Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 22. september 2025
Tveggja nafna gímald
Tveggja borga saga, er líklega ein þriggja frægustu bóka Charles Dickens, góð bók, hér lýkur samlíkingunni við færsluna. Nei, þú last ekki bókina, ef svo, þá manstu ekki söguna sjálfa, en þó eru 40 % líkur á að þú hafir séð sjónvarpsmyndina, einhverntíma í þynnku.
Eins er með nöfnin tvö. Kannastu við nafnið Al Gore, eða hitt nafnið, Maurice Strong? Manstu nöfnin, ekki hverjir þeir eru eða voru, hvað þeir gera eða gerðu, eða hvers vegna þú ættir að kannast við nöfnin sjálf: Spurt er hvort þú kannist við nöfn þeirra, ekkert annað.
Eins og með sjónvarpsmyndina, þá hefurðu séð bæði þessi nöfn birtast á fréttamiðlum, og í stöku myndskeiði s.s. heimildamynd (Documentary) eða hjá menningarrýni (Commentator/Theorist). Þetta er þó ekki málið.
Næst þegar þú hittir einhvern háskólamenntaðan, fæddan eftir 1980 (eða fyrr), spurðu viðkomandi hvort hann eða hún kannist við nafnið Al Gore, og/eða Maurice Strong. Ég lofa þér að 94 % munu segja nei varðandi hið fyrra og 99.8 % munu segja nei við hinu síðara.
Af þessum 0,2 til 6 % sem kannast við nöfnin, máttu spyrja næstu spurningar: Veistu hvernig þessir tveir menn breyttu veraldarsögunni og endurhönnuðu Vesturlönd síðan 1999? Svarið mun í öllum tilfellum vera Nei.
Hugsanlegt er að 0,01 % muni vita hálft svar við þessu, en nánast örugglega ekki vita hvaða spillingarflækja er eða var á bak við þá, eða hversu auðveldlega má afsanna (Debunk) áróður þeirra og afhjúpa lygarnar.
Menning þín er dáin og siðmenning innfallin. Hér hefurðu bómullarpróf sem þú getur testað.
Ef þú fattar þetta, þá eru 2,9 % líkur* á að þú kannist við nafnið Gore Vidal og vitir að engar kosningar í Bandaríkjunum hafa verið ómeðhöndlaðar í Bandaríkjunum síðan 1860. Ef þú fattar það, veistu að hver einasti forseti Bandaríkjanna frá og með Abraham Lincoln, var valinn en ekki kosinn.
Rýndu allar frumeinda samræður og sundrunga (Atomized and Disrupted) skoðanir fólks á forseta hvers tíma í þessu ljósi. Allir forsetar eru eða voru þjónar þeirra sem völdu þá og á þessu er ekki ein undantekning. Þetta er rekjanlegur veruleiki, og því eru allt fólk fangar mótunar sem það hvorki sér né skilur, og allar samræður þess ódýrt bergmál.*
Á næstu dögum kemur í ljós að Erika Kirk, mun snúa við gagnrýni eiginmanns síns heitins, varðandi útrýmingarherferð Góða Fólksins á skítugu Gazafólki.
Einföldum alla færsluna í eina setningu: Gleymdu allri viðleitni til að upplýsa fólk eða höfða til siðferðis þess eða heilinda. Fólk veit ekkert, skilur enn minna og öllum er meira og minna slétt sama. Hafðu gamanafessu, njóttu ferðalagsins, það er nógu stutt eða tæfið.
Andrew Strong (The Commitments) á ekkert
sameiginlegt með Maurice Strong.
Annar fær ræningi, hinn fær söngvari.
* ... eða ... er allt fólk ... fangi sem ...!
* 2,9 % af 0,01 % ... -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. september 2025
Örflagan er [næstum] komin - grínlaust
Fáðu örflögu við heilabörkinn, frítt. Lagar svefntruflanir, stillir endorfín og vinnur gegn þunglyndi og kvíða, getur örvað heilastarfsemi s.s. eflir minnið og gefur hraðari og skýrari hugsun.
Nú þegar hafin verkefni sem auðvelda fötluðum að lifa betra lífi með takmörkunum sínum!
Með örflögu í lófanum, getur þú síðan greitt í posum með "hugsuninni" og fjarsýrt t.d. rafbílum s.s. setja í gang, bremsa ofl. Konur geta t.d. kallað á lögreglu við allar aðstæður s.s. nauðgunarhættu í miðbænum, við heimilisofbeldi. Börn týnast ekki.
Möguleikarnir takmarkast einungis af ímyndunaraflinu!
Fáðu persónu-aðlagaða gervigreind, frítt. Lifðu lífinu til fulls: steindauður.
Að loknum tveim "lifandi" tónverkum, könnum eitt dáið:
Bloggar | Breytt 21.9.2025 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 20. september 2025
Sprengjum Reykjanesið af landinu
Tengd stríðsæsíngafrétt er jafn heimskuleg og hún er geðtrufluð. Enn eina ferðina er maður orðlaus yfir - að því er virðist - samkeppni siðlausrar elítu og siðblinds almúga; hver verður heimskari næst, svo mjög að allir verði orðlausir, fyrst í forundran og loks í aðdáun.
"Ekki óeðlileg viðbrögð að skjóta þoturnar niður."
Er manneskjan sem lokaði þig í stofufangelsi fyrir fjórum árum og skrapp síðan á ball með vinkonum sínum, geðbiluð, fyrir utan að hafa stórt tómarúm í kollinum?
Hver sá sem nennir að líta út fyrir girðingar áróðursvéla veit hversu heimskulegar fullyrðingar og grunnhyggnar eru hér á ferðinni. Á maður að útskýra hið augljósa? Þarf þess? Ók, gerum það.
Hefðu Eistar skotið niður tvær MIG 31 Interceptor þotur Rússneska flughersins - fyrir hefðbundið flug við jaðar lofthelgi þeirra - hefði það gefið Rússum Casus Belli eða lögmæti til árásar á Eistland. Hefðu þeir tekið slíkt upp og ekið inn í Eistland, sem þeir geta hernumið á innan við sólarhring, hefðu Eistar kallað á Nató, og í það minnsta tveir þriðju Nató ríkja lýst yfir stríði við Rússa.
Ísland Þórdísar Stríðsfjörð þar með talið. Þetta gerir allar borgir og alþjóðaflugvelli téðra Nató ríkja að skotmörkum fyrir kjarnorkusprengjur t.d. með Oreshnik flaugum sem engar varnir eru við.
Það þýðir gúddbæ reykjanes og reykjavík, fyrir þá sem enn geta lesið sér til gagns.
Að Fjölmiðlar á Íslandi taka þátt í stríðsæsíngum, að Íslensk stjórnmál kynda undir stríðsæsingar, er ósvinna. Landið hefur enga menningu og siðmenning þess er innantóm bygging.
Að öðru leyti, hver sá sem eitthvað veit um MIG 31, sem eru verulega merkileg stríðstól - ef stríðstól geta talist merkileg - veit að Nató hefur engin vopn sem bíta á þeim. Þetta eru Interceptor vélar, fljúga á allt að þreföldum hljóðhraða og komast upp að Armstrong línunni og eru hannaðar til að vera svo gott sem óniðurskjótanlegar og sem framlínuvopn. Ein merkilegasta stríðsflugvél sem mann-kynið á, og búnaður hennar þrautreyndur.
Hefðu Eistar "reynt að skjóta þær niður" samkvæmt Tótu stríðsóðu, sem greinilega veit ekki muninn á riffli og haglabyssu, hefði þeim misheppnast að farga þeim, en samt heppnast að víkka stríðið út. Sem virðist - miðað við nýlegar furðufréttir og klúðurhlaup (Debacle) frá Póllandi - vera ætlun Evrópuríkja.
FLÝÐU og LIFÐU - menning þín er dáin, hún lifnar ekki aftur, og siðmenning þín er innfallið Gúlag.
Þeir sem skilja þetta - sem er fólk með yfir 111 IQ - eru þegar flúnir. Evrópa og Ameríka hefur verið í Brain Drain Exodus síðan í apríl 2020. Þú finnur ekkert um það í Fjölmellumiðlum, en þú getur samt fundið þetta út.
Það er soldið merkilegt, að síðan 2021, hefur þó meginþorri fullsprautaðra látið eins og ekkert hafi gerst ... og lifa eins og enn sé 2019: Sem sannar að 4G og 5G kerfin eru notuð til að verka á Graphene Oxide netkerfið sem sprautað var í blóðkerfið á fólki.
Augljóst.
Allir fá update á skoðanir sínar um kl. 14:21 daglega.
Óumdeilanlegt.
Allir hafa núna 92 IQ. Lengi lifi fullsprautaður félagslegur greindarjöfnuður.
Svo líklega er kjarnorkustríð ekki svo slæmur kostur.
Nei, ég held ekki að Þórdís sé heimsk eða geðbiluð, ég held að hún sé illmenni (Wicked) og að ekkert gott sé í henni, og ég held að öll elítan sé nákvæmlega eins, og engin undantekning.
Skilgreinum elítuna ennáný:
Elítan eru allir þeir sem vinna með beinum eða óbeinum hætti fyrir valdakerfið eða með því, frá forsetanum "sem ætlar að breyta heiminum" úr einhverju sem er óskilgreint í eitthvað sem er óskilgreint, og niður í skúringakonur leikskólanna, bankamenn og fjölmellur og fjölþjóðasjóðina sem eignuðust öll smáfyrirtæki landsins í Covid [hernaðar]aðgerðinni.
Ítrekun; með beinum eða óbeinum hætti fyrir valdakerfið eða með því.
Þú veist [líklega ekki] að Nató fyrirskipaði Evrópuríkjunum að herða Covid aðgerðirnar á Evrópuríkjunum, og það gerir þær að hernaðaraðgerð, gegn eigin borgurum. Ekki einu sinni Hitler var svo djarfur!
Þekkirðu söguna um Mishima?
--- --- --- --- --- --- --- --- --- --- --- ---
Heyrt á Bilderberg fundi fyrir tveim áragutum:
-Hvað getum við skattlagt næst?
-Loftið maður, leggjum skatt á loftið.
-Nei, það tæki enginn mark á því!
-Prófum það samt!
--- --- --- --- --- --- --- --- --- --- --- ---
Viðbót 20250920-t11:51
Þeir sem fylgjast vel með alþjóðamálum og þá sérstaklega vopnuðum útgáfum þeirra, vita að þjóðríki heimsins - og sérstaklega stórveldin - hreyfa ekki vopn sín án þess að nágrannar þeirra viti af því og hver tilgangurinn sé. Til að mynda bæði þegar Bandaríkin vörpuðu sprengjum á Íran í sumar og fáeinum dögum síðar þegar Íranir skutu flugskeytum á herstöð Bandaríkjanna, sem mótsvar, fóru fram lipurleika (Diplomatic) skilaboð á milli þeirra, með upplýsingum um hvað væri gert og hvers vegna í þeim tilgangi að vekja ekki Casus Belli ástand. Til að mynda (sjá tengla) eru nýafstaðnar heræfingar í Hvítrússlandi (Belarus) þar sem herir Rússneska Ríkjasambandsins og Hvítrússlands æfðu ýmsar tilfæringar (Maneouvre) og valsbrögð (Tactics), var Nató boðið að senda fulltrúa sína á æfingarnar og sendu Bandaríkin tvo rússneskumælandi herforingja (Officers) sína á æfingarnar og allt fór vinsamlega fram.
Að fara framhjá Áróðursfyrirsögnum og vinna smávegis heimavinnu, og/eða fylgjast með aðilum sem rannsaka, grúska, athuga og greina frá, er aldrei tímasóun og getur bæði bjargað mannslífum, og forðað manni frá dávaldi grunnhygginna valdabjallna.
Vesturlönd hófu þann 3. janúar 2020, að drepa lipurfulltrúa og samningsaðila, og aðra leiðtoga, andstæðinga sína, eins og enginn væri morgundagurinn. Kannski trúa þeir að heimskerfið sé komið í enda á blindgötu - margir trúa því - en þeir virðast sérstaklega trúa því að mörghundruð ára hættir í alþjóðasamskiptum og lipurleika (Diplomacy) séu úreltir og eigi ekki við um þá, og hafi ekki þróast af gildri ástæðu, þ.e. að þeim sé óhætt í glerhöllinni.
Við höfum áður varað við því að varasamt er að vekja Tý og tæla Ares. Þessir vættir eru hamrammir og alvöru, hvort þeir eru leiknir af föllnum englum eða afholdguðum Nephilim, kæri ég mig síður um að vita. {Hæfileg fjarlægð er betri en nánd þegar vættir og dulfræði eru annars vegar.}
Heimselítan hefur stundað lengi að ögra öllum vættum tilverunnar, og undanfarin fimm ár, af einbeittum ásetningi og illri ráðagerð (Focused intention, and wicked deliberate intent).
Að ögra vættum er varasamt. --Arkívið.
{https://duckduckgo.com/?t=lm&q=zapad+2025&ia=videos&iax=videos
{https://www.youtube.com/watch?v=1WBVplaU4pw
![]() |
Ekki óeðlileg viðbrögð að skjóta þoturnar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 19. september 2025
Rautt pasta
Eins og allir vita eru til tímagáttir í sumum Evrópskum skógum, yfirleitt nálægt tærum lindum sem spretta fram við sögusteina. Sosum ekkert merkilegt.
Einhverju sinni álpaðist William Shakespeare inn í skóglendi í Staffordskíri á Englandi, og fann slíka lind við sögustein, en álpaðist óvart í gegnum tímagáttina.
Líklegast var hann eitthvað annars hugar.
Skyndilega var hann staddur árið 2012 í Sheffieldskíri á Englandi, því búið var að byggja úthverfi þar sem hann hafði álpast að lindinni, og sú tímagátt virkaði einungis í aðra áttina.
Næstu misserin eyddi William þó nokkrum tíma í að finna nýja tímagátt og læra um slíka leyndardóma í fornum bókum sem hann gróf upp í fornbókabúðum.
Hann vildi, jú, heim.
Vandinn var að þó hann sé - væri - fremsti ensku maður allra tíma - og að sumra mati höfundur enskrar tungu - og líklega enskari en allt sem enskt var/er, þurfti hann að betla sér til viðurværis.
Enda var litið á hann skilríkjalausan sem ólöglegan innflytjanda og þó hann fengi bráðabirgðavistarleyfi af mannúðarástæðum, fékk hann ekki að taka nein enskupróf svo hann gæti t.d. séð fyrir sér við enskukennslu, því hann hafði ekki nein önnur tilskilin skírteini.
Þegar William loksins fann aðra tímagátt, í skóglendi vestur af Waterford á Suður Írlandi, skrifaði hann Lé konung, og síðan frægast alls, Macbeth.
Svona sérðu nú visku reglugerða og vottunarskírteina og annarra stofnana úrræða. Þú veist aldrei hvaða gott þær leiða af sér. Soldið eins og hreinar kaþólskar meyjar segja um anal, vont en gott.
Þetta veit elítan og því streitist hún við að kreista okkur eins og tóma tannkremstúpu. Aldrei að vita nema útkoman verði "rautt kvikasilfur."
Þú veist söguna um rautt kvikasilfur og nasistana og tannkrems "pastað."
Ah, þú kannt bara skólanámið og fréttabrunninn.
Sorrý.
e.s. Nú veistu hvernig Villi hitti Önnu Jónsdóttur frá Heiðarsveitarkoti ... sem var "vinnukona" hjá honum og samdi allar sonnetturnar.
Það er ýmislegt til, og margt af því blasir við, en þú getur ekki séð það, veist það ekki og því síður hvers vegna. Sem væri alltílæ, ef sú orka væri ekki mjólkuð úr þér til að kúga okkur hin.
Til eru menn sem hafa farið heim af balli með [sel-]urtu, og átt með henni skyndikynni, en gætu aldrei trúað því þó þeim væri það sannað, en vita mega hvers vegna hún gaf þeim ekkert símanúmer morguninn eftir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. september 2025
Boðorðin tíu sem við þekkjum öll - sem aldrei voru skrásett
1. elska skaltu elítuna með sköttum þínum og blóði þínu.
2. þú skalt ekki aðra elítu hafa en þá sem kúgar þig
3. gefa skaltu elítunni það besta af öllum börnum þínum.
4. elítan elskar þig og allt sem þú átt og elska skaltu elítuna með öllu þínu og lífinu þegar hún þarfnast þess.
5. efist þú um elítuna og sannleika hennar, ertu veikur af öfgakenndum, samsæriskenningum og öðrum óreiðuskoðunum - sem er hatur og elítulast og má refsa með útskúfun.
6. virða skaltu allar stofnanir allra elíta, s.s. ríkið og stofnanir þess, alþjóðasamkundur og stofnanir þeirra og musterin (vísindaskólana) sem vita allt best, að viðlagðri útskúfun af félagslífi og vinnumarkaði.
7. hata skaltu alla þá sem elíta þín hatar og fyrirlíta slíka af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni.
8. trúa skaltu allri visku sem elíta þín gefur þér og haldir þú hana vitleysu, er það því að þú ert viskuraskaður og þarft að leita þér greininga og úrræða.
9. forðast skaltu að afla þér þekkingar og skilnings hjá þeim sem ekki sitja við allsnægtaborð elítunnar og þeirra sem hún blessar og kannast við.
10. aldrei máttu efast um þær "tilviljanir" sem raska ró elítunnar, eða hvernig þær eru tilkomnar, nema elítan segi annað.
Loks er það ellefta boðorðið (11:11): þú mátt tjá efasemdir um öll þessi boðorð, svo fremi þú munir að "aðgát skal höfð í nærveru elítunnar."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 17. september 2025
Trump og Epstein - nýr farsi á gömlum belg
Margir velta fyrir sér þessa dagana hvort Donald Trump og Jeffrey Epstein, sem greinilega þekktust, hafi djammað saman með unglingsstúlkum, eða þaðan af verra. Til er mynd af Trömp með Epstein, og einhver flækja er í gangi varðandi einhver skjöl.
Þeir sem hata Trömp - fyrirsagnaþvældir og áróðurskældir - eru með þetta á hreinu.
Hitt er svo annað, að til er mynd af fyrrum forsetafrú Íslenska Lýðveldisins á samkomu með kærustu Jeffrey Epstein - Ghislaine Maxwell - sem fæstir þessara besserwissera virðast muna eftir, og enginn þeirra veit neitt um föður hennar - Robert Maxwell - eða hvernig ættarveldi hans og tengdar mafíur í höfuðstöðvum MI6 og Mozzad hafa svo gott sem yfirtekið allar stafrænar upplýsinganámur vesturlanda.
Djókið er þó hitt: Allir þessir besserwisserar eru fullsprautaðir með Bill Gates glundri frá því í Covid Múgsefjunar aðgerðinni, og viti menn Bill Gates stundaði villt partý með Epstein - allir vita þetta - og ekki nóg með það, flaug meir en 17 flugferðir með Lolita Express flugvélinni hans, hvert enginn veit (hinthint).
En fullsprautaðir, vita varla hvaða fyrirsagnir voru í gær, hvað þá í fyrradag, og þó þeir viti það, þá hefur 5G WiFi kerfið ekki raðstillt (Serialize) skoðanir þeirra fyrr en eftir hádegi síðar í dag.
... síðan er nottla fólk sem vinnur heimavinnuna sína, en kemst ekki inn í algrímin sem birta þér það sem þú átt að hugsa um ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. september 2025
Stórastahræsnaraland - haltir leiða blinda
Hvergi í tengdri grein er minnst á þann sem a) hafði þá Sýn að byggja tónlistarhús í Reykjavík eða b) hafði til að bera þá áræðni að hún yrði byggð. Að hann náði ekki að klára hana, er þeim að kenna sem véluðu fram "hrunið 2008" og notuðu það sem átyllu til að ræna þriðjungi allra eigna á landinu og breyta Ríkinu í Sovéskt Kommúnistaríki.
Sæluríki fullsprautaðra; besta menntakerfi í heimi, þar sem aðeins helmingur "skítugra kjósenda" getur lesið sér til gagns (eða skilur merkingarfræði (merkingu hugtaka)) og enginn greiðir skattinn, því hann er hirtur fyrirfram, með stafrænu reiknilíkani, og milliliðir notaðir í framkvæmdina.
Velkominn til Helvítis.
Þú ert dauður, en þú skilur það ekki, þú skilur heldur ekki Píramídamúrana, eða að elítan er staðfæring (Manifestation) djöfla og afholdgaðra Nephilim, og þetta er það eina sem "vitund þín" getur ekki unnið með (Imagine and Process).
Allt annað geturðu hugsað og unnið (Process). Aðeins tvær hugsanir, eru útilokaðar í Helvíti.
Drepfyndið.
Úr einu í annað:
Meginstraumurinn sér aðeins framhlið. Antivistar (og samsæraútskýrendur) sjá aðeins bakhlið. En röndin er rúm 35 % af hvorri og tæp 18 % af báðum. Sjáir þú allar þrjár hliðar, fattarðu að fyrirbærið er svindl.
100 kr mynt | |
mm | |
þvermál | 25,50 |
þykkt | 2,25 |
flatarmál | 510,70 |
ummál | 80,11 |
flatarm/rönd | 180,25 |
hlutf/fram | 35,29 % |
hlutf/fra/bak | 17,65 % |
Eitt af því skemmtilega við Faithless, er einmitt hversu ólíkar stúdíó upptökurnar eru frá Live upptökunum, gjörólík upplifun, sitthvor tónlistin, sömu "spot on" textarnir, en tvær hliðar.
![]() |
Segir Hörpuáhrifin mikil á íslenskt samfélag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.9.2025 kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. september 2025
Siðfall sífellt farsakenndara
Nýlega kom í ljós að nú geta smiðir og húsbyggjendur fengið app í kommúnistasímann sinn, til að fylgjast með hvort byggingin, eða þegar byggð húseign, sé að eyðileggja loftslagið eða ekki, meðan allir fullsprautaðir svæpþegnar heimsins borga loftskattana sína, helst fyrirfram.
Væntanlega eretta allt eftir siðaboðskap og verklagsreglum, Sóslíalískra Húmanista, hverju sinni. Frábært fyrir byggingameistara, að appið í hamrinum getur sótt nýjustu byggingareglugerðir rafrænt, og uppfært sláttþyngd hamarsins eftir dagréttum stöðlum hverju sinni.
Maður les svona vitleysu, og maður verður orðlaus, því hvernig er hægt að lýsa einhverju sem er næstum jafn fáránlegt og rifrildið um hvað sé kyn, í veröld sem þykist vera efnishyggjuveröld og því treysta hinum náttúrulega og því mælanlega veruleika.
Voru þetta of mörg löng orð, fyrir best menntuðu kynslóð allra tíma þar sem aðeins helmingur getur lesið sér til gagns?
Nú er þó eitthvað glænýtt og spennó komið í "beta test" á Vesturlöndum; Ertu búinn að fá Uppalendaleyfi? Finn orð um þetta síðar. Mæli með lestengli fyrir taugasterka; ótrúlegt en satt:
Áminning: Glundroðinn, sem nú tvöfaldast frá misseri til misseris, hefur enn ekki hámarkast, og fyrir þá sem fattaða, er mælt með undirbúningi fyrir brunið niður bellkúrfuna þegar hámörkun næst.
Ef þú skilur ekki Spennulosun, engar áhyggjur, það er Menntunin, ekki þú.
Úr einu í annað.
Hef undanfarið velt fyrir mér flötum á [menningar]heimspekinni, sem mér finnast veigamiklir. Atriði sem ég veit að spekingarnir Ari[stóteles], Burke, Hegel og Kant, bisuðu allir við, reyndu að útskýra vel - og gerðu - en mistókst að gera þannig að loði við.
Skemmtilegt og heillandi viðfangsefni.
Ekki að ég ætli mér að grúska í þessum gaurum, því ég les helst ekki aðra heimspekinga, ekki nema ég rekist á eitthvað frá þeim eftir að ég hef sjálfur afgreitt það. Stundum, stundum ekki. En undanfarið ár eða rúmlega það, hafa ýmsar pælingar verið að gerjast og taka á sig mynd, sem hvorki eru í spennulosun né Arkívi, og tja, það er orðið soldið spennandi hvort maður hripi það niður og komi á það mynd, eða ekki. Helst ekki.
Og þá veltir maður fyrir sér, því ef ekki þá hví ekki að skoða hvernig þeir gerðuða?
Eyddi mestöllum gærdeginum í Burke grúsk. Gerði einfaldan lista yfir haug af frumspekihugtökum sem skýra mætti betur, eða upp á nýtt, út frá sumu sem hann var að pæla, karlinn. Ekki síst fyrir að í raun hefur enginn glímt við þau af neinu viti, en nokkrir útlendingar - löngu dauðir - hafa reynt það.
Spes, að í raun öll mikilvægustu hugtökin sem varða af hina þokukenndu sjálfsmynd hins hugsandi manns, eru að mestu órýnanleg með hlutbundinni, einfaldri, rýni. Viss ögrun, eða þannig.
{
truth, beauty, truth, justice, sublime, splendor, pain, pleasure, fear, horror, expectation, nobility, godly, causality (aristot), love, lust, erotic, tender[ness], hardness, softness, principles, values, passion, decisiv[e,ivity], astonishment, (fear/terror renders us incapable of thinking/reasoning:awakens the animal), obsurity (not seen clearly, perhaps anticipated), power [dynamics](...), [society], [human] agency, ...
}
Lenti svo í morgun í skemmtilegum samræðum, í pottunum, við mér vitrari og reyndari. Menn voru uppteknir af þingsetningu Ríkisþingsins - frá því fyrr í vikunni - sem nefnir sig Alþingi, og ræðum formanna og flokksformanna, og yfirlýsingum Marsipankleinunnar gegn "filibuster" og einhverjir ræddu einhver samtöl í útvarpsþætti.
Allt saman tuggur sem maður hefur hlustað á í misgrunnum og misflatneskjulegum viskubrotum frá því maður var sjö ára, en það ár fór maður að horfa á svarthvíta sjónvarpsþætti, á víxl gosið í Heimaey annars vegar og leiðinlega Kastljósþætti hins vegar, en oft voru skemmtilegir framhaldsþættir á miðvikudögum, en allt síðan slökkt á fimmtudögum.
Þó sitja eftir tvær tuggur sem ekki eru endurteknar oft, og því síður staðið við. Albert Guðmundson, "ég er vinur litla mannsins" og Vilmundur Gylfason, "löglegt en siðlaust."
... því Ari var meðetta, og hræringurinn límdist við tvo múrveggi, eða tvennar mósaíkur, en rigningin vann, með tímanum.
Svo er annað, er að nálgast íslenskun á "minutes" -- skemmtileg glímatarna.
Hey, veist þú hvernig Blair breytti enskri Ríkissmiðju og hefur ásamt öðrum Trotskýistum notað sem múrbrjót á önnur Vesturlönd? Einhver sem þú hefur heyrt útskýra það? Langar þig í þrjá præmera?
Hann er að vissu leiti valdamesti Marxisti allra tíma, og í anda hins sanna valds, því sem nær óþekktur af bæði hús- og akurþrælum þeim sem hann tyftar, tælir og rænir. Það var hann sem fann upp og útfærði hugmyndina, sjálfstæður Seðlabanki.
Ég hefði getað nefnt þetta allt saman við karlana í Pottunum í morgun, en þeir voru allir svo njörvaðir í þann kommúnista að setja þyrfti málreglur um málþóf og leggja þannig niður öll þingsköp allra tíma, að minn varð orðlaus og fór á rúntinn.
Er sífellt að lendíessu undanfarið.
Að ég skil hvorki lúðurinn á leirmennum né gufukvak í bergmálsbrúðum. Og það slær einhvern veginn. Svo maður passar hund öðru hvoru fyrir grannann, og með hundinum spássérar um hverfið, hann þefar af slóðum en minn rýnir skýjamyndir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. september 2025
Rólegar fréttir af Siðfalli
Lögreglumenn taka þátt í pólitískum aðgerðum með blessum -elítunnar- og skyndilega er Úkraínsk-Pólsk samsæriskenning orðin að sannleika og [þvísemnæst] réttlæting á allsherjar heimsstyrjöld, ef túlka má æsifyrirsagnir og áberandi tengla í meiri æsing.
Enginn Lipurleiki (Diplomacy), hvað þá færir Lipurgerar (Diplomats).
Forseti Skrökveldisins mælir með því að breyta stjórnarskránni, til að þingmenn vandi mál sitt og auðveldara sé að ná í skottið á óvönduðu "fólki." Enginn man lengur þegar forsetinn á undan mælti með því við þingsetningu að setja ósprautaða óreiðuborgara í Gúlag.
Vissir þú að þegar Guðnaforsetið lét út úr sér að þörf væri á stjórnarskrárbreytingu, sveik hann eiðstaf sinn við hana, og átti þar af leiðandi að segja af sér, og að Hölluforsetið er sek um sama glæp?
Vissir þú að fyrirframgreiddir skattar (sem Forsetaveldið uppnefnir Staðreiðslukerfi skatta) eru brot á stjórnarskránni? Vissir þú að allir vextir, rétt eins og fasteignagjöld og bifreiðagjöld eru brot á stjórnarskrá?
Veistu hvað glæpur er?
Já eða nei?
Hvers vegna þarf að breyta stjórnarskránni fyrst enginn fer eftir henni? Nefndu mér eina löglega stofnaða ríkisstjórn síðan í júní 1944.
Annars allt gott.
Veðrið er sæmó.
Mæli með skemmtilegri afþreyingu - með David Starkey - fyrir ofurgrúskara, sem lýsir Breskum Trotskýisma af fádæma snilld. Að vísu dáldið gamalt og kannski úrelt, var gefið út 13. maí 2025.
Reyndar var megnið afessu útskýrt í Arkívinu fyrir fáeinum misserum, svo já, líklega gamaldags og full mikið útfyrir rammann.
Mjög góð ensku æfing, allavega.
Fyrir þá sem ná dýptinni hjá Starkey,
og unna vandaðri menningu, fjölæri, og lögspeki,
mælum við með tvíhlustun, niðurhali og geymd.
Úrvals præmer.
Undanfarin misseri hafa Marxistar Evrópu - sem er í dag öll elíta vesturlanda - þakkað Frönsku byltingunni fyrir lýðræðið. Allt þetta fólk trúir á Jakobínisma þeirrar andmenniningarlegu slátrunar á fólki og siðmenningu. Sum þeirra þakka Aþenu* í fornöld, fyrir Lýðræðið, en slaufa það síðan með Franska Þjóðarmorðinu sem hófst 1789. Fyrsta franksa lýðveldið, rétt eins og Aþenska lýðveldið, voru aldrei lýðræðisveldi, heldur fullkomin - og skammlíf - lygaraveldi og morðingjagreni. Staðreyndin er sú að vestrænn borgararéttur, siðmenning, lýðræði, vísindi (verkfræði og heimspeki), hófst á Íslandi sumarið 930, sem gat af sér Magna Carta 1 og 2 (1215 og 1225), "and the rest of it." [Þessir sömu raungusegða (Dialectical) kommúnistar {Marxistar og Fasistar}, hafa jarðsungið Vestræna Siðmenningu; Rómverska lögspeki, Gríska heimspeki og Kristilega/Abrahamíska Siðfræði.] --Arkívið
Fyndnast af öllu, er að app og svæp þjóðir samtímans, með alla sína "ókeypis menntun svo þau fái vinnu," sem þjást undir þessu oki, hafa engan skilning á hvað hér er rætt, hvað þá vægi þess, né almenna merkingarfræði neinna hugtaka hvað þá laga og SIÐr.
* Aþenan sem Jakobínar samtímans trúa á, er Aþena kommúnistans og raungusegðahöfundarins, Platóns, en hafna með öllu fágaðri frumspeki Aristótelesar, eða hvernig sá síðari var höfundur tveggja siðmenninga sem báðar stóðu í margar aldir, en hið eina sem Platón samdi, var raungusegð sem nota má til að rífa siðmenningu og drepa fólk, rétt eins og fúskarinn Marx sem lærði af honum það litla sem hann skildi og hélt sig kunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 4. september 2025
Viðauki (Supplemental) á viðbót (Addendum)
Á dögunum hélt Kínverska Alþýðulýðveldið mikla hátíð með hersýningu, í Pekíng, og fleiri viðhafnir voru víðar í sambandsríkinu - en Kína er í raun sambandsríki, fimm ríkja. Hátíðin var einföld, að fagna því að átta áratugir eru liðnir síðan innrásar hersveitir Japanska Keisaraveldisins - sem barist höfðu samhliða Nasistum Hitlers og Fasistum Mússólínís - voru sigraðar.
Fyrir Vesturlönd, sem hafa gortað sig af í átta áratugi, að hafa sigrað Nasistana og Fasistana, mætti ætla að væri tilefni til þáttöku*. Svo var ekki, því öfgagóða Vestrið var of gott til að mæta.
Eftir þessu var tekið af rýnendum og stjórnmálafólki um allan heim.
Við á Íslandi eigum fá orð fyrir Erindrekstur og Sendimennsku - Diplomacy - rétt eins og hugtakið Ríkisráðsmennska (Statesman), Ríkissmiðja (Statecraft) og Lagasmiðja eða Lögspeki (Lawforges/craft & Legal-philosophy) eru ekki til í neinum Íslenskum ofur-orðræðum.
Stóra ensk-íslenska segir um þetta efni:
Diplomacy: 1. ríkiserindrekstur. 2. snilld og þekking í öllu er varðar ríkiserindrekstur. 3. kænska, ráðsnilld, útsjónarsemi. 4. lipurð, háttvísi, nærgætni í samskiptum við aðra.
Diplomat: 1. ríkiserindreki, diplómat. 2. háttvís, lipur og nærgætinn maður.
Diplomatic: 1. sem varðar ríkiserindrekstur og samskipti milli ríkja; diplómata: the diplomatic service, utanríkisþjónusta [(Foreign Service)]: diplomatic passport. 2. lipur, háttvís, nærgætinn: a diplomatic policeman; a diplomatic answer. 3. sniðugur, kænn, útsjónarsamur.
Ljóst er að hér vantar frjósemi, og e.t.v. að inna hina vitru málvitund, sem Dímoninn Árnastofnun hefur af meinfýsni hulið sjónum okkar.
Íslenska orðabók AB segir um þetta efni:
erilsamur: fyrirhafnarmikill, ónæðissamur.
erinda: reka erindi.
erinda-flutningur: flutningur fyrirlestra, -gerð: verkefni eða málaleitan sem annast er við annan. -skipti: það að skiptast á orðsendingum (einkum milli ríkja).
erinda, erindis, (örna): erindagerð: eiga erindi til einhvers, úlfur rekur annars erindi, sá maður sem rekur erindi annars af ótrúmennsku, ganga örna sinna hægja sér, gera sér til erindis, eða hafa erindi að yfirvarpi (heimsókn), ekki erindi sem erfiði (fara fýluför). 2. skilaboð, 3. fyrirlestrar (útvarps). 4. málaleitun, tilmæli (til þings eða annarra), orðsending (milli ríkisstjórna). 5. vísa (í kvæði). 6. útöndun, öndunarhlé; einhvern þrýtur erindið (getur ekki lengur haldið niðri andanum).
erindis-bréf: bréf um réttindi og skyldur fulltrúa eða starfsmanns. -laus, erindlaus: án sérstaks erindis. 2. án árangurs. -erindisleysa: fara erindisleysu eða án árangurs. -lok: árangur af erindrekstri, málalok.
erind-reki: sá sem rekur erindi, sendimaður, sendill, umboðsmaður, ferðast í erindagerðum aðila t.d. fyrir samtök, ríki, stofnanir, einstaklinga, félög.
Samheitabók Þ.Þ/H.Í. bætir engu við, nema hugsanlega útása, fyrir erindi og erindrekstur. Og því einu við sendimennsku, snúningur, eða snúast.
Hér má rifja upp að allur erindrekstur og sendimennska, krefst siðstýringar en siðstjóri (Master of Etiquette), er hirðsiðameistari, öfugt við Coquette sem eru daðurreglur/daðurhefðir) er sá sem veit rétt orðaval, hegðun og stigun í opinberum milliríkjasamskiptum.
Ég vil taka fram, að ég hef engan áhuga á nýyrðasmíði, sem slíkri, en ég hef átt núning við nýyrðasmíði Íslenskrar Málnefndar SKÝ, og afurð þeirra Íslenska Tölvuorðasafnið, varðandi ritun á kennsluefni og grunnvinnu og framkvæmd varðandi kennslu.
Þá hefur minn lesið Íslenska höfunda sem sjálfir þurftu að finna yrðingar þegar Orðabókin og Málvísindareglugerðin, bauð engar lausnir. Við eigum mörg góð orð í dag, sem fyrst litu dagsins ljós í ritum fólks sem þurfti orð til að geta gert sig skiljanleg. Oftar en ekki lífseigari, en þau sem urðu til í nefndum.
Reynslan er sú að ef þú nærð hugtakinu í samvinnu við Málvitundina sjálfa, og í tengslum við sögu eða flot menningarstreymis aldanna, nærðu að hjúpa (Encapsulate) merkinguna. Jafnvel þó orðið sé svo óþekkt meðal þeirra sem lesa eða hlusta, þá grípa þeir merkinguna og samhengið mun fljótar, og ef þeir þurfa útskýringu, dugar ein, eitt sinni.
Svipað og þegar einhver spyr þig að einhverju flóknu, og þú gefur aðeins hálfa útskýringu, og bíður eftir því augnagliti, sem segir allt sem segja þarf. Því ofútskýring drepur gleðina af úrvinnslu hins, sem gerist e.t.v. síðar, eða löngu síðar.
Augnaglit hinnar töfruðu stundar ...
Þeir sem lesið hafa Spennulosanir, vita vel að hér hafa fæðst orð á stangli, ekki til að finna upp hjólið, heldur af þörf, og hafa sum orðin loðað við, og önnur vikið fyrir nýrri, eða síðari slípun.
Þetta held ég að sé ástæðan fyrir að leitar-fídusinn fyrir Spennulosun virkar svo illa í dag --hinhint-- því ég stillti hann af, einmitt til að geta gramsað í hálfgleymdum færslum þar sem hluti þessarar vinnu hefur farið fram. Einnig til að geta tenglað inn í færslur, þar sem afmörkuð efnistök eiga dýpri eða víðari erindi.
Minn á þó glósuskjal með orðalistum, þessarar vinnu, og afrit af öllum færslum, og þess er skammt að bíða að hægt verður að virkja leitarfídus á afritinu. Hér er bara Spennulosun, minn hlakkar eftir að henni verði lokað af yfirvaldinu.
Allavega.
Mig hefur lengi vantað að vinna þá vinnu sem hefst hér: hvaða orð getum við notað, og ef þarf, smíðað?
Hvernig segirðu t.d. á íslensku, í liprum samræðum, enska frasann; The British Empire was famous for it-s Gunboat Diplomacy, a foreign service technique the US empire has copied unreservedly?
Hvernig segir maður svona setningu á Íslensku?
Allir lesendur mínir þrír, já þeim hefur fjölgað um einn á fjórum árum, vita vel hverskyns fúsk er viðhaft, í merkingarrrýni við nýyrðingar, meðal elítunnar. Og hversu stolt efri-stétt landsins er af fúskinu.
Ljóst er að spennandi verður að finna gott orð fyrir hugtakið, og að grautapotturinn vísar á margar frjóar hugmyndir.
... to be continued.
Ah, gleymdi aðal málinu.
Eitt aðal málið í ástands- eða stöðulipurð* (Diplomacy) er að nota tækifæri á borð við hátíðarhöldin í Pekíng, til að gefa ríkisráðsfólki, ástandsfulltrúum og jafnvel þjóðarleiðtogum, tækifæri til að hittast og ræða saman um mikilvæg málefni, EN ÓFORMLEGA, án þess að samskiptin séu örskráð/smáskráð (Minutes), eða opinberar ákvarðanir teknar.
Þessir fundir eru mikilvægustu fundir sem eiga sér stað í milliríkjalipurð, því á þessum fundum geta opinberir aðilar óvinveittra ríkja fundið núningsfleti og samskiptalipurð sem annars eiga sér ekki stað.
Yfirleitt er það þannig, að þeir sem mæta alls ekki, s.s. þegar Churchill bannaði sendiráðsfólki sínu í hlutlausum ríkjum að mæta á óformlega fundi þar sem þýskt sendiráðsfólk mætti einnig, eða þegar Zelenský bannaði starfsfólki síns ríkis að eiga nein opinber eða óformleg samskipti við rússneska kollega sína: eru þeir sem eru staðráðnir í að eiga í stríði og drepa fólk, hvað sem það kostar.
Hver sá sem efast um að núverandi stríðsástand, er vélað af Vestrinu og viðhaldið af því, er hér með settur í Spennulosunarbann.
Úr einu í annað:
Nei; það er sko enginn vélaður Snorraspuni sviðsettur til að smíða hliðvörslu. --elítan
Eða:
Meðan elítan fær þjóðina til að þrefa sín á milli yfir kynlegum kvistum, kemst hún upp með eitthvað annað.
Að lokum: Lesið 4ða kafla Orðskviðanna, allann.
* Þátttaka: þáttaka - minn ritar ekki þrjá bókstafi saman.
* Ástand er einnig Ríki (State, Sate of ...), og þar sem orðabók leyfir hér orðið lipurð, gæti Stöðulipurð verið ágætis orð (sæmilegt, gott, ágætt) því það er nægilega dipló til að geta átt við allar aðstæður ... og beygist ... s.br. hann er stöðu/ástands-lipur í samskiptum milli manna og málefna, rétt eins og erindrekstri ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)