Fimmtudagur, 28. ágúst 2025
Skuggabaldrar
Í Súdan geisar hræðileg borgarastyrjöld, en þú finnur nærri ekkert um það í fréttum, og ef þú fylgist með Úkraínu og Gaza með því að hlusta á ýmsa rýnendur (Commentator) á vefmiðlum s.s. YouTube heyrirðu heldur ekkert á það minnst.
Súdanska stríðið skiptir þó jafn miklu máli og hin tvö, og ættu ástæðurnar að vera augljósar. Það eru fleiri stríð í gangi og hótanir um enn fleiri. Á dögunum sendi Bandaríski flotinn fáein stríðsskip og kafbát upp að ströndum Venezuela, og var gefið í skyn í Washington að 4000 landgönguliðar (Marines) um borð, væru líklegir til strandhöggs.
Þegar við minnumst á rýnendur, þá eru margir þeirra vitringar með reynslu, en það breytir ekki rörsýn og persónulegum sjónarhornum, sem er aldrei gott þegar menn rýna. Allir þeir sem minn hefur hlustað á eða lesið, varðandi Venezúela útspilið, eru með gorgeirinn og siðapostulann fastann í kokinu, en enginn þeirra minntist á hvað flotinn var að gera.
Því Venezúela - sem er víðfemt* og erfitt land með á fjórða tug milljóna borgara - hefur ítrekað hótað undanfarin tvö ár, að hefja innrás í Guyana og taka þar fjöll með gullnámum og strandhéruð með gaslindum, sem þeir hafa hótað að taka með hervaldi allar götur aftur til 1898, og telja réttmæta eign sína.
Bandaríkin hafa hins vegar síðan 1899 lofað fyrst Bretum og síðan Guyana, að engin verði innrásin. Samtímis þessu er einn aðal varnagli Bandaríkjanna, sem heldur aftur af endurrisi Nýju Granödu, Kólumbíska leppríkið, að brjóta utan af sér suma þá pólitísku dróma sem Washington hefur sært það og hlekkjað.
Tveir stærstu vandar Bandarískrar utanríkisstefnu, er annars vegar Nýja Granada, sem var til í fáein ár eftir frelsisbaráttu Bólivars og Hugó Chavez reyndi að endurvekja, þegar Venezúela, Kólumbía, Panama og Ecuador voru eitt Sambandsríki, sem átti möguleika á að verða jafn öflugt í Suður Ameríku og Brazilíska sambandsríkið er í dag. Hinn vöndullinn er ósýnileg flétta, Kúba, Hispaníóla, Jamaíka, Púerto Ríco og Dönsku Vestur-Indíur sem nú heita Bandarísku Jómfrúareyjar, sameinist einnig í Sambandsríki Karabíska hafsins.
Allt vesenið í Haíti, tengist þessu síðasta, svo og spurningum varðandi lögmæti (Lawfulness) á Lúísíana kaupunum á sínum tíma, og loks því sem Laxness ræddi varðandi frelsið í brjósti þrælsins, sem getur brotist út á ýmsa vegu, en Haítí er einmitt suðupotturinn sem getur umbreytt öllu þessu svæði í hraunflæði.
... og nú vitum við hvers vegna Púertó Ríkó, sem hefur hæsta hlutfall kjósendaþáttöku í heiminum, hefur ítrekað hafnað í Þjóðaratkvæði (Referendum) að verða Bandarískt Ríkjafylki!
Ef þessi tvö sambandsríki rísa á ný, óttast valdamafía Washington að stórveldi Ljósaborgar Winthrops (Shining City on a Hill), verði aðeins eitt kerti af fleirum, í Nýja heimi (Vesturálfu), og gæti jafnvel liðast í sundur.
Mjög mikil orka fer í þetta, t.d. höfum við áður bent á að óttast er að gamla Oregon Count[r]y rísi á ný, þ.e. Oregon, Washington, Idaho, British Kólumbía og Alberta, jafnvel Saskatchewan, yrðu nýtt Sambandsríki, en aðskilnaðar (Cecession) hreyfingar í öllum þessum ríkjum eru öflugar, sérstaklega í Oregon, Alberta og BrKól. og þá ekki síst í kjölfar Covid áranna og hefur forystan færst frá BrK. yfir til Albertu.
... hér væri gaman að finna út hvað sé að frétta af Patrick James King, sem í það minnsta Antivistar ættu að vita hver er.
Hvað hefur þetta að gera með Súdan? Erfitt að segja til um, en margar fylkingar berjast þarna og sumar þeirra eru styrktar af Írönum og Pakistönum. Þá er Egypski herinn svo upptekinn af þessum átökum að hann þorir ekki að leysa Gaza flækjuna þó svo allt herráðið og allt liðsforingjagengið vilji það. Þá tengist þetta stríðinu sem næstum skall á fyrir fimm árum á milli Egypta/Súdan annars vegar og Eþíópíu hins vegar, og einnig baráttunni um Vatnsrétt Nílar, Blánílar og Hvítnílar, sem deilt hefur verið um síðan 1880 á þessu svæði, og sérstaklega síðan Bretinn fór af svæðinu fyrir fimmtíu árum. Deila sem rauk upp þegar New Renaissance stíflan og virkjunin var reist í Eþíópíu.
Þá er stór spurning hvað Pún/Erítra ætlar sér og hvort Pún sé enn hluti af Shaba stefnunni sem Yemen aðhyllist, sem er aðeins fjögur þúsund ára gömul utanríkisstefna --hinthint-- og þá er spurning hvað gerist í átökunum á milli Ítölsku og Bresku Sómalíu - eða Sómalíu og Sómalílands, en eins og allir vita er Eþíópía upptekin með fókusinn þar ... allt að gerast ... og loks eru það allir góðmálmarnir á svæðinu ... og viti menn Bandaríski flugherinn er í sífellu að varpa sprengjum á stór svæði þarna, en til að drepa hvern? ... og hvernig stendur á því að Ísraelskir vogunarsjóðir svo til eiga Rúanda, Búrúndí, Úganda og hálft Kenýja, og hvers vegna hefur Breski herinn verið að magna upp veru sína á svæðinu?
Jafnvel Eurocorps Úrsúlu frk. Leiðinleg er með flotadeild úti fyrir ströndum!
Þú getur treyst einu; Vesturlönd eru með skítugar krumlurnar þarna, en því miður finnast fáar góðar greiningar á þessu skrítna stríði, sem hefur þó gárandi og flóandi áhrif á öll hin stríðin!
Sem minnir á það sem minn vildi ræða.
Margir tjá sig um Úkró stríðið þannig að einsýnt sé að Rússneski herinn geti ekki rassgat, því hann sé fastur í forarvilpu í Austur Úkraínu, og því greinilega ófær um að klára verkefnið. Þeir hinir sömu vilja ekki ræða að 1,7 milljónir ungra manna og kvenna Úkraínumegin eru nú dáin, og fullyrða að Rússar hafi misst þrefalt fleiri.
Ekkert af þessu skiptir máli; það á að leysa málin með samkomulagi, samningum, samræðum, og málamiðlunum og Erindrekstri (Diplomacy) en ekki gorgeir og ofbeldi. Hér er hlutleysi, aðall okkar Íslendinga. Mér er sama hversu margir hafa dáið báðu megin, enginn átti að þurfa að deyja.
Einn eru of margir!
Ef fullyrðingar Kiev og Moskvu um dána og örkumla eru teknar saman, og meðaltalið tekið, þá eru hátt í þrjár milljónir dánar, og það skagar upp í alla þá sem dóu 1914 til 1918, stríðinu sem átti að verða síðasta stríðið!
Margir þeir sem fullyrða að Rússar geti ekkert, og sönnunin sé sú hversu seint þeim sækist, virðast hafa eftirfarandi viðmiðanir. Hvernig Önnur Heimsstyrjöldin 1939 til 1945 var háð, hvernig Íraksstríðin 1991 og 2003 og hvernig Chechnýju stríðin tvö 1991-1999 voru háð.
Best er að spyrja þessa besservissera spurninga. Hvernig fara Borgarvalsbrögð (Urban tactics) fram, hvað er Skotgrafahernaður (Trench Warfare), hvernig voru Tyrknesku skærurnar í Kúrdahéruðum Íraks og Sýrlands háðar 2018 til 2021, en umfram allt hvernig fór Armeníu-Azerbaijan stríðið fram 2020 og hvað var samtímis - en skylt - að gerast í Líbýju?
Geti þeir ekki svarað þessum spurningum [og sæmilega] - en sú síðasta er sú stórasta - hafa þeir ekkert að segja, og hafa aldrei flett upp hugtakinu Langtímamarkmið, skilja þaðan af síður hvernig Heimsveldaátök fara fram eða hve marga áratugi slíka spanna [yfirleitt].
Sem minnir mig á annað. En ég minnist oft á Erdógan í samræðum við besservissera og önnur vizkustykki, til að kanna viðbrögðin. Þau eru ávallt samkvæmt Duran bræðra uppskrift. Að viðmælanda líkar ekki við Recep Tayyip Erdógan og að sá vafasami kúnni vilji endurreisa Óttómanska heimsveldið - sem gefur í skyn að það væri voðalega slæmt. Miklu verra en hið Angló-Ameríska!
Sem merkir að viðkomandi hefur nákvæmlega enga þekkingu á umræðuefninu. Svo maður brosir, kinkar kolli, léttspjallar, nýtur mómentsins og snýr sér að öðru þegar mómenti líkur. Þó má stundum hrekkja með einni spurningu, vissir þú að fimmtungur (19 %)* Tyrkneskra borgara (15 millj.) eru Kúrdar og sáttir við Tyrkneska Ríkissmiðju og taka þar þátt í kosningum og lagasmiðju?
Viti menn; það eru einmitt kúrdahermenn í tyrknesku hersveitunum sem berjast gegn nátó-fjármögnuðum kúrdaskæruliðum! Svo hvað óttast Angló-Ameríska heimsveldið, og hvað er Mi6 að gera á svæðinu einmitt núna, t.d. í Bakú, og hvernig ýtti það við Moskvu?
Kvöldkyrrð (Crickets). Engar greiningar. Eintómur gorgeir og tuð.
Sorglegt, því við sem höfum gaman af að vita stöff, viljum ræða við [og hlusta á] fólk sem finnst gaman að vita stöff, og útskýra hvað það hefur lært, en ekki leikbrúður, bergmálsbjöllur og sviðsskríplur.
Óttómanska snúninginn og Erdógan höfum við rætt vandlega í Arkívinu, og sérstaklega í ljósi þess hvað raunverulegt heimsveldi er og þá höfum við notað dæmi um hvernig hið Býzanska vék í raun ekki fyrir hinu Óttómanska heldur umbreyttist, sem er mjög áhugavert lögspeki og lögvitundar dæmi.
{
Íslendingar voru, árin 930 AD til 1662 AD fremstir meðal allra þjóða, varðandi lögspeki og lögvitund. Frumspekitækni sem nú er skrúbbuð úr Þjóðarvitund allra Íslendinga, en örfáir Herúlar forðað glóð í dulösku.
Í Arkívinu er m.a. greint hvernig Íslenskir bændasynir, sem sendir voru til mennta í Evrópu, þessar aldir, höfðu áhrif á samnemendur sína og þær gárur sem það vakti. Gárur sem meitlarar launhelga og vitundarvélráða óttast, og hafa ódulið unnið gegn!
Já, þú ert að fatta fróma óreiðuröskun: Heimsveldi er hugsun.
}
Sem minnir á að undanfarna daga hafa vandaðri greinendur aukið rýni sína á Albíoníska flötinn á öllu því sem er í gangi, en það er gamla Raleigh Átakatæknin hennar Betu fyrstu, og stöku rýnandi er byrjaður á rýni í aldatýpur (Ancient/Historical Archetypes) í tengslum við alþjóðamálin, sem er mjög áhugavert stöff, ekki síst fyrir að bæði þessi atriði, Albíon flöturinn og fornar-helgitýpur er efni sem minn fór djúpt í þegar Arkívið var hljóðritað - og ekki síst "mystical-entities" vinnan[, sem að mínu mati hefur gert sig].
Hér viljum við þó minnast á rannsóknarvinnu Oswald Spengler, Mircea Eliade og Georg Hegel, oní fornar helgitýpur og frumspeki menningar; efni sem þessi misserin hefur verulegt vægi, og Arkívið fjallaði vandlega um.
Þetta er soldið eins og með Mexíkönsku glæpahringina* (Cartels). Allir vita sem nenna smágrúski, að CIA, og forverar þess frá 1850 til 1948, bjuggu þá til, og viðhalda þeim með ýmsu móti, því þeir eru aðal stuðpúðinn (Buffer) til að halda Mexíkansa sambandsríkinu uppteknu, og frá Nýju Mexíkó, Arizona, Nevada, Utah og Kaliforníu, af augljósum ástæðum, sem við höfum áður tæpt á.
Er færslan hrokafull?
Sorrý.
Fólk heldur oft að Ríki, og Ríkjasamband, sé alvöru efniskennt fyrirbæri, sem spretti eins og gras upp úr moldinni, og myndi flatir fyrir falleg sjálfsprottin eikartré. En svo er ekki.
Öll ríki, eru frumspekileg hugmynd, ekkert ríki er í rauninni til, þó stofnanir sem fólk myndar vegna téðrar ríkishugmyndar séu vissulega sýnilegar, og manngervin sex[^3]* sem eru fulltrúar þeirra. Eins er með lög. Allar hugmyndir mannsins, eru frumspeki, og ekkert sýnilegt - efniskennt - afl ræður við hugmynd.
Svo hverjar eru þessar sex manngerðir, fyrstu þrjár eru auljósar, Embættismenn eru fremstir, næst koma Einkennisklæddir Ofbeldismenn (Lögregu og Hervalds), því næst Stjórnmálafólk, loks Postular Sannleikans (Fjölmiðlamenn), þá eru [fjölþjóðlegu] Fjárfestarnir.
Skyldi vera hin sjöunda? Kannski, en það væri nottla samsæriskenning, Launhelgameitlarar!
Hversu margir í þekktri Sögu hafa sigrast á þessum dýrðum? Já, þetta er alvöru spurning í heimi þar sem að því er virðist allar hugmyndir hafa verið kannaðar og reyndar. Hvaða menn hafa áttað sig á hinu óvinnandi og klifið það, og með klifurskrefum sínum ritað nöfn sín sín í kleifið svo verund heimsins glotti við?
Hver sem er getur tekið samræmd próf eða bergmálað innprentun sína. Hver sem er getur lært að byggja og kaupa hús, eða setja tekjuafganginn í fjárfestingar, eða keypt sér sumarbústaðsíbúð á Spáni, tekið lán fyrir Teslu eða eitthvað annað sem fyrir honum er haft á salatborði víravirkis og sniðmáta. En að gera sér grein fyrir hvað Sapiens Sapiens er, og hverju mölur og ryð eyðir og hvað Er og hvað er Verðugt og að setja sér markmið sem eigi er auðið að sjá, að tileinka sér valsbrögð og átakatækni sem leirmennum og bergmálsfólki virðist fáviskan ein, og sjá Aldirnar sem spanna þarf, og setja rykkornið undir hina lóðarskálina ... ekki auðvelt. Til eru menn - karlar og konur - sem hafa gert þetta, en veistu hverjir? Veistu hvernig? Skilurðu, Hvert?
Þú ert nákvæmlega hér: Pylsa með öllu, í landi hinna glötuðu tækifæra. Erfingi þeirra sem höfnuðu eigin vitjunartíma (Reckoning) og skeindu sig á sjálfsglóp hins erlenda glyss.
* Cartel, er eiginlega einokunarhringur, en það orð er stirt.
* 6^3 er sex í þriðja veldi eða 6*6*6, sem er tala hins dýrslega eðlis sem getur yfirtekið gildislausa manneskju og umbreytt í mann-veru; hin hebreska tala, sex, merkir mannlegan ófullkomleika, eða breiskleika, og í þriðja veldi, merkir óendanlegan óheftan mannlegan breiskleika. Þess vegna kenndi Jósúa Maríuson okkur að fyrirgefa sjö sinnum sjötíu og sjö, til að náð Guðs sé hleypt að, og ljós hans reki ský breiskleikans á brott.
* Víðfeðmt, Víðfemt, Fannfergt.
* Íbúafjöldi Tyrjalands (Türkiye) mun vera 87 millur, þar af Kúrdar 16 millur.
Athugasemdir
Hvernig gengur mínum að markbrenna Arkívið?
Guðjón E. Hreinberg, 28.8.2025 kl. 16:55
Mikill pistill, -þó svo þetta séu bara smábrot héðan og þaðan af heimstyrjöldinni sem lengi hefur geisað.
Vinnufélagi minn í Noregi fyrir mörgum árum síðan, frá Darfúr í Súdan, upplýsti mig um margt sem aldrei kemur fram í fréttum, eins frá Líbýu en þaðan koma hann yfir hafið til Lambedúsa.
Upp úr 1980 kynntist ég fólki frá Vestur Afríku og komst að hverjir stóðu á bak við óhugarleg grimmdarverk í Sierra Leone og af hverjum þau voru framin.
Um landið helga og alla lygina þaðan er ekki hægt að tala ógrátandi, og eftir að hafa unnið þar 1997 og 8 reynir maður ekki einu sinni að skýra það út.
Það er áratugir síðan að ég hætti að taka mark á því sem medían matreiðir hvað heiminn varðar.
Þriðja heimstyrjöldin er fyrir löngu hafin, hafi hún ekki alltaf verið, og hún snýst um sálsíki.
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 28.8.2025 kl. 16:56
Já, segðu, Magnús. Þessi mósaík eyðilagði fyrir mér áætlaða sundferðina. Svona fer nú með mann þegar maður villist í óreiðuskógi dáinnar menningar.
Bestu kveðjur og takk fyrir að líta við.
Guðjón E. Hreinberg, 28.8.2025 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning