Fyrir þá sem fylgjast með skrifum mínum og upptökum

Hef legið rúmfastur í fimm vikur vegna eitrunar sem olli alvarlegri sýkingu. Hef ekkert um það að segja annað en þakkir til alls þess starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar sem hefur komið að aðhlynningu minni síðustu vikurnar.

Minni athugula á að Helfarar- og Heilbrigðiskerfi er ekki hið sama og Heilbrigðisþjónusta. Nóg skrafað um slíkt að sinni.

Minni fólk á að það sem mér líkar best við aðra, er fjarlægðin. Er enn hálf-rúmfastur þó ég sé kominn heim og vil kyrrð og ró. Þótti þó rétt að láta vita af mér.

Eftir djúpa íhugun hef ég afráðið (af flóknum ástæðum) að eyða öllum texta- og myndskeiðafærslum mínum frá og með febrúar 2021 til dagsins í dag (14.7.2022). Það er ekki loforð um þögn í framtíðinni. Þetta nær einnig til færslna í Arkívinu.

Allra bestu kveðjur til allra, nema Antivista.

Jú annars, líka til Antivista.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hugsa tvisvar, þrisvar, oft, alltaf og gera eða gera ekki. 

Gangi þér allt í haginn. 

Bestu bata kveðjur. 

Egilsstaðir, 14.07.2022   Jónas gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 14.7.2022 kl. 13:53

2 Smámynd: Sigurður Helgi Magnússon

Þú fékkst þá covid og varðst fárveikur. Vonandi hressist þú Elli minn.

Sigurður Helgi Magnússon, 15.7.2022 kl. 00:45

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég óska þér góðs og fullkomins bata, bjarta og góða framtíð.

Ég vil gefa þér hér orð úr Orðskviðum Salómons 4.kafla frá 20.versi.

20 Son minn, gef gaum að ræðu minni,

hneig eyra þitt að orðum mínum.

21 Lát þau eigi víkja frá augum þínum,

varðveit þau innst í hjarta þínu.

22 Því að þau eru líf þeirra, er öðlast þau,

og lækning fyrir allan líkama þeirra.

23 Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru,

því að þar eru uppsprettur lífsins.

24 Haltu fláræði munnsins burt frá þér

og lát fals varanna vera fjarri þér.

25 Augu þín líti beint fram

og augnalok þín horfi beint fram undan þér.

26 Gjör braut fóta þinna slétta,

og allir vegir þínir séu staðfastir.

27 Vík hvorki til hægri né vinstri,

haltu fæti þínum burt frá illu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2022 kl. 14:40

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fékkstu ivermectin?

Jónas Gunnlaugsson, 15.7.2022 kl. 22:56

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Batakveðjur Guðjón.

Birgir Loftsson, 16.7.2022 kl. 11:32

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir kveðjurnar, piltar. Þær hlýja.

Guðjón E. Hreinberg, 27.7.2022 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband