Færsluflokkur: Bloggar

Ranghugmynd dagsins - 20241121

Bestu landvarnir eru ástandskonur sem heilaþvo offiséra innrásarherja, með koddahjali, þannig gáfu Grikkir Rómverjum alla þá heimspeki sem lifað hefur til dagsins í dag.


Þögla stríðið

Sjö ára stríðið - sem spannaði allan hnöttinn - var að mestu Breskt stríð, og um það bil kynslóð síðar voru Breskar hugveitur áhrifamiklar í að koma á Frönsku [lita]byltingunni, og í kjölfar hennar voru Bretar aðal gerendur í sex samsteypum (Coalition) hverri á fætur annarri í átján ár, í hernaði gegn þáverandi Evrópusambandi Napóleóns keisara.

 

 

Var Napóleón árásar aðilinn eða verjandinn? Hver getur fundið það út í dag, eftir tveggja alda slípun á sagnfræði sigurvegarans? Veistu af skæruhernaði Alexanders á landamærum Póllands sem ýrðu Nappa af stað til Moskvu? Hvað veistu um lagasmiðju samtímans, sem aftur er byggð á lagasmiðju Nappa keisara?

Slæmur gaur Nappi, eða þannig, tapaði stríðinu en sigraði SIÐrinn*!

Veistu hvaða fjármagns ættir fjármögnuðu Nappa og eru enn meðal þeirra ríkustu í heiminum og markaðssettu Rothschild kenninguna til að vísa þér annað? Við greindum þetta einnig, en þú finnur ekkert um það í akademíu breska húmanismans.

Næstu öld á eftir voru Bretar í fararbroddi heimsvaldastefnu kristilegs húmanisma, sem lagði undir sig heiminn. Leppríki þeirra Frakkland fékk þau svæði sem Bretar vildu ekki, Hollendingar rest ásamt Belgum, en allir vita að Hollensku og Belgísku aðalsættirnar eru sömu ættir og þær Bresku.

Þá kom fyrri heimsstyrjöldin þar sem tókust á Breskur húmanismi og Austurrískur. Í Arkívinu ræddum við ýmsa hluti í sagnfræðinni, grófum okkur niður og þvældumst fram og til baka, yfir langt tímabil, og þetta var niðurstaðan, sem var ítarlega útskýrð.

Þessi heimsstyrjöld snérist um heimsmyndaklúbba og hugveitur staðsettar í tvennum borgum. Fyrir tveim árum kom í ljós í einni jaðarveitu Internetsins, að annar grúskari - Alex Jones - hefur komist að sambærilegri niðurstöðu.

Alex er nottla bara samsæraútskýrandi og veit ekkert um sagnfræði ... gleymdi því.

En þú getur nottla reynt að messa yfir heiminum í 27 ár, þrjá tíma á dag, án þess að vita neitt.

Heimsveldi er siðmynd*, ekkert annað, og meðan þú skilur það ekki, hefurðu ekki lesleyfi á Spennulosun.

Allavega, fyrri heimsstyrjöldin var aldrei kláruð, árin 1919 til 1939 var langdregið vopnahlé með skærum á ýmsum stöðum, en síðari hluti hennar er jafnan nefndur Síðari heimsstyrjöldin. Við höfum áður rætt, að í raun var sú fyrsta, sú þriðja, og sú önnur því sú fjórða og sú sem er nú, sú fimmta.

En hver er að telja? Þegar félagsvitundin veit sannleikann, eru allar greiningar aðeins samsæriskenningar og óreiðuskoðanir.

Óþarft er að nefna hver aðal gerandinn er í þessu öllu saman, en kannski má minnast á að það voru Bretar sem kröfðust þess að Úkraína myndi ekki semja frið við Rússa vorið 2022 og það voru Bretar - samkv. Úkraínskum fjölmiðlum - sem kröfðust stórsóknar Úkraínu sumarið 2023, sem slátraði um það bil hundrað þúsund ungum mönnum.

Þannig veistu að Bretar og afurð þeirra SÞ og Nató, eru varðturn hins góða, því þeir hafa fórnað mannorði sínu til að steypa heiminum í allskyns morðóðar heimsstyrjaldir, í baráttunni gegn hinu illa.

Eða þannig!

"You better believe it!"

Frá haustinu 1939 til vors 1940 var oft rætt um þögla stríðið, en þennan vetur voru þó tvenn stríð. Innrás Sovétríkjanna góðu í Finnland, og viti menn innrás Frakklands í Þýskaland sem var hrundið og gat af sér frægt mótsvar Þýskalands þá um vorið.

Úbbs.

En það var til annað þögult stríð, og það var frá haustinu 1940 til haustsins 1942, þegar í tvö ár var barist eins langt í Austur-Evrópu og hægt var, með smáskærum í Norður-Afríku og áhugaverðum flota orrustum í Austur-Asíu.

Þetta tímabil var svo til ekkert að gerast í gjörvallri Evrópu og flest allt sem fólk vissi um stríðið voru fyrirsagnir fjölmiðla, hertrukkar og flugvélar sem sýndu sig á götum og í háloftum, stöku loftorrusta hér og þar til áminningar, og skömmtun á rótarkaffi og kartöflum.

Stríðið var langtíburtu, en á þessum tveim árum gerðist samt dálítið merkilegt. Þýskaland lagði undir sig 90 prósent af Evrópu, megnið af Norður-Afríku á meðan Japan bókstaflega sparkaði Bretum, Hollendingum og Bandaríkjamönnum út úr Asíu og nánast lagði undir sig Kína, Indónesíu, Indó-Kína, Búrma, Filippseyjar, og megnið af Kyrrahafi.

Þannig var staðan haustið 1942, stríðið var búið!

Bretar stóðu einir, Rússar réru lífróður og Bandaríkjamenn í vörn, lítið af vopnum, lítið af birgðum - samkvæmt fjölmiðlum og greinendum bæði meginstraums og jaðarstraums - og veröld frjálshyggju, lýðræðis og gegnsæis í vörn gegn hinum vondu.

Þetta reyndist allt vera lýgi, nóg var til af vopnum, olíu og mat, en það þurfti rétta fínstillingu á hugarfari fólks, svo vitnað sé í þjóðamorðingjann Churchill; að sigra striðið var auðvelt, en að fá fólk til að berjast var erfitt.

Sama tækni og Bismarck notaði 1866 og 1870 í tvennum stríðum, fólk þarf að trúa því að staðan sé svo til vonlaus til að láta smala sér af alefli í allsherjar stríð. Þetta er það sem vitringar óttast. Að allt sem gerst hefur undanfarin fjögur ár, sé uppstilling og ekkert annað, og sé það rétt, er biluð slátrun framundan.

Við getum rakið það nánar, en þetta er staðan í dag.

Skrifaðar hafa verið margar bækur um mismundandi lygar og fléttur sem hér er skautað framhjá með gífuryrðum. Munum að Wilson lofaði því að Bandaríkin færu aldrei í fyrri heimsstyrjöldina og Roosevelt lofaði að Bandaríkin færu aldrei í þá síðari, rétt eins og Trömp lofar því sama í dag.

Síðan 1750 hefur enginn friður ríkt í heiminum og færa má Breska heimsveldinu ástarkveðjur fyrir þann frábæra árangur, og ef þú heldur að Washington ráði einhverju þar um, horfirðu of mikið á SkrúvJú (Bbc/Rúv/Cnn).

 

* Besta leiðin til að lauma flugumennum - eða nýju stjórnvaldsfólki - inn í frumeindir samfélaganna, er tapað stríð, ef það væri augljóst hvernig það væri gert, myndu engar vélanir og blekkingar virka. Þetta er rýnt ítarlega í Arkívinu og hvernig tvenn stríð í Evrópu hafa í raun trans-uppskorið allan Sið álfunnar, í skjóli stríðs þar sem sá er tapaði endurhannaði SIÐ[r]inn og sigurvegarinn endurritaði skáldsögu um atburðinn. Glöggir vita hvernig heilinn var skorinn úr Íslenska Ríkinu 1940 til 1944 og skipt út fyrir varmenni og Quislinga. Sumir halda vafalaust að öll þessi stríð hafi verið milli andstæðra valdfylkinga, en svo er ekki, þau voru öll siðlaus slátrun á fólki, hönnuð af sömu hugveitunum, meðan aðrir hlutir voru framdir í allra augsýn án eftirtektar. Eins og Loki sagði við Þór; ef það væri auðvelt, myndu allir geraða. Stjórnkerfi, akademíur og heimsmynd, allra þessara fylkinga er ætíð sú sama. Nú veistu muninn á siðferði og siðfræði, og hvernig hið síðara er ítrekað skorið í burtu.

* Siðmynd: Siðfræðileg lagasmiðja, heimsmyndar sem aftur gerir framköllun eða staðfæringu (Manifest) heimssýnar. Við finnum okkur nýyrði af nauðsyn, sorglegri.


Ranghugmynd dagsins - 20241119

Bandaríska skattalöggjöfin er yfir 10 milljón orð - eða þrisvar lengri en "Lord of the rings."
Hversu orðmörg er skattalöggjöfin á Stórastamúgsefjunarlandi? Enginn mælir það, heldur lætur atvinnuna borga skattana fyrir sig.

Það heitir að vera upplýstur Skattborgari með atkvæðisrétt. Veit einhver hversu hátt hlutfall af sköttum hans fer a) í vexti af erlendum lánum og b) í vegakerfið og sjúkrakerfið, og c) í elítuna sjálfa?

Fyrir sjö árum voru gerð myndskeið þar sem sundurgreining frá "fjarlog.is" var rætt efnislega, ásamt téðum spurningum. Ári siðar breyttist vefurinn úr haganlega framsettum tölum í næstum óskiljanlega þvælu. Öll þingframboð nú í nóvember 2024, boða aukningu opinberra gjalda.

Enginn ræðir að stjórnarskrá Lýðveldisins bókstaflega krefst þess að framkvæmdavald (Ríkisstjórn) og löggjafarvald (Alþingi) séu aðskilin. Til hamingju með nýja Forsetann sem á samkvæmt sömu stjórnarskrá skal standa vörð gegn siðrofi.


-álfhóll-

Eitt sinn var maður sem villtist í göngum. Þegar féð var allt komið í réttir, kom í ljós að ekki skilaði sér einn gangnamaður. Riðu sumir á fjall og gerðu leit að honum en hvergi sást til hans né klársins.

 

Tónlist dagsins, í boði vonds múslíma frá Beirút, sem [g]óðir
Zionistar geta ekki sprengt því hann býr í Frans.

 

Þar sem mikið lá við að raga fénu í dilka var frekari leit slegið á frest um sólarhring, en að réttum og pönnukökum og réttarballi loknu, þurfti hver og einn að reka féð heim á bæ. Kom þá í ljós að gleymst hafði að gera frekari leit að hinum týnda.

Reynt var aftur að leita í fáeina daga en kom þá snjóstormur og frost, og hætta varð leit, svo menn færu sér ekki að voða.

Leið nú veturinn og allt fram undir Páska, að birtist maðurinn einn daginn á bæ þeim sem næstur var heiðunum, vel haldinn og frískur, og klárinn við bestu heilsu. Hélt hann áfram heim á leið til síns bæjar - með viðkomu á þeim bæjum sem á leið hans voru. Frétti hann að ekkja hans væri búin að finna sér annan, en minn skildi það vel og var það gert upp með smáspjalli og kaffisopa með kleinum, þegar heim kom.

Þegar hann var spurður út í veturinn, gaf hann upp að klárinn hefði meiðst í göngunum og orðið haltur, og þeir því verið í vandræðum. Ætti hann að skilja klárinn eftir og ganga niður af heiðinni, sem væri ærið langur labbitúr, og síðan sækja hestinn síðar, eða lina þjáningar eða þannig, og samt labba niður, eða gera hvað?

Auk þess var ekki ljóst hvaða lög gilda um þessa stöðu.

Hafði þá komið álfkarl þar að, sem bauðst til að taka klárinn að sér um veturinn, og lána honum annan. Var hann hikandi við, því sögur eru til af fólki sem tók við greiða frá álfum, að ekki væri frekar til frásagnar. Glotti álfkarl við þessu og leiddi hann og klárinn yfir ás og kjöldrag, heim að álfabæ.

Var nú komið áleiðis á kvöld og minn búinn að heltast úr göngunum, svo hann þáði kvöldskatt og næturgistingu. Daginn eftir leist honum vel á klárinn sem skildi lána honum, en sá var lítt hrifinn af mennskum reiðmanni, og við kynnin snéri minn sig á ökkla og var nú jafn haltur og hans eigin klár.

Var nú ekki annað í boði en að dvelja um sinn á álfabænum, sem var mannmargur og var í dalverpinu þríbýli, og tvenn önnur handan við kjöldrag og ás. Þegar minn var orðinn sjálfbjarga og hestur hans verið heilaður af fjörgamalli fjölkunnugri frá næsta álfabæ, var kominn vetur og ekki óhætt að ríða niður af heiðunum, svo minn dvaldi um veturinn hjá álfum og gekk til gegninga með húskörlum.

Líður nú að, þar sem okkar maður hafði lokið að segja sveitungum sínum, og fyrrverandi og hennar núverandi, alla söguna af förum sínum með álfum, hófu þau að segja honum hvað væri að frétta úr mannabyggðum, Að Ríkisstjórnin er að leggja niður þarfasta þjóninn díseljeppann, og málfrelsið komið í útfösunarferli, og að Ríkiseigandafélagið að véla fram nýja Hrunstjórn, sem taka mun lokaskrefið inn í Evrópusovétið.

Reið minn aftur til Álfdala, vitandi af heimasætu sem stundum hafði brosað við honum í fjósinu þá um veturinn. Frekar það en nýja Hrunstjórn. Enda gott til fjalla, svosem Ólafur Kárason Ljósvíkingur benti á; þar sem jökullinn rennur saman við himininn og hugurinn er frjáls.

Nú veistu hvernig álfar urðu til, og hættu þá sem stafar að þeim er þiggja greiðvikni þeirra sem ekki verða frekar til frásagnar.


Ranghugmynd dagsins - 20241119

Clinton, Bush og Obama, gerðu innrás í níu þjóðríki og rústuðu þeim á 23 ára tímabili, drápu 11 milljónir borgara; til að vernda okkur gegn Pútín. Miklar hetjur, sem fórnuðu sér gegn stríðsglæpum.

Svipað og með Vírusinn sem enginn gat sannað, smitið sem var engin sótt*, tilraunasprautuna sem enginn veit hvað inniheldur og drap margfalt fleiri en yfirlýsta farsóttin, kolefnis loftsporið sem stenst enga eðlisfræði en er að leggja niður vestrænan efnahag: Allt í nafni Vísindanna sem vernda okkur gegn óreiðu-upplýsingum og ranghugmyndum.

Eða Bæden sem rústaði einu þjóðríki til viðbótar og bætti við einni milljón drepinna ungra manna, til að vernda lýðræðið í landi sem bannað hefur stjórnarandstöðuna, blásið af allar þingkosningar og forsetakosningar, og sett vestræna blaðamenn og stjórnmálamenn á dauðalysta (Mirotvorets) fyrir að voga sér frjálsar og opnar umræður: til að vernda okkur gegn Trömp!

 

* Engin sótt == engin veikindi == engin hætta!


Ranghugmynd dagsins - 20241118

Þeir sem staðhæfa, eða krefjast, að við séum mann-verur (dýr) frekar en mann-eskjur, er "fólkið" sem gerði allt mann-kynið að tilraunadýrum Bill Gates fyrir þrem árum, og er sama alvitra hyskið og telur sig hæft að tilgreina hvað séu óreiðu-upplýsingar (Information Entropy) og falsfréttir, og hvað sé hatur og hvað ekki.

Sem minnir á, að búið er að staðfesta að farsóttar hindranir (Mitigation) sem settar voru upp, juku við krankleika fólks, geðrænt og lífrænt, og að nú hafa fleiri dáið úr sprautunum - samkv. opinberri tölfræði - en úr farsóttinni (sem aldrei var líffræðilega sönnuð); enn vill enginn ræða siðrofið né heldur hrun "vísindanna" og glæpónarnir eru allir í framboði og sömu fjölmiðlarnir enn teknir alvarlega.

Löng ranghugmyndafærsla, enda flókin óreiðuranghugmynd ...


Ranghugmynd dagsins - 2021116

Fjögur atriði sem allir flokkarnir hamast við að bjóða uppá fyrir kosningar, og allir meðal almúga að jagast um hver sé líklegastur að standa við, á grundvelli rekjanlegra efnda:

a) Afnám opinberra skulda og þar með þriðjungs lækkun allra skatta og gjalda, og ríkinu bannað að taka lán í nafni borgara án þjóðaratkvæðis.

b) Skipun Lögréttu sem tekur við stjórnlagakærum svo hægt sé að dæma þingmenn, ráðherra og embættismenn fyrir svik við stjórnarskrá og þar með landráð.

c) Fækkun 200 stofnana landsins um helming og þar með einfaldara og mannvænna Ríki.

d) Að kjörtímabil Alþingis verði aftur 12 mánuðir eins og fyrstu fjögur hundruð ár Ríkis í landinu.


Her, og hernaðarsamvinna, er ósómi lands og þjóðar

Ef þú blandar Teftónum saman við Sænsk-Prússneska Kúrlendinga, færðu út Litháa, rýnir þú Gauta undir Litháískum áhrifum færðu út Letta, rýnir þú Finna undir Gautverskum áhrifum, færðu út Eista, rýnir þú Slóvena, Bæheims tékka og Albani, saman við fyrrgreind þjóðarbrot birtist ýmislegt.

Engar þessar þjóðir hafa þurft heri til að vernda hverjar þær eru eða hvar þær skuli búa, né málvitund rækta.

Eins er með Ísland og Vætti þess, að herveldi eiga hér engin erindi, og vilji Íslensk grunnmenni stunda hermennsku, geta þau gengið í Danska, Norska eða þann Breska, og mega það samkvæmt reglum þarlendra.

Grikkir voru tuttugu aldir undir fyrst Rómverjum og síðar Tyrkjum; og hlutu engan vansa af. Reyndar eru meiri Grísk áhrif í Rómarlandi (Ítalíu) og í Anatólíu (Tyrkjalandi) en Rómar og Ankara í Aþenu.

Túnisbúar, Líbýjumenn og Algeirsmenn hafa ekki þurft her, allar götur frá 150 BC til 1950 AD, til að vernda og verja hverjir þeir séu. Eins er með okkur.

Allur áróður stríðsóðra og Quislínga, hérlendis síðan 1944, er best geymdur í meðferðarúrræðum geðheilsustofnana.

Samlokuáhrif (Synergy) ástandsvirkni, mætti einnig koma hér að, en það er Kínversk átakatækni sem Íslendingar beittu á miðri síðustu öld, og hafa oft beitt, en hún er sú að nota útsendara eigin menningar til að sigra innrásarheri með koddahjali ...

Grunnsigldir skilja ekki djúpið, og eiga engu að ráða og gera ekki sé þeim ekki hlýtt né á hlustað. Íslensk stjórn- og menningarviska vissi þetta frá 1264 til 1944!

Ef þú fangelsar Vættina í skjaldarmerki, með lygum og varmennsku, endar þú í steinagarði Leirmenna og hringlanda Bergmálsfólks.

--SIÐr


-stálpaskjól-

Í Lundareykjadal er til bærinn Skálpastaðir og í Skorradal (næsta dal við) eyðibýlið skógræktarjörðin Stálpastaðir. Ég Skorrdælingurinn var oft orðavilltur á þessum líku nöfnum þegar ég var unglingur, en árin sem ég vann í Skógræktinni hjá Ágústi Árnasyni þáverandi skógarverði, slípaðist það til.

Á Skálpastöðum - sem er eða var tvíbýli - býr öndvegisfólk, sem hefur mannbætandi áhrif á alla sem þeim kynnast, rétt eins og með Gústa, sem lagaði margt misjafnt úr uppeldi færsluritara - og ágætt að komi fram.

Sem er efni færslunnar, því nýverið var færsluritari á ferð hér í bæjarfélaginu og átti erindi á verkstæði mannað fólki sem einnig hefur mannbætandi áhrif á alla þá sem þar koma við. Einn starfsmanna glotti kankvíslega í miðjum samræðum um bifreið sem þar var á lyftu, og segir; áttu við ágætt sem betra eða verra en gott?

Gaurinn sem er hálfri kynslóð yngri mér sjálfum, minnti mig á muninn á Góðri einkunn og Ágætis, sem við síðan ræddum stuttlega. Segi ég við hann; takk fyrir að minna mig á þetta, ég var eins og þú í mörg ár og áminnti um notkun þessara orða, en var búinn að gleyma.

Eins er með fínan pistil Sæmundar frá í morgun (sjá hér) þar sem rædd eru tvö orð í nútímaíslensku sem honum hugnast lítt en mér betur: Að umræðan um góða og [mis]vandaða Íslensku er alls ekki dáin, þó dímoninn Árnastofnun vinni af alefli gegn hvorutveggja.

Menn og málefni slípast, Gunnar Dal - sem var elskaður og virtur alþýðuspekingur og mikilvirkur (Proliferate) kennari og bókaritari - mælti fyrir því að við værum ekki of knésk fyrir þróun lifandi máls, að þó gott sé að vita vel hvað gott og vandað mál sé, og þekkja eldri brigði þess, þá megi leyfa því að dafna á eigin hátt.

Sjálfur kann ég ekki Íslensku, og þreytist seint á að minna á, en ég ann málvitund meningar minnar og hef sæmilega tilfinningu fyrir merkingarfræði, hljóm og ómloðun (Resonance), auk þess að hafa reynslu af bæði dulspeki og dulfræði (Mysticism, Mysticalism) sem afhjúpað hefur blæbrigði sem birta að mínu mati ágætlega skuggana sem afmarka og afhjúpa bæði bygginguna og [zen]garðinn.

Ég þekki til tveggja ungmenna sem eru framúrskarandi vel upp aldar manneskjur og til fyrirmyndar til orðs og æðis, en móður þeirra þekkti ég ágætlega um skeið. Þegar við kynntumst var hún ótvírætt flottasta skvísan á ballinu og þar sem minn setur markið ætíð ofar en hann ræður við (því ef draumar rætast til hálfs, skal hafa þá stærri), tókust góð kynni.

Mannorðs hennar vegna, vona ég að enginn uppdikti hverún er.

Minn var þó ekki á því að kynnin yrðu meira en tjaldað til einnar - því hann á til sína yfirborðshyggju þó hann feli það - en hann komst að því að flottasta skvísan, sem kann allt um förðun, tísku og snyrtingu, hefur gengið sýningarplankann (Catwalk) og er greinilega sú sætasta, gæti verið betri í Íslensku en hann, kunnað Algebru betur en hann, og verið vandaðri til hugsunar, skilnings og dýptar en hann.

Aldingjum og fjölæringum var líklega ljóst á annarri efnisgrein hvert erindið er. En þó við ritum oft að menningin sé dáin og samtíma túngan fúsk, og þó við höldum að unga fólkið sé týnt - sem það er - þá segir maður margt þó meiningin sé sumpart önnur.

 


Ranghugmynd dagsins - 20241115

Vandamálin munu lagast smámsaman, aðeins þarf nokkur hundruð lög frá þinginu, til viðbótar og all hressilega aukningu opinberra gjalda og nefskatta. Elítan massar-etta á endanum, samtaka nú, og efla Félagsríkið, svo það ofrísi og drukkni, og rísi aldrei aftur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband