-veiðiferðin-

Einu sinni sagði kunningi minn reynslusögu, en hann er mikið fyrir að veiða bæði með önglum og byssum. Það gafst vel á heiðinni einn laugardagsmorgunn, á rjúpnatímabili, en hann hafði skotist uppeftir um morguninn.

Nema þegar gafst almennilega, var hann búinn með haglaskotin, svo hann skaust í byggð að sækja fleiri. Hann rýkur inn, sækir höglin, en á leiðinni út um dyrnar mætir hann spússu sinni, öskureiðri; þeirra væri vænst í skírnarveislu eftir tvo tíma!

Þegar ég hitti spússu hans, árum eftir atvikið og þau enn saman, fékk ég söguna staðfesta.

Hún tilkynnti mínum, ákveðin á svip, ef þú ferð út um dyrnar, er hjónabandinu lokið og ég farin þegar þú kemur aftur. Hann horfir á hana, sér að henni er alvara, lítur á kassann með höglunum, lítur aftur á hana, og segir um leið og hann fer út í jeppann; ég mun sakna þín.

 


mbl.is „73 ára gamall karl hættir í vinnunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband