Mánudagur, 17. október 2022
Nató með kjarnorkustríðs æfingar undir heitinu Steadfast noon
Almennur Íslendingur sem ég hitti á ferð um daginn, hafði áhyggjur af að Rússar myndu hefja kjarnorkustríð. Ég sagði við hann, "það verður kjarnorkustríð en Nató mun hefja það." Hann hikaði við og sagði, "nei heldurðu að það verði alvöru kjarnorkustríð?"
Hann veit eins og allir sem eru eingöngu uppfræddir af áróðursmiðlum vita, að það verður Rússum að kenna svo hann spurði ekkert um það atriði.
Ég sagði þá við hann "elítan eyðilagði kjarnorkuofn í Japan 2011 til að testa áhrif geislavirkni á borgirnar þar í kring, svo þau gætu gert viðbragðsáætlanir fyrir slíkt stríð. Marxistar Sovétríkjanna gerðu svipaða tilraun í Sjernóbýl rétt áður en Sovétríkin voru lögð niður. Nató hefur haldið uppi einhliða kjarnorkustríðs áróðri í heilt ár og Nató hefur aldrei haldið uppi áróðri um stríð eða átök eða hryðjuverk nema þeim sé startað og skuldinni hefur alltaf verið skellt á einhvern annan. Rússar hins vegar hafa mjög skýr lög um hvenær þeir mega beita kjarnorkuvopnum og þeir hafa ítrekað varað við því síðan Nató hóf áróðurs herferðina, að Rússar muni eingöngu nota slíkt til að verjast." Gaurinn hikaði, hann trúði mér ekki, en Kastljós hafði ekki fóðrað hann á rökum við þessari útskýringu. Svo ég bætti við, "ÚkróZlenský hótaði að framleiða kjarnorkuvopn áður en Úkróstríðið hófst, þegar hann var á öryggisráðstefnunni í Munchen og allir Marxista leiðtogar Nató sem staddir voru á fundinum, klöppuðu fyrir honum og nú nýverið heimtaði hann að Nató myndi gefa honum kjarnorkuvopn til að geta varpað nokkrum soleis sprengjum á Rússland." Já, það verður kjarnorkustríð og það verður hundrað prósent Nató og Esb að kenna, og ef þú efast um gáfnafar "leiðtoga" okkar, þá hefurðu búið í kartöflukofa síðust 32 mánuðina.
Ég sleppti því að nefna óopinbert stríð Esb gegn Póllandi og Úngverjalandi sem nú er í algleymingi eða hótunum Úrsúlu, einræðisherra Esb, nýlega gegn Ítölum ef þeir myndu dirfast að kjósa rangt.
Hversu margir fjölmiðlar á vesturlöndum hafa rætt æfinguna Steadfast Noon síðustu dagana?
Trúirðu kannski ennþá að Rússar hafi sprengt eigin gasleiðslur? Heldurðu kannski að ekkert Nató ríki hafi bannað Zlenský að semja frið við Rússa? Heldurðu að undirbúningur kommúnista New York ríkis við kjarnorkustríði hafi verið djók? Þú veist að borgarar New York voru mýldir með grímum eins og geldingstryppi í tvö ár.
Úr einu í annað, Xi Jinping, sem stjórnar Íslenskum stjórnmálum í gegnum Davos mafíuna, hefur nú verið kosinn einvaldur Kína til lífstíðar. Eins og lesendur mínir vita er Kína á hausnum og ríkin fimm sem Kínverska Alþýðulýðveldið er samsett úr, riða af innri ólgu sem gæti hvenær sem er leitt til borgarastríðs (en endalausar innilokanir Kínverskra borgara hafa haft hemil i, en mest voru 400 milljónir hafðar í stofufangelsi í þrjá mánuði fyrr á árinu).
Kína frestaði í vikunni útgáfu opinberra talna um landsframleiðslu. Reiknið.
Ef þú heldur að elíta heimsins hafi séð að sér eftir aðeins 20 milljóna þjóða[r]morð (sem er ekki klárað) og eftir að hafa ræst stríð í Evrópu og eftir að hafa æft þrotlausar bankalokanir á orða-andspyrnunni; þá býrð þú í Hollývúddmynd.
Viðbót.
Eigum við að ræða stjórnmál Ís-Quislínga?
Í febrúar 2021 samþykkti Stjórnlagaþingið sem nefnir sig Alþingi nasistalög sem leyfa ríkinu þjóðarmorð. Samþykktin var einróma og á landinu hefur engin umræða verið um stjórnlagasiðferði síðan haustið 2017 þegar öll stjórnmálaelíta landsins sameinaðist um Norður-Kóreska stjórn fyrir landið.
Á sama tíma og elítan bölsótast yfir erlendum glæpagengjum, er landið opið fyrir óheftum innflutningi á fólki með óþekktan bakgrunn hvaðanæva úr átakasvæðum heimsins. Jafnhliða þessu samþykkir fyrrnefnt þing ríkisborgararétti handa fólki sem aldrei hefur búið í landinu eða hefur (skjalfest) mjög vafasaman bakgrunn. Á sama tíma geta Íslendingar varla gifst erlendum ríkisborgurum eða fengið ríkisborgararétt handa mökum sem þeir hafa sannanlega verið giftir árum saman en búið erlendis.
Þá kemur fyrirbæri sem elítan kallar utanríkisráðherra - en ég uppnefni Tótu Metternich - og í fyrsta lagi brýtur lög ríkisins (eins og skoðanasystkini hennar gera reglulega) með því að úthrópa erlenda ríkisráðsmenn og þjóðarleiðtoga. Nýjasta dæmið var þegar Pútler var kallaður Illur og Illmenni (Evil, and Wicked) í sömu atrennu.
Við gætum rætt þegar Gulli Talleyrand gaf sumum utanríkisráðherrum lopapeysu og tuðaði um tilefnislausan Höfðafund en sleppum því plássins vegana.
Við gætum líka rætt um nýlega fundi Ráðsnjalla Tyrkjans með Pútler, en við höfum lengi haldið því fram hér að þið Íslendingar hefðuð gott af eins og einum tyrkja hérlendis.
Við getum rætt sprautuherferðina með genaglundrinu eða grímuherferðina, eða aðförina að efnahag landsins, sem allt var framið samhliða. Við getum ennfremur rætt hugtök sem enginn Íslendingur þekkir; Ríkisráðsmennska og Ríkissmiðja.
Nei: Dáin menning, hrunin siðmenning, rokin túnga.
Ég þoli ekki að þurfa að eyða tíma mínum í færslur af þessu tagi. Ég vil ræða tröll, mítur, álfa, heimspeki og aðrar skemmtilegar ranghugmyndir sem auðga lífið, en ekki eyða tugum mánaða í að vakna í kvíðakasti; hvaða tjón vinna "leiðtogar" okkar í borgurum sínum í dag, í stríði gegn eigin þjóð.
Manstu allar sögurnar í barnaskóla af kóngunum og aðlinum sem urðu að víkja því þeir háðu ófrið gegn eigin þegnum, eða sögurnar af almenningi sem jánkaði öllu sem þeir kumpánar aðhöfðust, og eða fólkinu sem brenndi fólk fyrir skoðanir þess eða almenningi sem mætti á aftökustaðina og klappaði?
Smá farsaskot í lokin, fyrir kerskna hluta lesenda minna:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.