Erlend stríð koma Íslendingum ekki við

Það er brot á lögum Lýðveldisins, að taka afstöðu með eða móti erlendum átökum eða erlendum stríðs aðiljum. Ef elítan fer ekki að eigin lögum, er hún siðlaus, og þegar borgarar eru sinnulausir um slíkt, eru þeir siðblindir.

Þetta er mælanlegt siðrof (Anomie) og sé ekki brugðist við, verður siðfall þ.e. innfall siðmenningar (Imploded civilization). Hvar erum "við" þá stödd?

Ef við virtum eigin siðmenningu, og arfleifð eigin SIÐr, værum við fyrsta landið sem erlendir aðiljar hugsuðu til, svo hægt væri að hittast, ræða málin og finna friðsamlegar lausnir. Við ættum að vera sá sem leitað væri til, um milliráðgjöf, til að finna sættir.

Við erum ekki þar. Við erum voma eigin sögu og þjóðarvitundar. Hnípin plastþjóð í seldu landi.

Það er sérstakt, að sjálfumglaður sósíalískur Húmanismi sniðgengur ritningarnar sem kenna lausnir við slíku ástandi, og þær sömu vara við sama sniðgengi, með rökstuðningi. Við erum að upplifa afleiðingar þess að taka ekki mark á ritningum eigin [sið]menningar.


mbl.is Þorgerður fordæmir árás Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -sorglegt að við sem þjóð skulum vera farin að fjármagna manndráp.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 14.4.2025 kl. 13:06

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nákvæmlega.

Guðjón E. Hreinberg, 14.4.2025 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband