Sunnudagur, 13. júlí 2025
Sunnudagsfærslan - 20250713
Minn komst ekki í sund á föstudaginn vegna útréttinga og hunds í pössun. Svo hann ætlaði í gærmorgun, laugardag, en minn svaf illa og var enn að passa hund, svo það var mikið að gera í gærmorgun, og ekkert varð sundið. Eins og allir vita er eina leiðin til að fara í sund um helgar, að fara um leið og opnar.
Án þess að fara í neinn hroka - því við notum hann spart eins og svipu - þá er sund eins og umferðin, þú forðast að fara um á sömu tímum og dýr með ráðningarsamninga.
Einn í sundi í morgun var að lýsa aðstöðunni í nýjustu sundlaug bæjarins, og þá sérstaklega tæknilegum skápalásum. Bar hann það saman við aðra sundlaug fyrir norðan sem lengi vel var ein virtasta sundlaug landsins, en hefur í dag sömu tækniútfærslu.
Segir minn að bragði "þetta hljómar eins og stafræna gúlagið" hinn hikaði, kinkaði kolli og tók undir. "Já, heimurinn er að breytast í stafrænt gúlag." Þá heyrist í þeim þriðja, sem hafði hlerað samræðurnar, "ég skrapp líka í þessa sundlaug á dögunum, hún virðist frekar hönnuð fyrir nefndina en þægindin."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning