Sunnudagur, 12. október 2025
Hvar er Kiljankvissið?
Mjög einfalt að fá fólk til að lesa Laxness - þótt Þórbergur væri betri, og Jochum "Skuggi" enn betri (Priscian). RÚV standi fyrir spurningakeppni, meðal framhaldsskólanema, úr ritverkum og verðlaunin séu a) Hnattreisa á 80 dögum, b) skólagjöld í erlendum Háskóla í eitt ár og b) ritverkasafn.
Fyrir áhugafólk um lögspeki: Skilgreindu [lagalegt] Hatur annars vegar og b) [irreducible] Corporate Persónu* hins vegar. Ef þú nærð að svara þessum tveim, fattarðu að í Heiminum hafa engin lögmæt lög verið til síðan 1920, og þá skilurðu hnattræna Siðfallið.
* Nennti ekki að Íslenska hugtakið Corporotate Persona, né heldur Irreducible.
|
MH-ingar um Laxness: Þetta er ekki fyrir alla |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |



diva73
ingolfursigurdsson
biggilofts
leifurl
magnuss
mofi
fullveldi
tankur
bofs
sylviam
jonasg-egi
heimssyn
tilveran-i-esb
formannslif
fiski
juliusvalsson
maggimur
undirborginni






Athugasemdir
En hver les Guðmund Daníelsson, þjóðskáldin, Gunnar Gunnarsson, Guðmund Hagalín frænda minn, eða Guðmund Kamban?
Guðmundur Kamban var algjör snillingur. Í leikritinu Marmari fjallar hann um það hvernig mestu snillingarnir geta verið ofsóttir sem afbrotamenn. Hann dó einnig virðingarverðum dauðdaga fyrir rangar sakir sennilega.
En Arnaldur, Yrsa, og allir þessir nútímahöfundar, þetta er verið að fjalla um nútímalíf á sama hátt.
Fólk gerir ekki lengur greinarmun á klassískum bókmenntum, ruslbókmenntum og gæðabókmenntum.
Ingólfur Sigurðsson, 12.10.2025 kl. 19:46
Góð hugmynd Guðjón, -en kannski ekki nógu mikill nútími í henni enda í honum engin áhugi fyrir íslensku, -hún er nú svona meira metin skaðvænleg.
Staðlaður veruleikinn stytti framhaldsskólana um eitt ár fyrir 10 árum, eða svo, þá datt út félagslegi þátturinn, kemur víst ekki námi við, -og bara engum.
Það að hafa staðlað framhaldskólana samkvæmt kröfum viðskiptaráðs skilur lítið eftir fyrir skáldin, -og voru það ekki skáldin sem sköpuðu skaðræðis tunguna?
Auk þess gæti svo orðið að ef svona Kiljankvissi væri ekki svarað samkvæmt staðlinum þá gæti það verið metið á pari við upplýsingaóreiðu, -og ekki viljum við hana á RÚV, -er það?
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 12.10.2025 kl. 20:23
Takk fyrir innlitið, félagar, og frábærar athugasemdir. Nottla ættum við að leggja Íslenskuna niður, það er eina leiðin til að vekja áhuga á henni.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 13.10.2025 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning