Viðauki (Supplemental) á viðbót (Addendum)

Á dögunum hélt Kínverska Alþýðulýðveldið mikla hátíð með hersýningu, í Pekíng, og fleiri viðhafnir voru víðar í sambandsríkinu - en Kína er í raun fimm ríkja ríkjasamband. Hátíðin var einföld, að fagna því að átta áratugir eru liðnir síðan innrásar hersveitir Japanska Keisaraveldisins - sem barist hafði samhliða Nasistum Hitlers og Fasistum Mússólínís - voru sigraðar.

 

 

Fyrir Vesturlönd, sem hafa gortað sig af í átta áratugi, að hafa sigrað Nasistana og Fasistana, mætti ætla að væri tilefni til þáttöku*. Svo var ekki, því öfgagóða Vestrið var of gott til að mæta.

Eftir þessu var tekið af rýnendum og stjórnmálafólki um allan heim.

Við á Íslandi eigum fá orð fyrir Erindrekstur og Sendimennsku - Diplomacy - rétt eins og hugtakið Ríkisráðsmennska (Statesman), Ríkissmiðja (Statecraft) og Lagasmiðja eða Lögspeki (Lawforges/craft & Legal-philosophy) eru ekki til í neinum Íslenskum ofur-orðræðum.

Stóra ensk-íslenska segir um þetta efni:

Diplomacy: 1. ríkiserindrekstur. 2. snilld og þekking í öllu er varðar ríkiserindrekstur. 3. kænska, ráðsnilld, útsjónarsemi. 4. lipurð, háttvísi, nærgætni í samskiptum við aðra.

Diplomat: 1. ríkiserindreki, diplómat. 2. háttvís, lipur og nærgætinn maður.

Diplomatic: 1. sem varðar ríkiserindrekstur og samskipti milli ríkja; diplómata: the diplomatic service, utanríkisþjónusta [(Foreign Service)]: diplomatic passport. 2. lipur, háttvís, nærgætinn: a diplomatic policeman; a diplomatic answer. 3. sniðugur, kænn, útsjónarsamur.

Ljóst er að hér vantar frjósemi, og e.t.v. að inna hina vitru málvitund, sem Dímoninn Árnastofnun hefur af meinfýsni hulið sjónum okkar.

Íslenska orðabók AB segir um þetta efni:

erilsamur: fyrirhafnarmikill, ónæðissamur.

erinda: reka erindi.

erinda-flutningur: flutningur fyrirlestra, -gerð: verkefni eða málaleitan sem annast er við annan. -skipti: það að skiptast á orðsendingum (einkum milli ríkja).

erinda, erindis, (örna): erindagerð: eiga erindi til einhvers, úlfur rekur annars erindi, sá maður sem rekur erindi annars af ótrúmennsku, ganga örna sinna hægja sér, gera sér til erindis, eða hafa erindi að yfirvarpi (heimsókn), ekki erindi sem erfiði (fara fýluför). 2. skilaboð, 3. fyrirlestrar (útvarps). 4. málaleitun, tilmæli (til þings eða annarra), orðsending (milli ríkisstjórna). 5. vísa (í kvæði). 6. útöndun, öndunarhlé; einhvern þrýtur erindið (getur ekki lengur haldið niðri andanum).

erindis-bréf: bréf um réttindi og skyldur fulltrúa eða starfsmanns. -laus, erindlaus: án sérstaks erindis. 2. án árangurs. -erindisleysa: fara erindisleysu eða án árangurs. -lok: árangur af erindrekstri, málalok.

erind-reki: sá sem rekur erindi, sendimaður, sendill, umboðsmaður, ferðast í erindagerðum aðila t.d. fyrir samtök, ríki, stofnanir, einstaklinga, félög.

Samheitabók Þ.Þ/H.Í. bætir engu við, nema hugsanlega útása, fyrir erindi og erindrekstur. Og því einu við sendimennsku, snúningur, eða snúast.

Hér má rifja upp að allur erindrekstur og sendimennska, krefst siðstýringar en siðstjóri (Master of Etiquette), er hirðsiðameistari, öfugt við Coquette sem eru daðurreglur/daðurhefðir) er sá sem veit rétt orðaval, hegðun og stigun í opinberum milliríkjasamskiptum.

Ég vil taka fram, að ég hef engan áhuga á nýyrðasmíði, sem slíkri, en ég hef átt núning við nýyrðasmíði Íslenskrar Málnefndar SKÝ, og afurð þeirra Íslenska Tölvuorðasafnið, varðandi ritun á kennsluefni og grunnvinnu og framkvæmd varðandi kennslu.

Þá hefur minn lesið Íslenska höfunda sem sjálfir þurftu að finna yrðingar þegar Orðabókin og Málvísindareglugerðin, bauð engar lausnir. Við eigum mörg góð orð í dag, sem fyrst litu dagsins ljós í ritum fólks sem þurfti orð til að geta gert sig skiljanleg. Oftar en ekki lífseigari, en þau sem urðu til í nefndum.

 

 

Reynslan er sú að ef þú nærð hugtakinu í samvinnu við Málvitundina sjálfa, og í tengslum við sögu eða flot menningarstreymis aldanna, nærðu að hjúpa (Encapsulate) merkinguna. Jafnvel þó orðið sé svo óþekkt meðal þeirra sem lesa eða hlusta, þá grípa þeir merkinguna og samhengið mun fljótar, og ef þeir þurfa útskýringu, dugar ein, eitt sinni.

Svipað og þegar einhver spyr þig að einhverju flóknu, og þú gefur aðeins hálfa útskýringu, og bíður eftir því augnagliti, sem segir allt sem segja þarf. Því ofútskýring drepur gleðina af úrvinnslu hins, sem gerist e.t.v. síðar, eða löngu síðar.

Augnaglit hinnar töfruðu stundar ...

Þeir sem lesið hafa Spennulosanir, vita vel að hér hafa fæðst orð á stangli, ekki til að finna upp hjólið, heldur af þörf, og hafa sum orðin loðað við, og önnur vikið fyrir nýrri, eða síðari slípun.

Þetta held ég að sé ástæðan fyrir að leitar-fídusinn fyrir Spennulosun virkar svo illa í dag --hinhint-- því ég stillti hann af, einmitt til að geta gramsað í hálfgleymdum færslum þar sem hluti þessarar vinnu hefur farið fram. Einnig til að geta tenglað inn í færslur, þar sem afmörkuð efnistök eiga dýpri eða víðari erindi.

Minn á þó glósuskjal með orðalistum, þessarar vinnu, og afrit af öllum færslum, og þess er skammt að bíða að hægt verður að virkja leitarfídus á afritinu. Hér er bara Spennulosun, minn hlakkar eftir að henni verði lokað af yfirvaldinu.

Allavega.

Mig hefur lengi vantað að vinna þá vinnu sem hefst hér: hvaða orð getum við notað, og ef þarf, smíðað?

Hvernig segirðu t.d. á íslensku, í liprum samræðum, enska frasann; The British Empire was famous for it-s Gunboat Diplomacy, a foreign service technique the US empire has copied unreservedly?

Hvernig segir maður svona setningu á Íslensku?

Allir lesendur mínir þrír, já þeim hefur fjölgað um einn á fjórum árum, vita vel hverskyns fúsk er viðhaft, í merkingarrrýni við nýyrðingar, meðal elítunnar. Og hversu stolt efri-stétt landsins er af fúskinu.

Ljóst er að spennandi verður að finna gott orð fyrir hugtakið, og að grautapotturinn vísar á margar frjóar hugmyndir.

... to be continued.

Ah, gleymdi aðal málinu.

Eitt aðal málið í ástands- eða stöðulipurð* (Diplomacy) er að nota tækifæri á borð við hátíðarhöldin í Pekíng, til að gefa ríkisráðsfólki, ástandsfulltrúum og jafnvel þjóðarleiðtogum, tækifæri til að hittast og ræða saman um mikilvæg málefni, EN ÓFORMLEGA, án þess að samskiptin séu örskráð/smáskráð (Minutes), eða opinberar ákvarðanir teknar.

Þessir fundir eru mikilvægustu fundir sem eiga sér stað í milliríkjalipurð, því á þessum fundum geta opinberir aðilar óvinveittra ríkja fundið núningsfleti og samskiptalipurð sem annars eiga sér ekki stað.

Yfirleitt er það þannig, að þeir sem mæta alls ekki, s.s. þegar Churchill bannaði sendiráðsfólki sínu í hlutlausum ríkjum að mæta á óformlega fundi þar sem þýskt sendiráðsfólk mætti einnig, eða þegar Zelenský bannaði starfsfólki síns ríkis að eiga nein opinber eða óformleg samskipti við rússneska kollega sína: eru þeir sem eru staðráðnir í að eiga í stríði og drepa fólk, hvað sem það kostar.

Hver sá sem efast um að núverandi stríðsástand, er vélað af Vestrinu og viðhaldið af því, er hér með settur í Spennulosunarbann.

 

Úr einu í annað:

Nei; það er sko enginn vélaður Snorraspuni sviðsettur til að smíða hliðvörslu. --elítan

 

 

* Þátttaka: þáttaka - minn ritar ekki þrjá bókstafi saman.

* Ástand er einnig Ríki (State, Sate of ...), og þar sem orðabók leyfir hér orðið lipurð, gæti Stöðulipurð verið ágætis orð (sæmilegt, gott, ágætt) því það er nægilega dipló til að geta átt við allar aðstæður ... og beygist ... s.br. hann er stöðu/ástands-lipur í samskiptum milli manna og málefna, rétt eins og erindrekstri ...


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband