Þriðjudagur, 29. apríl 2025
Ranghugmynd dagsins - 20250429
Sé Alheimurinn og lífið í honum til orðið af óreiðukenndri tilviljun (Coincidental Entropy), eins og Marxískur samtími okkar innprentar skólabörnum, þá gott og vel. Hitt er annað, að ekkert getur fætt af sér eða gert (Facilited) eitthvað sem er meira því eða þeim sem það gat af sér, í það minnsta ekki í þekktri eðlis- og efnafræði.
Nema þá eitthvað það eðli sé bundið í "tilveruna" að hún geti skapað, en sé tilveran fær um að skapa, þá er hún getin af skapandi krafti. Enginn skapandi kraftur er geranlegur án huga og ætlunar (Intention): Sem er frumspeki. Þetta merkir að enginn hugur eða greind "í alheiminum" gæti skapað neitt, og alls ekki af yfirvegun eða hönnun, ef eðli hennar og náttúra er óreiðukennd tilviljun.
Þetta merkir einnig að ef alheimurinn er getinn í óreiðukenndri tilviljun, gæti ekkert dýr lært af reynslu og engin kynslóð dýra erft lærða grunnþekkingu eða áframdeilt um kynslóðabil. Til dæmis gætu þá engar tegundir aðlagast neinum aðstæðum. Þú færð aldrei að heyra af rannsóknum sem leitt hafa í ljós að þetta er Ástand Alheimsins; hann getur af sér greind og greindin getur lært og þekkingarskilningur er færanlegur yfir kynslóðir.
Jafnvel hugarsneyddir geta séð, að þegar dýrategundir læra táknmál hverrar annarrar, er kvik greind að verki.
Þar sem allt er lifir, hefur ýmist kvika eða fasta, kyrrlæga (Dynamic or Static) greind, hlýtur tilurð þess fyrirbæris sem við skynjum og sammælumst um að sé Alheimur, að vera til orðinn af hvata (Causality) sem hefur til að bera meira afl og viðameiri dýpri greind en það greindasta sem við þekkjum eða skynjum.
Nú má velta fyrir sér hvort himinhnettir (Planetary objects), s.s. tungl, pláhnetur og sólir (stjörnur) hafi til að bera greind - og eftir því hvaða mælistika sé notuð, líf - en í því tilfelli þarf að rýna reglubundinn vana (Regular Habit) og frávik (Exception) svo og leiðréttingar (af ytri eða innri hvötum) á frávikum. Hér þarf þó lengri tímaviðmið en náttúruspeki (Natural Philosophy) eða "vísindi" samtímans hafa yfir að ráða, því mæla þarf - með rekjanlegum og óvafasömum hætti - yfir mjög langt tímabil, mun lengra en nú er hægt.
Óstöðugum til gamans má hér draga fram, varðandi nútíma skilgreiningu á "hvaða fyrirbæri (Phenomen) er lifandi" að ef stjörnur (sólkerfi) gætu getið af sér afkvæmi, þyrfti getu til að rýna yfir lengra tímabil en sem nemur núverandi lífaldri okkar sólkerfis, til að sannreyna og þar með fullyrða til um með áreiðanleika.
Þetta geta plast-vísindin (Plastic Science) ekki rætt. --hinthint
Þó má athuga ýmislegt, til að mynda eru til reiknilíkön, allt að þrjú þúsund ára gömul, í jarðmiðju speki - sem sýna hvernig útskýra má frávik í sporbaugum innan sólkerfis Gloríu (okkar stjörnu) með öðrum hætti en gert er í sólmiðju speki, og það með rekjanlegum og álíka regluföstum hætti. Þá eru til stjarneðlisfræðingar (bæði guðlausir og trúlausir {Atheist, Agnostic}) sem viðurkenna þá staðreynd að sólmiðju spekin er enn ósönnuð kenning.
Tökum eitt þekkt frávik sem marxísk "vísindi" vilja helst ekki ræða, en það er þegar fyrir hálfum þriðja áratug, að sólgos braust út frá Gloríu svo öflugt að gostungurnar fóru framhjá Merkúríusi, framhjá Venusi og í átt til Terra (Jarðar) og stefndi í að ekki aðeins næði eldurinn alla leið "til okkar" heldur með skelfilegum ill-fyrirsjáanlegum afleiðingum.
Við erum hér að ræða um meiri áhrif á lífheild Jarðar en svo ef öll þekkt eldfjöll pláhnetunnar brystu í öflug gos samtímis á einum degi.
Höfum í huga hér að gos af þessu tagi hefur úr mörgum áttum að velja, þ.e. 360 sinnum 360 sinnum 360 áttir, eða 46.656.000. Þú last rétt, rúmlega fjörutíugosex milljón áttir í boði, og eldtungurnar (úr plasma eða óþekktu efni) stefndu beint til okkar og hefðu breytt okkur öllum í grillmola.
... nema hvað.
Gosið stöðvaði, eftir að það fór framhjá sporbaug Venusar, í þrjá sólarhringa, nógu lengi til að Jörð (Terra) slapp úr hættu áður en plasminn lagði aftur af stað og fjaraði út. Hið furðulega af öllu furðulegu er þó ekki þetta, heldur hitt, að manngrey (Humanoids) virðast elska "hugurslökkt" ástand.
Höfum einnig í huga að allt það lið sem í dag trúir á loftlagsbreytingar af mannavöldum og að því er virðist í blindni, veit ekki hvað Hnattrænt loftslag heitir á fræðimáli, né heldur hvaða stofnun viðheldur áróðri og upplýsingum varðandi fyrirbærið, né heldur hvernig það er gert.
En fyndnast er í þessu samhengi, að maðurinn sem fann upp fræðin hnattrænt loftslag, er þeim óþekktur með öllu - eða James Lovelock - en gaurinn vann með Dr. Carl Sagan og þáverandi konu hans Dr. Lynn Margulis, á sjöunda og áttunda áratugnum, við smíði líkana og tilgátna varðandi spurninguna, ef líf er til á Mars, eða hefur verið til á Mars, hver væru þá merki þess og hvernig má nema þau og vinna úr þeim.
Lovelock er einmitt fyrsti verkfræðingurinn (við notum ekki vísindamaðurinn yfir verkfræðinga eins og gert er í áróðursvísindum) sem ekki aðeins smíðaði líkön til að vinna með svo stórar spurningar, heldur þróaði einnig mælitæki af ýmsum toga til að vinna með nemum (Detection) og mælingum til að svara slíkum spurningum.
Bíddu nú við, hvers vegna má ekki segja þér neitt um James Lovelock?
Hann sýndi fram á að lífheild plánetu sem hefur líf, s.s. Jörð, hefur getu til að leiðrétta eigið ástand, og að þetta er rekjanleg staðreynd í lífástandi Jarðar.
Nokkuð sem kommúnistum, sem breyttu þyndarkraftinum í lög[mál], hugnast ekki.
Þetta passar ekki inn í nefndarálit og reglugerð, styrjaldir, heilaþvott og skattheimtu.
Einn þeirra "vísindamanna" eða Náttúruspekinga sem sýnt hafa fram á rekjanleika þeirrar greindar og færanlegs þekkingarskilnings sem fullyrt er um í færslunni, er Dr. Rupert Sheldrake, sem hjúpar hluta rannsókna sinna og kenninga undir heitinu Morphic Resonance. Rannsóknir og kenningar sem mættu vera jafnvel leiraðasta bergmálshuga áhugaverðar.
Til er mikið magn af upptökum með meistara Sheldrake - og mælum við sérstaklega með "Morphic Resonance" pælingum hans, auk frábærra upptaka sem hann gerði um árabil með Terence McKenna og Ralph Abraham - undir heitinu Trialogues - en við megum til með að láta hér fljóta með eina af hans skemmtilegri pælingum, eða, hefur Sólin vitund?
Athugasemdir
Ég er mjög sammála þessum pistli, hann er skrifaður af mikilli vizku. Ég trúi heldur ekki á tilviljunina. Dr. Helgi Pjeturss nefndi guð "hinn mikla verund" og "hinn mikla verðund", það er hugmyndin um að skaparinn hafi fórnað sér fyrir sköpunarverkið, að Guð felist í efni og anda samhliða og komi fram á mjög löngum tíma. Eftir margar kollsteypur eins og við verðum vitni að hér í okkar lífi.
Guð er því bæði ófullkominn og fullkominn samkvæmt þessu.
Ennfremur geri ég mér vel grein fyrir göllunum á kenningunni um manngert loftslag.
Árni Waag heitinn gekk aldrei svo langt að tala um manngert loftslag, hann kenndi mér um 1980. Hann talaði um áhrif mannsins á loftslagið.
Það eru mjög mörg atriði sem hafa áhrif á loftslagið, eins og uppgufun úr freðmýrum, eldfjöll, loftsteinahröp (þótt sjaldgæf séu), gróðureldar, maðurinn... vafalaust miklu fleira.
Í fortíðinni áttu sér kollsteypur á veðurfari. Ekki vitum við til þess að hámenning hafi þá ríkt og átt sök á því.
Nei, hvort sem maður er alveg sammála Biblíubeltinu eða ekki í Bandaríkjunum þá er þar fólk á nokkuð réttri leið. Fínstilltar tilviljanir í tuga eða hundraðatali gera okkur kleift að lifa á þessari jörð.
Enn fremur annað:
Öll atriðin sem hefði getað valdið heimsendi þau eru of mörg til að hægt sé að flokka þau sem tilviljanir. Verndandi kraftur eða guð kannski.
En allavega: Ég tel líklegt að jörðin sé tilraunastofa, við séum eins og rottur í búri sem gert er tilraunir á.
Beztu kveðjur og farðu vel með þig svo þú náir úr þér af sýkingunum sem þú hefur fjallað um.
Ingólfur Sigurðsson, 29.4.2025 kl. 18:11
Takk fyrir innlitið, Ingólfur, og góða kveðju. Hér mætti bæta við hugleiðingar um loftslag, að þó kolefnis þvættingurinn standist enga þekkta eðlisfræði, að 99,9 % allra kolefnis lofttegunda jarðar, á hverjum tíma, koma úr eldfjöllum og þar af eru 90 % þeirra á hafsbotni.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 29.4.2025 kl. 18:24
Góður Guðjón, -skörp og stórskemmtileg ranghugmynd.
Í upphafi var orðið og orðið var guð. Nú virðist orðið vera orðið að óreiðukenndri tilviljun eða kannski réttara sagt gervigreindri eftiráskýringu. Breytir samt ekki því að allt getur orðið sem orðið á orð yfir í eilífðinni.
Spurningin er því kannski sú hvort sé mikilvægara spurningin eða svarið. Ef svarið verður ofaná þá elur það af sér að minnsta kosti tvær nýjar spurningar.
En breytir samt engu um það að í upphafi var orðið og orðið var guð.
Bestu kveðjur.
Ps. Þakka þér fyrir að minna á Dr Rupert Sheldrake og Terrence McKenna, -alltaf þess virði að hlusta á þá.
Magnús Sigurðsson, 29.4.2025 kl. 19:16
Takk fyrir innlitið, og góðu orðin, Magnús. Já, ég er sammála því, hvernig sem ég velti hlutum fyrir mér, eða réttara sagt, hvernig svo sem tilveran veltir mér áfram, að "Í upphafi var Orðið (Logos)" sé óhrekjanleg tilvera.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 29.4.2025 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning