Föstudagur, 25. apríl 2025
Marvel Vísindin
Án gríns; þegar þú lærir að lesa og greina, ferðu að sjá að nákvæmlega allt sem gerist ofar hundrað kílómetra línunni sem Newton skilgreindi á sínum tíma, er fantasía og ekki neitt annað. Litrík og skemmtileg fantasía, næstum jafn skemmtileg "Fantasíu Disneys" frá 1940, en tæpast jafn gáfuleg. {samanb. tengda "frétt"}
Ef þú skilur þetta ekki, útskýrðu fyrir mér tvennt, nei, þrennt. Hvað sagði Newton um "planetary fields" varðandi virkni þyngdaraflsins (sem kommúnistavísindin uppnefna þyngdarlögmálið), útskýrðu flóttahröðun út fyrir þyngdarsvið jarðar, út fyrir þyngdarsviðið sem heldur Mánanu á sporbaug, og á milli [plá]hnetusviða sólkerfisins alls, og loks hvers vegna mið þyndgdar punktur sólarinnar er 5 milljón kílómetrum utan við sólarkórónuna (og ekki koma með eitthvað heimskulegan Júpítersþvætting af Wikipedía).
Þú gætir líka glímt við muninn á "Universal Constant" Einsteins og "Ethereal Fields" Newtons.
Ef þú getur þetta, máttu slammera með "þú trúir ekki á vísindin" eða eitthvað álíka gáfulegt bergmál. Best þó ef þú gætir sannað fyrir mér hvort Alheimurinn sé til, eða bætt við það skilgreiningu hvað hann er og þá án tilvitnana í bergmál, og hvernig þú veist það með reynanlegum endurtakanlegum prófunum sem standast rýni.
Þú getur byrjað á eftirfarandi: hvernig getur þú fjarlægðarmælt tvö ljósbrot í útgeim án þrívíddarstaðsetningar eða fullyrt um samsetningu "planetary or starlike objects" án efnagreiningar þegar litrófsmælingar geta það ekki út fyrir ljóssíu jarðarlofthjúpsins?
Ennfremur, hver er sönnunin fyrir hraða ljóssins? Hver er afsönnun sama hraða? Þú getur einnig reynt að sanna, að Lotukerfi Efnafræðinnar (Periodic table of Elements) sé hið sama á jörðunni og öðrum hnattfyrirbærum. Ó, kannski byrja á að sanna að sú jarðarbundna sé yfirhöfuð rétt!
Þú gætir einnig glímt við eftirfarandi, hverjar af um það bil hundrað milljörðum heilafrumna þinna geyma nafnið þitt (séu það fleiri en ein), og hverjar eru í banni fyrir ranghugmyndir um "heilaalheiminn" sem þær búa í og hverjar sjá um að geyma líkanið af heiminum eins og þú "skilur" hann?
![]() |
Uppgötvunin ekki vísbending um líf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður Guðjón, ekki ætla ég að reyna að taka Newton á þetta, svo leiðinlegt þótti mér staglið og útreikningarnir um eplið sem átti að hafa dottið í hausinn á honum.
En geimvísindalega er þetta með hvað gerist ofar 100 km línunnar kýrskírt.
https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2193035/
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 25.4.2025 kl. 17:48
Takk fyrir innlitið, Magnús, og góð viðbrögð, tek undir allt í greininni sem þú lætur fylgja með, og gæti bætt þar við ef pláss leyfði.
Hér fyrir ofan gleymdist að minna á, í samhengi textans - að nútíma stjarneðlisfræði er byggð á Einstein og Newton með smá glingri frá Hawking, og nær allir sem ég hef lesið eða hlustað á sem þykjast vita eitthvað um þessi mál, hafa minnst lesið af þessum frumkvöðlum, hvað þá þorað að vega að framsetningum þeirra, en þeir sem krefjast þess að ég trúi á Vísindin, vita tæpast af því að þeir voru til. Sjálfur tek ég nokkuð mark á mörgu frá Newton, en hinir tveir eru, tja, skemmtilegir.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 25.4.2025 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning