Óreiðuskoðun dagsins - 20250415

Ef ég get sannað, að elítan eins og hún leggur sig, virðir sín eigin lög að vettugi, þá hef ég sannað að almúginn er ekki jafn elítunni gagnvart lögunum og þar með að nákvæmlega ekkert réttar- eða réttlætiskerfi (Jurisprudence) er til staðar á landinu, þaðan af síður jafnrétti, og alls ekki jöfnuður (Equality vs. Equity)

Þetta merkir að engin siðmenning ríkir meðal þjóðar og elítu, og því ástand frumskógarlögmáls. Sé þetta staðreynd, er algjört hrun, beggja hópa - hinna siðlausu sem stjórna og hinna siðblindu sem tilbiðja/hlýða - einungis tímaspursmál.

Sé þetta hvergi rætt, af ábyrgð og festu, ríkir siðrof, og sé innfall hafið ríkir siðfall*. Við slíkar aðstæður er tímasóun að "vekja" samborgara sína og hið eina skynsamlega í stöðunni, er flótti.

Sannið hið gagnstæða.

 

 

 

Á persónulegu nótunum.

Mínum þótti undarlegt nú á dögunum þegar vinstri hreyfingin ræddi hist og her, að siðfár (Moral anguish, panic) ríkti hér og þar - sem er ágætt sem slíkt, en minn hafði aldrei séð né heyrt þetta hugtak notað, né fannst það í orðabók, svo hann leitaði það uppi, og fann það skilgreint í tveim vinstri sinnuðum akademískum ritverkum. Ágætis orð sem slíkt, en skemmtilegt klór ... því jafnvel marxistarnir vita nú að verði þeir ekki stöðvaðir, verður ekkert eftir handa þeim. Þess vegna lögðu þeir VG niður og færðu djúsið yfir í FF og SF.

Einn af hornsteinum Hammúrabí laganna, var einmitt hvernig ætti að meðhöndla dómara sem sekir væru um dómsglöp (judicial malfeasance) ... reyndu að kæra Íslenska dómara (af handahófi) fyrir slíkt, og þar sem þú veist ekki hverjir þeirra eru sekir, þeir eru það allir, og þú getur byrjað á þeim dómum sem þeir neita opinbera birtingu á.

Annars var að koma út nýtt viðtal Peter Robinson við Thomas Sowell, og því höfum við ekki meiri skriftíma í dag. Góðar stundir.

 

** Siðfall (Civil[izational] implosion) þ.e. innri samfélög (og sjálfstæð félög*) dalandi og Þjóðfélagsríkið hið eina sem vex, og lög almennt orðin ólögmæt samkv. grunnlagasáttmála.

* Félög allt frá almennum (jafnvel óskráðum)* áhugafélögum til óháðra fyrirtækja af öllum stærðargráðum frá einmennings verktakarekstri til stórfyrirtækja.

* Félagið Blámi - sem hefur skráða kennitölu - hefur haldið allri sinni starfsemi óskráðri og ósýnilegri frá 2017, í kjölfar mikils áfalls þegar Firmaskrá reyndi ólöglega að afmá félagið. Þessi saga er vitnuð í Arkívinu, og öll skjöl til staðar, og málið fyrnist ekki verði úr því dómsmál - en brotið var á þrennum lögum þar af einum stjórnlögum. Þetta er djúpt og mikilvægt, - og mælistika - en tímasóun að útskýra Leirmennum og Hrópdýrum (Echoanimals) þ.e Bergmálsfólki.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -sorglegt enn satt.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 15.4.2025 kl. 21:10

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Já, sorglegt, en þó má sjá annað sjónarhorn. Til að nýr hringferill hefjist í spíral, þarf að loka þeim fyrri. Ef byggingarefni núverandi SIÐr er fúsk, er betra að skrúbba það burt, en muna eftir hvað það er, áður en nýtt er smiðað.

Endurreist Þjóðveldi (nyttland.is) er hluti slíkrar vinnu, Arkívið einnig. Eins konar samantektir og uppgjör. Vinna sem nýtist síðar, en e.t.v. ekki af okkar kynslóð; okkar kynslóð er úr leik.

Bestu kveðjur, og takk fyrir að líta við.

Guðjón E. Hreinberg, 15.4.2025 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband