Stafrænt "detox"

Minn notar ekki snjallsíma og hefur aldrei gert. Hann á reyndar tvo snjallsíma sem honum voru gefnir, annar þeirra brickaður því gjöfin var ekki vel meint en hinn fullnothæfur. Hann átti áður snjallsíma sem hann notaði heimafyrir á kvöldin til að skoða Netið fyrir háttinn, en annars til að hljóðrita meirihluta Arkívisins, sá sími dó.

 

 

Áður átti hann einn elstu snjallsímanna, sem hann fékk einnig gefins, en það var á þeim árum sem hann var enn starfhæfur forritari, gefandinn vildi fá minn til að forrita einhver snjallkerfi. Sá sími var notaður til að hljóðrita MP3 hljóðupptökur, af ýmsu tagi, m.a. tvær hljóðbækur, svo og myndskeið á fyrsta ári Arkívisins en hljóðgæði þeirra eru þó verri.

Hann er enn til, og verður e.t.v. notaður aftur í hljóðupptökur. Það er soldið kúl, að geta notað tæki til sköpunar, og fullnýta þau, sérstaklega þegar enginn annar gerir það.

Reyndar er mikið um myndhlaðvörp í dag, en eftir að við hættum!

Síminn þinn getur geymt allt Landsbókasafnið á SD kortinu. "Just sayin."

Þetta er öll reynsla færsluhöfundar af snjallsímum. Hann þverneitar að nota þessa stafrænu hlekki að öðru leyti, og hann furðar á því að Antivistar og Samsæraútskýrendur sem ættu að vita hvaða vélabrögð liggja að baki tækjanna, eru allir með Telegram upp við nefið á sér fullkomlega frjálsir og upplýstir.

Augljóslega.

Allavega.

Í fyrrasumar keypti minn tvo takkasíma, Nokia 8210 4g og Nokia 3210 4g, sem ætti sosum ekki að vera neitt merkilegt. Minn var orðinn leiður á gamla símanum, Nokia 301.1 3g, án þess þó að hann væri neitt til vandræða. Var búinn að nota hann í slétt tíu ár, og allt í fínu lagi.

Svo minn skellti sér á vefverslun Símans, keypti 8210 símann og fékk hann sendan, fékk nýtt sim kort fyrir hann, færði stafrænu skilríkin yfir, og allt virkaði fínt. Það tók innan við kortér að persónugera stillingarnar á honum og allt gott.

Nema myndavélin er drasl, en minn notaði gömlu 2ja Megapixla myndavélina á 301 símanum talsvert mikið, svo léleg myndavél var ekki inn. Svo minn fór aftur á vefverslun Símans og las tæknilýsingarnar betur í þetta sinnið, og endaði með 3210 tækið, sem er því sem næst alveg eins og 8210, nema með betri myndavél.

Nú kom babb í bátinn, því það tók hátt í klukkutíma að finna út á þessum síma hvernig mætti slökkva á hnappa-óhljóðinu, sem hafði aðeins tekið fimm mínútur að finna út á 8210 símanum. Minn var alvega að gefast upp þegar stillingin fannst, og síðan hefur allt gengið vel.

Í öllu þessu umstangi rakst minn á það að báðir símarnir, 8210 og 3210 eru seldir af HMD/Nokia undir markbrenninu (Branding) (á ensku) "Digital Detox." Símarnir hafa fengið misjafna dóma - erlendis - en enginn hefur gert lítið úr virkni þeirra sem klassískra gsm síma, heldur hinu að þeir eru ekki léttir þegar kemur að Netvafstri og tilgangslaust er að nota samskiptasíður á þeim s.s. Whatsapp og álíka.

Sem er jú einmitt málið; að geta yfirgefið Stafræna (Digital) Gúlagið. Reyndar er útlit fyrir að minn þurfi að fá sér snjallsíma með möguleikanum fyrir QR kóta, ef hann fer að losna úr veikindaáskrift sem hann lenti í eftir að hann lýsti því yfir opinberlega að markmiðið sé að gerast pólitískur flóttamaður í Rússlandi, svo hey; ég er hættur við að flýja land.

... eða þannig.

Allavega, sá sími yrði eingöngu notaður til ferðalaga, þegar, ef, kannski, hver veit.

Hitt er annað, gamaldags gsm símar með tökkum, til símhringinga og einfaldra skilaboða, eru málið, hafa alltaf verið málið og verða alltaf málið. Allt annað, eru hindurvitni, afvegaleiðingar, og dulbúin fangavist.

Við vitum þetta öll, en erum missterk á svellinu.

 


mbl.is „Aftur orðin mikilvægasta manneskjan í mínu lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur R.

Á einn svon síma Nokia gamlan.. notaði hann yfir covid tímabilið enda óviss hvert það tímabil færi langt.. Hef lítið notað hann síðan sem er eiginlega sorglegt af minni hálfu. 

Annað .. fór í Bónus í dag á mínum gamla 18 ára bíl og áður en ég fór úr bílnum kom annar bíll við hliðina mér.. Glænýr KIA rafmagsbíll og út kom fólk greinilega frá Venusela .. sem sagt hælisteitendur frá Vona Venusela á nýjum rafmagnsbíl. Alveg Yndislegt að sjá hvað skattgreiðslurnar mínar fara í .. Og svo er fólk að styðja þessa stjórnmálamenn! Algjör viðbjóður.

Þröstur R., 11.7.2025 kl. 06:36

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Áhugavert Guðjón, -ég hef aldrei eignast snjallsíma, hef ekki þorað því svo þeim nánustu er bannað að gefa mér svoleiðis tæki. Gef enga ástæðu til að ætla að ég ánetjist ekki eins og flestir aðrir sem eignist ég snjallsíma.

Annars gerðis það núna seint í júní að e-mailið mitt í vinnunni læsti mig úti og ég átti ekki að fá aðgang nema með QR kóða. Þetta gerði ekki svo mikið til fyrir mig en varð mikið bras fyrir kerfisfræðinga fyrirtækisins. Netöryggisþjónustan vill meina að takkasíminn minn sé ónothæfur sem öryggistæki þó svo að hann sé nógu góður fyrir rafrænu skilríkin mín.

Svo heyrði ég um daginn að Síminn myndi hætta að styðja við takkasímana um áramótin, -hefur eitthvað eð gera með G-ið, svo eftir það væri bara snjallsími í boði. Hefur þú eitthvað frétt af þessu?

Magnús Sigurðsson, 11.7.2025 kl. 07:03

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég á takkasíma, fávitafabrikkan skipar að maður fari í heimabankann þannig annars væri ég með heimasíma með snúru. Snjallheimurinn snýst um að gera mann að fíkli. 

Ég mun seint eða aldrei láta neyða uppá mig snjallsímahelvítinu. Fyrr myndi ég segja þeim að sleikja sína... og segja mig úr samskiptum við þennan heim.

Nei Magnús gæti verið að rugla, það á að hætta stuðningi við G3-G4. Nýir takkasímar eru með G-5 stuðning. Ég á bækur sem fjalla um að G-5 stuðningur valdi bólgum, krabbameinum, langvarandi sýkingum og fleira slíku. 

En Íslendingar eru rottur en ekki sjálfstæð þjóð. Við lepjum uppúr ræsinu stafræna ógeðið.

Ég á eftir að skrifa pistil um þetta ef ég nenni. Tilgangurinn er að gera okkur að grænum eða gráum geimverum. Þar er náðin, svokölluð, að vera lifandi dauður.

Það bara trúir manni enginn ef maður er sjálfmenntaður og alvörumenntaður. Ef maður er hinsvegar afmenntaður, afvegavillumenntaður úr lágskólum háskólanna, já þá er eitthvað mark á manni tekið kannski.

Annars er slík offylli af rugli til í þessum heimi að flest er orðið marklaust.

Beztu stundir.

Ingólfur Sigurðsson, 11.7.2025 kl. 13:06

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, félagar og góðu orðin, athugasemd Ingólfs verður seint toppuð. En það er rétt athugað að bráðlega verður slökkt á 3ja gígariða sendunum og ég held að 4ra gígariða verði eitthvað áfram.

Mig langar að minnast fallinnar hetju í þessu samhengi, Ian R. Crane, sem var duglegur að vekja athygli á hættunni af 5g, og hugsanlega drepinn, allavega mjög undarlegt hvernig hann dó.

https://duckduckgo.com/?q=ian+r+crane&t=lm&ia=web

Bestu kveðjur

Guðjón E. Hreinberg, 11.7.2025 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband