Þegar fólk saknar lygaraplágunnar er fokið í öll skjól

Átti erindi við deild í bankanum, fyrir u.þ.b. tólf dögum síðan. Notaði tækifærið og kom þrem stuttum og einföldum ábendingum á framfæri við fulltrúa deildarinnar.

 

 

Í samræðunum segir starfskonan við mig, hversu margt gott var við kovitið því þá voru svo margir sem gátu unnið heima og mörg erindi sem væru unnin onlæn. Síðan bætti hún við viltu senda mér tölvuskeyti með þessum erindum þegar þú kemur heim og ég kem þeim svo áfram til réttra aðila.

Ég glotti og sagði nei ég er staddur hér núna og ætla ekki heim að skrifa þér tölvuskeyti um það sem ég var að benda þér á varðandi þjónustu bankans, henni brá örlítið en byrjaði að nótera niður það sem henni var bent á.

Hafði soldið gaman af þessu, svo ég bætti við þegar ég gekk út, síðast þegar ég vissi snérust viðskipti um fólk en kannski þarf fólkið að vera stórfjárfestar til að mark sé tekið á því.

Erindum mínum var sinnt. Finnst þetta passa sem athugasemd eftir lestur frábærrar færslu Geirs - Hetjur veirutímanna - frá í morgun, en of langt sem athugasemd.

Hrunin siðmenning, þú skilur, dáin menning. Eina leiðin út er flótti, þú lagar ekki dána byggingu.

Minni á ástundun lyklanna fjögurra: Bæn, Iðrun, Vitnisburður, Fyrirgefning. Lærðu þetta þar til það verður náttúra þín, það eru englar að fylgjast með; áhugasamir.

Þú hlýtur að vera búinn að fatta, að síðustu ár hafa ekkert að gera með rök eða raunsæi og að veröldin er öll í uppnámi og að það hefur ekkert að gera með efnahagsmál, veirur, genabreytingar eða stríð, eða sannleika Antivistanna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Flottir punktar, en því miður virðast sorglega margir ennþá sofandi og geta - eða vilja kannski ekki vakna og horfast í augu við napran raunveruleikann.

Kristín Inga Þormar, 13.9.2022 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband