Miðvikudagur, 9. apríl 2025
Skyndigifting, hraðútför, og aðrar blóðtökur lífvana huga
Það verður sífellt fyndnara og farsakenndara, eftir því sem "Hin lúterska evangelíska kirkja" Ríkisins, auglýsir betur og háværar, og brátt svo glymur í öllu, að hún iðkar Djöfladýrkun og Raungusegðir (Dialectics) af meiri ástríðu en nokkur Ba-alista samkunda hefur nokkru sinni látið sig dreyma um.
Bráðum verður þetta allt saman app-vætt. Svæpa til vinstri eða hægri eftir já eða nei, "Click confirm" og þið eruð gift, skírð, skilin, eða jarðsett, með undirspili frá gervigreind. Skráð í allsherjar gagnagrunn þverþjóðlegu kerfanna.
Djókið er samt þó, að hugarseldir og sálurúnir vítisfylgjendur hennar, skilja ekki hvað það er sem hér er bent á. Taka má þó fram, aukreitis, að Siðfræði Ríkisins er háð siðfræði þessarar djöflamessu, og sé það ógilt, hefur lagasmiðja ríkisins einungis eitt að sjónarmiði; aftöku menningar þinnar.
Sem vonandi er einhverjum augljóst.
Minni á að Trú, Von og Kærleikur, eru úrelt.
Nú blífar Bæn, Iðrun, Vitnisburður og Fyrirgefning, helst á grúfu í möl, en annars á hnjánum, en hrokastandur er góð byrjun ef hitt er of erfitt.
Ég veit að það skilur þetta [næstum] enginn, en vitnisburður skal framborinn. Englar skilja þetta vel, sérstaklega þeir föllnu sem tældu þig út í hugarsteinlím styttugarðsins.
![]() |
Bjóða skyndiskírn á sumardaginn fyrsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitthvað verður kirkjan að gera til að trekkja að eftir að hún lokaði öllum dyrum fyrir skjólstæðingum sínu í fárinu.
Skyndikynni, vodka og durex er ekki ólíklegt á allra heilagra messu, -pulsa með öllu á eftir.
Magnús Sigurðsson, 9.4.2025 kl. 12:48
Þið Magnús eruð hvor öðrum rosalegri, en þó sannkristnari en páfinn, allavega biskupinn.
Jónatan Karlsson, 9.4.2025 kl. 15:01
Takk fyrir þetta, félagar, þetta ferð að verða all svakalegt svall-partý sem við erum að lýsa hérna :) -- sorglega rétt lýsing.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 9.4.2025 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning