Óreiðuskoðun dagsins - 20250425

Ég ræði við fólk, þó ég þoli ekki fólk of nærri mér, þá hef ég gaman af að ræða við það - orð geta verið ágætis girðing og áreitismæling* - en niðurstaðan er þessi: Ég hef ekki hitt einn einasta Íslending undanfarin þrjú ár sem styður Utanríkisstefnu Lýðveldisins eða stríðsþorsta.

Allir sem ég hef rætt við - án undantekninga - vilja að gamla hlutleysisstefnan sé endurreist.

Eins má bæta við, en það tók nokkurn tíma að finna rétta nálgun til að draga það fram úr skömmustunni, að allir vita að við vorum höfð að fíflum fyrir fjórum og fimm árum (óháð hvaða hluta af áróðri og rangfærslum elítunnar viðmælandi trúir eða í hvaða magni) - og viðurkenna að enginn vill ræða það eða þorir, en allir þeir sem viðurkenna þetta jánka að málefnið sé of flókið.

Áhugavert?

 

 

Ég man ekki hvort ég hóf að ræða það 2020 eða 2021, en ég man að áður en Dr. Zelenkó heitinn dó - blessuð minning - hafði hann orð á því sama, að allt dæmið væri Guðdómlegur vitnisburður. Vissulega sögðu margir á sínum tíma, að þetta Covid og sprautu dæmi væri allt saman andlegt dæmi en það er bara skilgreiningalaust orðafruss. Þarf að rifja upp nákvæmlega hver hans útskýring var, en mín er sú að verið sé að athuga hvar við erum stödd, andlega, vitsmunalega, tilfinningalega, og heilindalega, öll á einu bretti*, eins konar mæling. Nákvæmlega hvernig það væri gert, er augljóst út frá fræðum Eingyðistrúarinnar*, en nánar útskýrt í Arkívinu og of langt mál hér. Sé þetta hins vegar rétt, er mun meira umleikis en frétta atburðir einir gefa til kynna, og mikilvægari, hvort það sé jákvætt eða ekki, tja, það fer eftir hvaða lið þú hefur valið þér.

Á persónulegu nótunum, vil ég bæta við, að ég skil ekki árið 2025, ég skildi ekki 2024, ég skildi ekki 2023 - en ég skildi 2021 og 2022 (held ég) -  fyrir mér erum við ekki til síðan 11. mars 2020. Ha, eru fimm ár liðin? Hvert fóru þau?

... og allir láta eins og ekkert hafi gerst, og eltast enn við ímyndir og fásinnur með allskyns "skiptir öllu máli" hugmyndir á prjóninum.

Við erum í Helvíti, restin er bara sýning á skjá einhverrar tilveru afmyndunar. Er hættur öllu grúski, er hættur að útskýra eitt eða neitt fyrir einum eða neinum. Hvernig þessu öllu fram vindur, kemur mér ekki við. Er á grúfu í mölinni, mjög upptekinn við nákvæmlega Ekkert, akkúrat þar. Hef engan áhuga á neinu öðru. Veit að líklega þarf ég að endurskoða þetta, en ekki tilbúinn til þess. Eftir að síðasti hundurinn minn fór yfir, í janúar 24, leið mér lengi vel eins og þau hefðu skilið mig eftir, vann úr því, held ég. Blóðeitrunin tók sig upp í fjórða eða fimmta sinn á dögunum, með tilheyrandi sjúkrahúsheimsóknum, daðraði við þær hjúkkur sem leyfðu, háttvís við hinar.

Annars ekkert að frétta.

 

* Með áreitismælingu, er átt við að sé orðum stillt upp með ákveðnu lagi, geta þau dregið fram skoðanir fólks, þar sem það bregst við orðum, og lætur skoðun í ljós sem það annars hefði haldið aftur af, en reiðilaust, sé þetta rangt stillt verður þó orðaskak og reiði, fínstilling er höfuð atriði hér, og skemmtileg íþrótt. Stöku sinnum getur mæling leitt í ljós huga sem enn hefur ekki gengið sjálfviljugur í hörpunarvélina, og þá má gera annars stigs mælingu s.s. að finna út hversu mikið af skoðunum séu úr innprentun og hvort fínstilltar spurningar geti leitt í ljós sjálfsmeðvitund um það, hér er Trömp fyrirbærið mjög auðveld mæling, en til eru aðrar dýpri og enn betri, en viðkvæmari.

 

* Í Arkívinu ræddi ég oft - og íterlega - fimm þætti vitundar og/eða greindar, rökgreind (Intelligence, IQ), tilfinningagreind, líkamsgreind, andlegagreind, loks einskisgreind eða tómið (Emptyness, Void, Nothingness). Að útskýra þessi atriði hér, væri langt mál og þyrfti bók til, sem er ekki í boði.

 

* Dr. Zelenko var vel að sér í fræðum Eingyðistrúar og hafði í stöku samtölum minnst á að Exodus til Öryggisgettóa eða Griðaborga væri viðeigandi umræða - nokkuð sem við hófum (ósamstillt) að ræða á svipuðum tíma og með ítarlegum útskýringum (m.a. með tilvísun í alþjóðalög) og enn í dag hef ég ekki séð neinn annan en okkur tvo styðja þessa orðræðu og/eða viðhalda, en hér er ígrundað valdlega í téð fræði.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -gott að fá aftur óreiðuskoðun frá þeim sagnabesta.

Svo er spurningin hversu margir míga utan stríðsæsinginn með þögninni, ég er ekki enn búin að ná mér eftir allan stuðninginn sem kóvítið fékk þegar upplýsinga óreiðan komst á seiðhjallinn með þríeykinu. Er enn að vinna úr áfallinu.

Vonandi batnar þér blóðeitrunin sem fyrst, haltu áfram að gera ekkert það er til bóta, -og vonandi fáum við að njóta einnar og einnar óreiðuskoðunar og samsæriskenningar á meðan.

Gleðilegt sumar og bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 25.4.2025 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband