Deyjandi málvitund

Tengd frétt - um eityngd börn - fær mann til að velta fyrir sér Pre-Priori kenningu Noam Chomsky - því ekki er sannað að málvitund sé sprottin úr efnishyggju heilabúsins. Verulega áhugavert, þeim sem hafa dýpt til að grípa: Því dáin málvitund, er afleiðing dáinnar menningar.

Sjá einnig athugasemd próffans sem vill að ríkið bjargi túngunni (á FB). Gaurinn sem vill að börn séu neydd til að lesa Laxness frekar en Þórberg!

En hvað með Skugga; þú getur hvorki lesið hann né skilið, sem var betri Íslenskumaður en Dóri og Tobbi, nema elska málvitund þína og rætur!

Hann kennir þér að kveða niður [stofnana]drauga og [reglurjáfa]kára!

Í nýlegum samræðum - í pottunum - rifjaði fólk upp þegar Bítlakynslóðin gat af sér Rúnar Júl og Bjögga - að þá var Íslenskan á verri stað en nú, eða í byrjun síðustu aldar, þegar allir málsmetandi Íslendingar töluðu dönsku á sunnudögum, eða hvernig öll rit Íslendinga fyrstu fjórar aldirnar rituðu á dönsku - að eigin mati.

Samanber: Kristján Rask bjargaði Íslenskunni. Danir björguðu handritunum. Breskur Lord bjargaði Íslenska hundinum. Aðfluttur indverji - líklega afkomandi Jóns Indíafara - bjargar okkur frá [alþjóða] feminístunum. ESB og Nató geyma landið í skónum sínum, og snjallkerfin greind borgarans, og Larry Ellison og Bill Gates genin hennar.

Lengi lifi Stórastamöggins!

Eitt sinn var ég á þeirri skoðun að leggja bæri þjóðtúnguna niður og taka upp ensku í staðinn. Seinna féll ég fyrir henni og hef gaman af að notana, en í dag er ég aftur kominn að upphafinu. Eina leiðin til að meta þetta dána túngumál - fúskmenningar og Árnadímons - er að leggjaða niður.

Þannig næst að kveða niður drauginn og meta hvort málvitund okkar sé þess virði að vera glædd á ný. ... og ekki í fyrsta sinn!

Hefurðu aldrei heyrt um Pre Priori kenninguna? Tókum það fyrir í Arkívinu, á sínum tíma, ætti kannski að endurnefna Arkívið, Vitnisburðinn.

 

 

 


mbl.is Eityngdum börnum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband