A2A fundurinn

Allar þínar hugmyndir, allar þínar tilfinningar, öll þín hugboð, öll heimsmynd þín frá toppi til táar; var þér innprentuð með popptónlist og Hollývúdd sápum.

... og þú veist það.

Að þessu sögðu, ef Trömp og Pútín eiga góðan fund - í dag 20250815 (á rússneskamerískri storð) - minnka líkurnar á því að við getum sótt um pólitískt hæli í Síberíulandi karlmanna af báðum kynjum.

Sem minnir á stórfréttina sem enginn af Stórustumúgsefjunarfjölmiðlum vilja ræða; að Pútín lagði grundvöll fyrir áratug eða svo, og Trömp gaf út tilskipun í síðustu viku, til að hægt væri í þriðja sinn að gera A2A að möguleika.

Veistu hvert verkefnið er, og hvaða [ævintýralegu] möguleika það skapar ef það heppnast?

 

Viðbót - 20250815-19:55 - meistari Dr. Joseph P. Farrell fór kom með góða greiningu á A2A dæminu, í upptöku fyrr í vikunni. Mæli með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Að láta sér koma það til hugar að öll dýrin í elítuskóginum séu ekki vinir er tálsýn.

Magnús Sigurðsson, 15.8.2025 kl. 05:51

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mér finnst sérlega gott sem þú skrifar um popptónlistina. Þú veitir henni vægi og réttmætt vægi með þessu, ásamt Hollywood leðjumykjunni. Ég áttaði mig á þessu snemma og fór þessvegna að framleiða eigin popptónlist. Markmið númer 1 var að búa til mótvægi við aðra popptónlist til að hjálpa sjálfum mér að halda sæmilegri geðheilsu, síðan komu öll venjulegu markmiðin, að öðlast frægð, og lifa á þessu, sem ekki hefur gengið upp. Hitt er alltaf mikilvægast, að sleppa við að bryðja róandi með þessu. 

Ingólfur Sigurðsson, 15.8.2025 kl. 06:50

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, félagar, og góð orð. Sjálfur á ég fá.

Skrapp í sund í morgun, greiddi símareikninginn á heimleiðinni og keypti nagbein handa hundi nágrannans. Það voru tafir allsstaðar.

Líklega pirraðir illir andar hér og þar sem komast ekki til Anchorage.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 15.8.2025 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband