Frábært viðtal við Kristján Loftsson

Það er klassískur kommúnismi hjá MBL hvernig myndbirting er valin - ásamt fyrirsögn - í tengdri frétt, til að gefa ákveðin skilaboð frá Sjálfstæða Kommúnistaflokknum. Hitt er annað, að viðtalið er sneisafullt af fínum punktum varðandi þá menningar-morðhyggju sem útdreginn (Abstract) hugsunarháttur menntastéttar (Intelligentsia) landsins (Marxismi*) hefur tamið sér undanfarna áratugi.

Mikilvægasti punkturinn - atriði sem við höfum rætt ítarlega í Arkívinu - er að dómsvald stofnana brýtur réttarríkið í tætlur og er andstyggð (Andsnúin, Antithetical) vestrænnar ríkis- og lagasmiðju. Atriði sem furðu fáir skilja í ríkis innprentaðri hugsun þess fyrirbæris sem kallast Þjóðin.

Þá er einnig mjög fínn punktur í lok viðtalsins, sem mig grunar að muni fara framhjá mörgum, ef ekki öllum, en það er hvernig Efnishyggja kommúnista og annarra sósíalista samtímans, er ófær um að skilja hvað auðlind er, eða hvaða afl það er sem stofnanakerfið þarfnast, en það afl - menningar og náttúru - deyr undir reglugerðafjallinu.

Þetta viðtal við Kristján, er hollt að horfa á þrisvar, og glósa. Því þó það komi ekki fram, sannar hann það sem við höfum lengi rætt varðandi nauðsyn þess að endurstofna Íhaldsflokk Jóns Þorlákssonar, og með hans röksemdafærslum.

Sem vekur upp ágenga (Aggressive) spurningu, getur verið að við séum tveir Íhaldsmennirnir á landinu, þegar minn hélt sjálfan sig vera síðasta íhaldsmanninn?

Nei, minn er sá síðasti. Ekkert rugl!

 

* Það er hollt að muna, að Marxismi er ekki sjálfkrafa hið sama og kommúnismi eða sósíalismi, heldur efnishyggjuleg raungusegð (Dialectical Materialism), oft nefnt Þráttunarhyggja eða Þráttunarefnishyggja - og byggist á þeirri hugmynd að yfirtaka vald og auð með því að iðka menningarlega raungusegð (orðræðu) - en Dialectics merkir nákvæmlega wrongful or twisted dialogue pretending to be logical og var fundin upp af Plató, þróuð lengra af Abelard og fullkomnuð af Karl Marx. Íhaldsmenn geta einnig verið Marxistar og kommúnistar geta verið Fasistar - þessi hugmynda-sálfræði (sem þykist verað þjóðfélagsheimspeki) er svipuð klæðnaði þannig séð. Marxismi og Fasismi sömuleiðis sem er frumspekileg raungusegð (Dialectial Metaphysics) og í raun Marxismi II; aðeins staðfæring (Manifestation) á hinum Júngíska skugga[1] í þjóðarsál eða hópsál. Þekking á hinum Júngíska Skugga[2], bæði sjálfs og þjóðar, getur verið ein besta heilunin frá eitrinu. Tveir bestu præmerar - auk Arkívisins - varðandi Júngískan Skugga[3] væri Alan Watts og Marie-Louise von Franz. Í þessu ljósi er t.d. áhugavert að fólkið sem á nítjándu öldinni bjuggu til Marxismann og einnig Jewish Reformation stefnuna sem gat af sér Zionismann, voru allt fólk sem rabbínarnir höfðu ýmist rekið út úr gettóunum fyrir raungusegðir þar, og einnig plastkristnir sem höfðu flæmst úr kirkjunum af svipuðum ástæðum. Þegar maður skilur þessa eitur hugsun - samtvinnun, Efnis, Félags og Valdhyggju (sem við höfum áður rætt og ítarlega) skilur maður margt.

 

* Við notum orðið raungusegð í svipaðri merkingu og að vera í skyrtu eða skyrtubol á raungunni, sem er nær Íslenskri málvitund, en þráttunarhyggja, þó bæði orðin nái að hjúpa sama hugtakið.


mbl.is Kristján segir Guðrúnu krata inn við beinið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband