Laugardagur, 12. apríl 2025
Landadripp og þjóðakörfur
Áhugaverður talna samanburður. Gott að setja í samhengi þegar stórveldi og áróðursmiðlar gera heilu þjóðlöndin að körfuboltum og púsluspili. Þegar maður horfir á kortin, fær maður enga tilfinningu fyrir hversu stór löndin eru, hvað þá hvernig þjóðþættir (Ethnicities) þeirra eru samansettir, og í engu neina þekkingu á viðhorfum fólks þar.
Þegar maður setur það í samhengi við þá mynd sem fjölmiðlar, hollývúdd og skólakerfin gefa manni, er heildarmyndin, eða smærrimyndirnar, í besta lagi draugaleg svarthvít tvíundarmynd (Binary image).
... og ef fólk er orðið siðblint af sinnuleysi, sjálfumgleði og heilaþvætti, er því sléttsama. Og þá geta djöflarnir með stórvirku sláturtækin gert það sem þeim sýnist.
---
Ísland: 103 þ4km. (0,36 millj)
---
Yemen: 520 þ4km.
Afganistan: 650 þ4km.
---
Yemen: 32 millj.
Úkraína: 36 millj.
Afganistan: 35 millj.
---
Búrkína Fasó: 270 þ4km. (23 millj.)
Sýrland: 180 þ4km. (23 millj.)
Allar tölur teknar úr CIA World Fact Bokk (2024)
Athugasemdir
Straight to the point, I love it!
Rúnar Már Bragason, 12.4.2025 kl. 01:42
:) takk fyrir innlitið, Rúnar Már, já, mér finnst það líka.
Guðjón E. Hreinberg, 12.4.2025 kl. 02:00
Allt Ísland hefur verið til sölu síðan 1994, -þ.e. þessir 103 þ4km.
Á öldum áður tóku kirkjan og kóngurinn það sem þeim þóknaðist, -en nú er það hin frjálsa för auðræðisins.
Siðblindan, sinnuleysið, sjálfumgleðin og heilaþvættið gerir það að fólki er sléttsama, -helst að það vilji vera selt og fái sína Tene túra.
-Sem minnir á Siggu litlu systur mína og tyggjóplötuna.
Magnús Sigurðsson, 12.4.2025 kl. 05:22
Já segðu, Magnús, sem aftur minnir á afbragðs vísur manns nokkurs sem bjó á Kópaskeri við Axarfjörð og tríó nokkurt saung við miklar vinsældir.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 12.4.2025 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning