-smáneisti-

Meðan fólk í sveitum hefur enn gaman af að mæta í valinkunn fjárhús á haustum, og fylgjast með öldungum hrepps og sveitar þukla hrúta og bera saman þekkingu sína, innsæi og skilning, er ef til vill ennþá smá neisti einhversstaðar í bing dáinnar menningar. {sj.t frétt}

Amma ræddi um þegar hún tíu ára stelpa var send af mömmu sinni, seint um kvöld í haustmyrkri, að sækja glóð í ösku yfir á næsta bæ. Amma átti miðstöð sem tók við mó og við, sem hún fíraði upp í við ýmsar aðstæður. Við vorum löngu komin með rafagnstúbu, en fyrir sumt þurfti amma eld.

Einhverju sinni sýndi hún mér hvernig hún feldi glóð í öskunni og síðan daginn eftir hvernig hún gat skarað það upp. Þá sagði hún mér af gönguferðinni í myrkrinu, fyrir mömmu sína, langömmu.

Það er gott að reka sig stundum á hornin.

Að sumt sem í fyrstu virðist ekki merkilegt í öllu glysinu og glingrinu, skiptir meira máli en það allt til samans. Ekki það sjálft, sem slíkt, heldur hitt, vítamín lífsins sem aldrei fæst í orð sett.

 


mbl.is Hið árlega þukl þótti ganga framúrskarandi í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband