Óreiðuskoðana röskun dagsins - 20250513

Ertu búinn að fá vottorð frá Heilbrigðiseftirlitinu, að þú megir elda mat í eldhúsinu þínu? Ekki langt undan! Annars allt gott.

 

coalition-of-the-odious

 

Fyrir sex árum síðan þurfti ég að ræða við lögfræðing hjá Fjársýslunni. Í samtalinu áttaði ég mig á því að sú sem ég ræddi við, sá ekkert athugavert við að "kerfið" sem hún starfaði hjá, hegði sér eins og Norður-Kórea gagnvart skítugum kjósendum (Dirty Peasants).

Sagði þó ekki það sem ég hugsaði, en skyrpi út úr mér, þetta er eins og í Sovétríkjunum, og fékk einfalt, ha, sem svar. Svo ég spurði hana hvort hún viti hvað Sovétríkin voru. Nei, svaraði hún.

Þetta vakti mér aðra spurningu og dýpri, hversu mikið er um að háskólamenntað fólk dagsins í dag viti ekkert um veröldina sem það býr? Síðan þetta var hef ég notað mörg tækifæri, þegar ég á samræður við háskóla menntað fólk fætt eftir 1975, einfaldra lykilspurninga.

Veistu hver Djengis Khan var? Veistu hvar Búrkína Fasó er? Hvað veistu um Napóleón? Veistu hvar Mongólía er? Veistu hvaða ríki heimsins eru kommúnistaríki? Veistu muninn á menningu og siðmenningu? Hvað veistu um Hitler, eða Churchill, eða Franklin D. Roosevelt? Veistu hver Giordano Bruno var? Veistu muninn á Kaþólskum og Lúterskum sið? Hver er munurinn á Sósíalisma og Kommúnisma? Veistu hvað Íhaldssemi er?

Listinn er skapandi hugum ótæmandi og má vera einfaldur og flókinn eftir viðmælendum.

Það er gaman að prjóna saman einfaldar spurningar og varpa þeim fram, sem hluta af samræðum, og skipta um umræðuefni ef svarandinn (90 % tilfella) veit ekki svarið. Yfirleitt er það raunin að a) fólk veit ekki einföldustu hluti af þeim útsaum sem skapaði heiminn þeirra og b) hafa nákvæmlega engan áhuga á að vita svarið eða ræða það frekar.

Niðurstaðan er sorgleg, fólk veit ekkert, og skilur minna. En sorglegast er þó, að ég hef sjálfur nákvæmlega enga hugmynd um hvað það er sem þetta fólk veit, hvað það skilur - ekkert og minna - eða hvað skiptir þetta fólk máli.

Annað sem ég hafði komist að, þrem eða fjórum árum fyrr, er að þó fólk viti ýmislegt, ristir þekkingin aldrei dýpra en orðin tóm, en þetta er erfiðara að útskýra. Leitumst þó við með einföldu dæmi. Sumir vita að Hitler var vondur, og það var því hann drap sex milljón Júða.

Punktur.

Þetta var bara setning, eins konar stimpill. En þekkingar- og skilningslega, ristir það ekki niðrúr yfirborðinu.

Þau vita að hann var vondur - því þeim var sagt að hann væri það - og ástæðan er bara setningin sem útskýrir (Explanation, not Description). Þessu fólki finnst Maó formaður kúl, og sé þeim sagt að hann drap tuttugu milljónir, hreyfir það engar gárur hugans, því gildismatið nær ekki niðrúr yfirborðinu.

[

Rússa hatur elítu Vesturlanda - sem sett hafa lög um hvað er leyfilegt og óleyfilegt hatur - er einnig einfalt dæmi um "skin deep" skilning. Ráðgjafar þeirra hugveitna sem stjórna fjölmiðlum, fjárfestingum og stjórnmálum á Vesturlöndum, eru allt fólk sem alið var upp og menntað á tímum Kalda stríðsins; óvopnuð pólitísk og og efnahagsleg átök á milli Nató Bandaríkjanna annars vegar og Varsjár bandalags Sovétríkjanna hins vegar.

Sovétríkin í hugum þessa fólks er "Rússar" og þó þetta fólk notaði "nafngiftina Sovétríki" hugsaði þetta fólk "Rússar og Rússland." Allar greiningar þessa fólks byggjast á ástandi Sovétríkjanna (og Rússlands) árin 1980 til 1996, bókstaflega.

Hvergi kemst að í hugum þessa fólks, að Ástand Sovétríkjanna og hinna Varsjárbandalags ríkjanna hafi eitthvað að gera með Kommúnisma og/eða Marxisma, heldur algjörlega að gera með Rússa og Rússland. Allt sem er að gerast í ríkis- og efnahags smiðjum Vesturlanda, síðan 1997, mótast af þessu "skin deep" mati; og þetta fólk er of hortugt og of sjálfumglatt til að endurskoða eða endurmeta þetta mat því a) þá þarf það að lesa greiningar þeirra sem þau fyrirlíta og b) þá þurfa þau að taka til baka sumt sem þau hafa sagt og skrifað.

"Skin deep" mælistikan, sem því miður virkar á 89 %* af fólki (sjá greiningar á Efnishyggju, Félagshyggju og Valdhyggju sem rædd hefur verið ítarlega í Arkívinu), og þegar maður skilur hana, er tiltölulega auðfæranleg yfir á önnur dæmi. {Þetta "sálareðli" ásamt hugarblökkunum (Mind blocks) má nota til að skilja því sem nær allt í mannlegri hegðun.}

]

Þetta sniðmát má nota á allt. Til að mynda hefur fólk enga tilfinningu fyrir hvort elítan tapaði milljón, tíu þúsund, milljarði, eða þúsund milljörðum, á fjárlögum síðasta árs, eða yfirleitt tilfinningu fyrir neinum þeim tölum sem birtar eru í hinum ýmsu fréttum. Þegar þú fattar þetta, og skilur, jafn ótrúlegt sem það virðist, ferðu að fatta margt um Múgsefjun bæði Almúgajóns og Elítujóns.

Nú á síðustu tveim vikum hefur ESB/Nató áorkað einhverju því merkilegasta sem gerst hefur síðustu fimm ár, en fyrir fjórum árum gerðist eitt hið merkilegasta í allri þekktri sögu mannfólks og mannkyns.

Annars vegar tókst að breyta "siðmenningu" alls hnattarins í "viðurstyggð" og afmá allt sem heitir Siður, með öllu því sem menning þarfnast s.s. Sagan, söguskýringar, menningarfræði, siðfræði, ríkissmiðjur, lagasmiðjur - og er listinn talsvert lengri; með einföldum hætti. Þegar Lygaraplágan var "skipuð" og Eitursprautu herferðin hófst, breyttust öll Þjóðríki heimsins í afbakaða útgáfu af Allsherjar morðæði Stalíns, Hitlers, Maó, og allra hinna, og það með fúsleika allra þeirra sem mættu í sprautuklefana.

Þetta er svo stórt og ógnvekjandi, og sérstaklega í ljósi alls þess sem fólki hefur verið kennt um eigin menningu, sögu, og siðmenningu, í fréttum, skólum, afþreyingu s.s. Hollývúdd, bókmenntum, tímaritum, tónlist, leikritum, að ætti að vera óhugsandi, en sannar í raun það sem hér er útskýrt: Gildismatið er "skin deep."

En bíddu nú við: ESB/Nató endurritaði sögu síðari heimsstyrjaldar á aðeins einni viku!

Sigurinn yfir Hitler og Nasistum hans, sem mælanlega er 80 % Rússum að þakka, eða nánar - þeim fimmtán ríkjum sem mynduðu Sovétríkin með Rússa í forsvari - er ekki lengur hluti Vestrænnar Sagnfræði, NEMA hjá þeim grúskurum og sérvitringum sem lesa löngu og leiðinlegu sagnfræðingana.

Þetta er afrek út af fyrir sig, en bíðum nú við.

Á fimm árum hefur Sagan og Siðfræðin gjörbreyst, tekið kúvendingu, breytst í afskræmingu, og það var gert fyrir opnum tjöldum. Bókstaflega, og gjörsamlega óskammfeilið, og það á öld þar sem allir eru með svo öfluga snjalltölvu í lófanum að geta geymt öll bókasöfn veraldar í henni, og miðlað hljóðvarpi og myndskeiðum útum allt, um þekkingu, um greiningar, eða lit á nýjasta varalit kærustunnar eða nýju bóni á rafbílinn.

Sú djöfulmennska sem áður var hægt að deila um að til væri, og einungis rædd í þunglamalegum ritningum trúarbragðanna, er bókstaflega í fyrirsögnum dagsins í dag, alla daga, síðan 11. mars 2020, og það hreyfir engar gárur!

Niðurstaðan?

Allt, bókstaflega allt, sem okkur er sagt, eða okkur er útskýrt, um hvaðeina, hvort heldur það eru lætin í Palestínu, lætin í Úkró, fréttir af vírusum eða fjárlögum, siðfræði, lagafræði, eða sagan af mannfólki og mannkyni, bókstaflega allt, hefur nú verið sannað sem einföld Haugalýgi.

Þú veist hvað Haugur er?

Ekki?

En Kuml?

 

Úr einu í annað - á persónulegu nótunum: Uppskrift að snilldar súpu sem minn fann upp alveg sjálfur á dögunum - hreinsar blóðið og hrekkir illu andana í þér.

  • 1 stór laukur
  • 3 til 4 tómatar
  • engifer á stærð við þumal
  • bökunarkartafla eða tvær venjulegar smærri
  • rauðsalt
  • jómfrúarolía
  • grænt pestó (með basil)
  • tvö til þrjú hvítlauksrif (má sleppa, en þá hvítlaukssalt)
  • timían, dill eða rósmarín, svartur pipar
  • Vatn eftir smekk - viltu þunna eða þykka ...

Tekur sjö mínútur að undirbúa, flysja og brytja. Suðan látin koma upp, og látið malla í tíu til fimmtán (flysjaðar brytjaðar kartöflur eru fljótar að sjóða. Þá getur verið gott að grilla þrjár pylsur og setja útí eða sýrðan rjóma (36 %).

Sumsé; frá byrjun til enda, tekur súpan fimmtán til tuttugu mínútur, og er kjarnorkuknúin.

... svo er spurning hvort fífla og njólasúpa verði lærð í sumar, en minn þarf leiðsögn í eitthvað svo flókið.

 

 

* 99 % af Efninu er tómarúm, samkvæmt eðlisfræði Lotukerfisins (Periodic table of elements), sem merkir að þú snertir aldrei eða reynir aldrei meir en 1 % þess efnis sem þú hefur reynslu af. Þú sérð aldrei meir en 6 % af ljósi, því 94 % ljósrofsins (Light spectrum) er ósýnilegt mannlegum augum eða óvinnanlegt af sjónstöðvum heilans, og þú heyrir aðeins 4 % þess hljóðs sem heyranlegt væri eða nemanlegt með skynjurum í umhverfi þínu (og vitund) og því er 96 % alls hljóðs óheyranlegt mannlegu eyra eða óvinnanlegt af heyrnarstöðvum heilabúsins: Þetta er mælanlegur veruleiki, að þú heyrir, sérð og snertir aldrei meir en 11 % "Veruleikans" sem merkir að 89 % veruleikans er ekki til fyrir þér. Sértu "skin deep" persóna og fangi hugarblakka, veistu ekkert og skilur það ekki (skilur minna en ekkert).

Þetta er rekjanlegur veruleiki. Og þá er næst að ræða muninn á Hlutbundið (Objective) mat eða Huglægt (Subjective) mat. Ef þú heldur að þú vitir eitthvað fyrir víst, eða Sannleika, ertu bókstaflegur hálfviti (Idiot) og líklega fáviti (Moron).

Því fyrr sem þú ferð á skeljarnar í grasinu, eða enn betra, á grúfu í mölina, því fyrr verður eitthvað í þig varið: Bæn, Iðrun, Vitnisburður, Fyrirgefning.

Grínlaust.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -klikkar ekki á grundvallaratriðunum frekar en fyrri daginn.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2217458/

-uppskriftin er neðst.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 13.5.2025 kl. 13:31

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, Magnús, og ábendinguna; lofa því að prófa í það minnsta eina tilraun.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 13.5.2025 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband