kostnað annarra, og þá dulkótuðu þau lagskiptingar frásögunnar þannig að þú finnur sífellt nýja fleti á henni, þannig að lind visku hennar verður þér óþrjótandi.

Þverhausar Félagshyggjunnar, Valdhyggjunnar og yfirborðs Efnishyggjunnar (Socialism, Authoritarianism, Materialism), geta ekki fundið neitt upp, þeir geta ekki skapað, þeir geta ekki smíðað, þeir geta ekki leiðbeint, þeir geta ekki gefið af sér, þeir geta aðeins stolið, rangsnúið, drepið og eyðilagt.

Þegar þessar þrjár eiturtennur (sem saman mæla formælingar) hafa undirtökin í menningunni (sjá Daniel og Jóhannes og Elíja); deyr menningin og siðmenning hennar innfellur. Þannig er staðan í dag.

Er það rétt að sum trúuð samfélög hafi ofsótt hinsegin fólk og annað jaðarfólk? Já. Félagshyggja, Valdhyggja og Efnishyggja hefur margoft gegnsýrt samfélög og það eru margir sem aldrei komast í gegnum fyrstu lagskiptingu ritninganna. Þess vegna sogast samfélög og heimsveldi inn í djöfulmennsku siðrofsins aftur og aftur, því þessar eiturtennur eru alvöru.

Frumspekin er e.t.v. ekki áþreifanleg, en sinnuleysi gegn henni hefur áþreifanlegar og eitraðar afleiðingar.

Nonni var Íslenskur dulspekingur og vandaður maður í alla staði, sumum kann að finnast áhugavert að hann var einnig hinsegin. Ég kynntist Nonna þegar ég var ellefu ára og þekkti hann vel á unglingsárum og hélt stopulum tengslum við hann eftir að ég fullorðnaðist. Ég hef sjálfur dulspeki hæfileika og af öllu því fólki sem ég kynntist í þeim geira menningarinnar, stóð Nonni tvímælalaust þeim öllum framar.

Vorið 2012 samdi ég hljóðritið "God-s Will" undir innblæstri, en ég efaðist. Næstu mánuðina var ég tvívegis að því kominn að eyða upptökunum og í bæði skiptin gerðust atvik sem sannfærðu mig um að ég ætti að standa með verkinu. Svo ég afréð að heimsækja Nonna; ég bankaði uppá og sagði við hann, það er ástæða fyrir að ég er kominn til þín en ég get ekki sagt þér hver hún er.

Nonni leit á mig, hallaði undir flatt, og síðan sagði hann mér á níutíu mínútum allt efni bókarinnar, án þess að vita að hún hafði verið samin eða hvers vegna. Því miður frétti ég of seint af að Nonni hafði kvatt þennan heim, svo ég náði ekki að fylgja honum til hinstu hvílu, en minning hans lifir á meðan ég lifi, og líklega lengur enda snerti viska hans og hlýja margt fólk.

Eitt sinn fyrir langa löngu var ég meðlimur í kristnum söfnuði, sem er fær í túlkun Biblíunnar en því miður fer sjaldan dýpra en fyrstu lagskiptingu. Ég lærði margt á veru minni þar og einn lærdómurinn var að skilja bókstafstrú. Þess vegna þekki ég svo vel bókstafstrú nútíma húmanista sem halda að Wikipedia og Vókismi sé heilagur sannleikur og að Fjölmiðlar valdamafíu heimsins segi ávallt satt.

Stundum er gott að hafa veið í míkróheimi til að sjá makróheiminn fyrir það költ sem hann getur stundum verið og velur sér oftar en hitt.

Eitt af því sem efnishyggjutrúðar nota í þessu samhengi er eyðing borganna Sódómu og Gómorru, en kynvillingar voru oft uppnefndir Sódómítar í gegnum aldirnar. Það er rétt að í að minnsta kosti annarri borginni var mikið um kynsvöll meðal annars af samkynhneigðu tagi. Þetta kemur skýrt fram þegar Kerúbarnir tveir sem Guð sendi til að kanna borgirnar gistu hjá Lot bróðursyni Abrahams.

Höfum í huga að Abraham þrætti við kerúbann sem Guð sendi til að tilkynna honum að til stæði að eyða borgunum. Hann prúttaði við Guð, hversu lágt hlutfall réttláts fólks þyrfti að finna í borgunum til að réttlæta þyrmingu þeirra (og þar með allra þeirra sem í borgunum bjuggu).

Það stóð lengi í mér í gegnum árin, að það væri eitthvað við þessar borgir (sem sumir telja að hafi staðið þar sem Dauðahafið er nú) en ég skildi það ekki til fulls þar til í fyrra. Málið er að í hitteðfyrra reit ég grein (og fékk birta í Mogganum) um Siðrof (Anomie) og þá sérstaklega hvort mælanlegt sé þegar siðrof grípur heila þjóð eða menningarhóp.

Í fyrrahaust var ég að hlusta á viðtal Del Bigtree (The Highwire) við vitringinn Dr. Zelenko sem dó í sumar eftir langa baráttu við erfið veikindi. Zelenko var í framlínu baráttu okkar gegn heimsmyrkrinu sem nú gengur yfir mannkynið, og hann var borinn af vígvellinum.

Doktorinn góði, sem var Ultra Orthodox Gyðingur og hafði aðgang að uppsafnaðri visku Rabínanna, benti á að Sódómu og Gómorru var ekki eytt fyrir að þar hefði verið mikið af spilltu fólki í stjórnmálum eða kynferðismálum, heldur fyrir að siðrof borganna var lögleitt.

Fyrir mér var þetta mikil opinberun, ekki síst fyrir að jafn mikið og öfga-vinstrið elskar að benda á einhver einangruð stök sem merki um spillingu, meðan þau sjálf dylja dýpri og víðtækari spillingu í eigin ranni, heldur fyrir að fólk sem alið er upp af sósíalískum skólum og afþreyingu, veit ekki hvað siðrof er.

Líta má á siðrof í tveim útgáfum, annars vegar þegar hugarfarsleg, tilfinningaleg, andleg og líkamleg spilling fólks er orðin svo mettuð að fólk er ónæmt fyrir henni og hins vegar þegar löggjafi siðmenningar (Civilization) lögbýður hana. Hvorutveggja er ástandið í dag.

Fyrrnefnd grein mín, í anda Buckminster Fuller sem spurði - hvað hreyfir við nálinni - var sú, hvort siðrof sé mælanlegt og þá hvernig það sé best gert. Efni sem í raun er ekki hægt að gera góð skil í einni grein, bók myndi duga betur, eða að lesa Ritningar eingyðistrúarinnar (Biblían, Avesturnar, Kóraninn).

Reyndar held ég að skilningur á Hávamálum skili einnig mælingu, en látum aðra um þá vog. Það er eins og með Sósíalismann, öfga-vinstrið og öfga-hægrið, eru sitthvor höndin á sama skrímsli sósíalismans. Þegar þú ert maríneraður í viðurstyggð, ertu svo samdauna drullunni úr haughúsinu að þú þekkir ekki muninn á hreint og óhreint.

Að endingu má vitna í móðursystur Íslands (Lauga rakara), þegar hann var spurður í viðtali við Eirík Jónsson, hvers vegna hann vildi ekki taka þátt í Samtökunum 78 (sem nú eru vandlega fjárstyrkt til áróðursreksturs): Móðursystir hristi sig og gretti, og vildi ekkert með þennan söfnuð hafa, brosti svo sínu blíðasta og sagði ég er bara gay. Málinu var lokið af hans hálfu.

Móðursystir, eins og Þórbergur, var úr Suðursveit.

Ég hef í gegnum árin bent á mörg atriði sem Sósíalistar og Guðleysingar (Atheists) nota til að tæla fólk frá ritningunum og út í fúafen þráttunarhyggju (Dialectic, Diabolical). Rangsnúningur þeirra um hinseginfólk er eitt þessara atriða og furðu áhrifaríkt, svipað og lýgi þeirra um Kapítalismann sem er ekki til nema í þeirra eigin starfsemi.

Tucker Carlsson tók á gays against groomers í nýjasta þætti sínum. Það hvatti mig til þessa pistils.

Nonni sagði við mig í lok fyrrnefnds fundar, "þegar þú elskast er Guð með." Svo brosti hann og drap í sígarettunni. Eins og Holly Johnson syngur í viðhengdu lagi, the power of love is a force from above.

Félagshyggja, Valdhyggja og Efnishyggja, er hatur og rangsnúningur, bæti ég við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Sverrisson

 Þakka! Hérna er firnamargt fróðlegt til umhugsunar.

Arnar Sverrisson, 19.11.2022 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk sömuleiðis Arnar. Ég las pistilinn "Hatur" í morgun og er með hroll yfir hroka þeirra sem nú stjórna okkur. Varist að hata það sem Ríkisstjórnin hefur ekki leyft þér að hata, en hata skaltu af ákefð allt sem sú heilaga þrenning lítur hornauga.

Guðjón E. Hreinberg, 19.11.2022 kl. 12:47

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er flest í heiminum á sömu bókina lagt þessa dagana.

https://www.youtube.com/watch?v=F4Ho0PKDstc

Magnús Sigurðsson, 19.11.2022 kl. 18:29

4 Smámynd: Haukur Árnason

"Þegar þessi þrjú atriði eru dregin fram, sést glöggt að Bibban og Kóraninn vara við vókisma og sósíalískum rangsnúningi sem ærir óstöðuga til að halda að þeir séu það sem þeir eru ekki en ber virðingu fyrir þeim sem af hógværð (Modesty) og í virðingu eru þeir sem þeir eru."

Var ánægður með að fleiri túlka þetta á þennan hátt.

Ég náði aldrei að klára að lesa Kóraninn, þegar kom að því að tekið var fram að Abraham hefði ekki verið Kristinn, bara verið Guðhræddur. Lokaði ég þá bókinni.

Velti samt vöngum yfið þessu.

Abraham gamli var Guðhræddur maður,
hann gekk niðrað sjónum,
svo fór hann úr skónum.
Hann settist það niður,
það var hans siður.
Honum líkaði vistin,
en var hann Kristinn ?
Þar sat hann lengi og horfði útá hafið,
hugboð hans var efanum vafið.
Svo fór hann í skóna.
Þá sá hann tvo róna,
af allt öðrum toga,
þá Örvar og Boga.

Takk Guðjón fyrir pistlana þín.

Haukur Árnason, 20.11.2022 kl. 02:27

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk Haukur, ég þarf greinilega að skrifa um kristna hugtakið ;) efast um að þú verðir ánægður með þann pistil :)

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 20.11.2022 kl. 09:22

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Takk.

Jónas Gunnlaugsson, 20.11.2022 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband