Lokafærslan - 20250607

Svo lesendunum fjórum komi það ekki á óvart, en ekki verður sett meiri orka eða tími í þetta krafs. Mun loka þræðinum og fjarlægja færslurnar í vikunni. Þetta er orðið ágætt.

Ekkert panikk eða neitt - bara leiður á að blogga hér, og á þennan hátt. Afritið verður sett upp á not.is, eins og gert var síðast þegar minn fékk nóg.

Bestu kveðjur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú ert einn af beztu bloggurunum hér, ekki spurning. Það eru margir sammála. Lesendur eru frekar nokkrir tugir og uppí hundrað eða meira þegar bezt lætur. Það er ekki svo slæmt. Þú ert auk þess virtur af jafnvel fleirum en lesa þetta daglega, en sízt eru allir sammála, heldur ekki hjá þeim vinsælustu.

En ef þú ferð og fjarlægir þetta, þá vona ég innilega að þú komir aftur.

Páll Vilhjálmsson er ekki eins beittur og áður. Búið er að hræða hann með ofsóknum.

Magnús er allavega í fríi núna, og ýmsir góðir eru látnir, eins og Halldór nokkur. Ég fullyrði að gæðin á bloggsvæðinu í heild minnka mikið án þín.

En að endurskipuleggja sig og breyta starfsaðferðum getur verið gott.

Ég til dæmis er hundleiður á að fjalla um eitthvað sem enginn les en mér finnst merkilegt. En ég hef líka áhuga á allskonar bulli um pólitík. Finnst skárra en ekkert að fjalla um það.

Ef þú ferð þá er aðeins eftir "stýrð andstaða", nokkurnveginn. Allt í sömu hólfunum. Þú ert ekki þar, alveg nauðsynlegur í þetta.

Annars takk fyrir góðar færslur, hvað sem þú gerir.

Beztu kveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 8.6.2025 kl. 00:42

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir hlý orð og hvatningu, Ingólfur. Ef ég þekki sjálfan mig rétt, verður þetta bara pása, en hef oft tekið slíkar.

En mér hefur liðið þannig undanfarið maður hrópi inn í gímald, og það er vond tilfinning. Ég kann vel að meta þau viðbrögð sem ég hef fengið frá hugsandi fólki, og þá vináttu sem myndast hefur í gegnum þetta.

En já, ég þarf að taka smá pásu.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 8.6.2025 kl. 01:21

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðjón.

Til að byrja með, þá get ég tekið undir athugasemd Ingólfs, en má til að bæta Jóni Val Jenssyni við hlið Halldórs Jónssonar verkfræðings, sem báðir þreyttu þorrann til hinstu stundar og auðvitað allra hinna sem yfirgáfu vanþakklátt bloggið af öðrum ástæðum.

Ég viðurkenni að ég melti best færslur í fáum málsgreinum, e.t.v. vegna einhverskonar athyglisbrests, líkt og þrjár tilraunir mínar til að lesa ævisögu Einars Benediktssonar sanna. Ég náði að klára fyrsta bindið í fyrstu tilraun fyrir tíma Covid og gerði mér þá ljóst þegar leið á lesturinn og Einar enn ungur, að mig vantaði fleiri bindi til viðbótar.

Eftir 2023 komst ég aftur í færi við ævisöguna, en varð að byrja aftur á fyrsta bindinu, sem ég náði góðan spöl inn í og nú geri ég mér vonir um að ná að byrja á öðru bindinu, áður en stefnan verður enn og aftur tekinn heim á ný.

Ég þverskallast við að leita á náðir fésbókarinnar eða ámóta miðla, af þrjósku og hreinum prinsipp ástæðum og hvet þig sömuleiðis til brýna þolinmæðina vegna þinna auðvitað allt of fáu, en þó tryggu lesenda.

Jónatan Karlsson, 8.6.2025 kl. 04:47

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mig langar til að segja Góður Guðjón, -en þess sagna besta verður sárt saknað.

Stýrða andstaðan á sviðið á mogga blogginu um þessar mundir og veit ekki einu sinni af því að henni er stýrt. Þess vegna tel ég mig skilja þessa ákvörðun þína.

En ég vona að þú eigir eftir að koma fljótlega aftur endurnærður því eins og félagar mínir hér að ofan hafa tíundað í athugasemdum eru bloggin þín einstök.

Bestu kveðjur inn í sumarið, -eins og málsmetandi menn myndu orða það.

Magnús Sigurðsson, 8.6.2025 kl. 06:10

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir góðu orðin, Jónatan og Magnús, maður vill einmitt lesendur sem maður sjálfur les, maður vill ekki hina. Þannig séð minna magn en meiri gæði - ef maður á að telja lesningu - því hitt er bara pjátur.

Mér þykir vænt um þessi viðbrögð ykkar þriggja, en staðan er þó sú að ég þarf að taka smá pásu og ég þekki sjálfan mig; að eina leiðin er -væri - að loka þræðinum.

Kannski má prófa nýja nálgun og prófa hvort minn geti frekar tekið sér frí í sumar án þess að loka neinum dyrum. Prófum það.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 8.6.2025 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband