Fimmtudagur, 3. júlí 2025
Trans stríðið
80 % af báráttunni gegn trans dímonum heimsins, var unnin af Riley Gaines. Ef við erum í Helvíti, þá heyrum við ekki af slíkum hetjum, og alls ekki frá Stýrðu Andstöðunni. Sem minnir á annað, sem er enn fyndnanara; hún hefur þreytt Alcatraz sundið! Og ef þú vissir yfirleitt eitthvað, sæirðu hversu fyndið það er.
Var of mikill hroki í dag?
Sorrý.
Allavega - mér finnst fyndið að ekki sé búið að Íslenska -trans- hugtakið. En málvitundin er jú í útlegð hjá Árnadímoni.
Hefurðu heyrt um Radio Alcatraz? Einu sinni var Antivisti sem hætti að vera Antivisti, því hann sá hversu tilgangslaust það var. Hann hét John Trudell, og minning hans mun lifa okkur, en þegar hann var Antivisti var hann aðal röddin hjá Radio Alcatraz.
Riley Gaines og John Trudell, ekki slæmur félagsskapur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 2. júlí 2025
Lýgveldismafían viðurkennir Stalínsríkið
Ekki þarf að segja fleira - varðandi tengda frétt - en það sem þegar kemur fram í fyrirsögninni. ÍsQuislíngar hafa löngu verið afhjúpaðir fyrir hvað þeir eru, hvernig þeir fæddust, hvernig þeir nærast, og þeir göslast áfram belgingslegri með hverju misseri sem líður, að sýna nakta náttúru sína fyrir sakleysingjum og innprentuðum, sannfærðir um að versti dóninn sé mesti öðlingurinn.
Á miðri 20stu öldinni urðu tveir stjórnmálamenn heimsfrægir, fyrir að þeir gátu krafist allra þeirra atkvæðagreiðslsna sem þeir vildu, á ríkisþingum, og þannig pantað þau lög sem þeim sýndist, og varð annar þeirra sérstaklega frægur fyrir að geta pantað þá refsidóma (sýndarréttarhöld) sem hann kærði sig um.
Við höfum verið alin upp við að annar þeirra hafi verið verta illmenni allra tíma, og hinn lítillega varasamur. Sá fyrri var Fasisti og hinn síðari Marxisti.
Það var opinberað fyrir átta árum, að ellefti kafli Opinberunar Jóhannesar - sem er einn af þeim spádómum sem þar til þess hafði aldrei verið túlkaður (aflyklaður) - væri lýsing á heimsátökum Fasisma og Marxisma, á 20stu og 21stu öld. Blóðtakan er rétt að hefjast, og Íslenskir Hitleristar og Stalínistar eru blóðþyrstari en erlendu hýenurnar.
![]() |
Eðlilegt að menn íhugi að beita kjarnorkuákvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. júlí 2025
Er það sem það er
Það er þetta skrítna varðandi Þjóðveldið. Fyrst þegar þú heyrir hugtakið, hugsarðu "eitthvað gamaldags." Næst þegar þú heyrir á það minnst, hugsarðu "eitthvað úrelt og leiðinlegt." Í þriðja sinn sem þú heyrir orðið Þjóðveldi, fattarðu að "Íslenska Ríkið" heitir "Lýðveldið 1944."
Nokkru síðar heyrirðu minnst á Þjóðveldið enn á ný og nú fattarðu að Lýðveldið er Lýgveldi.
Enn líður tíminn og þú heyrir minnst á Þjóðveldið, eða sérð Hvítbláann, og finnur hjarta þitt elska Þjóðveldið, og hugur þinn sniðgengur Lýgveldið og fyrirlítur Lýðveldið, og sál þín gleðst.
Þú ert ekki lengur fanginn*.
Þú veist hver þú ert, hvaðan þú kemur, og hvað verður*.
Þú ert heill.
Þú ert Ást.
Þú útskýrir ekki ást ...
... frekar en Sið.
* Fanginn: What you resist, persists.
* Vættir sáu til þess að lénið "nyttland.is" væri laust, þegar Þjóðveldið var endurreist, á tímum Stafræna Gúlagsins þegar allir slást um markbrennin (Branding). Rétt eins og 2018 þegar skilningur Guðdómlega Sáttmálans var afhjúpaður fyrir öllum jarðarbúum á svipstundu (Instantaneously), eins og meistari Jesú spáði fyrir um, var DivineState.org laust.
You cannot make this shite up. --Someone, Noone
--Ást.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. júlí 2025
-gæðaþrællinn-
Stundum hefur minn verið spurður, af myndarlegum mönnum án sjálfstrausts, "Gaui hvernig ber maður sig að" og eiga þeir við samskipti við [fagrar] konur og [gjafvaxta] stúlkur. Lengi vel vildi minn ekki svara, því hvernig svarar maður fáránlegri spurningu?
Með fáránlegu svari?
Svo prófaði minn að nota eftirfarandi sem staðlað svar; "með aðdáun án girndar" (Admire without desire). Svosem oft er með öryggisskerta myndarlega menn, var gjarnan svarað með "ha" og síðan beðið um frekari útskýringu.
Svo minn fór aftur í fyrstu útgáfu svarsins, að horfa til baka opinmynntur, á hversu kjánaleg spurningin er. En hugsanlega er minn kominn með rétt svar; sjáðu þessa áttræðu í hinni átján og þá átján í þeirri áttræðu.
Ekkert af þessu skiptir máli.
Þó má taka fram að Jeremy Leven orðaði þetta ágætlega í einni af þeim senum sem hann kótaði/reit og leikstýrði með Johnny Depp og Marlon Brando í hinni frábæru mynd hans, Don Juan DeMarco. Mynd sem að mínu mati fjallar ekki um viðfangsefnið, en tilgangslaust er að útskýra það nánar.
Hitt skiptir máli, og vandaðri lesendur Spennulosunarbloggsins bíða í ofvæni; gúmmískórnir umræddu eru komnir í hús.
Loks er það samsæriskenning dagsins: Til eru þrennskonar Gæðaþrælar (Skjalaþrælar*), Opinberir starfsmenn, Einkennisklæddir hermenn og lögreglumenn. Allir þessir ástunda fórnir á Akurþrælum handa Húsþrælum.
Það sem Vilmundur heitinn Gylfason - blessuð minning - uppnefndi Möppudýr.
Úr einu í annað:
Í ljós er að koma, að margt af því sem í dag er eignað Mossad, rétt eins og með margt sem er eignað CIA, er mi56 ... sem er á pari við margt sem við höfum staðhæft undanfarin misseri.
Listinn er ekki tæmandi, en hér eru tvenn nýleg dæmi:
{https://www.rt.com/news/620892-uk-mi6-infiltrated-iaea/
{https://www.rt.com/russia/620885-azerbaijan-zakharova-sputnik-arrest/
Svo er ein sparipilla, fyrir þá dýpstu; varist veitingahús sem bjóða kjötrétti úr kálfskjöti.
Annars allt bara fínt.
* Skjalið er útdregin firring (Abstract alienation, --Marx)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júní 2025
-nákvæmnismæling-
Einn af þeim sem leiddu Covid Antivismann í Ameríku, -nafnisleppt-, lýsti því fjálglega í fyrra, að á tímanum þegar Covid Lýginni var sleppt lausri, var hann að deita [flotta] skvísu sem hafði áhuga á Wikka - en sjálfur er hann Kristinn.
Einhverju sinni vildi hún bjóða honum á Wikka dans úti í skógi í tunglsljósi, ásamt sér og tveim öðrum Wikka skvísum.
Hann ákvað að fara ekki á slíka "illra anda samkomu" og leyfir sér að fullyrða á X að það hafi líklega bjargað lífi hans, þegar við öll hin vitum að hann missti af foursome útískógi við varðeld og tunglskin.
Þannig er Antivisminn, stórklikk.
Útaf fyrir sig er ekkert að því að vera slefandi hálfviti, en að upplýsa það opinberlega á vefsvæði sem allt mannkynið getur lesið! Það eru takmörk á hversu vitlaus maður er.
Já ég veit að ég er líka kjáni, en það eru mörk, og mín kjánalæti eru hönnuð.
Gáfaðir kjánar sjá það ekki, enda viljum við ekki fá þá hingað, og það virkar. Rétt eins og með alla antivistana og samsæraútskýrendurna, sem "uppgötvuðu hjólið" árið 2020 og fóru allir í fýlu þegar reynsluboltarnir í baráttunni hundsuðu þá, rétt eins og almenningurinn sem þeir ætluðu sér að "vekja."
Ekki einn þeirra spurði svo mikið sem illu [sannleiks] vandana sína "akkuru tekur enginn mark á mér" og allir hafa þeir gefist upp á andspyrnunni og enginn þeirra er að fylgjast með hvað er að gerast þessa dagana eða hver fléttan er.
Ha, já, ég er strang-eingyðistrúar og myndi ekki taka þátt í djöflasamkomu, en maður getur Vitnað fyrir hálfnornunum þegar foursome-ið er búið, svo kannski ...
... kannski ekki.
Allavega færi það ekki á bloggið.
... kannski [reynsla], kannski ekki.
Eins og amma sagði einu sinni: Ef sumir væru við suma eins og sumir eru við suma þegar sumir eru á sjó [les. þegar sumir eru fíbbl] væru ekki sumir við suma eins og sumir eru við suma þegar sumir eru á sjó.
Eða kannski ekki.
Hefurðu heyrt um prestmaddömuna sem vígði fermingardrengina við altarið ...
En um nýja líförmerkið - biochip - örmerkið sem virkar svo vel að þú sefur betur!
"You cannot make this shite up."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 30. júní 2025
-mælinálin-
Fyrirbæri á borð við Fyrirframskatta, Zionistaríki, Krabbasprautur og Lygaraplágur eru leyfð af Alheimsvitundinni, til að mæla Siðleysi elítunnar og Siðblindu almúgans.
Dæmi: Allt sem vesturlönd eru að gera undanfarinn áratug, eru fimmfalt stærri glæpir en Nasistarnir frömdu og eftir þeirra uppskriftum.
Þannig virkaretta.
Úr einu í annað.
Undanfarinn áratug hefur dúkkað upp tiltekin minning, kannski fjórum til fimm sinnum, þegar Amma mín gekk inn í Baðstofuna og bankaði létt með fingri á loftvogina. Í hvert sinn hefur minn hugsað, maður mætti nú kaupa sér loftvog.
Síðast þegar þessi minning dúkkaði upp, skrapp minn strax á Vefinn og keypti sér loftvog. Nú er danglað í loftvogina tvisvar á dag, eins og amma gerði, með glotti.
Sama dag og loftvogin kom, skrapp minn á vefinn "vedur.is" til að athuga hverjar loftþyngdar mælingar væru, eða spár, en fann engar upplýsingar. Svo hann skrifaði "stofnuninni" og innti eftir hvort engar slíkar mælingar væru, eins og maður heyrði í löngu veðurfréttunum eftir tíu fréttir í "den tid."
Miði sem fylgdi loftvoginni benti einmitt á að gott væri að grunnstilla loftvogina með þar til gerðri stilliskrúfu aftaná, í samræmi við loftþyngdarmælingar staðværrar (Local) veðurstofu.
Enn bólar á svari frá fræðingunum.
Í dag eru 1003 millibör hér á heiðinni, hefur stigið um fjögur stig síðan á sama tíma í gær.
Í fyrra hætti verslun hér í plássinu að selja gúmmískó, en minn er háður því að nota gúmmí mokkasínurnar með hvíta botninum. Þá sjaldan að skroppið hefur verið til Styttuborgar, hefur ekki gefist tími til að leita að annarri verslun sem selur gúmmískó.
Svo minn hafði skrifað innflytjanda vörunnar, í fyrrahaust, og spurt hvar hér í grenndinni þessi úrvals vara væri í boði og ef ekki, þá í Höfuðborginni. Ekkert svar kom frá heildsölunni, svo minn hugsaði með sér, árans. Maður verður víst að finna sér kommúnistaskó (Strigaskó) eins og allir hinir.
Það er þetta með loftvogina sko; mínum datt í hug að athuga kaupfélögin útá landi! Þau eru jú flest komin með vefverslun og eitt þeirra - sem selur mínum sixpensarann - notar tölvupósterslun. Tvenn pör eru á leiðinni í póstinum, þegar þetta er ritað, en lesandinn verður sjálfur að finna út hvar enn er hægt að kaupa, því minn gæti þurft fleiri pör einhvern daginn.
Spurning hvort maður fengi að mæta í skírnarveislur á svona skóm, því fágætt er jú spari ...
Að öðru leiti mælir minn með því, fyrir allar söludeildir og stofnanir, að ráða Pólverja í almannatengslin. Það er með það eins og önnur störf, þú skilur.
Eins og Buckminster Fuller sagði og við þreytumst seint á að minnast á: Hvað hreyfir mælinn (What moves the needle)?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. júní 2025
Þegar börn kenna börnum
Ríkið á ekki að koma nálægt neinum menntamálum, nema fólk vilji að útvalin afmörkuð "heimsmyndar elíta" heilaþvoi börnin sín. Þar fyrir utan, eina einkunnamatið sem er einhvers virði er; Féll, Stóðst, Ágætt.
Þannig var þetta gegnum aldirnar, þegar menntun var einhvers virði. Að ræða meðalmennsku í þessu samhengi - samanber tengda frétt - er frekar djarft, því fyrst þarf að rísa svo hátt.
Hið eina sem hið opinbera getur siðfræðilega (Ethical) gert varðandi menntun, er að gefa út staðal fyrir þær greinar sem starfsmenn þess þurfa að kunna til að vera starfhæfir á þess vegum. Fólk heldur að Ríkið þurfi að vasast í menntun til að tryggja að fátækara fólk mennti börnin sín, sem er þvættingur.
Fátækt fólk sem hefur aðgang að bókasöfnum, og veit eitthvað um menntastaðla, menntar börnin sín sjálft. Sem er akkúrat málið; um leið og þú samþykkir að ríkið eða kirkjan mennti börnin þín, gerist þú aumingi, svo og börnin þín.
Þetta er einmitt það sem Frímúrarnir Freud og lærisveinn hans Júng, fundu út - og skósveinar þeirra í Frankfúrt skólanum - og gerðu að fræðigrein; ef þú menntar rétt, tryggir þú að elítan vex aldrei til fullorðinsþroska, hvað þá þeir sem hún sér um að temja/skóla.
Grínlaust; hið eina sem er þess virði að læra, er þessi sálfræði, og hún er nú um það bil hundrað ára gömul, fullþróuð, og þér óþekkt með öllu. Nema hvað, frá 325 AD til 1551 AD var þessi sálfræði gjörþekkt fólki sem gaumgæfði (Discerned) ritningarnar.
Eins og eikkur sagði: You cannot make this shite up!
Sem minnir á annað.
Veistu hvernig ESB er opinberlega komið í stríð gegn frjálsri hugsun á Vesturlöndum, hefurðu heyrt um nýúkomna fræðilega skýrslu um það? Hefurðu heyrt samantekt á því hvernig þrjú þverþjóðleg fyrirtæki hafa með nánu samstarfi safnað genaskönnun allra jarðarbúa í miðlægan gagnagrunn í skjóli "Farsóttarinnar" og hvernig þetta tvennt saman, hugarumskurn og genaskönnun er notuð til að afmarka fólk stafrænt jafnvel til aftöku? Hefurðu heyrt eitthvað um hvað var rætt á Bilderberg fundinum í Svíþjóð nú í sumar? Hefurðu heyrt um áherslur varðandi allar þessar þrjár spurningar - sem vega beint að lífi þínu og barna þinna, meir en Veiðigjöldin - varðandi Hnattræna Stafræna Gúlagið, eða hvernig Rússar og Vesturlönd vinna í "Lockstep" með þetta stórfenglega hnattræna fangelsi?
Ræður hugur þinn og vitund við hlaðna efnisgrein?
Vissirðu að þetta var allt vitnað um fyrirfram, og það vandlega? Sértu siðblindur skiptir það þig engu, sértu siðlaus fagnarðu því. Sértu gaumgefinn, segir það þér eitthvað að Guð* sendi tímanlegan vitnisburð (Vitjunartími, Reckoning).
Ekkert um neittafessu? Ekki einu sinni hjá Antivistunum, Aðgerðafólkinu (Activists) eða Samsæraútskýrendunum (Constpiracy Theorists), eða öðrum í Stýrðu andstöðunni? Tókst að nota hin og þessi stríð og hinar og þessar sándbæta klippur með Trömp til að halda þér við Svæpið og Snjalltrippið?
Hefur menntunin þín ekki kennt þér neitt?
Manstu þegar 82 % best menntuðu þjóðar heims (og 64 % heimsbyggðar) mætti í röðina að taka við sprautunum og gerði grín að konunni sem varaði þungaðar konur við? Manstu hversu hátt hlutfall fósturskaða og andvana fæðinga kom í kjölfarið?
Fattarðu hvað það merkir að skatturinn er hirtur af þér með sjálfvirku kerfi áður en þú færð launin þín, eða hvað eignaskattar eru? Ah; eru réttlætingar fyrir siðleysinu í hausnum á þér, og þú samt ekki siðblindur?
Öflug menntun, atarna! Fullkomlega vel heppnuð.
* Hvaða Guð?
![]() |
Allir steyptir í mót meðalmennskunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 28. júní 2025
Dystópía algrímsins helga
Viðhengd frétt er meitlaratákn, til að minna hina Múgsefjuðu, á táknmáli og veiða þeirra þegjandi samþykki, að þeir borga ekki skattinn sjálfkrafa, heldur vinnuveitandann innheimtu-milliliðu, svo þeir borga (með góðu eða illu) áður en þeir fá launin.
Fyrirfram greiddur skattur, rétt eins og eignaskattar: Merkir á mannamáli; þú ert eign. Elítan er aðeins að grobba sig af gjörninginum. Veistu hvað "G" merkir í meitlara tákninu?
Golems, Gargoyles and Ghouls in the Garden of the Gorgon.
Grínlaust.
... og nú síðast "The Digital Gulag."
Hugur þinn og sál, girt af í góli hins gjörða galdurs, geispandi sjálfsfrygð, gasprandi gjólandi fleipur.
Úr einu í annað.
Veröldin okkar, sem er í dag Útópía raungusegða, dulbúin Dystópía, hefur engin Íslensk hugtök hér á Fúsklandi. Svipað og þegar elítan ræðir Valdstjórnina s.s. glæpi gegn valdstjórninni, en það er "Regime" á útlensku, þegar þau meina stjórnvöld (Authorities), í heimi þar sem valdstjórn merkir í raun Rogue State, þ.e. þjóðríki sem ekki fylgja alþjóðalögum.
Stórastamúgsefjunarland er eina "ríkið" í heiminum þar sem CIA þarf ekki að gera "Regime Change" og þarf ekki að íslenska hugtakið "Rogue State:" Villingavaldstjórn!
Við höfum áður rætt að engin orðræða á Íslandi, í það minnsta síðan 1944 þegar "Lýgveldið" var vélað, hefur rætt Ríkissmiðju (Statecraft) og enginn penni né ræðumaður á landinu hefur notað hugtakið Ríkisráðsmaður (Statesman); því Íslenska Ríkið, er ódýrt djók og menning þess dáin.
Stórasta Mögginsþjóðin hefur engan grun um neitt af því sem færslan dregur fram, engan skilning, ekkert innsæi, enga vitund, ekki neitt.
--Strau left fyrir Villingavaldstjórn, Strau right fyrir Fúskland
Annars bara allt fínt. Sé eftir að hafa skrifað um bananaköku samsærið; engin bananakaka þessa vikuna. Gáði í gær og aftur í dag!
Samsærisgreiningar eða samsæriskenningar?
e.s. 13:26: (lánað að hluta)
Heilagur Algrímur og fyrirframgreiddi skatturinn, og "leigan af eigin eign" (eignagjöld).
Elítan elskar okkur.
Ást er ekki ókeypis.
![]() |
Fólk byrjar að vinna fyrir launum sínum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júní 2025
Elsku elítan stendur vaktina
Það væri stórskaði fyrir Þjóðarfyrirtækið og stafræna gúlagið ef fólk færi að veiða krabbadýr við strendur landsins, í leyfisleysi og framhjá auðlindagjaldinu. En Elítan stendur vaktina og passar okkur. Stafræna paradísin innleidd hraðar en hugur rær, auðkennis-húðflúrin á leiðinni, með snjallnemum og nákvæmu eftirliti.
Ekki? Hefurðu ekki fylgst með, Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna var að tilkynna að innan fimm ára yrðu allir komnir með innbyggða gagnasöfnunar lausn, Gúgúl er að klára auðkennis-húðflúrið, og stolt af.
Allir eru með nefið í snjallsímanum, borga vörurnar með snjallúrinu, horfá á snjallfréttir, Skatturinn afgreiðir skattskýrsluna sjálfkrafa - hvort sem þú staðfestir eða ekki - launagreiðendur innheimta skattinn áður en þú færð launin.
Þú ert hamingjusamur, fullsprautaður, og veist það.
Þú umfram allt, fattar ekki hversu óheilbrigð og dystópísk viðhengt frétt er, og það er gott. Þú átt ekki að fatta það.
![]() |
Gripu krabbaþjófa í Geldinganesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 26. júní 2025
-smiðshöggið-
Stórasta kommúnistaríki allra tíma, Íslenska Lýgveldið, hefur ekki aðeins strokað út huga "þjóðarinnar" með heilaþvottavél Ríkisins, heldur stefnir á að skera burt rótina svo hugurinn vakni aldrei aftur.
Meira svona.
![]() |
Telur samræmt námsmat nauðsynlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)