Föstudagur, 18. apríl 2025
Samsæriskenning dagsins - 20250418
Árið 1988 var allt með kyrrum kjörum í "Austurblokk Evrópu," fólk hlýddi marxistum og kommúnistum, og allir "löglega hamingjusamir."
Þrem árum síðar höfðu allar kommúnista stjórnir Austurvegs verið afmáðar - að mestu friðsamlega - því fólk lét ekki bjóða sér viðbjóðinn lengur.
Þó höfðu stjórnir þessar haft áratugi, rétt eins og okkar, til að heilaþvo lýðinn í skóla, ásamt frétta og afþreyingar kerfunum; allir, rétt eins og við, voru á sömu bókina lærðir.
Kommúnistarnir flúðu allir til Parísar, Berlínar, Brussel og Reykjavíkur. Sumir þeirra flúðu með ríkissjóðina til Pekíng og hófu um aldamótin að fjárfesta í Hollývúdd og Háskólaútgáfum Vesturlanda, í augljósum [árángursríkum] tilgangi.
Við föttuðum þetta allt saman of seint, og þó ...
Hugmynd hvers tími er kominn, verður hvorki stöðvuð né handsömuð.
Eins og allir vita er Till Lindemann,
í ónáð á Vesturlöndum.
Þú vissir það er það ekki?
Þú hefur þó tekið eftir að Trömp og Bæden og Úrsúla,
eru öll sek um nákvæmlega sömu skoðana ofsóknirnar,
og sama stríðsþorstann, og af sömu grimmdinni?
Athugasemdir
Mjög vel athugað og skrifað. Munurinn er sá að þrýsting þarf á svona kommúnistakerfi utanfrá til að það hrynji. Sovétmenn vissu hvers þeir fóru á mis við og Austur-Þjóðverjar líka og fleiri.
Ég kynntist einni frá Austur-Þýzkalandi. Hún lýsti því hvernig hún og vinkonurnar létu sig dreyma um Vesturlönd þegar þær voru unglingar og telpur. Þannig voru margir.
En hvar er þrýstingurinn á okkar kommúnista? Jú, hann kemur frá Rússlandi, Íran, Kína og BRICS þjóðunum.
Gallinn er sá að almenningur heldur að hann sé frjáls hjá okkur og hitt séu allt krimmar og kúguð skrípi.
Hvernig á að leiðrétta það?
Jú, þú hefur komið með góða pistla og bent á Gaddafi og femínismann hans. Þannig holar dropinn steininn.
Beztu kveðjur.
Ingólfur Sigurðsson, 19.4.2025 kl. 00:44
Takk fyrir gott innlegg, Ingólfur, reyndar hef ég efast lengi um að þrýstingur utan að felli kommúnistakerfi, Nató hefur alla tíð eignað sér innfall Sovétríkjanna, en nánara grúsk sýnir að hugsanlega hafi allt annað legið að baki.
Ekki að ég viti það betur en þú eða aðrir - en ég leyfi mér að efast - hef t.d. fundið umtalsvert efni sem bendir til þess að KKF hangi á horriminni.
En í rauninni skiptir ekkert af þessu neinu máli; heldur hitt, að allt ber að sama brunni, Húmanisminn hóf að standa í stað í kringum 1975 og hefur nú snúist í andhverfu sína, nema í fyrsta sinn "í þekktri sögu" gerist Siðfallið hnattrænt.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 19.4.2025 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning