-smáneisti-

Meðan fólk í sveitum hefur enn gaman af að mæta í valinkunn fjárhús á haustum, og fylgjast með öldungum hrepps og sveitar þukla hrúta og bera saman þekkingu sína, innsæi og skilning, er ef til vill ennþá smá neisti einhversstaðar í bing dáinnar menningar. {sj.t frétt}

Amma ræddi um þegar hún tíu ára stelpa var send af mömmu sinni, seint um kvöld í haustmyrkri, að sækja glóð í ösku yfir á næsta bæ. Amma átti miðstöð sem tók við mó og við, sem hún fíraði upp í við ýmsar aðstæður. Við vorum löngu komin með rafagnstúbu, en fyrir sumt þurfti amma eld.

Einhverju sinni sýndi hún mér hvernig hún feldi glóð í öskunni og síðan daginn eftir hvernig hún gat skarað það upp. Þá sagði hún mér af gönguferðinni í myrkrinu, fyrir mömmu sína, langömmu.

Það er gott að reka sig stundum á hornin.

Að sumt sem í fyrstu virðist ekki merkilegt í öllu glysinu og glingrinu, skiptir meira máli en það allt til samans. Ekki það sjálft, sem slíkt, heldur hitt, vítamín lífsins sem aldrei fæst í orð sett.

 


mbl.is Hið árlega þukl þótti ganga framúrskarandi í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir þessa frásögn. Ég heyrði svipaðar sögur. Ég skildi ekki hvernig hægt var að hita upp hús með einni eldavél og búa í torfbæ. Stórkostlegt að rifja þetta upp.

Þetta lætur mann fatta að ótrúlegustu hlutir virka. Það er búið að fylla okkur svo af rönguræðu í þessum nútíma að maður festist í boxi.

Pabbi sagði mér líka sögur um myrkfælni. Hann gekk á milli bæja - hann var í sveit - og gamla fólkið kenndi honum að hræðast ekki myrkrið.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 28.8.2025 kl. 00:47

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, Ingólfur. Ég var myrkfælinn fram yfir tvítugt, aðallega vegna ýmissar reynslu, aftur til barnsáranna, vissi af ýmsu þanngi séð, en svo skildi ég að það hafði ekkert með myrkrið að gera heldur athyglina, það sem er í myrkrinu er einnig í dagsbirtunni en athyglin hleypir því ekki að.

Kvöld eitt, í myrkri í Arnessýslu, skildi ég að myrkrið getur verið öruggara en dagsbirtan. Þetta er ein af ástæðum þess t.d. að sumt fólk sem ber vitnisburð, sést ekki af hólum hinna leiruðu og bergmálsmótuðu.

fm 109,1 getur ekki stillt á fm 109,2.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 28.8.2025 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband