Ein lítil bónus færsla - 20250407

Góðan dag, Bónus -

Verslunarkeðjur eru stórt fyrirbæri, í huga hvers manns, næsta verslun er aðeins næsta verslun. Maður gengur inn, velur sér vörur, greiðir fyrir, og heldur áfram för.

Stundum heldur maður tryggð við eina verslun umfram aðrar, og ræður þar miklu viðmót starfsfólks. Undirritaður verslaði árum saman í Bónus/Fitjum í Reykjanesbæ, tvisvar og stundum þrisvar í viku, sumir starfsmanna heilsuðu. En ég steinhætti að versla þar á Covid tímabilinu, einmitt vegna ókurteisi og ruddaskapar, en sá enga ástæðu til að skrifa.

Síðan þetta var, hef ég svo til eingöngu verslað mínar Bónus vörur hjá Bónus/Túngötu í Reykjanesbæ, verslun sem hefur lítinn gólfflöt, getur ekki boðið eins mikið úrval og margar stærri verslana Bónus, en þessi verslun hefur öll þau ár síðan hún opnaði, haft á að skipa kurteisu, þjónustulipru og sanngjörnu starfsfólki.

Í dag komst ég að því, að sumir starfsmanna þar hafa ekki fengið það hrós sem þeir eiga skilið, og líklega þarf að taka fram, að þegar almennir starfsmenn laða til sín fasta og reglubundna viðskiptavini, líður þeim vel í starfi og að það er að miklu leiti vegna þess hvernig yfirmenn þeirra koma fram við þá.

Nú vitum við að þegar lítil verslun er í gamalgrónu hverfi, og hefur á að skipa starfsmönnum sem fæddir eru erlendis, að þeir lenda stundum í að sumir eldri borgarar verða hvumsa við, og skrifa kvörtun, vegna eigin vanlíðunar og eigin fordóma, frekar en af hlutbundinni yfirvegun.

Mér þótti leitt í dag, að heyra samtal í dag, sem bar þessu vitni, að þessi fyrirmyndar verslun - eða þessi fyrirmyndar starfshópur - fái ekki það hrós sem hún á skilið.
Vondandi vegur þetta skeyti örlítið upp á móti - því minn hefur séð marga samborgara sína versla í þessari verslun, og minn hefur einnig séð suma góðborgara haga sér illa en verslunarstýru taka á málinu af prúðmennsku sem af ber.

Varðandi það sem nefnt var með Fitjar, hefði ekki verið önnur Bónus verslun í Reykjanesbæ, á sínum tíma, væri minn að aka talsverða vegalengd í dag, til að sniðganga Fitjar, því hungursneyð þarf til þess að ég gangi þar inn fyrir dyr.
Túngata hins vegar, er sú ágætasta fyrirmyndar Bónus verslun sem ég hef keypt vörur í, frá því að fyrsta Bónus verslunin var opnuð.

Bestu kveðjur
Guðjón E. Hreinberg


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband