Boðorðin tíu sem við þekkjum öll - sem aldrei voru skrásett

1. elska skaltu elítuna með sköttum þínum og blóði þínu.

2. þú skalt ekki aðra elítu hafa en þá sem kúgar þig

3. gefa skaltu elítunni það besta af öllum börnum þínum.

4. elítan elskar þig og allt sem þú átt og elska skaltu elítuna með öllu þínu og lífinu þegar hún þarfnast þess.

5. efist þú um elítuna og sannleika hennar, ertu veikur af öfgakenndum, samsæriskenningum og öðrum óreiðuskoðunum - sem er hatur og elítulast og má refsa með útskúfun.

6. virða skaltu allar stofnanir allra elíta, s.s. ríkið og stofnanir þess, alþjóðasamkundur og stofnanir þeirra og musterin (vísindaskólana) sem vita allt best, að viðlagðri útskúfun af félagslífi og vinnumarkaði.

7. hata skaltu alla þá sem elíta þín hatar og fyrirlíta slíka af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni.

8. trúa skaltu allri visku sem elíta þín gefur þér og haldir þú hana vitleysu, er það því að þú ert viskuraskaður og þarft að leita þér greininga og úrræða.

9. forðast skaltu að afla þér þekkingar og skilnings hjá þeim sem ekki sitja við allsnægtaborð elítunnar og þeirra sem hún blessar og kannast við.

10. aldrei máttu efast um þær "tilviljanir" sem raska ró elítunnar, eða hvernig þær eru tilkomnar, nema elítan segi annað.

Loks er það ellefta boðorðið (11:11): þú mátt tjá efasemdir um öll þessi boðorð, svo fremi þú munir að "aðgát skal höfð í nærveru elítunnar."


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fanta góður Guðjón, -ef fólk hefði haldið sig við boðorðin tíu, þessi sem meitluð voru í stein, þá væri elítan okkar ekki til.

Öll lagagerð síðan hefur verið til að fara í kringum boðorðin tíu, -þessi sem meitluð voru í stein á fjallinu helga.

Og nú sitjum við uppi með nákvæmlega þessi sem þú tíundar hér og einu betur.

Sorglegt að ekki skuli vera hægt að hitta naglann betur á höfuðið.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 17.9.2025 kl. 16:23

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mæltu manna heilastur, kæri Magnús. Það er einmitt það sem þú bendir á, og ég hrekki fólk stundum með, hvað er ekki í Boðorðunum frá Fjallinu Helga; engin elíta og engir skattar, og enginn her. Og það ríki stóð í 434 ár, og var verndað meðan fólk vildi búa við það.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 17.9.2025 kl. 18:04

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... því stundum er það sem er ekki nefnt, uppfyllingin sem heldur öllu saman.

... eins og Leonard Cohen benti á þegar hann saung: "there is a crack in everything, that is how the light gets in."

Guðjón E. Hreinberg, 17.9.2025 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband