Fimmtudagur, 29. september 2022
Laung hugleiðing um áhrifahvata
Fyrir nokkrum árum rakst ég á nafnið "Thich Nhat Hanh" á Vefnum, man ekki hvort það var á Feisinu eða Túbunni. Þekkti ekki nafnið, hafði aldrei heyrt það né lesið áður. Á þessum tíma var ég að grúska í allskyns sjálfshvatningar predíkurum og ritum, svo ég leit á allt sem snéri að slíku, kíkti á prédikun allra og dáðist að öllum, trúði sumum.
Tich Nhat Hanh er Víetnamskur Búdda munkur sem er ágætur í að útskýra kyrrð sálarinnar, sérstaklega þegar hún hefur náð samstillingu við "om" vitundina. Hann útskýrir ekki "nnn" samhljóminn. Hann er ekki einn um að geta útskýrt esóterískar vangaveltur, hægt er að gera langan lista yfir allskyns gúrúa, lífs og liðna. Sumir eru vinsælir, aðrir minna þekktir.
Margir í okkar samtíma kannast við Eckart Tolle sem er einnig búddisti og er ágætur í að gera nákvæmlega hið sama, en með sínu nefi. Eitt af því sem er áhugavert við Tolle, er að hann notar sömu tækni og fær spámiðill notar til að leiða sjálfan sig og áheyrandann (einn eða fleiri) að flæðirásinni sem hægt er að "tjúna" sig inn á og síðan nota flæðið til að leyfa orðunum að streyma.
Þetta er skítauðvelt, en þeir færustu eru þaulæfðir, þeir gera ekkert annað en þetta.
Því betri sem þú verður í þessu, því erfiðara finnst þér að skipta um dekk á bifreið. Þú venur þig á að eiga góð samskipti við dekkjaverkstæði í grennd við þig, til að þú sért ávallt á góðum dekkjum, með felguna vel slípaða innan gúmmíhringsins, með góða ventla á felgunum, og í stað þess að athuga loftþrýstinginn annan hvern mánuð, að renna við hjá þeim strákunum og láta þá gera það.
Allir gúrúar í trúmálum, lífsspeki, heimspeki, sjálfshvatningu, stjórnmálum - eða hverju því sem mótar duldar langanir þínar til innri sátta við sjálfan þig í afstöðu til alheimsins og þá sérstaklega lífheimsins - eru lærðir í einhverju sem hljómar vel, útskýrist vel, en gleymist. Þú þarft meira af orðum þeirra. Þú þarft þitt reglulega fix. Meðan þú býrð ekki til þitt eigið, ertu hangandi á spýtu eins og fiðrildi með glæra nagla í vængjunum.
Ég skildi þetta eftir fyrsta uppkastið að Ferli hins jákvæða vilja.
Manstu eftir Werner Erhard? Hann bjó til EST (Erhard Seminars Training) sem var mjög vinsælt í Bandaríkjunum upp úr 1971 og fram til 1985 þegar "60 minutes" stakk í það spjóti. Þá gaf Werner það fylgjendum sínum eða lærisveinum og stofnaði annað sem minna ber á; þjálfun fyrir efnameira fólk sem þú heyrir aldrei um en stýrir þó lífi þínu.
Eckart og Werner eiga það sameiginlegt að hafa báðir skipt um nafn. Ef þú grúskar í sögu þeirra, eða grunni, kemstu að því að þeir eru báðir aðdáendur gúrús sem kallaðist "Meister Eckhart" en hann var skólaspekingur sem lét frá sér fara andlegar hugleiðingar sem rétt eins og meistarinn Rúmi (sem var Íslamskur dulspekingur (súfi)) náðu að lýsa því sem enginn getur skilgreint endanlega en þannig að það hljómaði kórrétt.
Thich (eða Thick, hehe) skiptir engu máli; hann er markaðssettur af sósíalistunum á bak við netmiðla Marxismans sem stjórna öllu netstreymi í dag, slíkir hafa meiri hug á áhrifavaldi en hvata. Eckart er það reyndar einnig en hann var í tísku fyrir áratug. Ég veit ekki hvers vegna sumir svona gúrúar skipta um nafn, en það er dálítið um það. Þó er það ekki regla.
Glöggir hafa áttað sig á þegar hér er komið, að Skólaspekingar og Rúmíspekingar eru ekki inni sem áhrifahvatar, því þeir hvetja þig til samræðna við skapara þinn.
Ég sá eitt sinn í athugasemdakerfi á Vefnum að einhver (kona sem hatar mig) hélt því fram að ég heiti ekki Guðjón, heldur Elías; að ég hafi skipt um nafn. Hún útskýrir síðan hvers vegna það sé merki um svívirðileika (Nefarious) minn og meinfýsni (Wicked). Það er rétt hjá henni að ég er illmenni, rétt eins og við öll. Hún sjálf hefur meiri áhuga á að rægja mig en að láta gott af sér leiða, þó getur hún eins og aðrir Húmanistar sett það í yfirborðs klæði góðmennsku.
Ég heiti Guðjón Elías Hreinberg Ívarsson. Hvernig ég rita nafn mitt opinberlega, er mitt að ákveða, þú getur lesið út úr því það sem þér sýnist. Sumir vina minna nefna mig Elías þegar þeir eiga við mig samskipti eða ræða um mig, aðrir Guðjón. Mér gæti ekki verið meira sama, og varðandi þá góðu konu (eða fleiri) sem vilja ræða um nafnið mitt; endilega auglýsið efni mitt sem víðast. Betri er ófrægð en þögn, tja, nema galaðir séu álagafjötrar sem erfitt er að brjóta.
Eins og Jósúa Maríuson sagði eitt sinn, "suma djöfla dugar ekki að særa burt, heldur þarf bæn."
Enginn álagafjötur getur staðist blessun Skaparans. Þetta vissu meistari Eckart og Rúmi. Ég veit ekki með Werner.
Eitt sem er þó áhugavert við Werner, af öllum gúrúum sem ég hef séð eða heyrt, er að hann er snillíngur í að komast að kjarna málsins með eins löngum málsgreinum, og stundum efnisgreinum, og þarf til að hjúpa perluna vel. Ég dáist að honum fyrir þennan hæfileika, að hann áttaði sig á því að það er ekkert betra að lýsa perlunni í flórnum með slagara, stundum er betra að setja saman örlítið lengri lýsingu, því hrynjandi hennar getur haft betri kjölfestu í streyminu og skilningi.
Það eru ekki margir sem þora þessu, enn færri sem valda því. Það hentar ekki Marxistamiðlum að markaðssetja menn af því tagi. Thich og Osho, og Sadhguru henta algrímum kerfismarxista og annarra slíkra Nirvanista, hreint ágætlega.
Sem minnir mig á loddarann Michio Kaku sem er notaður til að selja þér samruna líffræðilegrar-tölvutækni og mannlífs; að fá fólk sem þú hlustar á, hugsanlega í þrem lögum milli þín og hans þannig að þú veist ekki af honum sjálfum, til að lokka þig inn í dávald Transmennsku Marxismans með stuttum innihaldslausum lýsingum á Vísindum og Tækni, sem þú skilur ekki frekar en Sprautudýrin sem hlýddu þegar þeim var skipað að setja Asbest mottur á trýnið og hópast í Vaxhallir um allan heim til að gerast tilraunarottur Bill Gates.
Löng efnisgrein?
Fírtomman slegin í plankann?
Kannski. Kannski ekki.
Hverjum er ekki sama?
Í þessu samhengi mæli ég með margra klukkustunda samfundi Werner Erhard og Buckminster Fuller. Myndskeið sem vert er að eiga og gaumgæfa. Annar skilgreindi múrsteina, hinn fjaðrir.
Þú áttar þig einn daginn á að heilinn og egó hans - sem geta verið jafn mörg þeim hlutverkum sem þú temur þér, eða umhverfið gefur þér - eru jafn mikilvæg höndum þínum og fótum, eða öðrum limum líkama þíns. Þá skilur þú hvað egóið óttast. Það skelfist að enginn taki við því, að fá ekki að vera með; að fá enga samfestu (Coupling) við aðra í nærumhverfi sínu, að virka ekki sem hluti samfélags eða hóps. Það óttast þó dauðann mest, því það veit af forgengileika sínum.
Þetta getur verið skelfilegt og fólk elskar að nota Sálfræðilegar og Andlegar útskýringar til að sefa þetta.
Flestir festast hér við þá gúrúa sem hugnast þeim best og sjá ekki mismunandi algrím sem elítan notar til að koma á framfæri sínu hlaðborði af valkostum. Þegar hlaðborðið býður nægilega marga rétti og sumir þeirra ná til þín en aðrir ekki, færðu á tilfinninguna að ekkert vanti á borðið. Þú sérð ekki að elítan hefur síað frá þá valkosti sem gætu leitt þig frá hlaðborði hennar og aftur að nægtahorni (Cornucopiu) Skaparans. Jafnvel þó þú náir að skilja þetta, eða ef einhver sýnir þér það, þá hikarðu.
Allsnægtagarður elítunnar - píramída net Egypta eða skrúðgarðar Persa, súlnahof Grikkja eða leikir Rómverja - býður þér endalausa valkosti sem erta egó þitt og viðhalda ótta þess og skelfingu, en töfra það inn í slagara (One liners), fréttafyrirsagnir, eða ef þú vilt kjarnsýrur; flókna texta með löngum orðum sem dylja efnislega fátæktina. Hvers vegna ættir þú frekar að fara út á eyðimörkina?
Þú þekkir rányrkju allsnægtagarðsins, þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur, hví þá að treysta á guðsgjafirnar ef þú getur látið leiða þig til öruggs rúnings?
En Þú tekur af skarið, þú yfirvinnur hikið, eða það er eitthvað í sál þinni sem krefst þess að skilja betur. Það er einhver hvöt í þér sem krefst þess að skilja muninn á DNA (kjarnsýru-útskýring) og Litningum (Ríbósómar), að sjá muninn á kenningunni sem seld er sem sannleikur annars vegar og rekjanleika veruleikans hins vegar. Þú tekst á við skrímslið, skimar í hyldjúpið, sem Nietszche lýsti svo vel í einni málsgrein eða fetar þig um dimma dalinn sem Davíð Ísaíson lýsti svo fallega í Sálmi 23.
"Þótt ég gangi um dimman dal, óttast ég ekkert illt. ..."
Þú áttar þig á, þó þú getir ekki útskýrt, að enginn veit hvað Vitund er, enginn hefur getað skilgreint hana. Enginn veit hvað Líf er, af sömu ástæðu. Enginn hefur getað skilgreint Þyngdaraflið sem Húmanistar telja sig geta útskýrt og uppnefna þyngdarlögmál. Þú skilur, án þess að kunna að hjúpa, að hugur heilans er ekki hið sama og vitund sálar. Þú skilur að það þarf ekki einhvern gúrú til að kenna þér að sefa egóið eða leggja það til hliðar.
Þú gerir samning við egóið; ég skal muna sögu þína. Það er hið eina sem egóið þráir, að fá viðurkenningu og að þráður þess í sögunni sé virtur. Þú tekur fyrsta skrefið í að taka þér vald yfir hver þú ert og eygir að einn daginn gætirðu hugsanlega skilið hvað þú ert.
Íslands-Quislíngar eru hluti Elítunnar. Elítan er 5783 ára gamall þráður af ætternum sem á dögum konungsríkjanna var nefndur Aðall (Aristocrats). Stjórnendur sósíalisma samtímans, sem uppnefna sig leiðtoga, eru komnir af þessum aðli og það er rekjanlegt.
Þú sérð ekki dags daglega hvernig ættirnar rekjast, þú sérð ekki hverjum er fleygt út úr venslaþráðunum og hverjir teknir inn, þú sérð ekki þegar skipt er um nöfn. Vissir þú t.d. að Trump er af fornum Saxneskum ættum, þeim sömu og sumir greifar sem stýra öllu á Englandi og í Danmörku og í Niðurlöndum? Vissir þú að þetta tengist inn í ættfræði Artúrs konungs sem var sonur Úþers, afkomanda Magnúsar Maximusar eins af keisurum Rómaveldis?
Við greindum þetta í frumeindir í podcöstum, sumarið 2020. Bara til gamans.
Fleira kom hér inni í og greiningar urðu rauðglóandi þegar við vorum komin að Genóvísku fjölskyldunum sem urðu valdamiklar á dögum Nerós og hvernig þær umbyltu allri Evrópu upp úr 1800 en höfðu einnig átt stóran þátt í landafundum Nýja heimsins þrem öldum fyrr. Spennandi stöff sem þú finnur þegar þú ferð að rekja hluti sem eru utan hlaðborðsins, sumt svo heitt að þú verður að sleppa á því takinu svo þú brennir þig ekki. Þú gætir fundið út muninn á De Medici og Rothschild!
Allt sem þú heldur að þú vitir kemur ýmist frá skólum elítunnar eða fréttamiðlum. Þegar þú ferð út fyrir þann ramma finnur þú annað hlaðborð; stýrðu andstöðuna sem segir þér sannleikann um lýgina, og þú heldur allan tímann að þú sért í Veruleikanum, en ekki í góðri frásögu. Því hvað er veruleikinn annað en saga?
Finndu sögustein.
Spurðu trén.
Hlutaðu á grasið og vindinn.
Ef þú hefur styrk, spurðu grasvitundina.
Vís er sá er veldur.
Vel gólaður galdur er mögnuð gjörð.
Ég hef gaman af ýmsu.
Það vita engir Íslendingar hver Vidkun Quisling var, eða hvers vegna nafn þessa ágæta föðurlandsvinar er að ósekju notað um föðurlandssvikara og ragmenni. Júdas reyndi að bjarga Jósúa Maríusyni frá sviksemi postulanna ellefu. Hugsanlega tókst honum það. Ég held það. En það skiptir engu hvort Hitler var vondur eða Júdas var vondur eða Quislíng var vondur; Íslenska elítan varð ekki að Quislíngum sumarið 1940 eða haustið 1809 eða vorið 1662 eða við uppfindingu átthagafjötranna (Vaxvegabréfsins) á tólftu öld.
Það skiptir mig máli - vegna þess eins að ég hef gaman af því - að droppa orðum sem sanna fyrir sjálfum mér að bæði almenna-hlaðborðið og jaðar-hlaðborðið veit ekkert og skilur enn minna. Vitleysingar hafa t.d. gaman af einhverjum þvættingi frá Wittgenstein um trúarbrögðin. Veistu hver hann var, veistu hvers vegna honum er hampað í heimspeki húmanista?
Það er enginn munur á neinum hugmyndakerfum ljósenglanna sjö og Píramídum þeirra. Húmanismi, Kristíanismi, Dulspekismi, Nirvanismi, Íslamismi, Júdismi, Skurðgoðismi; margir grunn-ismar, enn fleiri útfærslur. Sjö sýnir, þrisvar sinnum fleiri framkallaðar myndir, jafnvel fleiri blæbrigði, allt úr sömu blöndunni. þú ræður að hámarki við eina heimsmynd og veist ekki hver sýnin er.
Prófaðu að spyrja vísindavefinn.
Wittgenstein var stærðfræðingur sem var afburðasnjall í hlutbundnum greiningum, hampað af ýmsum húmanistum, t.d. Bertrand Russel öfgasósíalistanum - úllala - enn eitt algrím heims-marxismans. Hann benti á að við erum tungumálið og að við völdum því ekki. Bíbban benti á það tveim árþúsundum fyrr. Ég er iðinn að benda á þetta, með mínu nefi.
Þessir gaurar vita ekkert um Trú, enn minna um trúarbrögðin. Wittgenstein var kominn af stáliðju mógúlum Austurrísk-Úngverska keisaradæmisins. Áhugaverð ætt. Russell var af enskum aðalsættum (annaðhvort normanna eða saxa). Við höfum engar aðalsættir á Íslandi, er sagt.
Það skiptir engu máli hvort þetta er vandlega útskýrt fyrir þér eða illa, hvort þú finnur kryddið í nægtaborðinu eða kryddjurtina á jaðarborðinu, eða hvort þú kemst á snoðir um að Laila Ali (dóttir Muhammad Ali) framleiðir sín eigin krydd sem eru laus við eitrið sem laumað er í kryddin sem þú kaupir. Hvort viltu stauka meginstraumsins og þeirra verksmiðjukrydd eða áburðinn sem jaðarstraumurinn notar í að rækta sín eigin krydd.
Dr. T og Dr. P. tóku nýlega viðtal við Lailu: sjá hér:
Nýlega ræddi ég að Íslands-Quislíngar elska að sýna þér að þeir hafa fyrir löngu síðan hent Íslensku máli fyrir róða. Hvort það sé gert viljandi eða vegna þess að þeir eru sálarlausir aumingjar sem eru lélegri en ódýr götuhóra? Ég veit það ekki, en því meir sem ég skil verkfræði meitlara, því minna nenni ég innlenda leikskólanum. Enginn í erlendu elítunni lítur á þá íslensku sem jafnoka sinn, hún er fyrirlitin hvar sem hún fer. Hún kann ekki að koma fyrir sig orði, hún kann ekki að klæða sig, hún kann ekki þjóðfélagsverkfræði, hún kann ekki á tólin sem hún veldur, hún reiðir sig eingöngu á valsbrögð (Tactics) sem henni er kennd en hefur engan skilning á stríðskænsku (Strategy).
Ísland-gladíó verkefnið sem er í gangi þessa dagana, er gott dæmi um flumbruhátt og klámfengi Íslenskra leiðtoga. Vafalaust hefurðu heyrt hvernig elítan gerði nýlega grín að farsóttinni á einhverri trúðasýningu til heiðurs leiðtogum þjóðarmorðins; voðalega fyndið að Sprautólfur gerði háð að eigin glæpum og ráðherrar löptu það upp sem voða fyndið. Sá þetta ekki sjálfur, heyrði um þetta rætt meðal fólks sem enn trúir á grímurnar og sprauturnar.
Varðandi ódýrar götuhórur!
Allir vita að ég ber virðingu fyrir vændiskonum og bendi oft á að ef Húmanistar - og þá sérstaklega sósíalískir húmanistar - væru heiðarlegir, myndu þeir ekki banna vændiskonum (og öðrum hórum) að taka þátt í samfélögum og þjóðfélögum.
Hugtakið ódýr götuhóra hefur ekkert með vændiskonur að gera.
Elítan elskar mest af öllu að fá þig til að efast um kynferði þitt, eða segja þér hvernig þú átt að ala það upp og móta. Að beita fullorðna, og nú börn, allskyns kynþvætti, er besta merkið um að elítan hefur slegið eign sinni á sál þína.
Skiptir engu máli hvort það er sósíalískur kristíanismi eða sósíalískur húmanismi sem notast er við; því auðveldar sem elítan á með að segja þér hvernig kynferði þitt, sálarlíf, eða vitsmunalíf er samsett, því betur getur hún tamið þig. Því veiklundaðri sem þú ert, varðandi atriði um eigið sjálf, því auðveldara er að teyma þig frá samræðu þinni við Skaparann og yfir í aldingarð eða píramídamjólk Samaels (sem sumir uppnefna djöfulinn).
Samael er nafn ljósengils sem hefur ánægju af að lodda þig til að fyrirgera sálu þinni, hann beitir blekkingum og tælingum. Innsti hringur ráðgjafa hans, ljósenglar safnaðanna sjö í Asíu, eru framkvæmdastjórn; þeir beita valdi. Þeir reiða sig á sýn Samaels, og framreiða hana í sjö útgáfum, hver þeirra er síðan framkölluð í þrennskyns myndum. Þeir vita að heimskerfi þeirra er á enda, en þeir vita ekki hvaða ár það verður lagt niður og þeir mæla tímann öðruvísi en ég og þú. Serafar þeirra og Kerúbar sömuleiðis.
Samael finnst vafalaust fyndið að fólk telji hugtakið Satan vera nafn hans, en það merkir "ákærandi mannsins." Honum finnst vafalaust hentugt að fólk telji hann einnig vera djöfulinn Baphomet sem er foringi Nephilim sálnanna. Hver veit. Ég veit ekkert hvað honum finnst spaugilegt eða gremjulegt. Veit þó að hann er reiður í fangelsi sínu.
Hef rætt þetta vandlega á öðrum vettvangi, og útkskýrt í þaula.
Ís-Quislíngar sem hafa kennt þér að hatursegð sé hatursorðræða, segja þér að "trend setters" séu áhrifavaldar. Það segir mér meira um náttúru þessara afstyrma [í mannsmynd] en hvað áhrifahvatar eru. Þú veist e.t.v. af bókinni Falið vald, en lastu tveggja binda ritverkið Bræðrabönd? Báðir titlarnir komu út með fáeinna mánaða millibili og voru vel auglýstir. Höfundi annars var hampað af kommúnistum, hinn fékk á sig dóm fyrir guðlast. Annað ritverkið tældi þig frá frá hinu, sú síðari var nær skotmarkinu. Hvorug veitti Svarið.
Þú verður að glíma við skrímslið þar til þú verður skrímsli, að gína í tómið þar til tómið rýnir í þig, að ganga dimman dalinn og kynnast bæði sprotanum og stafnum. Þegar þú skilur að þú ert ekkert, að Guð er allt, ferðu fyrst að skima það sem er, en það eru margir ljósenglar tilbúnir við sjónarröndina með allskyns villuljós, skær, falleg, björt, hlý, svarrík.
Ljósenglarnir sjö og serafímar þeirra hika ekki við að nota allan medúsu garðinn eins og hann leggur sig, allar myndastytturnar, til þess að segja einum sem neitar að hlusta á snákahvíslið eina sögu. Þegar þú sérð þetta - og skilur vægi þess - sérðu húmorinn í blekkingunni, og þú hættir að sífra yfir því hversu létt myndastyttum virðist að fórna eigin sál fyrir alls ekki neitt.
Þú manst að "illusion" er sjónhverfingaleikur.
Það kemur að því að þú sérð valkost sem skiptir máli; þú afskrímslast, þú lýsir upp gímaldið. Hvorki fyrir eigið ágæti né eigið afl, hvað þá fyrir vit eða skilning.
Það er þegar komið fram, en ég er illa agaður og veld ekki enn járnstaf bergrisans; elítan markaðssetur allskyns áhrifahvata. Ekki einn einasti áhrifahvati hefur nokkru sinni verið sá efnahvati sem hann hefur ætlað sér eða dreymt um, en allir taka þeir við flotinu frá athyglinni og viðurkenningunni. Allir hafa sína útgáfu af hjólinu, hver og einn býður betri átöppun á fallegri ílát - eða grófari - frá streyminu en þú.
Nú er árið 5783 AM samkvæmt tímatali Gyðinga sem er byggt á tímatali Hebrea.
Gyðingar eru költ sem varð til í Babýlon 3390 AM. Covidríkin voru stofnsett 5780 AM (11.3.2020). Þá voru liðin 3332 ár síðan Guðdómlega ríkið var stofnsett í samræðu Móse við Skaparann sumarið 2448 AM við fjallið helga í eyðimörkinni. Veturinn 2021, þegar liðin voru 3333 ár frá stofnun Guðdómlega ríkisins, hófu frímúrar að sprauta mannkynið með erfðabreyti, á grundvelli lygasögu um flensu.
Þessar tölur eru glöggum ógnvænlegar.
Þegar þú skilur Guðdómlega sáttmálann, sérðu hvað var álitið óþarft - eða undanskilið - í honum og ef þú skilur Gídeon, skilur þú mátt þessa sáttmála svo og ríkið sem hann grundvallar. Gyðingar segja þér þá sögu að þeir séu rökrétt framhald (logical continuation) af Hebreum og þannig jaðarsetja magnaða heimsmynd hebrea, þar með missir þú af sýninni sem hún framkallar.
Þegar Konstantín mikli stofnsetti Kristíanismann 325 AD (4085 AM) - en hann er forfaðir Kláusar "nebba" Schwab - sauð hann saman söguna af Jósúa Maríusyni og guðfræði Saúls frá Tarsus (Páll postuli) og lagði sem teppi ofan á launhelgar og messugjörð Míþraismans. Þannig bjó hann til költ sem heitir kristni og telur sig vera rökrétt framhald af Gyðingaköltinu. Múhameð bjó til þá sögu að hann kæmi með rökrétt framhald, en hvort þá af kristna költinu eða gyðingaköltinu?
Snilldar sögur?
Líttu á húmanista nítjándu aldar, sem undir áhrifum frá frelsingjum Napóleons (The jewish reformation, jewish emancipation) hófu að sameina kristíanisma og gyðingisma í eitt risastórt Zíonískt költ; The Judeo-Christianity!
Er til Hindu-búddism eða Jewis-Hinduism, eða Tao-Christianism? Bland í poka, eða Guðlaus Ásatrú? Þú getur blandað hugtökum saman í merkingarþvælu, en þó fólk kaupi þvæluna er hún samt þvæla. Það er ekki til Judeo-Christianity, það er Marxísk-Zíonísk þvæla. Þeir sem bjuggu Zíonismann til, 1898, voru allt Jewish-Reformed Frímúrarar, guðleysinjar og transhúmanistar. Snilld að fólk fór í sprautuna til þeirra!
Það eru núna þrennar fylkingar sem berjast harðast við lygasöguna sem Covidríkin selja þegnum sínum.
Fyrsti hópurinn eru Antivistar sem trúa því að langar útskýringar um vísindalygar höfði til siðspillts almúgans sem vill ekkert vita og minna skilja. Næstir eru kristíanistar sem harðneita að viðurkenna hvernig Konstantín nebbi seldi fólki "the great reset of Rome" fyrir sautján öldum. Þriðji hópurinn eru allskyns nýaldar-samsæringar og dulspekingar sem hafa aldrei heyrt um Tavistock fræði Meitlara sem hafa dulkóðað skilning fólks á trúmálum og andlegum sýnum síðustu tvær aldir.
Engir þeirra vilja vita neitt um lagakænsku eða raunverulega upplýsingu. Hver og einn nærist á sinni píramídamjólk, dáleiddur af sínum úthlutaða snák af höfði Medúsu, fórnandi blóði sínu til Baphomet með einum eða öðrum hætti.
Allt er saga; öll saga er skáldskapur; allur skáldskapur er sköpun, það merkir að allt er lýgi. Við erum sköpuð. Aðeins Skapari alheimsins er sannleikur. Til að losna frá lýginni, fetarðu þröngt og krókótt einstígi til vensla (Relationship) við þann ofurvætt. Þú lætur hann einan fræða þig, leiðbeina þér; frelsa þig til réttlætis og virðingar.
Þú lætur hann kenna þér að verða sannur, það er eina leiðin frá lýginni. Enginn gúrú, eða [mis]heilagur andi, getur komið í hans stað. Saúl frá Tarsus boðaði að nú ríkti trú, von og kærleikur. Ég segi, lyklarnir til að losna úr gúlaginu eru Bæn, Iðrun, Vitnisburður og Fyrirgefning.
Í lokin.
Ég vaknaði snemma í morgun. Tja, Sunna hundur vakti mig. Við fórum út, ég bjó mér til kaffi og fékk mér sígó, leit á klukkuna og sá að ég hafði tíma fram að sjúkraþjálfun klukkan tíu, til að hripa niður nokkur orð.
Já, ég ákvað í gær að byrja aftur að reykja kaffi og drekka sígarettur, eða þannig, eftir nokkurra daga umhugsun. Hef nú verið reyk- og kaffilaus í fjóra mánuði, ætla að sjá til hvernig það fer. Veit ekki akkuru ég þarf að tilkynna það.
Er samviskulaus, eða hélt það.
Allavega, þá tók það smástund að finna tónlistina sem ég vildi skrifa við, vissi að ég vildi píanóleik, ekki Yuja Wang, þó hún sé æðisleg. Vildi annaðhvort Daniel Barenboim eða Valentinu Lisitsa. Það er útilokað að finna myndskeið með Wang eða Barenboim án auglýsinga, það er auðveldara varðandi Valentínu.
Þetta passar inn því þegar þú hættir að nota hugbúnað frá þjóða[r]morðingjum og lygurum, ferðu að sjá hvernig þeir spila á þig og síðan sérðu Antivistana betur. Þegar þú fattar Snjallsímann, sérðu þetta.
Enginn Antisti getur sleppt honum. Enginn þeirra getur hætt að nota Windows eða Macintosh stýrikerfi. Enginn þeirra getur hætt að nota Google eða vanið sig af að segja gúgla. Enginn þeirra getur vanið sig af að nota hlaðborðið á YouTube, enginn þeirra hefur tök á að yfirgefa steinagarð Medúsu og blóðbað Baphomet.
Valentina var undrabarn, hún er frá Úkraínu og var skóluð í píanóleik í Pétursborg, Rússlandi. Þegar hún kom sér á framfæri á Vesturlöndum notaði hún myndskeið sem hún framleiddi sjálf, mörg þeirra tekin upp við píanóleik á almannafæri.
Þú þarft ekki að hlusta lengi á hana til að nema snilldina í tjáningu hennar og framsetningu. Ef þú dvelst við og setur þig inni í list hennar, gætirðu áttað þig á hvers vegna það er minna af auglýsingum tengdar við afspilun hennar á túbunni. Það kemur að því að þú hvorki hlustar á eða lest neinn þann sem er einnig að auglýsa eða afla tekna, því hann er ekki að fræða þig heldur að selja þér eitthvað og það gæti verið eitthvað annað en orðin eða tónarnir boða.
Eftir að Woðatúns mafían yfirtók valdakerfi Úkraínu í Maidan stjórnarráninu 2014 og stríð Nató gegn Donbass héruðunum hófst 2015, skrapp hún til austurhéraðanna og hélt þar opna tónleika fyrir fólk sitt. Það gerði hana að pólitísku rangmenni á vesturlöndum og hún var sett í skammarkrók þagnar og jaðarsetningar.
Þú getur fundið upptöku af tónleikunum ef þú nennir og hver veit; þú gætir skilið hvaða merkingu þetta hefur alltsaman.
Þetta var lengra en ég ætla mér, en ég er illt rangmenni svo það sleppur.
Áhrifavaldur elítunnar er vafasamur áhrifahvati, eða þannig.
Vildi koma því frá mér.
Athugasemdir
Þakka þér fyrir ágætan pistilinn Guðjón, njóttu kaffisins og sígarettunnar, -það er bara hollt, svo lengi sem notuð er sama aðferðafræði og Laila Ali.
Magnús Sigurðsson, 29.9.2022 kl. 17:20
Takk fyrir það Magnús, ha, missti ég af einhverju hjá henni sætu? (Takk fyrir að nenna að lesa þennan ofurlanga texta)
Guðjón E. Hreinberg, 29.9.2022 kl. 17:45
Þú misstir alveg örugglega ekki af neinu hjá Lailu sem skiptir máli.
Laila Ali (dóttir Muhammad Ali) framleiðir sín eigin krydd sem eru laus við eitrið sem laumað er í kryddin sem þú kaupir.
Tóbak er ekki alltaf það sama og tóbak, en holt ef maður nýtur þess, kaffi er alltaf holt.
Magnús Sigurðsson, 29.9.2022 kl. 19:17
Ah, nú fattaði ég :) sko, ég reyki bara Danskt kóngatóbak. Færð ekki betra.
Guðjón E. Hreinberg, 29.9.2022 kl. 19:23
En að öðru, -það er svo skrítið að það kemur mér ekkert á óvart í þessum ágæta pistli þínum, jafnvel það sem ég hef hvorki heyrt né séð áður, -nema að vera skildi að fjölærið hafi hvíslað þessu í golunni í grasinu.
Magnús Sigurðsson, 29.9.2022 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.